Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1989, Side 12
12
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989.
Lesendur
Hugleiðingar Alþingis um fasteignakaup:
Mér blöskrar yfirgangurinn
Reykyíkingur skrifar:
Það vefst ekki fyrir forseta Sam-
einaðs Alþingis, Guðrúnu Helga-
dóttur, að boða trúna á fasteignir í
miðborgarkjarnanum. í málílutn-
ingi sínum hefur þessi þingkona
hvaö eftir annað lýst vilja sínum
og áformum um að Alþingi kaupi
Hótel Borg til að bæta „aðstöðu-
leysi" Alþingis, eins og hún orðar
það. - Langflestir hafa þó líklega
þá skoðun á málinu, að á Alþingi
vanti eitthvað annað en meira rými
fyrir þingmenn. - Fækkun þing- _
manna um svo sem 20-30 er það
sem þjóðin biður um ef marka má
mál manna.
Enn á ný kemur Guðrún Helga-
dóttir, forseti sameinaðs þings, að-
spurð fram með þá hugmynd sína
(í nýlegu viðtali við þingfrétta-
mann sjónvarps) að Hótel Borg sé
besti kosturinn í húsnæðismálum
Alþingis. Og ekki nóg með það, hún
vill nú jafnvel leggja til atíögu við
hús það sem í daglegu tali er kallað
Reykjavíkurapótek - og er ekkert
frábitin því að kaupa raunar alla
þessa húsalengju, frá Hótel Borg
að Austurstrætí. En fyrst af öllu
þurfi þó að endurbæta byggingar-
stíl húss þess sem þarna er á milli
(Gallerí Borg, o.fl.), því yfir Alþingi
„verði að vera reisn“ jafnt í húsa-
kosti sem öðru. - Þaö var og!
Forsetí sameinaðs þings segir í
viðtali við þingfréttamann að henni
sýnist hún vera talin „vond mann-
eskja“ eins og komi t.d. fram í les-
endabréfum, vegna afstöðu sinnar
um að kaupa Hótel Borg. - Þetta
hef ég nú hvergi lesiö, enda kemur
mannvonska ekki þessu máli við.
Ekki bara Hótel Borg, nú er það öll lengjan, að Austurstræti - segir hér m.a.
Þeir eru margir, einkum þingmenn
og stjórnmálamenn hér á landi,
sem finnst að verið sé að dæma þá
ómanneskjulega eða illa innrætta
ef að þeim er veist í greinaskrifum
og ummælum úti í bæ. Þetta sýnir
hve hæfileikalausir sumir þessara
aðila eru til að gegna opinberum
ábyrgðarstörfum fyrir landslýð.
Þaö eru verkin sem verið er að
dæma, ekki hvort viðkomandi er
slæmur heimilisfaðir eöa mann-
eskja yfirleitt.
En viðkomandi húskaupaáráttu
forseta sameinaðs þings, þá er ver-
ið að hjakka á máli sem fæstir eru
samþykkir og alfarið á móti þegar
hann beinir athygli sinni að Hótel
Borg. Þar yrði aldrei griðastaður
fyrir almenning eftir hernám Al-
þingis.
Stööumælasjóður og Umferðarráð:
Laugavegur á laugardegi
Spumingin
Hvað ætlarðu
að borða á
aðfangadagskvöld?
Ólöf Guðfmnsdóttir: Ég ætla að
boröa kalkún og hef hann alltaf af
og til um jólin.
Haukur Hilmarsson: Matinn sem
pabbi býr til.
mynd um það. Ætli það verði ekki
þaö sem sett verður á borðið.
Lilja Magnúsdóttir: Ég borða oftast
svínahamborgarhrygg á aðfanga-
dagskvöld.
Guðrún Jónsdóttir: Ég veit það ekki
því ég verð hjá mömmu.
Lilja Pedersen: Ég hef alltaf ijúpur.
Grimur hringdi:
Mikil er rausn Umferðarráðs og
Stöðumælasjóðs (veit ekki hvort hér
er um aö ræða „Stöðumælasjóð ís-
lands“ eöa „Stöðumælasjóð Reykja-
víkur“ eða hvað - þeir eru orðnir svo
margir sjóðirnir). - Þessi fyrirbæri
auglýstu hins vegar sameiginlega í
sl. viku að laugardginn 16. desember
þyrftu menn ekki að greiöa í stöðu-
mæla við Laugaveginn í Reykjavík!
Nú er einfaldlega þannig í pottinn
búið að aldrei hefur þurft að greiða
í stöðumæla hér í borginni á laugar-
dögum. Hver skýringin er veit ég
ekki en líklega stafar það af því að
viðkomandi stofnanir tíma ekki að
hafa menn á launum við stöðumæla-
sektir nema 5 virka daga vikunnar.
- Kannski er skýringin önnur. En
sem sé; aldrei sektað á laugardögum.
Hvers vegna hins vegar Umferðar-
ráð og „Stöðumæalsjóður" þessi eru
að auglýsa aö ekki hafi þurft að greiða
í stööumæla við Laugaveginn - eða
annars staðar í borginni laugardag-
inn 16. des. veit ég ekki. En þetta var
Guðrún Halldórsdóttir hringdi:
Ég er undrandi á því að í flestum
tilvikum þegar deilt er um forræði
barna er eins og faðirinn verði oftast
undir og sjaldan er málstaöur hans
mikils metinn. Þetta kemur fram
þráfaldlega hér á landi í svona mál-
um.
Ég var einmitt að lesa frétt í DV
um forræðislausan fóður sem segist
aldrei hafa séð annað bamiö sitt en
megi hitta hitt og þá aöeins á þriggja
mánaða fresti hjá Félagsmálastofn-
un. - Ef rökin fyrir svona meðferð
eru þau að engin tilfinningaleg tengsl
H.S. skrifar:
Ef nokkur ein stétt á íslandi á hús-
mæðrum mikið upp að inna er það
sjómannastéttin. Margir hafa þess
vegna vonað að forystumenn sjó-
manna myndu beita sér fyrir því að
húsmæður fengju lífeyrisréttindi,
svo stór sem þáttur sjómannskon-
unnar er í lífi þeirra. Húsmóðurstarf-
ið var og er enn mjög erfitt og eigin-
lega margfalt starf þegar annast á
um mörg börn og ef til vill gamal-
menni á heimilunum.
Það er mjög brýnt að þetta mál
dragist ekki á langinn því einmitt
þær konur, sem nú eru að komast á
eftirlaunaaldur, hafa margar hveijar
einkar kjánaleg auglýsing og hafði
engan tilgang annan en þann að
flagga ímynduðum liðleigheitum op-
inberra stofnana. - Það væri nær fyr-
ir þessar stofnanir að afnema algjör-
lega stöðumælagjöld í miðborginni og
alveg inn að Hlemmi. Það þjónar eng-
um tilgangi að klifa á laugardagsund-
anþágu, um hana vita aliir.
séu á milli föður og sonar er réttar-
kerfið ekki það sem ég hefi ávallt
haidið að það ætti að vera.
Ég vil ekki dæma eða halda fram
neinum ákveðnum skoðunum í
þessu sérstaka máli sem fréttin flyt-
ur um hinn forræðislausa föður. Hitt
þykir mér miður hvernig oftar en
ekki er talið að faðir barns sé óhæfur
að sjá um og hafa forræði yfir því
þegar hjón slíta samvistum. - Jafnvel
þótt móðirin sé vel stæð og hafi góð-
ar aöstæður til uppeldis hlýtur faðir-
inn að hafa sama rétt og hún ef um
jafnræði er að ræða í þeim efnum.
helgað heimili og fjölskyldu alla
krafta sína. Þess vegna hafa þær
engin eftirlaun annars staðar frá.
Það er furðulegt að konur sem hafa
verið 40-50 ár í hjónabandi, átt mörg
böm og ekki getað stundað aðra
vinnu skuli aðeins eiga rétt á helm-
ingi eftirlauna eiginmannsins falli
hann frá og þótt þær hafi sannarlega
gert honum kleift aö standa í stöðu
sinni með því að annast algjörlega
um heimiliö.
Það er ótrúleg lítilsvírðing sem
húsmæðrum er sýnd með þessu
ákvæði og sannarlega tímabært að
breyta því.
Einungis íslensk lög!
Ingibjörg Gisladóttir hringdi:
Eg var að hlusta á aðra hvora
útvarpsstöð Ríkisútvarpsins í vik-
unni og hjó þá eftir því að þar var
veriö að tilkynna að yfir jólin yrðu
einungis leikin íslensk lög meö ís-
lenskum fiytjendum. - Þetta er
auðvitað mál Ríkisútvarpsins, en
þó aðeins að hluta, því það eru nú
einu sinni hlustendur þess sern
greiða skylduafhotagjald til rikis-
ins.
Ég held nú að fremur veröi tón-
listin fátækleg ef ekki á að leika
önnur lög á báöum rásum útvarps-
ins en íslensk.
Mér er spum; á þá alveg aö úti-
ioka hin guilfallegu erlendu jólalög
sem hingað til hafa verið talin góð
og gild, m.a. á þessum stöðvura? -
Eða skyldi vera talið gott og gilt að
leika þá tónlist ef flytjendur eru
íslenskir?
Mér finnst svona ákvarðanir vera
hreint út í hött og sýna einhverja
tiihneigingu til einangrunar og
misskílinnar þjóðemisrembu, sem
er löngu úrelt víðast hvar í menn-
ingarlöndum.
Mér er líka alveg ómögulegt að
skilja hvers vegna þetta kemur upp
einmitt nú. Maður hefði skilið
svona nokkuð fyrr á árum, þegar
við vorum að heimta sjáifstæði
okkar. En árið 1989!
Erum við að dragast aftur úr öðr-
um þjóðum og festast í gamaldags
hugsunarhætti á meðan aðrar
þjóöir eru að bijóta af sér hlekk-
ina? - Ég á nú bara eftir að heyra
svona fáránlega ákvörðun fram-
kvæmda og spái því að þetta verði
nú einfaldlega orðin tóm eins og
oft áður þegar steigurlætið er ann-
ars vegar.
Óvæntur glaðningur
J.J. skrifar:
Nú í jólaönnunum gildir aö
gleyma ekki náunganum og týna
inntakinu. í gærkvöldi fékk fjöl-
skylda mín góða jólakveðju frá
Sláturfélagi Suðurlands. Móðir
okkar vann þar nokkur ár og fékk
áhveiju árijólagjöfffá fyrirtækinu
eins og títt er.
Móðir okkar lést fyrir rúmu ári
en áfram sendir Sláturfélagið ekkl-
inum jólakveðju ásamt kjöti og
konfekti. - Þetta var óvæntur
glaðningur og hafi Sláturfélagið
þökk fyrir.
Fráskildir feður
Lífeyrisréttindi húsmæöra:
Sjómenn sýni frumkvæði