Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1989, Side 28
>36
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989.
Andlát
Unnur Ósk Ásmundsdóttir lést 20.
desember sl. á Hrafnistu í Hafnar-
firði.
>Bergþóra Jónsdóttir, Reykjum, Vest-
mannaeyjum, lést í sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja 20. desember.
Lovísa Júlíusdóttir, Skeiöarvogi 21,
andaðist í Borgarspítalanum 21. des-
ember.
Jarðarfarir
Kristin Guðmundsdóttir lést’ 16. des-
"ember. Hún var fædd á Seljum í
Helgafellssveit 29. mars 1926. For-
eldrar hennar voru Petrína Sæ-
mundsdóttir og Guðmundur Bjami
Halldórsson. Kristín giftist Ágústi
Jóhanni Alexanderssyni en hann lést
árið 1970. Þau hjónin eignuðust fimm
dætur en misstu eina áriö 1968. Eftir-
lifandi sambýlismaður Kristínar er
Þórólfur Sveinsson. Útfor Kristínar
verður gerð frá Fossvogskirkju í dag
kl. 13.30.
Tilkyimingar
Skólaslit Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti var slit-
ið 19. desember sl. í Fella- og Hólakirkju.
Athöfnin hófst með því að Guðný Magn-
úsdóttir, organisti Fella- og Hólakirkju,
lék nokkur jólalög. Kristín Amalds
skólameistari gerði grein fyrir starfi og
prófum í dagskóla en Stefán Benedikts-
son aðstoðarskólameistari í kvöldskóla.
í '■æðuin þeirra kom fram að 1430 nem-
endur hafa stundað nám í dagskóla og
963 í kvöldskóla og kennarar voru 138.1
dagskóla fengu 128 nemendur lokaprófs-
skírteini en í kvöldskóla 35. Bestmn ár-
angri á stúdentsprófi náði Hjördís Björg
Gunnarsson, náttúrufræðibraut, en hún
hlaut einkunnina A í 133 einingum. Krist-
íin R. Sigurðardóttir, nýstúdent á tungu-
málabraut, söng einsöng við undirleik
Guðnýjar Magnúsdóttur. Kór Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti söng undir stjóm
Friðriks S. Kristinssonar. Síðast flutti
Kristin Amalds skólameistari skólaslita-
raeðu, óskaði útskriftamemendum fil
hamingju og öUum viðstöddum gleði-
legra jóla.
Læknafélag Reykjavíkur
opnar leikskóla
Þann 8. desember sl. var formleg opnun
Leikskólans Mýri, að Skerplugötu 1,
Reykjavík. LeikskóU þessi er stofnaður
af Læknafélagi Reykjavíkur. LR réðst í
þetta verk vegna brýnnar þarfar dagvist-
unar fyrir böm félagsmanna. Ungir
læknar inna oft og tíðum mikla vinnu
af hendi og standa langar vaktir og góð
dagvistun bama þeirra er því mjög mikfi-
væg. Sl. vor var keypt af Reykjavíkur-
borg hús það er áður stóð að Tjamargötu
11 en var flutt út í Litla-Skeijafjörð. Það
hefur nú verið gert mjög vel upp og lagað
að þörfum leikskóla. Húsið er kjaUari,
tvær hæðir og ris. Heildarkostnaður er
rúml. 32 mUlj. króna. Stofnkostnaður
skiptist tíl helminga milU LR og ríkis-
sjóðs skv. reglum þar að lútandi. Rekstur
leikskólans er alfarið í höndum foreldra
bamanna. Rými er fyrir um 40 böm á
aldrinum 1-9 ára. Ráðið hefur verið
áhugasamt starfsfólk tU að sjá um upp-
eldisstarfið. Forstöðumenn era Unnur
Jónsdóttir og Sólveig Ásgeirsdóttir fóstr-
ur. Mánaðargjald fyrir heUan dag er nú
25 þús. kr. Foreldrafélagið þiggur einnig
rekstrarstyrk frá Reykjavíkurborg, 4000
krónur á mánuði fyrir hvert bam.
Sameining banka megin-
efni Bankablaðsins 1989
Bankablaöið, 55. árg., er nýkomið út.
Samband íslenskra bankamanna gefur
blaðið út og ritstjóri er Einar Öm Stef-
ánsson. Meginefni blaðsins aö þessu sinni
snýst um sameiningu bankanna sem ver-
ið hefur mál málanna í bankakerfmu á
þessu ári. Meðal efnis má nefna forystu-
grein Yngva Amar Kristinssonar, for-;
mann SÍB, grein Helgu B. Bragadóttur
um aðdraganda að stofnun íslandsbanka
og grein Vals Valssonar um áhrif samein-
ingar bankanna fjögurra. Þá skrifar Sig-
tryggur Jónsson sálfræðingur um félags-
sálfræðUeg áhrif sameiningar fyrirtækja
á starfsmenn. Viðtöl era í blaðinu við
yngri sem eldri bankamenn, fjallað um
mötuneyti bankanna, norrænt samstarf
bankamanna, ffæðslmnál, íþróttir, fé-
lagslíf og margt fleira.
Bóksöluskrá með yfir
2000 bókum nýkomin
Bókvarðan, verslun í Reykjavik með
gamlar og nýjar bækur, gefur reglulega
út bóksöluskrár með hinu nýjasta sem
borist hefur í verslunina. Að þessu sinni
skiptist bókaskráin í marga kafla eftir
efni: íslensk og norræn fræði, ævisögur,
erlendar skáldsögur, íslenskar skáldsög-
ur og smásögur, kvæði, ljóð, kvæðasöfn,
sálmar, leirskáld, trúmál, andatrú, guö-
speki, lífspeki og hvatningarrit og ótal
aðrir flokkar bóka. Það er mikið af fágæt-
um og merkUegum bókum í þessari skrá
en þar era líka mörg hundrað bóka sem
aðeins kosta 100-300 krónur - bækur sem
era sambærilegar þeim sem era að koma
út þessa dagana og kosta 2000-3000 kr.
Bókaskrá þessi er send ókeypis tU allra
sem þess óska utan höfuðborgarsvæðis-
ins en afhent þeim sem þess óska í versl-
uninni í Hafnarstræti 4.
Barnið þitt-tímarit
um börn og fleira fólk
Bamið þitt - tímarit um böm og fleira
fólk, er nýjung á tímaritamarkaði hér-
lendis. í fyrsta sinn er nú ráðist í útgáfu
tímarits sem fjaUar eingöngu um málefni
bama, umönnun þeirra og uppeldi frá
fæðingu fram á unglingsár. Einnig er
athyglinni beint að hlutverki foreldr-
anna, líðan þeirra og þeim fjölmörgu
spumingum sem þeir standa frammi fyr-
ir daglega í samskiptum við böm sín. Hið
nýja tímarit verður gefið út 4-6 sinnum
á ári og er fyrsta tölublað þegar komið á
markaðinn. Útgefandi hins nýja tímarits
er Fijáls markaður hf. sem einnig gefur
út kynlifstímaritið Bleikt og blátt og fleiri
blöð. Ritstjóri er Jóhanna Birgisdóttir.
Pennavinir
Boris Ferabontov,
125284 Begovaya,
6-3-210 Moscow,
U.S.S.R.
Hann er 27 ára og óskar eftir að skrifast
á við stúlkur á svipuðum aldri. Áhuga-
mál hans era klassísk tónlist.
Þekkir þú
einhvern sem heyrir illa
í sjónvarpi eða útvarpi?
Kíktu í smáauglýsinga-
dálkinn „TIL SÖLU“,
„Einkahlustarinn“.
Fréttir
Akranes:
Tveir bæjarfull-
trúar hætta
Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi:
Bæjarfulltrúarnir Guðjón Guð-
mundsson, Sjálfstæðisflokki, og
Jóhann Ársælsson, Alþýðubanda-
lagi, hafa ákveðið að láta af setu í
bæjarstjórn Akraness að loknu
þessu kjörtímabiii.
Guðjón er oddviti sjáifstæðis-
manna á Akranesi og hefur setið í
bæjarstjórn um langt skeið. Jó-
hann er annar tveggja bæjarfull-
trúa Alþýðubandalagsins á Akra-
nesi og situr nú sitt þriðja kjörtíma-
bil í bæjarstjóm.
DV er með hörkuduglega blaðburðarstráka á Bíldudal, sem aðstoða hana Helgu Gísladóttur, umboðsmann DV á
staðnum, við að koma blaðinu til áskrifenda og selja það. En strákarnir eru líka duglegir í fótboltanum. Þeir tóku þátt
í pollamóti í sumar á Núpi og stóðu sig vel í fótboltaliði Bíldælinga í 6. aldursflokki. Þeir heita, talið frá vinstri í
neðri röð: Aron, ívar, Bjarni, Ninni og Ingimar. Efri röð Úlli, Friðrik, Gísli, Ómar og Finnur. Þjálfari þeirra er Ása
Fönn Friðbjarnardóttir. DV-mynd Helga
Sótt í róna á Selfossi
Regína Thorarensen, DV, Selfossi:
Að sögn skrifstofustjóra veitinga-
hússins Inghóls á Selfossi hefur
reksturinn gengið sæmilega á árinu.
Nýir eigendur keyptu og breyttu og
stækkuðu húsið strax eftir kaupin
sl. vor og grillstaðurinn þar er alveg
til sóma. Einnig ferðamannaþjónust-
an.
Mest er að gera í Inghóh um helgar
en svo em þar einnig oft ráðstefnur
og það í auknum mæli að báðum
hótelunum hér. Oftast fólk frá
Reykjavík sem vill vera hér í róleg-
heitunum. í Inghóh er vínveitinga-
leyfi og staðurinn er ósköp hlýlegur
- heimilislegur. íbúar í nágrenninu
hafa sagt mér - og ég á heima stutt
frá staðnum - að það vakni aldrei
við hávaða eða læti þó oft sé opið þar
til tvö og þrjú um nætur. Það geta
200 manns borðað í Inghóh. Yfirmat-
reiðslumaður er Guðjón Egilsson,
mesti sómamaður, samviskusamur
og kann vel til verka.
Fjölmiðlar
Eftir ijögurra ára dvöl í Bretlandi
hélt ég, að ekki væri tíl tapsárari
stjórnmálamaður en Ed ward Heath
- „badlooser" á ensku. Hann sleppti
aldrei tækifæri til aö hnýta í Mar-
gréti Tatcher sem hafði velt honum
úr leiðtogasessi íhaldsflokksins. Nú
hef ég hins vegar komið auga á
keppinaut Heaths i tapsæri. Hann
er Olafur Ragnar Grímsson (sem hét
raunar foröum á máh Matthildinga
Ólafur Ragnar og Bölvar Gríms-
son). Svo sem alþjóð veit, beið hann
lægri hlut fyrir Davíð Oddssyni
borgarstjóra í umræðum í Ríkis-
sjónvapinu síðast hðinn laugardag.
Hann hefur síðan verið aö reyna að
•hefna þess á þingi, sem á hann hall-
aði í héraði, meöal annars með því
(að vísu árangurslaust) að banna
stjórnarþingmönnum aö semja við
stjórnarandstöðuna um afgreiðslu
mála fyrirjól og leggja fram frum-
varp um að ríkið sölsaði undir sig
Borgarspítalann. Viö allt þetta brölt
kemur í hugann forsögnin alkunna:
Úti í kulda fiokkur frýs
fána sviptur rauðum.
Ólafur Ragnar Grímsson gris
gekk af honum dauöum.
Hannes Hómsteinn Gissurarson