Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990. 7 Sandkom Tómt helvítis rugl íjólablaðl Fróttaþeirra Vestmannaey- ingaerlangt viðtalviöGarð- arSigurðsson, fyrrverandial- þingismann Al- þýðubanda- lagsins. Garðar lætur ýmislegt flakka að vanda og er gaman að lesa einkunnir hans um samferðamenn í pólitíkinni. Segir Garðar á einum stað að hann hafi misst allt álit á sjálfum sér í pólitflc þegar Alþýðubandalagiö var með i ríkísstjóm Gunnars Thoroddsens sem var mynduð í ársbyrjun 1980. „Þetta varnáttúrlega voðalega vit- laus stjóm og var alveg rosaleg. Þetta var ein martröðin enn. Hugsaöu þér!...At»ningjaskapurinnímér, Guðmundi J. og Ólafi Ragnari var sá að segja ekki bara stopp. Viö gerðum rangt að halda áfram þessaii stjóm. Það var einmítt þá sem Hjörleifur ætlaði að virkja í Búrfelli, í Blöndu ogFljótsdalsvirkjun ogláta allt skar- ast..En til hvers? Hvað átti að gera við allt rafmagnið? Ekki mátti setj a upp bræðslur, þaö átti bara að vera ofanábrauð. Þetta var allt tómt hel- vitisrugl." Skýrslurá skýrslur ofan Garðargefur Hjörleifiein- kunn. „Hjör- leifurerbráð- skýrmaöurog óskaplegadug- legur.Égheld hannsofialdrei meiraentitíma enégerekkert ; viss um að það hafi komið mikið út úr þessu." Svo segir hann eina sögu af þingflokksfundi allaballa. „Svavar kemur íyrstur með eitt blað úr sinu ráðuneyti. Svo kemur Ragnar, þá fjármálaráðherra, með tvö blöð um ríkisfjármálin. Síðastur kom Hjör- leifur með burðarkarl sem bar tvo eða þtjó pappakassa fulla af skjölum. Og pappirshaugurinn...Svona var þetta, skýrslur á skýrslur ofan frá Hjörleifi." Mesti framsókn- armaður í heimi Hvaðfinnst Garðariþámn: ( núverandifor- yítu Alþýðu- bandalagsins?::. „Ólafurerson- urGrimsrak- ara.krataá ísafiröi, sem vannsvoá Vellinum. Ólafur er af Hjartarætt- inni, framsóknarættinni, og var auð- vitað framsóknarmaður. Það eru hel- viti margir framsóknarmenn á þingi, miklu fleiri en eru í Framsóknar- flokknum...Svo er nú Steíngrímur J. Sigfússon. Hann er almesti fram- sóknarmaður í heimi, orðinn eins og sauðkindin sjálf. Hann hefur engar áhyggjur af að henda hundruðum milljóna eða milljarða i þetta hevítis kjet. Þeir hafa aldrei þorað að taka á þessu. Þetta er eins og herkostnaður. Steingrímur er óneitanlega helvíti frískur strákur, talar mikið. Ég man eftír því þegar hann kom á þingið að hann talaði í öllum málum. Hann vissi afit um flugmál og öU mál, stökk alskapaður út úr höföinu á Seifi." Þorsteinnog Davíð góður Þaðerekki hægtaðsegja skiiið við Garð- aránþessaö segjafráum- sögnhansum ÞorsteinPáls- son. „Égkunni velviðÞor* steín.Okkur kom vel saman...Og í kjördæminu var hann ekkert nema liðlegheitin. Hann keyrði viö hiá mér og spuröi hvort ég væri að fára austur og bauð mér að koma með. En þetta meðríkis- stjómina gekk ekki hjá honum. Það var eidcert þægiiegt fyrir drenginn að verða foisætisráöherra, þessir gömlu vildu vera áfram...Nú horfa menn til Davíðs en hann verður að fara að passa á sér kjaftinn. En ég kann ágætlega við Davið." Umsjón: Haukur L Hauksson FréttLr Nýtt aílakvótatímabil er hafiö: Þorskaflinn verði 300 þúsund tonn en grálúðuaflinn fari niður 1 45 þúsund lestir Nýtt aflakvótatímabil er hafið á nýju ári. Sjávarútvegsráðuneytið hefur sent frá sér þijár reglugerðir vegna þessa sem byggðar eru á lög- um um stjórn fiskveiöa en þau lög renna út um áramótin 1990/1991. Reglugerðirnar eru um botnfiskveið- amar, úthafsrækjuveiðamar og veiðar smábáta. í öllum meginatrið- um eru reglur um veiðar þær sömu í ár og í fyrra, aö öðru leyti en því sem leiðir af breytingum á heildar- afla einstakra fiskitegunda. í reglugerð um botnfiskveiðar er gert ráð fyrir að hámarksþorskaflinn verði allt að 300 þúsund lestir. Við úthlutun heimilda til botnfiskveiða er gert ráð fyrir að miða þorskaflann við 260 þúsund lestir. En vegna sveigjanleika reglna um botnfisk- veiðar getur heildarafli einstakra tegunda vikið nokkuð frá viðmiðun- artölunum. Veldur þar mestu reglur um sóknarmark, veiðar smábáta og heimildir til færslu milli tegunda og ára. Þetta veldur því að heildar- þorskaflinn getur orðiö allt að 300 þúsund lestir. Það er 10 prósent minni þorskafli en á árinu 1989. Grálúðuaflinn er einnig skertur frá síðasta ári en hann varð þá um 60 þúsund lestir. Við úthlutun veiði- heimilda fyrir þetta ár er gert ráð fyrir að grálúðuaflinn verði 30 þús- und lestir en vegna sveigjanleika kerfisins getur hann farið í allt að 45 jiúsund lestir. A þessu ári telst undirmálsflskur að einum þriðja með í aflamarki og aflahámarki og að fullu sá undir- málsfiskur sem er umfram 10 pró- sent af afla í veiðiferð. Afli, sem flutt- ur er óunninn úr landi, skerðir afla- kvóta viðkomandi skipa um 15 pró- sent. Breyting verður á sóknardögum togara. Þeir voru 245 árið 1989 en verða 230 í ár. Sóknardögum annarra útgeröarflokka fækkar einnig frá því í fyrra. Gert er ráð fyrir að úthafsrækju- kvótinn verði sá sami íár og í fyrra en þá var viðmiðunaraflinn 23 þús- und lestir. Aðeins þau skip, sem höfðu rækjukvóta á síðasta ári, fá úthlutað kvóta í ár. Undantekning er þó sú að loðnuveiðiskip geta feng- ið úthlutað rækjukvóta gegn því að þau afsali sér botnfiskveiðiheimild- um. Reglur um veiðar smábáta eru þær sömu í ár og í fyrra að öðru leyti en því sem leiðir af lækkun heildarafla íþorski. -S.dór £?CI‘€. Elding í mastrið risavaxna gerði senda lóranstöðvarinnar óvirka í tvo tíma. DV-mynd ÁS Lóranstööin á Qufuskálum: Sendar óvirkir um tíma eftir magnaða eldingu Garðar Guöjónsson, DV, Akranea: „Við fengum einhveija mögnuðustu eldingu sem um getur hér í mastrið og báðir sendarnir urðu óvirkir í heila tvo tíma. Ég veit ekki til þess að stöðin hafi verið óvirk svo lengi áður,“ sagði Eysteinn Gunnarsson, stöðvarstjóri lóranstöðvarinnar á Gufuskálum, í samtali við DV. Mast- ur stöðvarinnar var fyrir nokkrum árum hæsta bygging í Evrópu, 412 metrar. Eldingin var svo öflug að eldinga- varar máttu sín einskis og sjómenn uröu að komast af án merkja stöðv- arinnar í tvo tíma. Mikið var hringt í stöðina á meðan bilunin stóð yfir. „Það er mjög sjaldgæft að bilanir verði á báðum sendunum samtímis en það er meiningin að setja upp betri eldingavara sem fyrst og þá ættum við að vera betur tryggðir gegn svona löguðu," sagði Eysteinn Gunnarsson. Ákærður fyrir skírlífsbrot Hálffertugur maður hefur verið ákærður fyrir skírlífsbrot. Mannin- um er gefið að sök að hafa átt sam- farir við konu án þess að hún gerði sér grein fyrir hver hafði samfarir við hana. Verknaðurinn var framinn á gisti- húsi í Reykjavík. Þar var hópur fólks sem var í skemmtiferð í Reykjavík. Þegar flestir höfðu gengið til náöa fór maðurinn, sem nú hefur verið ákærður, inn í herbergi þar sem kon- an svaf við hlið eiginmanns síns. Gesturinn gerði sér lítiö fyrir og hóf samfarir við konuna. Sökum þess í hversu þungum svefni konan var og vegna áhrifa vegna áfengis- drykkju, þegar samfarirnar byijuðu, segist hún ekki hafa gert sér grein fyrir hver var að hafa samfarir við hana. Hún gerði sér ekki grein fyrir því fyrr en maðurinn hafði fengiö vilja sínum fullnægt. Maöurinn, sem sætt hefur ákær- unni, hefur játað að hafa hafið sam- farirnar vitandi að konan hefði ekki vilja til þess. -sme Ólafsvik: Flugeldur sprakk í höndum skipstjóra Flugeldar báta og skipa eru end- umýjaðir um áramótin. Var skip- stjóri í Ólafsvík að skjóta upp einum slíkum úr gömlu birgðunum þegar það óhapp vildi til að flugeldurinn sprakk áöur en hann skaust á loft. Maðurinn brenndist nokkuð á báð- um höndum og var gert að sárum hans. Skipstjórinn tók síöan gleði sína á ný og skellti sér reifaður um hendurnar á áramótadansleikinn í Ólafsvík. Veður var þurrt og hlýtt um ára- mótin í Ólafsvík og skemmtu íbúar sér þar frameftir morgni eins og margir landar þeirra. Lögreglan tel- ur að ármamótin hafi farið frið- samlega fram. -ÓTT Tveir gripnir við innbrot Lögreglan í Grindavík handtók tvo unga menn viö innbrotstilraun snemma í gærmorgun. Mennirnir höfðu brotið stóra rúðu í húsnæði matvöruverslunar og voru að gera sig líklega til að stela ýmsum vamingi þegar lögreglan kom á stað- inn. Innbrotsþjófarnir voru drukkn- ir er þeir voru gripnir. Til stendur að flytja verslunina í annað húsnæði nú í ársbyrjun og verður önnur starfsemi rekin á sama stað. -ÓTT Á slysadeild eftir átök Til átaka kom í íbúð í Breiðholti að morgni nýársdags og var maöur fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Einn var handtekinn og fluttur í fangageymslur lögreglunnar vegna atburðarins og var talið að fíkniefni hefðu verið höfð um hönd. Sá sem slasaðist og var fluttur á slysadeild lagði ekki fram kæru á hendur hinum en málið er til frekari rannsóknar hjá lögreglunni. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.