Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990. Útlönd DV Einhliða vopnahlé Hizbollah Fýrsti varautanríkisraöherra írans, Ali Besharati, og íranskf sendiherr- ann á Sýrlandi, Hassan Akhtery, tilkynntu milli jóia og nýárs um vopna- hlé milli tveggja fylkinga shíta-múhameðstrúarmanna í Líbanon. Hiz- bollah-hreyfingin hefur nú lýst yfir einhliða vopnahlé. Símamynd Reuter Talsmenn Hizbollah-hreyfingarinnar, samtaka shíta-múhameðstrúar- manna, lýstu í morgun yfir einhliöa vopnahléi í blóðugu striði því er Hizbollah og Amalliöar hafa háð í Suður-Líbanon síðan á Þorláksmessu. Amalshítar vildu ekki tjá sig um vopnahlésyfirlýsinguna í morgun. í gær týndu að minnsta kosti tíu manns lífi og yfir þrjátíu særöust í bardögum milli liðsmanna Hizbollah-hreyfingarinnar annars vegar og Amal-hreyf- ingarinnar hins vegar í nágrenni þorpa í S-Líbanon. Heimildarmenn segja að meðal hinna látnu séu fjórir liðsmenn Hizbollah, þar á meðal einn klerkur og fiórir Amalhðar. í höfúðborginni, Beirút, börðust liðsmenn Michel Aouns, hershöfðingja og yfirmanns kristinna, og múhameðstrúarmenn. Bardagar geisuðu í nágrenni grænu línunnar en hún skilur að borgarhluta kristinna og múhameðstrúarmanna. Árið 1990 var vart hafið er fyrsta fómarlamb bardaganna í Líbanon féll. Talið er að allt aö 1.640 hafi látiö lifiö á síð- asta ári í bardögum í landinu. Msundir slösuðust. Fólksflutningar frá Sovétríkjunum Sjötíu þúsund gyðingar fengu fararleyfi frá Sovétríkjunum á síðasta ári og er það tuttugu þúsund fleiri en metárið 1979 þegar mestu fólksflutning- ar voru frá Sovétríkjunum aö því er samtök gyðinga skýrðu frá í gær. Árið 1988 fluttu alls 18.965 gyðingar frá Sovétríkjunum. Æ fleiri gyöíngar frá Sovétríkjunum hafa sest aö í ísrael. Af 8.690 sovéskum gyðingum, sem fengu fararleyfi í desember síöastliönum, flutti fjörutíu og eitt prósent þeirra til ísraels. Bamahópur til suðurheimskautsins Stjórnarkrepp- unni í ísrael lokið Endi hefur verið bundinn á stjórn- arkreppuna sem varð í ísrael á sunnudaginn þegar Yitzhak Shamir forsætisráðherra rak Ezar Weizman, ráðherra vísindamála, vegna meintra samskipta hans við Frels- issamtök Palestínumanna, PLO. Kreppunni lauk í gær með málamiðl- un þegar Weizman, sem er úr Verka- mannaflokknum, féllst á að völd hans yrðu minnkuð. Skoðanakannanir sýna að flestir ísraelar vilja að samsteypustjórn Likudflokksins, flokks Shamirs, og Verkamannaflokksins haldi áfram. Fall stjórnarinnar hefði tafið tilraun- ir til að koma á friði en þær eru nú komnar í sjálfheldu vegna tillögu um viðræður milh ísraela og Palestínu- manna í Kaíró. Shamir, sem reynt hefur að halda PLO utan við viðræðurnar, sakaði Weizman um aö hafa hitt embætt- ismann PLO í Genf. Samkvæmt ísra- elskum lögum er bannaö að hafa samband við samtökin á þeirri for- sendu að þau séu hryðjuverkasam- tök. Vamarmálaráðherra ísraels, Yitzhak Rabin, gerðist milligöngu- maður í því að koma á málamiðlun- arsamkomulagi í gær en hann og Shamir hafa unnið að gerð áætlunar um kosningar á herteknu svæðun- um. Samkvæmt málamiðlunarsam- Ezer Weizman sagði af sér embætti ráðherra visindamála í innri stjórninni í ísrael í gær. Simamynd Reuter komulaginu verður Weizman áfram í ríkisstjórninni en hann verður ekki lengur í innri sljóminni sem myndar stefnuna. Bæði ráðherrar Likud- flokksins og Verkamannaflokksins lýstu yfir sigri í Weizman-máhnu í gær. Reuter Jacques Cousteau sýnir fréttamönnum fána sem ætlunin er að setja niður á suðurheimskautinu. Þaö er hópur bama sem mun sjá um það. Stmamynd Reuter Franski hafíræðingurinn og umhverfisvemdarsinninn Jacques-Yves Cousteau leggur í dag af stað í táknrænt ferðalag til Suðurskautslandsins ásamt hópi bama. Ferðalagið er fariö til að minna jarðarbúa á nauðsyn þess að varðveita síðustu ósnertu álfu heimsins fyrir komandi kynslóðir. Vih hann vekja heiminn til umhugsunar um hættuna fyrir vistfræöí suö- urheimskautsins er fylgir fyrirhuguöu leyfi Suðurheimskautssamnings- ins svokahaða sem heimhar námuvinnslu á svæðinu. Með í fórinni era sex börn sem hvert um sig er fullírúi einnar heims- álfu. Á tíu daga ferðalagi munu börnin m.a. byggja snjóhús og heim- sækja vísindaleiðangra vísindamanna ffá Bandaríkjunum og Chile. Lögreglumaður atendur vakt á gotu elnni i bænum Trea Arroyos þar sem áttu sér stað mlklar róstur um nýárið. Simamynd Reuter Tuttugu og fimm slösuðust í tveggja daga róstum í Argentínu um nýárið. Róstumar hófust þegar hópur fólks réðst að lögreglustöö í bænum Tres Arroyos, um 600 kílómetra suður af Buenos Aires, höfuöborg Argent- ínu. Aö því er skýrt var frá í fréttum í Argentínu reiddist fólkiö lögreglu- mönnunum sem voru of uppteknir viö að fagna nýju áfi til aö leita að ungri telpu sem hafi týnst. Fólkið réðgt að slöðinni eftir að lík stúlkunn- ar, Nair Mustafa, nlu ára, fannst hla leikið á sunnudag. Lögreglan greip til vopna er árásin hófst en fólkið lét það ekki aftra sér og bar eld aö nærfiggjandi bifreiðum sagði í firéttinni. Reuter Grænland: Bróðir morðingjans lifði af skotárásina Tvær lifshættulega særðar kon- ur, 18 og 29 ára, létust í gærmorgun á sjúkrahúsinu í Narsaq á Græn- landi í kjölfar skotárásar sem þær urðu fyrir á nýársdagsmorgun í klúbbi í bænum. Þar hafði 18 ára maður skotið á átta manns og létu fimm þegar lífiö. Aöeins einn þeirra sem skotnir vora lifði af ár- ásina og var það bróðir morðingj- ans. Hann er nú á batavegi. Það var vegna byls í Narsaq og nágrenni sem ekki reyndist hægt aö fá sérfræðinga konunum th hjálpar og það var heldur ekki hægt að flytja þær th sjúkrahúss- insins í Nuuk. Önnur konan haíði verið skotin gegnum augað en hin fékk skot í sig bak viö eyrað. Þegar lögreglan fann hina særðu á nýársdag upplýsti 23 ára gamall maður að bróðir sinn væri morð- inginn. Hafði hann lent í rifrhdi við fólkið, farið heim og sótt riffil, snú- ið aftur og hleypt af. Lögreglan, sem fann morðingjann sofandi heima hjá móður sinni, vhdi í gær ekki greina frá ástæðunni fyrir moröunum. í kjölfar þeirra hefur landsstjórn- in á Grænlandi ákveðið að stöðva alla áfengissölu í Narsaq í einn mánuð. Ritzau Helmsókn Havels til þýsku ríkjanna: Múrinn verður rifinn Vaclav Havel, fyrsti forseti Tékkó- slóvakíu í fjóra áratugi sem ekki er kommúnisti, fór í gær í sögulega heimsókn th þýsku ríkjanna, fimm- tíu árum eftir að nasistar hemámu land hans. Þetta er í fyrsta sinn sem tékkneskur þjóðhöfðingi sækir bæði löndin heim í einu. Það vakti athygli að Havel, sem sór embættiseið fyrri fimm dögum, fór sína fyrstu heimsókn erlendis til Austur- og Vestur-Þýskalands en ekki Sovétríkjanna eins og hefð er þó fyrir í ríkjum Austur-Evrópu. Hann sagði þaö vera ósköp einfalt, þýskir ráðamenn hefðu boðið hon- um. Havel ræddi við Hans Modrow, forsætisráðherra Austur-Þýska- lands, og Manfred Gerlach, starfandi forseta, í A-Berlín áður en hann hélt th fundar viö Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, og Richard von Weizsácker, forseta í Múnchen. Að loknum viðræðum sínum við austur-þýska ráðamenn sagði Havel að Evrópubúar þyrftu ekki að óttast sameinað Þýskaland svo fremi það starfaði samkvæmt lýðræðislegum stjómarháttum. En hann sagði einn- ig að Austur- og Vestur-Þjóðverjar skyldu bíða með að skipuleggja fram- tíð sína því Þjóðveijar væra enn í gleðivímu í kjölfar opnunar Berlín- armúrsins. Þá verður að skipuleggja framtíð þýsku ríkjanna í samráði við aðrar þjóðir Evrópu sagöi hann. „Lýðraeðislegt skipulag í Þýskalandi er mikhvægara en möguleikinn á að ríkin sameinist í eina þjóð sextíu eða áttatíu mhljón manna,“ sagði Havel. Tékkneski forsetinn fór í óvænta ferð að Berlínarmúmum í gær. „Ég er hissa á að múrinn stendur enn,“ sagði hann. Havel sagði að forseti Austur-Þýskalands hefði fuhvissað sig um að múrinn yrði rifinn og stað- festi Gerlach síðar að múrinn yrði rifinn. Ekki er ljóst hvenær það verö- ur. Berlínarmúrinn, sem staðið hef- ur í tuttugu og átta ár, „féll“ í nóv- ember, þ.e. hann var opnaður fyrir umferð og eru landmæri ríkjanna nú opin. Reuter 1 m " f $ U ■ ^ I- ’É&éLt9 'J , mt ' í |§L '' i . ■ ', V ' 1 . -- • Vi R; - : ' , Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakiu, fór í óvænta ferð að Berlinarmúrn- um i gær. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.