Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990. Spumingin Lesendur Hvers væntirðu af nýja árinu? Hafþór Sveinjónsson: Hafa þaö gott. Gísli Þór Gíslason: Ég vænti mikils uppgangs Rob Roy, þ.e.a.s. nýróm- antískustefnunnar í listum. Sigrún Guðný Markúsdóttir: Aö allt verði við þaö sama, þ.e. mjög gott. Finnur Þorláksson: Ég vænti góös árs á öllum sviðum. Jóhanna Valberg: Ég vænti þess aö veðrið verði gott og að stjórnin hagi sér betur. Guðlaug Hrafnsdóttir: Ég vænti bjartrar framtiðar og alls hins besta. Skoðunarstöð fyrir bifreiðir: Ekki líst mér á þá nýju hækka enn Ökumaður í 30 ár skrifar: Nú er búið að vígja nýja skoðunar- stöð Bifreiðaskoðunar íslands hf., eins og hún heitir „á frummálinu“. Ekki vantar nú nafnið, maður! Ég sá viðtal í sjónvarpinu við forstjórann í tilefni atburðarins. Hann var m.a. spurður um gjaldtöku. Hann svaraði og sagði sem var að hún væri nú 1900 krónur en myndi svo bara hækka eins og verðlag segði til um. Svo mörg voru þau orð. Og áreiðan- lega að sönnu, því það mun ekki standa á að hækka skoðunargjald í samræmi við verðhækkanir. Mér finnst skoðunargjaldið, 1900 kr., nú þegar vera okurverð. Síðan var sýnt í sjónvarpinu hvemig bíll, sem tekinn er til skoð- unar, rennur inn - og út aftur. Fyrsti bíUinn var forsetabílUnn og forsetinn var sjálfur viðstaddur til að klippa. Ekki mátti minna gagn gera! Og allir horfðu á með velþóknun. Gleðin skein úr hverju andliti. Nú er hægt að skoða sex minni bíla samtímis og einn vörubíl eða rútu. Sennilega er nú hægt að hafa þarna aðra „blöndu" eða samsetningu, t.d. tvær rútur og fjóra meðalstóra bUa, eöa þrjár drossíur og þrjá vörubíla... í stöðinni er hægt að mæla útblást- ursmengun, kanna hjólaútbúnaö, bremsur, ljós og hváðeina hlýtur að vera. Já, hvað með ljósin; skyldi maður enn þurfa að fara á sérstök „Og allir horfðu á með velþóknun." Ur nýju skoðunarstöðinni við Hestháls. - Skyldi hann fá skoðun, þessi? verkstæði til að láta ljósaskoða? Það væri nú kostur ef þarna væri hægt að fá ljósaskoðun. - En það sem ég er hræddastur um er að þarna verði eins konar „safnstöð" fyrir bifreiða- verkstæðin í borginni. - Það eiga ein- hverjir eftir að njóta góðs af þeim mörgu bUum sem renna frá Hest- hálsinum með bréf upp á að fara beint á verkstæði. Hin nýja stöð kostaði líka 200 miUj- ónir króna. Það væri nú annaðhvort að eitthvað kæmi út úr henni annað en forsetabUl og aðrir shkir með aUt á hreinu! - Að hún verði atvinnu- skapandi. TryggingaiðgjöM „Heillandi söngur og stílhreinn." - sveitinni Gipsy Kings. Nicolas Reyes sem syngur með hljóm- Gipsy Kings - frábær hljómsveit Helgi Helgason hringdi: í Sjónvarpinu var nýlega tónlistar- þáttur með hljómsveit að nafni Gipsy Kings og langar mig tU að þakka Sjónvarpinu fyrir að ná í þennan ein- staklega skemmtilega þátt. Tónlist þessara ungu manna, sem ég held að hljóti að vera Spánverjar, var ein- staklega fáguð og skemmtileg. Það er ekki oft sem maður sér stóra gítarhljómsveit leika af fingrum fram og það eins listavel og þama var raunin. Lögin voru öll sérstak- lega vel útsett og unun var að horfa á hljómsveitarmennina sem sýndu mjög þjálfaða sviösframkomu. Söng- urinn var einnig heUlandi og stU- hreinn, eins og gerist best á spönsk- um lögum. Það er þvi miður ekki oft sem fólk á þess kost að horfa á svona hljóm- sveitir, þrátt fyrir mikinn fjölda tón- listarþátta á sjónvarpsstöðvunum. Það væri ekki úr vegi að endursýna þennan þátt með Gipsy Kings við tækifæri því ég tel fuUvíst aö ein- hverjir, jafnvel margir, hali misst af þættinum - og þeir sem sáu hann munu vafalaust horfa á hann aftur verði hann sýndur. Hvað varð um megrunarklúbbinn? A.H. hringdi: Ég var innrituð sl. haust hjá Megr- unarklúbbinum Línunni sem var við Hverfisgötu 76. Þar greiddi ég fyrir ákveðna meðferð kr. 2.700 og var meðferðartíminn 6 vikur. Ég kom aftur á staðinn eftir fyrstu vikuna en þá brá svo við að þar voru menn að bera út húsgögn og annan búnað úr fyrirtækinu. Ég spurði mennina hvort verið væri að flytja starfsemina og þá hvert. Þeir gátu engin svör gefið. Þar sem ég hefi ekki séð neina til- kynningu frá þessu fyrirtæki um það hvert viðskiptavinimir eigi aö snúa sér hef ég þaö eina ráð að spyrjast fyrir um þetta fyrirtæki gegnum les- endadálk DV og þá um leið hvort fyrirtækið hafi sett upp starfsemi sína annars staðar eða ætli að hefja hana á ný yfirleitt. Lesendasíðan hefur árangurslaust leitað að samastað Megrunarklúbb- ins Línunar en veitir að sjálfsögðu rúm í þessum dálkum til að upplýsa hvað varð af nefndri starfsemi. Árni Árnason hringdi: Nú er að koma í ljós að þrátt fyrir fullyrðingar embættismanna innan fjármálaráðuneytis og annarra sem flalla um tengsl virðisaukaskatts við þjónustuliði tryggingafélaganna um að iðgjöld muni lækka er líklegra en ekki að allar tryggingar hverju nafni sem nefnast muni hækka verulega strax á næsta ári. Þannig hefur Samband íslenskra tryggingafélaga látið frá sér fara yfir- lýsingu um að í mörgum, ef ekki öll- um, tilvikum muni virðisaukaskatt- urinn leiða tíl hækkunar, enda þótt iðgjöldin séu undanþegin virðis- aukaskatti! - Þyngstar verða þessar hækkanir á húseigendatryggingum vegna svokaUaðs „tjónakostnaðar" að sögn tryggingafélaganna! Hvað stendur þá eftir af loforðum ráðamanna um þessi mál? Nánast stendur þar ekki steinn yfir steini. Og aðallega vegna þess aö þeir eru ekki menn tU aö grípa í taumana gegn væntanlegum verðhækkunum á iðgjöldum. Jólahald Konráð Friðfinnsson skrifar: Hátíð ljóss og friðar er senn að baki. Flestir íslendingar áttu þá náð- uga daga, margir í faðmi fjölskyldu eða vinafólks. Víöa erlendis horfa máUn þó öðruvísi við blessuðu fólk- inu en hér tíðkast. Sumt má eflaust þola hungur og það að horfa á afkvæmi sín veslast upp og jafnvel deyja drottni sínum, án þess að fá að gert. Aðrir sjá ást- vini faUa fyrir kúlum hermanna, ell- egar lögreglu, samanber harmleik- ina í Rúmeníu og Panama. - Og enn aðrir dúsa á bak við lás og slá, sam- bandslausir við sína nánustu, sökum „rangra" stjórnmálaskoðana. Já, jólahald heimsins þegna er með Uku sniði og fyrr. Sorgarsögur af mannavöldum gerast ennþá, þrátt fyrir menntun og meiri menntun. - Hvenær skyldi fólk læra að lifa í sátt og samlyndi á plánetunni Jörð? Ekki er laust við, er maður hugleið- Upplýsingafulltrúi fjármálaráðu- neytis virðist þó vera að reyna að malda í móinn og segja sem svo að ekki sé hægt að taka mark á stað- hæfingum tryggingafélaganna án þess að fyrir liggi sundurUðaðir reikningar hækkununum til stað- festngar. - Þetta er laukrétt hjá full- trúanum og óskandi að ráðuneyti hans standi við svona nokkuð. Það er þó hætt við að þegar á hólm- in er komið muni fjármálaráðuneyt- ið eða tryggingaeftirUtið ekki fetta marga fingur út í „rökstuðning" tryggingafélaganna og láta hann yfir sig ganga eins og endranær. - Það er nefnilega Samband íslenskra tryggingafélaga (sem meira réttnefni væri þó „Samtrygging" íslenskra tryggingafélaga) sem ræður ferðinni en ekki ráðamenn þjóðarinnar. Þeir eru löngu orðnir núll og nix. En hvernig er þaö; er ekki nóg að hafa bara eitt tryggingafélag, Ríkistrygg- ingafélag, eins og Marteinn Mosdal er alltaf að benda okkur á í ráðgjafar- þáttum sínum á Stöð 2? sem fyrr ir þennan málaflokk, að maður öf- undi dýrin. Þeim er mörgum hverj- um hóað saman og rekin í stíur, þar sem þau fá aö hírast mánuðum sam- an, án þess að nokkurn tíma kastist alvarlega í kekki milli þeirra, að því er séð verður. Árekstrar er leiða til dauða, innan sömu tegundar, eru nánast óþekkt fyrirbæri í ríki skynleysingjanna. Þar er að vísu tekist á, en oftast nær endar bardaginn með því að annað kvikindið leggur á flótta. Innan tíðar sjást þau svo nærast hhð við hUð eins og ekkert hafi í skorist. FerfætUngar hafa enda hvorki til aö bera árásarhneigð nema tU veiða né drottnunargirni þá sem hinni „vitrænu" tegund er svo ríkulega gefin og brúkar svo miskunnarlaust í eigin þágu. - En vel að merkja; tU heUla fyrir fjöldann, eins og það er víst kallaö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.