Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990. Sviðsljós Þaö var mikið um aö vera á hinum árlega nýársfagnaði á Hótel íslandi. Meöal skemmti- atriöa um kvöldið og nóttina voru valin atriði úr nýrri, rammíslenskri óperu, Allt á huldu. Helstu persónur í óper- unni eru Hulda, sem leikin var af Flosa Ólafssyni, Gilda, leikin af Ragnhildi Gísladóttur, soö- greifmn, sem Egill Ólafsson lék, og Ása krypplingur, leikin af Ladda. Ragnhildur Gísladóttir I hlutverki Gildu og Gosi, nei, hvaða vitleysa, þetta er Egill Ólafsson i hlutverki soðgreifans. Fjörá Hótel íslandi Þjóðleikhúsið: Fmmsýning Heimilis Vemhörðu Alba Leikritiö Heimili Vemhörðu Alba eftir Federico Garcia Lorca er verk mikiUa tilfinninga, brenn- andi lífsþorsta og þjáningar sem hlýst af valdbeitingu. Leikritið ger- ist innan húss á brennheitum sum- arvikum á Spáni. Vernharða Alba heldur dætrum sínum fimm í jám- greipum, enginn andblær má kom- ast inn á heimilið þau átta ár sem sorg skal ríkja eftir andlát heimil- isföðurins. Állt er bundið í viðjar hefða og venja. Elsta dóttirin á þó biðil, ungan mann sem dæturnar gimast allar, einkum sú yngsta. Vernharða reynir að stjórna rás viðburðanna án tillits til þeirrar tilfinningaólgu er býr í brjóstum dætranna. Yngsta dóttirin býður þó móðurinni birg- inn með framferði sínu. Hún vill ekki deila hlutskipti systranna, hún vill verða frjáls. Að kvöldi annars dags jóla frum- sýndi Þjóðleikhúsið þetta stór- brotna verk og var því ágætlega tekið meðal áhorfenda. Mikill fjöldi fólks var viðstaddur frumsýning- una. Valur Gíslason leikari og eiginkona hans, Lauf- ey Árnadóttur, komu á frumsýninguna ásamt syni sínum, Val Valssyni bankastjóra, og eigin- konu hans, Guðrúnu Sigurjónsdóttur. Herra Pétur Sigurgeirsson biskup og eiginkona hans, frú Sólveig Ásgeirsdóttir, virtust skemmta sér hið besta. Böðvar Bragason, lögreglustjóri i Reykjavík, ásamt eiginkonu sinni, Gígju Haraldsdóttur. DV-myndir S. jllíiVurimnííif!: i .vn-iivsá Gylfi Már Guðjónsson afhendir hér Davið Axelssyni viðurkenningu Trésmiðafélags Reykjavíkur fyrir góðan að- búnað á vinnustað sínum. Viður- kenning Trésmiða- félags Reykja- víkur Trésmiðafélag Reykjavíkur veitti skömmu fyrir áramót vinnustað Davíðs Axelssonar byggingameistara, Þverholti 11, Mosfellsbæ, sérstaka viður- kenningu félagsins fyrir góðan aðbúnað á vinnusvaeðinu, Þetta er í fimmta sinn sem Trésmiðafélagið veitir viður- kenningu fyrir góðan aðbúnað á vinnustöðum. Það var á árinu 1985 sem félagið tók upp þessa nýbreytni í starfi sínu en vinnu- staður Davíðs Axelssonar er sjöunda fyrirtækið sem hlýtur viðurkenningu félagsins. Þau giftu sig árið 1989 Það vakti mikla athygli í Dan- mörku þegar sóknarpresturinn í Nörrebro, Ivan Larsen, giftist vini sínum, Ove Larsen. Á liðnu ári voru sett lög í Danmörku sem heimila samkynhneigðu fólki að giftast. Hjónabönd samkyn- hneigðra lúta sömu lögum i Dan- mörku og hjónabönd fólks af karl- og kvenkyni nema að því leyti að samkynhneigðir mega ekki ættleiða börn. Rollingurinn Bill Wyman, sem orðinn er 52 ára, giftist hinni 19 ára gömlu kærustu sinni, henni Mandy Smith, en þau hafa þekkst í fimm ár, eða síðan Mandy var 13 ára. Hinn heimsfrægi fótboltaspilari, Diego Maradonna, gekk einnig í það heilaga á liðnu ári í Buenos Aires og giftist hinni fögru Clau- dia Villanafane. Sumum þótti heldur betur kominn tími til að þau létu pússa sig saman því þau áttu saman tvær dætur. Blaðakóngurinn Hugh Hefner, sá sem á Playboy, giftist fyrirsæt- unni Kimberly Conrad en hún var á síðasta ári kosin sin af stúlkum mánaðarins hjá Play- boy. Það er hins vegar óvíst að hún striplist oftar á síðum blaðs- ins. Hlaupadrottningin Zola Budd var ein af þeim sem fann hamingj- una árið 1989. Hún giftist kaup- sýslumanninum Mike Pietese og eru hjónakornin að hugsa um að búa í Englandi í framtíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.