Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990. 27 Afmæli Matthías Johannessen Matthías Johannessen, skáld og rit- stjóri Morgunblaðsins, Reynimel 25A, Reykjavík, er sextugur í dag. Matthías fæddist 1 Reykjavík og ólst upp í vesturbænum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1950 og cand. mag. prófi í íslenskum fræðum frá HÍ1955. Þá stundaði hann fram- haldsnám við Kaupmannahafnar- háskóla veturinn 1956-57. Matthias varð blaðamaður við Morgunblaðið 1951 og hefur verið ritstjóri Morgunblaðsins frá 1959. Hann hefur setið í stjórn Hins ís- lenska þjóðvinafélags; í mennta- málaráði; í bókmenntaráði Al- menna bókafélagsins; í stjórn Film- íu; í stjóm SUS, verið ásamt öðmm ritstjóri Stefnis og setið í stjórn Krabbameinsfélags íslands. Matthí- as hefur verið formaður Stúdenta- ráðs HÍ; formaður Stúdentafélags Reykjavíkur; formaður Blaða- mannafélags íslands; Formaður Fé- lags íslenskra rithöfunda; Rithöf- undasambands íslands; Rithöfunda- ráðs, og Norræna rithöfundaráðs- ins. Hann hlaut verðlaun úr móður- málssjóði Bjöms Jónssonar og hef- ur skipað heiðurslaunaflokk lista- manna um nokkurt skeið. Ljóðabækur Matthíasar: Borgin hló, 1959; Hólmgönguljóð, 1960; Jörð úr ægi, 1961; Vor úr vetri, 1963; Fag- ur er dalur, 1966; Vísur um vötn, 1971; Mörg eru dags augu, 1972; Dag- ur ei meir, 1975; Morgun í maí, 1978; Veður ræður akri, 1981; Flýgur öm yfir, 1984, og Dagur af degi, 1988, en sú bók var tilnefnd til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Mörg ljóða Matthíasar hafa verið þýdd og gefin út á fjölmörgum tungumálum. Meðal leikrita hans: Jón gamh; Eins og þér sáið; Fjaðrafok; Sól- myrkvi; Sókrates ogútvarpsleikrit- iö Guðs reiði. Samtalsbækur Matthíasar: í kompaníi við allífið, viðtöl við Þór- berg Þórðarson, 1959; Svo kvað Tómas, viðtöl við Tómas Guð- mundsson, 1960; Hundaþúfan og hafið, viðtöl við Pál ísólfsson, 1961; í dag skein sól, viðtöl viö Pál Isólfs- son, 1964; Kjarvalskver, 1968, og aukið 1974; Bókin um Ásmund, 1971; Skeggræður gegnum tíðina, sam- talsgreinar um Halldór Laxness, 1972; Gunnlaugur Scheving, 1974; Sverrir Haraldsson, 1977, og í komp- aníi við Þórberg. Þá komu út 1977-82 fjögur bindi af samtölum Matthías- ar við ýmsar persónur. Matthías sendi frá sér smásagna- söfnin Nítján þættir, 1981, og Kon- ungur af Aragon, 1986. Þá kom út eftir hann skáldsagan Sól á heims- enda, 1987. Hann samdi fræðiritið Njála í íslenskum skáldskap, útg. 1958, Klofningur Sjálfstæðisflokks- ins gamla 1915, útg. 1971, og skrifaði ævi- og stjórnmálasögu Ólafs Thors, sem út kom í tveimur bindum 1981. Matthías kvæntist 26.6.1953, Jó- hönnu Kristveigu Ingólfsdóttur, f. 28.11.1929, dóttur Ingólfs Kristjáns- sonar, b. á Víðihóli á Hólsvöllum, og konu hans Katrínar Magnús- dóttur. Matthías og Jóhanna eiga tvo syni. Þeir eru Haraldur, f. 1954, lögfræð- ingur og forstöðumaður Fangelsis- málastofnunar ríkisins, og Ingólfur, f. 1964, nemi í læknisfræði vdð HÍ. Haraldur er kvæntur Brynhildi Ingimundardóttur hjúkrunarfræð- ingi og eiga þau tvo syni, Matthías og Kristján. Matthias á tvö systkini. Þau eru Jósefína Norland, húsmóðir í Reykjavík og Jóhannes Johanness- en, lögfræðingur vdð Landsbanka íslands. Foreldrar Matthíasar: Haraldur Johannessen, f. 5.4.1897, aðalgjald- keri Landsbanka íslands, og kona hans, Anna Jóhannesdóttir, f. 2.11. 1900, húsmóðir. Föðursystir Matthíasar var Ellen, móðir Louisu Matthíasdóttur list- málara. Haraldur var sonur Matthí- asar Johannessen kaupmanns, frá Bergen í Noregi. Móöir Haraldar var Helga Noröfjörð Jónsdóttir, Norð- fjörð verslunarmanns í Reykjavík, bróður Sigríðar, ömmu Jakobs Möller ráðherra, fóður Baldurs, fyrrv. ráðuneytisstjóra og skák- meistara, föður Markúsar hagfræð- ings. Önnur systir Jóns var Helga, langamma Hans G. Andersen. Jón var sonur Magnúsar Norðíjörö, beykis í Reykjavík, Jónssonar, beykis í Reykjafiröi, bróður Guð- bjargar, langömmu Sigríðar, ömmu Friðriks Ólafssonar stórmeistara, og langömmu Jóhanns, afa Jóhanns Hjálmarssonar skálds. Önnur systir Jóns var Hallgerður, langamma Ágústar H. Bjamasonar, heimspek- ings og háskólarektors. Móðir Jóns verslunarmanns var Helga Ingi- mundardóttir, systir Ingigerðar, langömmu Bjargar, ömmu Garðars Cortes óperusöngvara. Bróðir Helgu var Ólafur, langafi Valgerðar, ömmu Einars Benediktssonar sendiherra. Móðursystkini Matthíasar: Lárus, alþingismaður og hæstaréttardóm- ari, og Elín, húsmóðir. Faðir Önnu var Jóhannes, bæjarfógeti í Reykja- vdk, Jóhannesson, sýslumanns, Guðmundssonar, b. á Miklahóli í Viðvíkursveit, bróður Halls, fóður Sigurðar, langafa Páls á Höllustöð- um. Annar bróðir Guðmundar var Jóhannes, hreppstjóri í Hofsstaðas- eli, afi Vilhjálms Stefánssonar land- könnuðar. Guðmundurvar sonur Jóns, b. á Bjarnastööum, Jónssonar, fjórðungslæknis í Viðvdk, Péturs- sonar. Móðir Jóns á Bjarnastöðum var Guðrún Hallgrímsdóttir (Djákna-Gunna), sú er Myrkár- djákninn glettist vdð. Móðir Jóhannesar bæjarfógeta var Maren Ragnheiður Friðrika Lárusdóttir, sýslumanns að Enni, Thorarensen, Stefánssonar, amt- manns á Möðruvöllum, Þórarins- sonar, sýslumanns að Grund, ætt- föður Thorarensenættarinnar, Jónssonar. Móðir Lárusar var Ragnheiður Vigfúsdóttir, sýslu- manns á Víðivöllum, Schevdng. Móðir Marenar var Elín Jakobs- dóttir Hafstein, systir Péturs Haf- stein amtmanns, föður Hannesar ráðherra. Matthías Johannessen. Móðir Önnu var Jósefína Antón- ína, systir Haraldar Blöndal ljós- myndara, afa Benedikts hæstarétt- ardómara, Halldórs alþingismanns og Haraldar hrl. Jósefína var dóttir Lárusar Blöndal, amtmanns á Komsá, bróður Gunnlaugs sýslu- manns, Magnúsar sýslumanns og Jóns Auðuns alþingismanns. Lárus var sonur Björns Blöndal, sýslu- manns í Hvammi í Vatnsdal, ætt- föður Blöndalsættarinnar, Auðuns- sonar. Móöir Jósefinu var Kristín, dóttir Ásgeirs, dbrm og bókbindara á Lambastöðum á Álftanesi, bróður Jakobs, prests í Steinnesi, langafa Vigdísar forseta, en móðir Kristín- ar, Sigríður, var systir Þuríðar, langömmu Vigdísar forseta. Sigríð- ur var dóttir Þorvalds, prests og skálds í Holti, Böðvarssonar, prests í Holtaþingum, Högnasonar, presta- föður á Breiðabólstað. í tilefni afmælisins verður Al- menna bókafélagið með dagskrá í Súlnasal Hótel Sögu í dag, skáldinu til heiðurs, en dagskráin hefst Idukkan 17:30. Kolbrún Stefánsdóttir Kolbrún Stefánsdóttir, útibússtjóri Landsbanka íslands á Hellissandi, Klettsbúð 4, Heflissandi, er fertug í dag. Kolbrún fæddist í Reykjavík en ólst upp á Raufarhöfn. Hún stundaði nám í Lundi í Öxarfirði, 1 Fjölbraut í Breiðholti og í Verslunarskóla ís- lands. Hún hefur gegnt ýmsum störfum á Raufarhöfn, t.d. hefur hún unnið við verslunarstörf, kennslu við barnaskóla Raufar- hafnar, verið gjaldkeri hjá útgerðar- fyrirtækinu Jökli hf. en lengst af hefur hún verið bankastarfsmaður. Árið 1984 tók hún við afgreiðslu Landsbankans á Raufarhöfn og starfaði sem forstöðumaður af- greiðslunnar í fimm ár eða þar til hún gerðist útibússtjóri Lands- bankans á Hellissandi þann 1.7. 1989. Kolbrún sinnti ýmsum félags- málum á Raufarhöfn, m.a. var hún kórfélagi í Kirkjukór Raufarhafnar og í slysavamadeildinni um tvo ára- tugi, og sat í sveitarstjórn Raufar- hafnar frá 1982 þar til hún fluttist burtámiðjuáril989. Kolbrún giftist þann 31.12.1969 Björgólfi Björnssyni útgerðar- manni, f. 8.7.1949. Hann er sonur Bjöms Friðrikssonar frá Svein- ungavdk og Hlaðgerðar Oddgeirs- dóttur frá Grenivík. Börn Kolbrúnar og Björgólfs eru: Birgitta, f. 11.7.1969, bankastarfs- maður; ogBrimrún, f. 4.7.1980. Sysktini Kolbrúnar em: Særún, f. 26.6.1952 og er sonur hennar, Stefán Jan, f. 14.2.1973; Guðrún, f. 8.10. 1957, gift Benedikt Valtýssyni og eru börn þeirra, Daníel, f. 17.11.1981, og Eva, f. 29.10.1984; Magnús, f. 17.6. 1959. Foreldrar Kolbrúnar em Stefán Magnússon, f. 17.11.1924, fyrrv. ut- gerðarmaður og sjómaður á Raufar- höfn, og Kristjana Ósk Kristins- dóttir, f. 3.6.1921, fiskverkakona. Stefán er sonur Magnúsar Stef- Kolbrún Stefánsdóttir. ánssonar, b. í Skinnalóni á Sléttu, og Hólmfríðar Guðmundsdóttur. Kristjana er dóttir Kristins Jóels Magnússonar málarameistara og Maríu Albertsdóttur. Þorbjörg Gunnlaug Halldórsdóttir Þorbjörg Gunnlaug Halldórsdótt- ir húsmóðir, Bakkavegi 1, Þórshöfn, eráttatíuáraídag. Þorbjörg er fædd í Svalbarðsseli í Þistilfirði og ólst hún upp í Þistfl- firðlnum. Hún gekk í barnaskóla í fjóra mánuði á þremur árum og vann öll almenn sveitastörf innan- húss og utan. Hún hóf búskap ásamt manni sínum á Fjallalækjaseli í Þistilfirði árið 1930, en árið 1937 flytja þau í Fagranes á Langanesi. Þar vom þau aðeins í tvö ár, en flytja þá í Hlíð á Langanesi. Arið 1949 kaupa þau Ártún og búa þar í 25 ár. Þorbjörg flyst með syni sínum í Hallgilsstaði og búa þar til 1984 að þau flytjast til Þórshafnar. Þorbjörg giftist þann 12.7.1930 Birni Jónssyni bónda, f. 14.5.1893, d. 19.9.1978. Foreldrar hans voru Jón Björnsson og Abigael Guð- mundsdóttir. Börn Þorbjargar og Bjöms eru: Þórarinn Sigurður, f. 1.3.1932; og Sigurveig Halldóra, f. 3.10.1933. En auk þess áttu þau tvo fóstursyni: Þorgrím Kjartansson og Óla Jó- hannes Jónsson. Þorbjörg eignaðist íjögur alsystk- ini og eru þrjú enn á lífi. Foreldrar Þorbjargar voru Halld- ór Kristjánsson bóndi, f. 11.3.1878, d. 24.12.1967, og Sigurveig Sigvalda- dóttir húsmóðir, f. 23.6.1874, d. 4.2. 1953. Þau bj uggu lengst af í Sval- barösseli í Þistilfirði. Til hammgju með afmælið 3. janúar 80 ára 50ára Kristján Ágúst Lárusson, Seljavegi 29, Reykjavík. Anna Maria Jóhannsdóttir, Norðurgötu 42, Akureyri. Jón Ragnar Bjömsson, Yrsufelli 5, Reykjavík. Ólafur Larsen, 75 ára Kristín Jónsdót tir, Kotárgerði 1, Akureyri. Draflastöðum, Hálshreppi. 40ára 70 ára Áslaug Jóhannesdóttir, Guðmundur Axelsson, Valdarási syðri, Þorkelshóls- hreppL Sigurður Sigurðsson, Aðalstræti 97, Patreksfirði. Skólavörðustíg 19, Reykjavík. Bergþóra Annasdóttir, Hrunastig 2, Þingeyri. Bergþóra Reynisdóttir, Mánahlíð 14, Akureyri. Halldór B. Kristjánsson, 60 ára Haukanesi 1, Garðabæ. Jón Stefánsson, Mariubakka 30, Reykjavdk. Magnús Þorsteinsson, Tunguheiöi 12, Kópavogi. Margrét Bjarnhéðinsdóttir, Hilmisgötu 5, Vestmannaeyjum. Sigrún B. F riðfinnsdóttir, Ásbraut 15, Kópavogi. Árni Baldvin Hermannsson, Hátúni26, Keflavík. Elín Grímsdóttir, Húnabraut9, Blönduósi. Hugljúf Dagbj artsdóttir, Súluhólum4, Reykjavík. Þórður Sveinsson, Oddabraut 18, Þorlákshöfn. Guðbjörg Svavarsdóttir Guðbjörg Svavarsdóttir, Réttar- holti 5, Borgarnesi, er fimmtug í dag. Eiginmaður hennar er Karl Ágúst Ólafsson og á hún fjórar dætur. For- eldrar hennar eru Svavar Sigfinns- son bílstjóri og Sigurbjörg Magnús- dóttir sem nú er látin. Guðbjörg tekur á móti vinum og vandamönnum á heimili sinu á laugardaginn, 6. janúar, eftir kl. 20. ER SMÁAUGLÝSINGA BLADID SIMINNER ÆTTFRÆÐINAMSKEIÐ I næstu og þarnæstu viku hefjast ný ættfræöinám- skeið hjá Ættfræðiþjónustunni, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Notið tækifærið og leggið grunn- inn að skemmtilegri, fræðandi tómstundaiðju. Öll undirstöðuatriði ættrakningar tekin fyrir. Þátttakend- ur fá þjálfun og aðstöðu til ættarleitar með afnotum af alhliða heimildasafni. Leiðbeinandi er Jón Valur Jensson. Uppl. og innritun í síma 27101 kl. 10-19.30. Höfum mikið úrval ættfræðibóka til sölu, m.a. mannt- öl, niðjatöl, ættartölur, ábúendatöl, stéttartöl o.s.frv. ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN - ÆTTFRÆÐIÚTGÁFAN Sólvallagötu 32A, pósthólf 1014, 121 Rvík, sími 27101.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.