Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990. Andlát Guðmunda Guðmundsdóttir frá Hurðarbaki, Skólavöllum 8, Selfossi, lést aðfaranótt nýársdags í Sjúkra- húsi Suðurlands, Selfossi. Þórhildur Skaftadóttir, Sörlaskjóli 56, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans að morgni gamlárs- dags. Valgerður Halldórsdóttir frá Hvann- eyri, Selvogsgrunni 8, lést að Selja- hlíð 1. janúar. Guðbjörg Kristjana Guðjónsdóttir frá Amamúpi, Glitvangi 23, Hafnar- flrði, andaðist í Hrafnistu, Reykjavík, að kvöldi gamlársdags, 31. desember. Þórdís Magnúsdóttir, Haðarstíg 18, lést 31. desember. Hallfríður Gísladóttir lést í sjúkra- deild Hrafnistu í Hafnarfirði að kvöldi nýársdags. Hjálmar Eyjólfsson, Tjörn viö Her- jólfsgötu, lést í Borgarspítalanum á nýársdag. Andrés Guðmundsson frá Syðri- Gróf, til heimilis að Háaleitisbraut 93, lést í Borgarspítalanum aðfara- nótt 30. desember. Gunnar Ásgeirsson, Krosseyrarvegi 11, Hafnarfirði, lést að morgni nýárs- dags á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Jarðarfarir Valgeir Þórður Guðlaugsson, Hörða- landi 24, lést þann 26. desember sl. Hann verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju í dag, 3. janúar, kl. 15. Valgeir fæddist 18. júlí 1910 í Hafnar- firði. Þar lærði hann prent og starf- aði framan af ævi sem prentari. Þá gerðist hann verslunarmaður og stundaði verslun á eigin vegum og annarra uns hann lét af störfum á síöasta ári. Eftirlifandi eiginkona hans er Hrefna Sigurðardóttir. Þau hjónin eignuðust sjö böm sem öll em ' álífi. Lára Magnúsdóttir lést í Borgar^. spítalanum 25. desember. Jarðarför- in fer fram í Dómkirkjunni miðviku- daginn 10. janúar kl. 13.30. Júlianna Hjaltadóttir lést í Sjúkra- húsi Bolungarvíkur fóstudaginn 29. desember. Jarðarfor hennar verður ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEG FYRIR ALLA yujraoAR Andlát Stefán A. Pálsson Stefán A. Pálsson stórkaupmaður, Stigahlíð 4, Reykjavík, lést 21.12. sl. en hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, miðvikudaginn 3.1., klukkan 13.30. Stefán fæddist 2.2.1901 að Hrauni á Djúpavogi í Suður-Múlasýslu en flutti ungur til Reykjavíkur og bjó þar síðan all tíð. Hann stundaði nám við Verslunarskóla íslands 1917- 1919 og var síðan í framhaldsnámi í verslunarfræðum í Edinborg í Skotlandi. Stefán stundaði heildverslun 1921-60 og var skrifstofumaöur hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur 1960-79. Þá var hann umboðsmaður Happ- drættis Háskóla íslands 1934^48. Stefán sat í stjórn Landsmálafé- lagsins Varðar 1934-38 og 1940-42 en formaður Varðar var hann 1942-43. Hann var varamaður í bæj- arstjóm Reykjavíkur 1938-46 og sat þá m.a. í framfærslunefnd. Þá var Stefán forstöðumaður Vetrarhjálp- arinnar í Reykjavík 1934-54. Hann sat í stjórn Knattspyrnufélagsins Fram og var um skeið formaður þess, auk þess sem hann sat í stjóm Frjálslynda safnaðarins 1941-45. Stefán var kosningastjóri Sjálfstæð- isflokksins fyrir sveitarstjórnar- og alþingiskosningar frá 1932-74. Hann var kjörinn heiöursfélagi Varðar 1971 og var sæmdur silfurkrossi Fram 1943. Eftirlifandi kona Stefáns er Hildur E. Pálsson húsmóðir, f. að Borgar- gerði á Reyðarfirði, 10.9.1912, en þau giftu sig8.10.1932. Foreldrar hennar vom Jóhannes Pétur Malmquist, bóndi að Borgargerði, f. 26.10.1877, og Kristrún Bóasdóttir ljósmóðir, f. 23.12.1882. Stefán og Hildur eignuðust átta böm en þrjú þeirra dóu í bemsku. Uppkomin böm þeirra em: Stefanía, f. 26.1.1935, skrifstofumaður hjá Flugleiðum, gift Birni Valgeirssyiú, arkitekt hjá Reykjavíkurborg og eiga þau þijár dætur; Páll, f. 10.5. 1941, auglýsingastjóri DV, kvæntur Önnu Guðnadóttur kaupmanni og eiga þau tvö börn; Stefán, f. 25.11. 1943, forstöðumaður Húss verslun- arinnar, kvæntur Jórunni Magnús- dóttur húsmóður og eiga þau fjögur börn; Kittý, f. 19.3.1945, húsmóðir í Reykjavík, gift Ólafi Ólafssyni, verslunarmanni hjá Fálkanum og eiga þau tvö böm, og Hrafnhildur, f. 12.12.1950, flugfreyja, gift Val Ás- geirssyni, forstöðumanni hjá Flug- leiðum og eiga þau saman eina dótt- ur auk þess sem Hrafnhildur á son frá fyrra hjónabandi. Auk þrettán bamabama em langafabörn Stef- áns nú orðin átta talsins. Foreldrar Stefáns vom Páll Har- aldur Gjslason, f. að Gmnd í Svarf- aðardal, 22.12.1872, lengst af kaup- maður að Kaupangi við Lindargötu í Reykjavík, og kona hans, Stefanía Andrea Vilhelmína Guðmundsdótt- ir, f. að Torfastöðum í Vopnafirði, 28.3.1873, húsmóðir. Föðursystir Stefáns var Sólveig, móðir Einars Olgeirssonar, fyrrv. alþingismanns og formanns Sósíal- istaflokksins. Páll var sonur Gísla, b. á Grund í Svarfaðardal, bróður Einars, verslunarmanns á Akur- eyri, fóður Matthíasar yfirlæknis, fóður Louisu hstmálara. Systir Matthíasar var Sólveig, móðir Ein- ars Bjarnasonar ættfræðiprófess- ors. Ánnar bróðir Gísla var Snorri, verslunarstóri á Siglufirði, langafi Gústavs Amars, yfirverkfræðings hjá Landssímanum. Systir Gísla var Kristín, móðir Páls Einarssonar, fyrsta borgarstjóra Reykjavíkur, afa Páls Theodórssonar eðlisfræðings. Bróðir Páls borgarstjóra var Bessi, afi Bessíar Jóhannsdóttur, fyrrv. formanns Hvatar. Annar bróðir Páls var Guðmundur, faðir Þor- steins tannlæknis, föður Kristínar, fréttamanns hjá ríkisjónvarpinu. Systir Páls var Jómnn, amma Þu- ríðar ópemsöngkonu og Einars fræðimanns Pálsbarna. Þá var Jór- unn móðir Katrínar Viðar, móður Jórunnar Viöar tónskálds, móður Katrínar Fjeldsted, læknis og borg- arráðsmanns. Gísli var sonur Páls, prests og skálds á Völlum og í Viðvík í Skaga- firði Jónssonar, b. í Sælingsdal, Jónssonar. Móðir Páls var Sólveig Gísladóttir, hreppstjóra í Hvítadal Pálssonar. Móðir Gísla á Grund var Kristín eldri, systir Kristínar yngri, langömmu Þorbjamar, föður Þórð- ar borgarverkfræðings. Þá var Kristín yngri amma Bjama Jóns- sonar vígslubiskups, föður Ágústs skrifstofustjóra, föður Guðrúnar, aðstoðarmanns menntamálaráð- herra. Bjami var einnig faðir Ólaf- ar, móður Önnu Klemensdóttur sagnfræðings. Bróðir séra Bjama var Hafliði, afi Péturs Sigurðssonar, formanns bankaráðs Landsbank- ans. Systir Kristínar var Ragnheið- ur, langamma Álfheiðar, móður Guðmundar Emilssonar hljóm- sveitarstjóra. Kristín var dóttir Þorsteins Guð- mundssonar, stúdents á Laxámesi, bróður Guðríðar, langömmu Guð- rúnar, ömmu Karls Steinars Guðna- sonar. Móðir Páls kaupmanns var Krist- ín Sigríður Kristjánsdóttir, hrepp- stjóra í Neðri-Vindheimum, Jóns- soriar, og konu hans, Ambjargar, systur Sigríðar, ömmu Bjöms, lang- afa Péturs ættfræðings og Páls bún- aðarmálastjóra Zophaníassona. Stefán A. Pálsson. Ambjörg var dóttir Jóns, b. á Hóli, Rögnvaldssonar. Móðurbróðir Stefáns var Emil Guðmundur, prestur á Kvíabekk. Annar móðurbróðir Stefáns var Carl, kaupmaður á Stöðvarfirði, afi Gunnlaugs Snædals yfirlæknis. Þriöji móðurbróðir Stefáns var Stef- án, verslunarstjóri á Djúpavogi, afi Agnars, skipstjóra og framkvæmda- stjóra, föður Guðrúnar alþingis- manns. Stefanía var dóttir Guðmundar, hreppstjóra á Torfastöðum, bróður Svanborgar, langömmu Halldórs, föður Kristínar, fyrrv. alþingis- manns. Guðmundur var sonur Stef- áns, b. á Torfastööum Ólafssonar. Móðir Stefáns var Sólveig, Bjöms- dóttir. Móðir Sólveigar var Guðrún Skaftadóttir, systir Arna, langafa Magðalenu, ömmu Ellerts Schram, ritstjóra DV. Móðir Stefaníu var Juliane Jens- ine Schou, dóttir Hermanns S. Christian Schou, verslunarstjóra á Vopnafirði, og konu hans, Sigríðar, dóttur Jóns, b. á Búlandsnesi, Ófeigssonar og Kristínar Ófeigs- dóttur, b. á Hamri, Magnússonar. Fréttir Atök á Eskifirði: Deilt um fiskverð og uppsagnir í frystihúsi - lausn í sjónmáli eftir Mikil átök hafa verið í stærsta fyrirtækinu á Eskifirði. Sjómenn á togurunum Hólmatindi og Hólma- nesi hafa átt í deilu við Aöalstein Jónsson, eiganda togaranna og Hraðfrystihúss Eskiíjarðar, um fiskverð. Sjómenn vilja fá fisk- markaðsverð á 30 prósent af lönd- uðum afla en fá það verð á um 20 prósent aflans. Þegar ekki gekk saman neituðu sjómenn að mæta um borð og róa. Þá var gripiö til þess ráðs að segja öllu starfsfólki frystihússins fyrir- varalaust upp störfum í gær og það fund starfsfólks og Aðalsteins Jónssonar í morgun tekið af launaskrá. Þetta er gert í skjóli laga um ófyr- irsjáanlegan hráefnisskort. Þessi ákvörðun er mjög umdeild þar sem lagagreinin er sett til verndar fisk- vinnslustöðvum ef einhvers konar náttúruhamfarir eða annað óvið- ráðanlegt veldur hráefnisskorti. Hrafnkell A. Jónsson, formaður Árvakurs, telur fyrirvaralausar uppsagnir starfsfólks frystihússins ólöglegar. Þess vegna var starfsfólk hvatt til að mæta til vinnu í morg- un, sem það og gerði. Þar var hald- inn fundur með fólkinu, sem Aðal- steinn Jónsson, eigandi fyrirtækis- ins, mætti einnig á. Þar lýsti hann yfir vilja sínum til að setjast niður með sjómönnum og finna lausn á deilunni. Sagðist Hrafnkell A. Jónsson vonast til þess að það yrði til að leysa deiluna. Aðalsteinn Jónsson sagði í sam- tali við DV áður en fundurinn hófst að svona mál þyrfti að ræða í róleg- heitum. Menn ættu ekki aö hlaupa svona til, allt þyrfti sinn tíma. -S.dór Tórúeikar gerð frá Hólskirkju, Bolungarvík, laugardaginn 6. janúar kl. 14. Daníel Vestmann, Álfhólsvegi 4, Kópavogi, sem andaðist 22. desember 1989, verður jarðsunginn frá Kópa- vogskirkju fóstudaginn 5. janúar kl. 13.30. Eygerður Pétursdóttir, Sæbraut 10, Seltjarnamesi, sem lést að morgni 27. desember, verður jarðsungin frá Seltjamarneskirkju fimmtudaginn 4. janúar kl. 15. Ólafur Ingi Jónsson prentsmiðju- stjóri, Sefgörðum 22, Seltjamarnesi, sem andaðist 25. desember sl., verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtu- daginn 4. janúar kl. 13.30. Mary A. Friðriksdóttir frá Gröf, Vest- mannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, fóstudaginn 5. janúar kl. 14. Jón Ingjaldur Júlíusson, Grensás- vegi 60, verður jarðsettur frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 4. janúar kl. 10.30. Grímur M. Helgason cand. mag., Kambsvegi 23, verður jarðsunginn frá' Fossvogskirkju föstudaginn 5. janúar kl. 13.30. Kristján S. Guðjónsson, Dvalar- heimilinu Hlíf, ísadfirði, verður jarð- sunginn frá ísafjarðarkapellu fimmtudaginn 4. janúar kl. 14. Útför Steinunnar Sæmundsdóttur, Hraunbraut 1, Kópavogi, verður gerð frá Fossvogskapellu fóstudaginn 5. janúar kl. 15. Hólmfríður Ingimundardóttir, Rauð- arárstíg 9, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. jan- úar kl. 15. Anna Guðmundsdóttir frá Amar- stapa verður jarðsungin frá Ljósa- vatnskirkju í dag, 3. janúar, kl. 13.30. Fundir ITC deildin Björkin heldur opinn fund í kvöld kl. 20 að Síðu- múla 17. Stef fundarins: Blindur er bók- laus maður. Nánari upplýsingar gefur Bergþóra í síma 83713. Tapaðfundið Kvenveski tapaðist Svart kvenveski (hliðartaska) tapaðist á nýárskvöld á bílastæði við Fífusel eða nálægt Miklubraut 1. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 34207. Fundarlaun. Perlufesti tapaðist Perlufesti tapaðist í Hafnarfirði nýlega. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 38930 á daginn. Dúótónleikar i Lista- safni Sigurjóns Nk. funmtudagskvöld 4. janúar verða haldnir dúótónleikar í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar og eru það fyrstu tónleik- ar ársins á vegum safnaðarins. Þá munu þeir Christian Giger sellóleikari og Davíd Tutt píanóleikari flytja sónötur fyrir selló og píanó eftir Debussy og Rachmaninoff. Þeir félagar David og Christian hafa áður leikið á Islandi og komu m.a. fram á tón- leikum í Norræna húsinu haustið 1988 á vegum Háskólatónleika. Tónleikamir hefjast kl. 20.30 og munu standa í um það bil klukkustund. Sýningar Sýning á lokaverkefnum ný- útskrifaðra arkitekta Arkitektafélag íslands hefur opnað sýn- ingu á lokaverkefnum nýútskrifaðra arkitekta. Sýningin er opin alla daga kl. 14-18 og stendur hún til 14. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.