Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990.
Fréttir____________________________________
Kaupmenn kaupa í Stöð 2:
Þetta eru ekki
björgunaraðgerðir
segir Haraldur Haraldsson
„Þaö eru hrein viöskiptaleg sjónar-
miö sem ráða því aö viö kaupum
þennan hlut í Stöð 2. Viö lítum á stöð-
ina sem góöan kost til fjárfestinga.
Þess vegna eru þetta ekki neinar
björgunaraðgerðir verslunarinnar
fyrir Verslunarbankann," sagöi Har-
aldur Haraldsson, formaður Félags
íslenskra stórkaupmanna, í morgun
en hann er einn þeirra sem keypti
150 milljóna hlut Eignarhaldsfélags
Verslunarbankans í Stöö 2 í gær.
Eignarhaldsfélag Verslunarbank-
ans hf. seldi í gær Kortum hf. hlutafé
fyrir 50 milljónir en Haraldur er full-
trúi Korta hlf., Guðjóni Oddssyni, for-
manni Kaupmannasamtakanna, og
Jóhanni J. Ólafssyni, formanni
Verslunarráös, hlutafe fyrir 50 millj-
ónir svo og Jóni Ólafssyni, forstjóra
Skífunnar, 50 milljóna hlutafé. Sam-
tals hlutafé fyrir 150 milljónir af 250
milljóna hlutafé Eignarhaldsfélags-
ins í Stöö 2. Jafnframt ákvað félagið
að eiga 100 milljónir til frambúðar í
Stöðinni.
„Það eru fyrst og fremst einstakl-
ingar sem standa á bak við þessi
kaup en ekki samtökin í versluninni
þó það hittist þannig á þrír okkar
erum formenn þessara samtaka,“
segirHaraldur. -JGH
Ragnar S. Halldórsson um Andra BA:
Ráðuneyta-
vandamál í
Bandaríkjunum
- kostar 100 þúsund Bandaríkjadali á dag
„Staðan er óbreytt frá því ég hitti
sendiherra Bandaríkjanna í gær.
Þetta er víst eitthvert ráðuneyta-
vandamál i Bandaríkjunum, milli
utanríkis- og viðskiptaráðuneytis.
Utanríkisráðuneytið vill að málið
verði afgreitt okkur í vil en það hefur
ekki fengist samþykkt í viðskipta-
ráðuneytinu sem þarf að afgreiða
máhð formlega. Nú bíðum við átekta
en utanríkisráðuneytið hér heima er
með máhð í sínum höndum,“ sagði
Ragnar S. Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri íslenska úthafsútgerð-
arfélagsins hf„ sem á fiskvinnslu-
skipiö Andra.
Andri BA er staddur við strönd
Alaska þar sem ætlunin var að vinna
30 þúsund tonn af þorski, á grund-
velli samkomulags milh íslenskra og
bandarískra stjórnvalda frá 1983.
Andri var skyndilega sviptur leyfi til
að vinna þorsk á gamlársdag og hef-
ur staðiö í stappi síðan.
- En nú hafið þið ekki greitt umsam-
ið leyfisgjald.
„Við sóttum um að vinna þorsk og
leyfisgjaldið er gagnslaust þegar viö
höfum ekki kvóta. Við megum vinna
þarna einhvers konar sandkola sem
er á lágu verði og dugar okkur ahs
ekki fyrir rekstrinum.“
Ragnar segir að miöað við núver-
andi fiskverð kosti þetta útgerðina í
kringum 100 þúsund Bandarikjadah
á dag. Helmingur þeirrar upphæðar
sé til greiðslu hráefnis en hinn helm-
ingurinn falli í hlut útgerðarinnar,
þó ekki sem hreinn hagnaður.
-hlh
Sjö tonna bátur slitnaði upp og dró akkerið með sér i miklum vindi í Eiösvik
í gær. Björgunarbáturinn Henrý Hálfdanarson og menn frá Slysavarnafé-
lagi íslands unnu við að bjarga bátnum þar til kom í Ijós að stjórnborðs-
síða hans er nánast ónýt. Skemmdir verða nánar kannaðar í dag.
DV-mynd S
Skuldir Amarflugs:
Hin póli-
tíska ákvörð-
un stendur
- segir samgönguráðherra
„Ég hef aldrei reiknað með aö
neitt annaö kæmi til greina en
að við það samkomulag verði
staðið 1 tengslum við það sam-
hengi sem þar var upp sett. Sem
sagt að við sölu vélarinnar og
endurskipulagningu væri ríkið
tilbúið aö feha niður til viöbótar
150 mihjónir króna. Ég hef aldrei
skihð fármálaráðherra á neinn
annan hátt. Hin póhtíska ákvörð-
un ríkisstjómarinnar stendur,"
sagði Steingrímur J. Sigfússon
samgónguráðherra þegar hann
var spurður að því hvemig hann
telji aö beri að standa að niður-
fellingu á 150 milljón króna skuld
Amarflugs.
Á fjölmennum hluthafafundi
Amarflugs í gær kom fram að tap
félagsins fyrstu 9 mánuöi síðasta
árs var á mhli 70 og 80 milljóna
króna, Geröi Kristinn Sigtryggs-
son, framkvæmdastjóri félagsins,
ráð fyrir að nokkrír tugir millj-
óna til viðbótar hefðu tapast tíl
ársloka.
-SMJ
Fiskeldi:
Tjón í Eiðsvik
Sjö tonna bátur shtnaði frá bólfæri
við eldiskvíar íslenska fiskeldisfé-
lagsins í Eiðsvík í gær. Báturinn var
mannlaus og rak hann á land við
Geldinganes. Henrý Hálfdanarson,
björgunarbátur Slysavarnafélagsins,
fór á staðinn og komu björgunar-
sveitarmenn dráttartaug í bátínn.
Var hann síðan dreginn frá en þá
kom í ljós að sú síða bátsins sem
sneri að landi er nánast ónýt.
„Hann hefði bara sokkið ef við
hefðum dregið hann út,“ sagði Ás-
grímur Björnsson, bátsformaður á
Henrý Hálfdanarsyni í samtah við
DV. „Það er stórt gat á síðunni og
því skhdum við hann eftír.“ Ás-
grímur sagðist telja að akkeri bátsins
hefði verið úti og hann hefði dregið
það með sér þar tíl hann „fauk“ að
landi við Geldinganes. Ein kví shtn-
aði einnig upp frá Eiðsvík og unnu
menn þaðan við aö bjarga fiskinum
úr henni þar th í gærkvöld. -ÓTT
Sambandið selur
Samband íslenskra samvinnufé-
laga hefur ákveðið að sfelja Sam-
vinnubankann. Ekki gekk það
harmkvælalaust enda eru Sam-
bandsmenn þeirrar skoðunar að
Landsbankinn hafi stiht þeim upp
við vegg og þar að auki hafi erlend-
ir bankamenn hópast til landsins
og haft í hótunum við SÍS. Þetta er
sem sagt allt saman öðrum og
óskyldum bankamönnum aö
kenna að Sambandið er að selja
eigur sínar. Sambandinu hefði að
öðrum kostí aldrei dottið í hug að
selja nokkum skapaðan hlut nema
vegna þessarar frekju frá óviökom-
andi aðhum sem eru með nefið ofan
í rekstri Sambandsins.
Rekstur Sambandsins hefur
gengið vel, að öðru leyti en því að
það er tap á rekstrinum. Tapið í
hittifyrra nam um átta hundruð
mihjónum en er komið ofan í hálf-
an mhljarð á síðasta ári og sjá
menn af þessari þróun að rekstur-
inn er í góðu lagi. Það sem gerir
þeim lífið leitt er Landsbankinn
sem hefur hamast í því að fá aö
kaupa Samvinnubankann og svó
erlendir lánardrottnar sem vhja fá
lánin sín greidd.
Sambandsmenn hafa hugsað
mikið um það hvemig laga megi
stöðuna. Þeir em ekki eins heppnir
og eigendur Stöðvar tvö sem fundu
konu, sem vinnur hjá Stöðinni, sem
er gift manni sem á landareign og
hefur gert Stöðvarmönnum þann
greiða að selja þetta land sitt th að
konan getí haldiö vinnunni. Hjá
Sambandinu vinna margar konur
en þær em flestar hla giftar og eiga
enga menn sem vilja selja lönd sín
th að bjarga SÍS.
Samvinnubankinn ku vera rek-
inn með hagnaði um þessar mund-
ir. Þegar það kvisaðist gerði for-
stjóri SÍS það að tillögu sinni að
bankinn yrði seldur. Það passar
ekki inn í rekstur SÍS á þessum
síðustu og bestu tímum að eiga
banka sem setur tapið úr skorðum.
Um þessa thlögu varð ágreiningur.
Um tíma leit út fyrir aö Sambandið
hefði ákveðið að halda í Samvinnu-
bankann og sleppa skuldunum
lausum og einn af forstjórunum
sagði upp starfi sínu í mótmæla-
skyni við þá fyrirætlan Guðjóns
B. Ólafssonar að grynnka á skuld-
unum með þvi aö selja banka með
hagnaði. Stjórnarmenn í SÍS-
stjóminni voru sama sinnis og
Guðjón þurftí að fresta fundi th að
snúa andstæðinga sína niður. Mun
Guðjón aðahega hafa beitt því ráði
að hótá að halda áfram störfum hjá
SÍS ef stjórnin legðist gegn thlögum
hans. Brá mönnum svo í brún við
þau tíðindi að meirihlutanum sner-
ist hugur í fundarhléinu og sam-
þykkti aö afhenda Samvinnuban-
kann frekar en að sitja uppi meö
Guðjón. Mun hann nú á fórum til
annarra landa og frekari upphefð-
ar, enda fer orð af svona mönnum
sem þurfa ekki nema tvö ár tíl að
koma stöndugum fyrirtækjum á
kaldan klaka.
Næsta skrefið mun vera sala á
eignarhluta Sambandsins í Regin
sem er dótturfyrirtæki SÍS og á
þriðjunginn í íslenskum aðalverk-
tökum. Islenskir aöalverktakar eru
eitt af fáum fyrirtækjum hér á landi
sem ennþá bera sig og þess vegna
er nauðsynlegt fyrir SIS að losa sig
hið fyrsta við öll tengsl við það fyr-
irtæki. Þaö kemur auðvitað ekki th
mála að Sambandið sé bendlað við
fyrirtæki sem rekin eru með hagn-
aði. Það sphlir fyrir orðstír þess og
forstjórans sem hefur getið sér gott
orð í útlöndum og er á fórum þang-
að við fyrsta tækifæri eins og hann
hefur lofað.
Ef þessu heldur áfram mun Sam-
bandið væntanlega ná þeim ár-
angri á þessu ári að losa sig við
allar eigur og öll þau fyrirtæki sem
minnstí möguleiki er á að græða.
Eftír standa þá kaupfélögin, skipa-
deildin og verslunardehdin sem öll
eru rekin með myndarlegu tapi og
ef erlendir lánardrottnar halda
áfram að koma hingað í heimsókn-
ir til að reka á eftír skuldagreiðsl-
um má allt eins búast við því að
Sambandið hótí að loka þessum
dehdum sömuleiðis og forstjórinn
hótí því að halda áfram störfum
sem forstjóri.
Þeirri stöðu getur Landsbankinn
ekki unað og mun því áreiðanlega
halda áfram aö íjármagna rekstur
SÍS af sama myndarskap og hingað
th og sjá til þess að tapreksturinn
gangi vel og snurðulaust fyrir sig.
Það hefur enginn efni á því á ís-
landi að láta Sambandið fara á
hausinn. Th þess er tapreksturinn
alltof þýðingarmikih fyrir'þjóðar-
búið.
Dagfari