Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990.
Utlönd
Kambódía:
Skæruliðar reyna að
styrkja stöðu sína
Stjórnarhermenn i eftirlitsferð á aðaljárnbrautarstöðinni í Phnom Penh. Símamynd Reuter
Á meðan viöræðurnar um frið í
Kambódíu eru í sjálfheldu reyna
rauðu khmerarnir, stærstu skæru-
liðasamtök Kambódíu og fyrrum
drottnarar landsins, að styrkja stöðu
sína í stríðinu áður en alþjóðlegt
samkomulag næst, ef til vill á þessu
ári.
Um síðustu helgi kváðust skæru-
liðar hafa ráðist á næststærstu borg
landsins, Battambang, og eyðilagt
vegi. Óvíst er hvort árásin hafi veriö
forleikur að annarri stærri árás á
borgina eða hvort skæruliðar hafi
einungis verið að ógna stjórninni og
hermönnum hennar.
Fyrir ári virtist sem deilan um
yfirráö Kambódíu, sem staðið hefur
yfir í ellefu ár, væri aö leysast með
aöstoð Bandaríkjanna, Sovétríkj-
anna, Kína og nágrannaríkjanna Ví-
etnams og Thailands. Kína hefur þó
verið einangraö að mestu eftir blóð-
baðið á Torgi hins himneska friðar í
júní síðastliðnum. Kínversk yfirvöld
styðja rauðu khmerana bæði póli-
tískt og hernaðarlega en höfðu áður
gefið í skyn að þau kynnu að draga
úr stuöningi sínum og yrði það liður
í alþjóðlegu friðarsamkomulagi.
Barist á ný
Frá því að Víetnamar kölluöu heim
herlið sitt frá Kambódíu í september-
lok hefur hefur stríðið blossað upp á
ný. Bæði rauðu khmeramir og
bandalagsherir þeirra tveir, Son
Sanns og lið Sihanouks prins, hafa
stökkt stjórnarhermönnum á flótta í
vesturhéruðum landsins og náð á
sitt vald mörgum litlum bæjum.
Battambang, sem liggur í tæplega 250
kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni
Phnom Penh, er stærsta skotmark
þeirra hingað til.
Stjómin í Kambódíu, sem komst til
valda 1979 eftir að víetnamskar her-
sveitir höfðu gert innrás og steypt
stjóm rauðu khmeranna, hefur
reynt að gera lítið úr árásinni á Batt-
ambang. En hvernig sem hernaðar-
legur styrkur rauðu khmeranna er
þykja þeir hafa unnið á í taugastríð-
inu við sfjórnvöld.
Skæruliðunum er sagt liggja á. Svo
virðist sem umheimurinn sé smátt
og smátt að taka Kína í sátt aftur og
það gæti haft í fór með sér að nýju
lífi yrði blásið í friðarviðræðurnar.
Stjórnir Ástralíu, Japans og Thai-
lands hafa allar stungið upp á að frið-
arviðræðurnar verði hafnar á ný. í
áströlsku tillögunni er kveðið á um
að Sameinuðu þjóðirnar fari með
stjóm Kambódíu þar til almennar
kosningar verði haldnar. Kínversk
stjómvöld em sögð hafa sýnt áhuga
á þessu.
Tijlögu vísað á bug
Ástralski stjórnarerindrekinn Mic-
hael Costello ræddi nýlega áætlunina
í Bangkok við Khieu Samphan, tals-
mann rauðu khmeranna. Samphan
vísaöi tillögunni á bug og hélt fast
við kröfu sina um að stjórnin í
Phnom Penh og skæruliöar skiptu
völdunum á milli sín í bráðabirgða-
stjóm.
Costello heldur þó ótrauöur áfram
tilraunum sínum og var á laugardag-
inn í Víetnam sem neitar að sam-
þykkja þátttöku rauðu khmeranna í
bráðabirgðastjóm. Á mánudaginn
fór hann svo til Phnom Penh til þess
að gera stjórnvöldum grein fyrir við-
ræðum sínum við skæruliða.
Bandaríkin og fleiri Vesturlönd
auk Samtaka Suðaustur-Asíuríkja
hafa lýst yfir ánægju sinni með til-
lögu Ástralíu, sem lögð var fram í
nóvember, og vonast’til að hún verði
til þess að friðarviðræður verði tekn-
ar upp á ný. En á meðan beðið er
eftir diplómatískum árangri halda
stjómarhermenn í Kambódíu og
sveitir skæruliða áfram stríði sínu á
landsbyggöinni. TT
Skæruliðar segjast hafa gert árás á Battambang, næststærstu borg Kambód- Frá því að víetnamskir hermenn héldu frá Kambódíu hafa bardagar þar
íu. mllli skæruliða og stjórnarhermanna blossað upp á ný. Símamynd Reuter
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Skógarhlíð 6, 3. hæð,
á neðangreindum tíma:
Akurgerði 34, þingl. eig. Jónas Gunn-
arsson, fóstud. 12. janúar ’90 kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru Klemens Egg-
ertsson hdl. og Fjárheimtan hf.
Kleppsvegur 38,1. hæð t.h., þingl. eig.
Valur Sigurðsson, föstud. 12. janúar
’90 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er
Gjaldheimtan í Reykjavík.
BORGARFÓGETAEMBÆTnD í REYKJAVÍK
Nauðungaruppboð
annað og síðara
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Skógarhlíð 6, 3. hæð,
á neðangreindum tíma:
Austurberg 30, íb. 01-01, þingl. eig.
Jenný Kristín Grettisdóttir, föstud. 12.
janúar ’90 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur
eru Veðdeild Landsbanka íslands og
Gjaldheimtan í Reykjavík.
Álíheimar 52, 4. hæð t.v., þingl. eig.
Sigurjón Jóhannsson, föstud. 12. jan-
úar ’90 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur
eru Fjárheimtan hf., Veðdeild Lands-
banka íslands, Borgarsjóður Reykja-
víkur, Gjaldheimtan í Reykjavík, Iðn-
aðarbanki íslands hf., toUstjórinn í
Reykjavík, Útvegsbanki Islands hf.
og Jón Ingólfsson hdl.
Bræðraborgarstígur 23A, hluti, þingl.
eig, Jóhanna G. Baldvinsdóttir,
föstud. 12. janúar ’90 kl. 10.45. Upj>
boðsbeiðandi er Verslunarbanki Is-
lands hf.
Engjasel 86, 2. hæð t.v., þingl. eig.
Borgar Guðjónss. og Ástríður Ingi-
marsd., föstud. 12. janúar ’90 kl. 1L45.
Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild
Landsbanka íslands og Gjaldheimtan
í Reykjavík.
Hagamelur 45, hluti, þingl. eig. Om
Jóhannesson, föstud. 12. janúar ’90
kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald-
heimtan í Reykjavík.
Hamraberg 22, þingl. eig. Eggert Þor-
steinsson, föstud. 12. janúar ’90 kl.
11.30. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild
Landsbanka íslands og Gjaldheimtan
í Reykjavík.
Hraunbær 104, 3. hæð t.h., þingl. eig.
Ómar Egilsson, föstud. 12. janúar ’90
kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Sig-
urður Sigmjónsson hdl. og Garðar
Garðarsson hrl.
Iðufell 12, íb. 034)2, þingl. eig. Ingi-
björg Jóna Birgisdóttir, föstud. 12.
janúar ’90 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi
er Gunnar Sólnes hrl.
Jórufell 6, jarðhæð, talinn eig. Gísli
Svavarsson, föstud. 12. janúar ’90 kl.
14.45. Uppboðsbeiðandi er Ámi Ein-
arsson hdl.
Jöklafold 37, íb. 034)1, þingl. eig.
Gunnar Valdimarsson, föstud. 12. jan-
úar ’90 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er
Gjaldheimtan í Reykjavík.
Jöklafold 43, íb. 024)2, talinn eig.
Sveinn Friðrik Jónsson, föstud. 12.
janúar ’90 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi
er Veðdeild Landsbanka fslands.
Kambasel 56, íb. 024)1, þingl. eig.
Stjóm verkamannabústaða, föstud.
12. janúar ’90 kl. 10.15. Uppboðsbeið-
andi er Veðdeild Landsbanka íslands.
Kleppsvegur 138, kjallari, þingl. eig.
Guðjón Smári Valgeirsson, föstud. 12.
janúar ’90kl. 14.15.U ppboðsbeiðendur
em Útvegsbanki íslands hf., Lands-
banki íslands, Brynjólfúr Eyvindsson
hdl. og Guðjón Ármann Jónsson hdl.
Laugavegur 20, þingl. eig. Nýja Köku-
húsið hf., föstud. 12. janúar '90 kl.
11.15. Uppboðsbeiðendur em Verslun-
arbanki Islands hf., Fjárheimtan hf.
og Gjaldheimtan í Hafharfirði.
Laugavegur 85, hluti, þingl. eig. Bjöm
Jóhaxmesson, föstud. 12. janúar ’90
kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Gjald-
heimtan í Reykjavík.
Laugavegur 147, 2. hæð, talinn eig.
íris Elva Haraldsdóttir, föstud. 12. jan-
úar ’90 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur
em Tiyggingastofnun ríkisins, Jón
Ingólfsson hdl., Veðdeild Landsbanka
íslands, Ásgeir Þór Ámason hdl. og
Gjaldheimtan í Reykjavík.
Leifegata 15, kjallari, þingl. eig. Þor-
bjöm Þorbjömsson, föstud. 12. janúar
’90 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Jón
Ingólfsson hdl.
Leimbakki 16, 1. hæð t.h., þingl. eig.
Rósmundur Guðnason, föstud. 12. jan-
úar ’90 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur
em Gjaldheimtan í Reykjavík og Bún-
aðarbanki íslands.
Logafold 144, þingl. eig. Magnús Jón-
as Kristjánsson, föstud. 12. janúar ’90
kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur em
Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild
Landsbanka íslands, Fjárheimtan hf.
og Eggert B. Ólafsson hdl.
Skógarás 13-17, bílsk. nr. 6 og 7, þingl.
eig. Dögun sf., föstud. 12. janúar ’90
kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Jón
Eiríksson hdl. og Gjaldheimtan í
Reykjavík.
Skógarhlíð 10-12, þingl. eig. fsam hf.,
föstud. 12. janúar ’90 kl. 14.30. Upp-
boðsbeiðendur em Gjaldheimtan í
Reykjavík og Útvegsbanki íslands hf.
Skólavörðustígur 19, 3. hæð, talinn
eig. Margrét Ákadóttir, föstud. 12. jan-
úar ’_90 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur
em Ásgeir Thoroddsen hdl. og Veð-
deild Landsbanka íslands.
Traðarland 14, þingl. eig. Sara H. Sig-
urðardóttir, föstud. 12. janúar ’90 kl.
14.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald-
heimtan í Reykjavík.
Vesturgata 52, I. hæð og kjallari,
þingl. eig. JL Völundur hf., föstud. 12.
janúar’90kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur
em Reynir Karlsson hdl., Valgeir
Kristinsson hrl., Jón Þóroddsson hdl.,
Gjaldheimtan í Reykjavík, Guðjón
Áimann Jónsson hdl., Guðmundur
Jónsson hdl., Ingi Ingimundarson hrl.,
Landsbanki Mands, tollstjórinn í
Reykjavík, Ásbjöm Jónsson, hdl.,
Andri Ámason hdl. og Ólafúr Axels-
son hrl.
BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK