Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990.
Spumingin
Lesendur
Ferðu í vetrarfrí?
Sigurpáll Sigurðsson nemi: Já, ég fór
á sjúkrahús. Ætli það verði ekki að
duga sem vetrarfrí.
Hafsteinn Hannesson nemi: Bara
jólafríið. Skólinn og vinnan taka all-
an tíma og þvi enginn möguleiki á
fríi.
Ríkisstjómin og Sambandstengslin:
Málefnasamningur
bjargarSÍS
Björn Kristjánsson skrifar:
Nú er það komið í ljós, sem margir
voru búnir að spá, að ekkert annað
væri fyrir Samband ísl. samvinnufé-
laga að gera en samþykkja tilboð
Landsbankans um kaup á hlut Sam-
bandsins í Samvinnubankanaum.
Það sem eftir stendur mun þó koma
landsmönnum enn meira á óvart, og
það er að það er í raun sjálf ríkis-
stjórnin sem er stærsti aðili þessa
máls - og það er hún sem mun nú
líklega gangast fyrir samningum við
erlenda lánardrottna um frekari fyr-
irgreiðslu til handa Sambandinu. -
Tilboð Landsbankans skipti þar í
raun engu máli. Svo illa er nú komið
fyrir þessu fyrrum stærsta og öflug-
asta fyrir tæki í landinu, Samband-
inu.
Síðan er haldið áfram eins og kveð-
iö er á um í málefnasamningi núver-
andi ríkisstjórnar og gengið til samn-
inga við Sambandið um kaup á eign-
arhluta þess í Aðalverktökum. -
Þetta var staðfest í fréttum Ríkisút-
varpsins í gærkvöldi (7. jan.) - ís-
lenska ríkisstjórnin er sem sé á fullri
ferð við að reyna að bjarga Samband-
inu út úr skuldafeni og frá gjaldþroti
á meðan allur atvinnurekstur í
landinu er á heljarþröm. Launþeg-
arnir eru skattpíndir sem aldrei fyrr
og ástandið líkist engu öðru en léns-
skipulagi miðalda, þegar landsetar
urðu að sitja og standa eins og léns-
herrar fyrirskipuðu og reyttu gjöldin
af hinum fyrmefndu.
Sér fólkið í landinu ekki hvaða
sjónleikur er leikinn hér? Hvers
vegna skyldu ráöherrar koma fram
í þessu húsi við Höfðabakka hafa íslenskir aðalverktakar aðsetur. - í málefnasamingi ríkisstjórnarinnar fólust
loforð um að rikið skyldi kaupa hlut SÍS i Aðalverktökum, segir hér m.a.
fyrir alþjóð vegna hinna ýmsu yfir-
vofandi gjaldþrota sem eins konar
talsmenn þessara fyrirtækja? - For-
sætisráðherra virðist vera sérstakur
talsmaður Sambandsins í Lands-
bankamálinu og í máli Regins - og
fjármálaráðherra leikur sækjanda í
Arnarflugsmáhnu og ferst það sem
alvönum leikara. - Hvaða ráðherra
tekur aö sér mál „Úthafsævintýris-
ins“ við Alaska sem virðist nú vera
að byija að fara í hringi?
Dóra Kristmannsdóttir bókhaldari:
Já, ég bý í Bandaríkjunum og þar er
algengt að menn fari í vetrarfrí.
Þorgils Kristmannsson, stöðvarstjóri
Flugleiða i Glasgow: Já, ég fer til
Flórída en ég bý í Skotlandi. Þar eru
vetrarfrí algeng.
Flýja til útlanda
á náðir sósíalsins
Höskuldur hringdi:
Það er víst staðreynd sem enginn
getur móti mælt að margir ísiending-
ar hafa nú um sinn flúið land sitt í
leit að betri kjörum erlendis. Þetta
hefur gerst áður og er htið við þvi
aö segja þótt menn kjósi aö reyna
fyrir sér annars staðar ef þeim sýn-
ast allar bjargir bannaðar í sínu eigin
landi.
Auðvitað væri best að allir íslend-
ingar gætu verið í sínu landi og haft
þar sitt viðurværi. Mig grunar þó að
margir sem flytjast héðan, t.d. til
Norðurlandanna, fari héðan í
hreinni óvissu um hvað viö taki. Oft-
ar en ekki er einfaldlega farið héðan
annaðhvort íjölskyldufaðirinn fyrst
eða þá öll fjölskyldan saman og
möguleikar á störfum þá fyrst kann-
aðir er út kemur.
Enn eru þeir til sem halda ótrauðir
utan, með eöa án fjölskyldu, og láta
skrá sig atvinnulausa strax th þess
eins að komast á atvinnuleysisbætur
- eða á sósíalinn, eins og þetta er
kallaö núorðið. - Þetta vil ég flokka
undir algjöra ævintýramennsku og
kalla ég hvem þann mann óábyrgan
sem viöhefur þessa aðferð, jafnvel
þótt það eigi að heita svo að verið sé
að „bjarga" sér og sínum.
Þetta verður bara aldrei nein björg-
un þegar til lengri tíma er litið því
það er líka fylgst með þessum „at-
vinnuleysingjum" á Norðurlönd-
unum og þeir fá ekki bætur í það
óendanlega. Það er orðið afar mikið
um þetta viðhorf hér og fleiri og fleiri
flykkjast utan í óvissuna sem þar
ríkir, ef menn hafa ekki gert ráðstaf-
anir hér heima um atvinnu áöur en
haldið er af staö. - Ég vil vara íslend-
inga við þessari ævintýramennsku.
Hitt er svo annað mál að hér verður
að fara að taka alvarlega það at-
vinnuleysi sem er að skapast vegna
minnkandi hagvaxtar og gjaldþrota
fyrirtækja. Við getum- heldur ekki
greitt atvinnulausum hérlendis í það
óendanlega.
Hulda Birgisdóttir iðjuþjálfí og Jakob
Orri Jónsson: Nei, ég er nýbyrjuð að
vinna og því enginn möguleiki á vetr-
arfríi.
Inga Guðmundsdóttir verslunar-
stjóri: Alveg örugglega ekki því ég
þarf að vinna mikið. Eg hef farið í frí
að vori til en það kallast víst sum-
arfrí.
Laugardagslokanir verslana
Halldóra Jónsdóttir skrifar:
Verslunarhættir hér í höfuðborg-
inni eru að verða óþolandi hvað
varðar opnunartíma um helgar. Ég
skil ekki hvers vegna allar verslanir
eru ekki einfaldlega opnar alla laug-
ardaga á sama tíma.
Það er svo oft búið að ræða hve
nauðsynlegt er að hafa verslanir
opnar lengur en til kl. 12 á laugardög-
um - og þá á ég við allar verslanir,
ekki bara sumar, en það er aldrei
hægt að vita fyrirfram hvaða versl-
anir eru opnar og hvaða verslanir
ekki þennan dag vikunnar.
Ég veit þó fyrir víst að verslanir í
Kringlunni eru opnar nú í vetur til
kl. 4 á laugardögum, hvað sem verð-
ur þegar kemur fram á vorið og í
sumar. - En verslanir annars staðar
í borginni, að ekki sé nú talað um í
miðborginni, opna mjög óreglulega á
laugardögum og sumar hveijar opna
þá alls ekki.
Ég fór t.d. í miöbæinn sl. laugardag
rétt fyrir hádegið og ætlaði sannar-
lega að taka það rólega, fá mér að
boröa í hádeginu og gera svo verslun
mína á eftir. Ég fór inn á Hótel Borg
og þar var opið eins og venjulega.
Upp úr kl. 1 eða einhvemtíma á bil-
inu milli kl. 1 og 1:30 fór ég svo þess-
ara erinda. - Nema hvað, flestar
verslanir þarna á svæðinu voru lok-
aðar, þ.á m. stór bókaverslun sem
ég ætlaði sannarlega aö versla í.
Ég tók því það ráð að fara alla leið
inn í Kringlu, þar sem opið var til
kl. 4. Það nægði mér í þetta sinn en
það er ekki víst að það hafi nægt öll-
um. Fólk fer seinna á fætur á laugar-
dögum en venjulega og vill hafa dag-
inn eins og því sjálfu hentar og geta
kannski farið í verslanir eftir kl. 4.
Þetta er viðtekin regla alls staðar þar
sem ég þekki, að fólk geti notað laug-
ardaga til að fara í búðir.
En svo er þaö með þennan blessað-
an miöbæ. Það er nú ekki nema von
að þarna leggist allt niöur með tíð
og tíma ef kaupmenn nenna ekki eða
vilja ekki hafa opið hjá sér á laugar-
dögum til jafns við þann aðila sem
samkeppnin er mest við, Kringluna.
Hvernig í ósköpunum á fólk að geta
fylgst meö því hvaða verslanir hafa
opið og hveijar ekki? - Þetta 'ástand
er óþolandi og til skammar fyrir borg
með hátt i 100 þúsund íbúa.
„Hvernig í ósköpunum á fólk að geta fylgst með því hvaða verslanir eru
opnar á laugardögum í miðborginni?"
Engin forspá
Guðmundur Gíslason hringdi: landi og þjóð þegar líða tekur á síð-
Forsætisráðherra lét hafa eftir astaárverstuogóvinsæiusturikis-
sér að forspár maöur hefði séö stjómar sem hér hefur setiö að
bírtu yíír landi voru þegar líða völdum.
tæki á þetta ár eða undir lok árs- Það er einlæg ósk til lands og
ins. - Þetta finnst mér engin forspá þjóöar að slík ríkisstjórn sem þessí
því eðlilega hlýtur að birta yfir eigialdreieftiraðsitjahérviðvöld.