Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAQUR lp., J^NÚAR 1990, 27 Afmæli Rósa Einarsdóttir Rósa Einarsdóttir húsmóðir, Suöur- götu 7, Sandgerði, nú vistmaöur á Garðvangi, er níræð í dag. Rósa er frá Geirlandi í Sandgerði. Hún hefur verið félagi í Kvenfélag- inu Hvöt í Sandgerði, í Slysavama- félaginu í Sandgerði og virkur þátt- takandi í verkalýðsfélagi Miðnes- hrepps frá stofnun þess en hún er heiðursfélagi þess frá 1986. Rósa giftist í desember 1917 Magn- úsi Kr. Sigurðssyni, verkamanni, sjómanni og fiskmatsmanni í Sand- gerði, f. 15.8.1891, d. 12.1.1968. For- eldrar hans vom Sigurður Sigurðs- son, b. á Ljótarstöðum í Skaftárt- ungum, og kona hans, Þómnn Hjálmarsdóttir Ijósmóðir. Sigurður á Ljótarstöðum var sonur Sigurðar, b. þar Bótólfssonar, og konu hans, Hugborgar Runólfsdóttur, en for- eldrar Þórannar vora Hjálmar Ei- ríksson, b. að Ketilsstöðum í Mýrd- al, og Guðrún Jónsdóttir frá Svart- anúpi í Skaftártungu. Rósa og Magnús eignuðust fimm böm og era tvær dætur þeirra á lífi. Börn Rósu og Magnúsar: Rósa, f. 2.9.1917, húsmóðir í Sandgerði, en fyrri maður hennar var Sigurður Bjömsson, f. 1917, d. 1944 og eignuð- ust þau þijú börn, Sigurð, Guðna og Bjöm. Seinni maður Rósu var Bragi Björnsson, f. 1922, d. 1986. Eignuðust þau þrjú böm, Sigríði, Lilju og Guðjón; drengur sem lést mánaðargamall 1919; Guðjón, f. 19.1. 1921, d. 26.1.1978, lengst af búsettur í Garðabæ, kvæntur Aldísi Magnús- dóttur, f. 1921, og eignuðust þau tvo syni, Guðna og Sigurö; Einarína Sig- ríður, f. 28.7.1922, húsmóðir í Kefla- vík, gift Samúel Björnssyni, f. 1920, og eiga þau þrjú börn, Guðbjörgu, Bjöm og Rósu; Sigurður, f. 7.11.1924, d. 11.6.1931, en hann drukknaði í Sandgerðishöfn. Rósa átti níu systkini en á nú einn bróður á lífi. Sá er Magnús, f. 1907. Önnur systkini Rósu voru Ráll, f. 1890; Theodór, f. 1894; Gísli, f. 1896; Gunnlaugur, f. 1901; Arnlaugur, f. 1903; Amoddur, f. 1906; Ingveldur, f. 1912, og Sveinn, f. 1916. Foreldrar Rósu voru Einar Jóns- son, f. 3.5.1864, d. 11.10.1948, bóndi að Hólkoti á Miðnesi, og kona hans, Sigríður Pálsdóttir, f. 12.2.1873, hús- móðir. Einar var sonur Jóns, b. að Kaldr- ananesi í Mýrdal, Arnoddssonar, b. í Stóra-Dal í Mýrdal, Jónssonar, b. í Stóra-Dal, Gunnlaugssonar. Móðir Arnodds var Valgerður Pálsdóttir. Móðir Jóns var Guðbjörg, dóttir Jóns Eyjólfssonar, b. á Hvoli í Mýrd- al, og Elínar Sæmundsdóttur. Móðir Einars var Katrín, systir Ingibjargar, móður Sigríðar, langömmu Jóns Þórs Þórhallsson- ar, forstjóra SKÝRR, ogErlendar Einarssonar, fyrrv. forstjóra SÍS. Ingibjörg var einnig amma Tómas- ar, b. á Saurum, langafa Georgs Guðna Haukssonar myndlistar- manns. Þá var Ingibjörg amma Margrétar, langömmu prófessor- anna Sigmundar og Þórðar Eydal Magnússona. Katrín var dóttir Einars, b. í Fjós- um, Þorsteinssonar, b. á Hunku- Ágúst M. Haraldsson Ágúst M. Haraldsson kaupmaður, Njálsgötu 7, Reykjavík, varð fimm- tugurígær. Agúst fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði bama- og gagnfræðanám í Reykjavík og stundaði síðan ýmis almenn störf sem til féllu, vann m.a. hjá Pósti og síma og var síðan í siglingum um skeiö. Þá starfaði hann í Straumsvík 1971-74 og var síöan vélamaður á varðskipum. Hann lauk prófi frá Vélskóla íslands og var vélsfjóri hjá Landhelgisgæslunni til 1987 er hann kom í land og hóf verslunarrekstur sem hann stundar enn. Ágúst kvæntist 1981 Svanhildi Svavarsdóttur, f. 1.1.1944, d. 1984, dóttur Svavars Gíslasonar frá Viöey og Ottavíu Jóhannsdóttur frá Seyð- isfirði, en hún er látin. Seinni kona Ágústs er Þórunn El- íasdóttir kaupmaöur, f. 4.5.1945, dóttir Ingunnar Bjarnadóttur, f. 4.2. 1914, sem er látin, og Elíasar H. Stef- ánssonar, f. 29.8.1913, en hann er einniglátinn. . Bróðir Ágústs er Gunnar E. Har- aldsson, f. 19.6.1938, bílstjóri hjá Eimskipafélagi íslands. Uppeldisbróðir Ágústs er Ingi Bæringsson, f. 10.3.1955, verkamað- ur hjá Smjörlíki hf., en sambýlis- kona hans er Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur og eiga þau saman tvo syni. Foreldrar Ágústs: Haraldur Ei- ríksson, f. 25.5.1916, pípulagninga- maöur í Reykjavik, og Berglind Ágústsdóttir, f. 9.11.1918, d. 1974. Foreldrar Haralds vora Eiríkur Ásgrímsson og Guðrún Jónsdóttir. Foreldraj Berglindar vora Ágúst ísleifsson, b. á Sæbóh í Aðalvík og síðar byggingaverkamaður í Reykjavík, og kona hans, Halldóra Ingibjörg Hjálmarsdóttir. Ágúst var sonur ísleifs, b. í Aðal- vík, ísleifssonar, b. á Langavelli á Hesteyri, ísleifssonar. Móðir ísleifs í Aðalvík var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Ágústs var Þorbjörg Finns- Ágúst M. Haraldsson. dóttir, b. í Skáladal, Gestssonar. Halldóra Ingibjörg var dóttir Hjálmars, b. á Glúmsstöðum, Kristj- ánssonar, b. í Tungu, Halldórsson- ar. Móðir Hjálmars var Signý Sig- mundsdóttir. Móðir Halldóru Ingi- bjargar var Kristjana Guðlaugs- dóttir, b. á Höfða í Grannavíkur- hreppi, Guðmundssonar. bökkum, Salómonssonar, bróður Sigríðar, langömmu Jóhannesar S. Kjarvals. Móðir Einars var Katrín PálsdóttirfráHunkubökkum. Móð- ir Katrínar Einarsdóttur var Guð- laug, systir Magnúsar, langafa Helga, föður Jóns fyrrv. landbúnað- arráðherra. Guðlaug var dóttir Jóns, hreppstjóra á Kirkjubæjar- klaustri, Magnússonar, og Guðrún- ar Oddsdóttur, systur Sigurðar, langafa Guðbrands, föður Ingólfs, forstjóra og söngstjóra. Sigríður, móðir Rósu, var dóttir Páls, b. á Bæjarskeijum, ættföður Bæjarskersættarinnar, Pálssonar, b. á Geirlandi, Ásgrímssonar, b. á Geirlandi, Pálssonar. Móðir Páls á Geirlandi var Halldóra, systir Katr- ínar, móður Einars, b. í Fjósum, en foreldrar þeirra systra vora Páll Ólafsson, b. á Hunkubökkum, og Margrét Ingimundardóttir. Móðir Páls á Bæjarskerjum var Guðríður Jónsdóttir, b. í Hörgsdal, Eiríksson- ar. Móðir Guðríðar var Ambjörg Þórarinsdóttir, b. í Skál. Tll hamingju með afmælið 10. janúar ara ou ara . Málfriður Þórarinsdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavík. Sigríður Inga Jónasdóttir, Skriðustekk21, Reykjavík. Gunnar Bjamason, Látraströnd 34, Seltjamarnesi. 85 ára • 50 ára Þórir Ingjaldsson, Öxará, Ljósavatnshreppi. Kolbrún Guðmundsdóttir, Amartanga 47, Mosfellsbæ. Guðmundur R. Jónsson, Digranesvegi38, Kópavogi. Linda A. Wendel, 80 ára Eybjörg Áskelsdóttir, Flókagötu 63, Reykjavík. HúntekurámótigestumáHoliday . Inn á afmælisdaginn frá klukkan 17. KoibeinnÞorsteinsson, Keilufelli 16, Reykiavík. Gerður Guðvarðardóttir, Hamragerði 20, AkureyrL 40 ára Sigrún Áskelsdóttir, Háholti 15, AkranesL Valbjörg Krist mundsdóttir. Dvalarheimilinu Höföa, AkranesL Ástríður Björk Steingrímsdóttir, Blöndubakka 7, Reykjavik. Arnbjörn óskarsson, Heiðargarði 8, Keflavik. Sverrir Guðjónsson, Langholtsvegi90, Reykjavík. 70 ára Gísli Sigurðsson, Sleggjulæk, Stafholtstungna- hreppi. Sigrún Pétursdóttir, Logafold 110, Reykjavík. Guðmundur Eiriksson, Austurbraut 13, Höfn í Homafirði. Þórballur Þorláksson, Efstaleiti 10, Reykjavík. Guðriður Egilsdóttir, Austurströnd 12, Seltjamamesi. Rósa Einarsdóttir. Móðir Sigríðar var Þórunn Sveinsdóttir, b. á Kirkjubóli, Björns- sonar, b. í Vöram, Bjömssonar, b. í Syðstu-Mörk. Móðir Sveins var Þóra Nikulásdóttir. Móðir Þórann- ar var Rósa Þorgeirsdóttir, b. í Króki, Andréssonar. Móðir Rósu var Þuríður Sæmundsdóttir frá Út- skálum. Rósa tekur á móti gestum á af- mælisdaginn á milli klukkan 15 og 19 í húsi Björgunarsveitarinnar í Sandgerði. Unnur Ingeborg Amgrímsdóttir Unnur Ingeborg Arngrímsdóttir, danskennari og framkvæmdastjóri Modelsamtakanna, Grænuhlíð20, Reykjavík, er sextug í dag. Unnur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur 1947, stundaði nám við Dansinsti- tude Carlsen í Kaupmannahöfn 1960 og lauk þaðan danskennaraprófi, auk þess sem hún stundaði nám við modelskóla í Kaupmannahöfn og í Boston. Unnur stofnaði Modelsamtökin árið 1%7 og er framkvæmdastjóri þeirra. Hún hefur kennt dans með eiginmanni sínum, Hermanni Ragn- ari, í Reykjavík frá 1958 og kennir enn. Þá er Unnur aðalkennari á námskeiðum Modelsamtakanna og þjálfar sýningarfólk. Unnur var formaöur Danskenn- arasambands íslands í tvö ár, sat í stjóm Kvenskátafélags Reykjavíkur um tíma og gegnir trúnaðarstörfum innan Oddfellowreglunnar. Unnur hefur skrifað greinar í blöð og tímarit um framkomu og snyrt- ingu og átti hlut að útkomu bókar- innar Litimir mínir. Þá ritaði hún kaflann um Arngrím Kristjánsson skólastjóra í ritið Faðir minn skóla- stjórinn. Eiginmaður Unnar er Hermann Rágnar Stefánsson danskennari, f. 11.7.1927, sonur Stefáns Sveinsson- ar, verkstjóra á Kirkjusandi, og Rannveigar Ólafsdóttur húsmóður. Foreldrar Hermanns Ragnars bjuggu fyrst á Hvammstanga og síð- ar á Siglufirði en fluttu til Reykja- víkur 1920. Börn Unnar og Hermanns Ragn- ars eru Henny, f. 1952, danskennari, var gift Guðmundi Kristinssyni og' er dóttir þeirra Unnur Berglind en seinni maður hennar er Gunnar H. Ámason og er sonur þeirra Ámi Henry; Amgrímur, f. 1.12.1954, röntgentæknir, kvæntur Önnu Hallgrímsdóttur sem starfar við ferðaþjónustu og eru þeirra böm Hallgrímur Öm, Hermann og Hauk- ur; Bjöm, f. 26.8.1958, fulltrúi hjá Vátryggingafélaginu hf„ kvæntur Helgu Bestlu Njálsdóttur og eru þeirra börn Guðbjörg Birna og Her- mann Ragnar. Systir Unnar er Áslaug Helga, f. 27.8.1934, húsfrú í Hveragerði, gift Baldri Maríussyni garðyrkjufræð- ingi og eiga þau fjögur börn, Unni, Amgrím, Birgi og Andreu. Foreldrar Unnar voru Amgrímur Kristjánsson, f. 28.9.1900, d. 5.2.1959, skólastjóri Melaskólans í Reykjavík, og kona hans, Henny Othelie f. Helg- esen, f. 2.11.1899, d. 16.9.1967, hús- móðir. Henny Othelie fæddist í Bergen en flutti með manni sínum til Is- lands 1928. Foreldrar Amgríms voru Kristj- án, b. á Sigríöarstöðum í Ljósa- vatnsskarði, bróðir Helgu, móður Jóns Péturssonar, prófasts á Kálfa- fellsstað í Suðursveit. Kristján var sonur Skúla, b. á Sigríðarstöðum, Kristjánssonar, og Elísabetar Þor- steinsdóttm-, systur Rósu, ömmu Margrétar Thorlacius lækninga- miðils og Magnúsar Thorlacius hrl. Önnur systir Elísabetar var Guð- rún, móðir Sigtryggs, föður Karls, skálds á Húsavík. Móðir Elísabetar var Guðrún Jó- hannesdóttir, b. í Leyningi, Hall- Unnur Ingeborg Arngrimsdóttir,. dórssonar, b. á Reykjum í Fnjóska- dal, Jónssonar, b. á Reykjum, Pét- urssonar, ættföður Reykjaættarinn- ar. Móðir Amgríms var Unnur Jó- hannsdóttir, b. á Skaröi í Grýtu- bakkahreppi, Bessasonar. Unnur og Hermann Ragnar taka á móti gestum í Sóknarhúsinu, Skipholti 50, milli klukkan 16 og 19 á föstudaginn, 12.1. nk. Urval næsta blaðsölu stað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.