Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990. Fréttir Sigurjón Pétursson, borgarfulltrm: Samvinna við borgara kemur ekki til álita „Það var talað um það í þeirri ályktun, sem var samþykkt á fundin- um, að Alþýðuþandalagið skyldi undirþúa kosningar og ræða við aðra aðila. Þannig er ekki þúið að loka fyrir þann möguleika að það geti orð- iö útvíkkaður listi. En ég met það svo að fundurinn hafi hafnað hugmynd- um um opið próíkjör og lista utan Alþýðubandalagsins. Eg met það svo að fundurinn hafi ákveðið aö það væri Alþýðubandalagsins aö bjóða fram hvort sem það væri gert í sam- starfi við aðra eða eitt og sér. Hug- mynd Birtingar var hins vegar á þá leið aö flokkarnir ættu styðja eitt- hvert óháð framboð," sagöi Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, við DV. - „Hvererafstaðaþíntilsamvinnu við Alþýðuflokk og Borgaraflokk? „Ég tel að samvinna við Borgara- flokkinn komi ekki til álita. Eg er hins vegar reiöubúinn að skoða het- ur samstarf um framboð með Al- þýðuflokknum. Ég tel slíkt samstarf ekki út í bláinn en þó ekki á þeim grundvelli að um galopið prófkjör verði að ræða þar sem allir geta tek- ið þátt, hvort sem þeir styðja slíkt framboö eða ekki.“ - Verður afstaða Alþýðubanda- lagsfélagsins til höfnunar Framsókn- arflokks og Kvennalista á samstarfi endurskoðuð? „Ég sagði á fundinum að það væri alveg ljóst að fundur í Alþýðubanda- laginu gæti ekki endurskoðað af- stöðu þessara flokka. Þeir yrðu að gera það sjálfir. Meðan að þeir ekki gera það tek ég mark á því sem mér er sagt og því sem þar er samþykkt." -hlh Aætlanir um innréttingar á dómshúsi: Fermetri í dómsal kostar 90 þúsund - eöa Qórðungi meira en í nýjum bíósal í áætlunum um að koma fyrir dóm- sal í Útvegsbankahúsinu eða að Borgartúni 7 er gert ráð fyrir að fer- metrinn í salnum kosti um 90 þúsund krónur. Þetta er mun hærra verð en í öllu húsnæði sem vísitölur eru reiknaðar fyrir. Fermetri í nýbyggöu einbýlishúsi kostar t.d. tæpar 70 þús- und krónur. Tryggvi Sveinbjarnarson, sem unnið hefur að útreikningum á kostnaði við að koma upp dómhúsi, segir að þetta verð ráðist nokkuð af því að gera verði ráð fyrir miklum lögnum í salinn og kostnaði viö að koma upp hljóðeinangrun, ioftræsti- og brunavarnákerfum. Þessi búnaður er þó sambærilegur við það sem gerist í bíósölum. Sam- kvæmt heimildum DV kostar fer- metrinn í nýbyggðum sölum viö Há- skólabíó 70 til 75 þúsund. Þá er miðað við byggingu frá grunni og aðeins kostnaðurinn viö salina reiknaður með. Fyrsti nýi salurinn viö Háskóla- Samanburöur á byggmgarkostnaði 90.000 kr. 75.000 kr. n Wýbyggður Dómsalur bíósalur bíó verður tekinn í notkun eftir helg- ina. Það kemur hik á menn að heyra þessar tölur - segir Sighvatur Björgvinsson „Það er gríðarlega hátt verð þegar endurnýjun á skrifstofum er farin að slaga hátt í verð á nýbyggðu ein- býlishúsi,“ sagði Sighvatur Björg- vinsson, formaður fjárveitinga- nefndar Alþingis, um kostnaðinn sem talinn er fylgja því að koma upp nýju dómhúsi í Reykjavík. „Auðvitað kemur hik á menn þegar þeir sjá þessar tölur. Það má líka hafa í huga að kostnaður við end- umýjum á Þjóðleikhúsinu átti upp- haflega að vera 240 milljónir en er nú áætlaður 500 hundruð milljónir. Ég veit ekki hvað verður ef þessar áætlanir reynast ekki nákvæmari. Þama hlýtur að vera gert ráð fyrir að öllum innréttingum verði hent út og byrjað upp á nýtt. Ég hefði þó ímyndað mér að skrifstofa fyrir bankastjóra og dómara gætu veriö áþekkar," sagði Sighvatur. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að verja megi um 200 milljónum króna til að koma upp nýju dóm- húsi. Hér er þó um heimild að ræða sem er háð því að fjárveitinganefnd fallist á hana. Næstkomandi þriðju- dag verður fundur í fjárveitinga- nefnd þar sem þetta mál kemur til umræðu. Sighvatur sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um val á húsi en aðaUega er hugsað um kaup á Út- vegsbankahúsinu, endurbótum á húsi ríkisins við Borgartún 7 aö frá- gengnum þeim kosti að byggja nýtt. Nýtt hús er talið kosta um 400 millj- ónir eða álíka og að kaupa og end- umýjaÚtvegsbankahúsið. -GK Gísli Pálsson við nýja kúluhúsið á Hofi. Gísli Pálsson á Hofi nýlega fluttur 1 nýtt-kúluhús: Alltaf gaman að gera öðruvísi en aðrir Magnús Ólaísson, DV, Húnaþingi: Gísli á Hofi er maður sem ekki fer troðnar slóðir. Um dagana hefur hann verið óragur að reyna eitthvað nýtt og ekkert haft á móti því að eft- ir honum væri tekið. Sem dæmi um gerðir hans hin síðari ár má nefna að heima á Hofi verkar hann hákarl og framleiöir trjáhlífar og hann stendur í bókaúgáfu. En í þessum pistli verður ekki fjallað um þessa þætti heldur sagt frá því að nokkru fyrir jól flutti Gísli í nýbyggt kúlu- hús. Ekki er vitað um annað kúluhús á bóndabæ hér á landi. „Mér líður vel í þessu húsi,“ sagði Gísli þegar ég heimsótti hann stuttu eftir að hann flutti inn. „Þetta er. ekki stórt hús, um 100 fermetrar að gólffieti. Ég verð sjötugur í mars og hef ekkert að gera með stærra í ell- inni. Undir miðri kúlunni er gott herbergi á efri hæð. Þar hefur Vigdís aðstöðu með sína handavinnu og annað sem hún er að gera en ég hef skrifstofu fyrir mig hér niðri. Hluti hússins er með sérstakri gerð af gler- i þannig að þar verður hin besta sól- stofa. Gísli sagði einn kost hússins vera þann að búnaður er til þess að dæla heitu lofti úr sólstofunni um aðra hluta hússins. Þannig nýtist sólar- hitinn til upphitunar og hitunar- kostnaður hússins verður lægri en ella. Aðspurður um byggingarkostn- að sagðist Gísli ekki vera búinn áð taka hann saman. Ljóst væri þó að það væri ódýrara að byggja kúluna en hefðbundið hús. Hins vegar hefði hann lagt mikið í innréttingar og væri húsið klætt að innan með pan- il. Slíkt hleypti kostnaði upp miðað við að nota spónaplötur en væri líka mun vistlegra og huggulegra. Að lokum var Gish spurður hvort hann byggði kúluhús til þess að vera öðruvísi en aðrir menn. „Ég vil ekki viðurkenna það. Ég sá svona hús á ísafirði fyrir nokkru og varð hrifinn af hve allt var mann- eskjulegt inni í því. Það ýtti við mér. Ég reiknaði aldrei með að það væri ódýrara að byggja með þessu lagi en á hefðbundinn hátt. Hins vegar hef ég alltaf gaman af að gera öðruvísi en aðrir menn og mig hefur aldrei skort kjark til þess að fara ótroðnar slóðir,“ sagði Gísh Pálsson að lokum. Verktakar hissa á áætluðum kostnaði við dómhúsið: Algengt að endurnýja fyrir 40 þúsund „Það er algengt að það kosti um 40 þúsund á fermetra að endurbyggja skrifstofuhúsnæði. Endurbygging á lúxusherbergjum á hótelum gæti hins vegar kostað um 60 þúsund á fermetrann," sagði Einar Jónsson hjá Húseignaþjónustunni en hann hefur sérhæft sig í endurnýjun á húsnæði. Einar sagði að kostnaðurinn færi þó mikið eftir því hvaða kröfur væru geröar en fyrir 40 þúsund á fermetra mætti fá mjög þokkalega endurnýjun á húsnæðinu. „Ef kröfurnar eru miklar er enginn vandi að eyða 100 þúsundum á fer- metrann," sagði Einar. „Ef menn velja dýrar viðarklæðningar og sér- smíðuð húsgögn þá rýkur kostnaður- inn fljótt upp. Miðaö við fasteignaverð í Reykja- vík hlýtur það líka að teljast dýrt að endurbyggja skrifstofur fyrir 60 þús- und á fermetra eins og í dómhúsinu. Algengt verð á skrifstofuhúsnæði í fullbúnum húsum er 50 til 60 þús- und,“ sagði Einar Jónsson. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.