Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Síða 10
10
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990.
Útlönd
DV
Bostonbúar hneykslast
á afgreiðslu á morðmáli
Carol og Charles Stuart, sem bæði voru þrítug, í bíl sínum þann 23. október síðastliðinn.
Blökkumenn í Boston mótmæla vinnubrögðum lögreglunnar.
Að kvöldi 23. október síðastliðins
tilkynnti Bostonbúinn Charles Stu-
art úr bílasíma sínum með veik-
burða röddu að skotið hefði verið
á sig og barnshafandi konu sína,
Carol, í bíl þeirra og að kona sín
væri að deyja. Þann 4.janúar
drekkti Charles sér, af sorg að því
er margir héldu í fyrstu. Nú vita
Bostonbúar betur og velta þeir nú
vöngum yfir því hvernig þeir gátu
látið blekkjast vikum saman.
Blökkumenn í Boston eru sérlega
reiðir og hafa þeir gengiö um götur
borgarinnar og mótmælt vinnu-
brögðum lögreglunnar. Charles
hafði nefnilega greint lögreglu-
mönnum frá því að það hefði verið
blökkumaður sem myrti konu hans
tii að ræna af henni skartgripum.
Umfangsmikil leit
Lögreglan hóf umfangsmikla leit,
mörg hundruð blökkumenn voru
stöðvaðir, og áður en Charles hafði
verið útskrifaður af sjúkrahúsi
grunaði lögregluna að morðinginn
gæti verið William Bennett, at-
vinnulaus 39 ára gamall blökku-
maður sem eytt hafði 13 árum ævi
sinnar í fangelsi vegna ýmissa af-
brota. Hann hafði meðal annars
skotið lögreglumann.
Að sögn lögreglunnar á Bennett
að hafa gortað af því við 15 ára
gamlan frænda sinn að þaö hefði
verið hann sem skaut á Stuarthjón-
in og rænt þau. Bennett sat inni
vegna ráns í myndbandaleigu og
var hann með við sakbendingu
jafnskjótt og Charles var nógu
liraustur til aö koma á lögreglu-
stöðina. Charles sagði Bennett líkj-
ast morðingjanum og þar með
minnkuöu líkurnar á því að lög-
reglan leitaði að veikum hlekkjum
í frásögn Charles.
Stuðningur fjölmiðla
Umíjöllun íjölmiðla um morðið
varð hins vegar til að styrkja frá-
sögnhans. Strax var útvarpað upp-
töku af kalli hans á hjálp í bílasím-
ann. Sjónvarpsmenn höfðu verið á
ferð með sjúkraflutningsmönnum
þegar kallið kom og sjónvarpsá-
horfendur gátu séð þegar barns-
hafandi konan var borin blóðug úr
framsæti bifreiðar þeirra hjóna.
Hún hafði verið skotin í höfuðið.
Frásögn Charles Stuart varð enn
trúverðugri vegna þess hversu al-
varlega særður hann var sjálfur.
Reyndar þykir nú ljóst að hann
hafi ætlað að skjóta sig í fótinn en
einhvern veginn hafi kúlan lent í
kviðarholinu á honum. Charles
þurfti að gangast undir tvær skurð-
aðgerðir og liggja á gjörgæslu í tíu
daga. Alls lá hann sex vikur á
sjúkrahúsi.
Hjartnæmt kveðjubréf
Þaðan skrifaði hann hjartnæmt
kveðjubréf til eiginkonu sinnar
sem lesið var upp við útfor hennar.
Útförin fór fram frá kirkjunni sem
Charles og Carol höfðu verið gefin
saman í fyrir fjórum árum. Meðal
þeirra sem viðstaddir voru útförina
var Michael Dukakis, fylkisstjóri
Massachusetts og borgarstjórinn í
Boston. Hann átti síöar eftir að
biöja móður Bennetts afsökunar.
Á sjúkrahúsinu bað Charles um
að fá að halda á syni sínum, Chri-
stopher enn einu sinni. Christop-
her lést sautján dögum eftir að
hann var tekinn með keisaraskurði
tveimur mánuðum fyrir tímann.
Fjölmiðlar gerðu sér mikinn mat
úr þessu.
Það hversu alvarlegur glæpurinn
er er nú einnig talið hafa blekkt
Vinir Stuarthjónanna segja að
hjónaband þeirra hafi verið „full-
komið“.
menn. Enginn gat látið sér koma
til hugar að eiginmaður færi að
slátra barnshafandi konu sinni,
nýkominn úr kennslustund fyrir
verðandi foreldra.
Bróðirinn bugaðist
Það sem Charles Stuart reiknaði
hins vegar ekki með var að bróðir
hans, Matthew, sem er 23 ára gam-
all, skyldi bugast. Enginn skilur til
fullnustu sambandið milli bræðr-
anna. Eftir þvi sem sumir segja
voru þeir með á prjónunum áætl-
anir um að komast hraðar upp
metorðastigann. Charles starfaði
sem framkvæmdastjóri í loðfelda-
sölu. ,
Matthew er sagður hafa varað
Stuartfjölskylduna við. Ekki er
ljóst hvenær Matthew leysti frá
skjóðunni né hversu mikið fjöl-
skyldan fékk að vita. Matthew er
þó sagður hafa greint Michael,
bróður þeirra Charles, frá aðild
Charles áöur en þrír dagar voru
liðnir frá morðinu. Þetta er haft
eftir lögfræðingi Michaels.
Fjölskyldufundur
Þriðjudaginn 2. janúar hringdi
Michael frá slökkviliðsstöð í hálf-
systur sína. Hún sagöi honum að
öll systkini Charles, þar á meðal
Matthew, ætluðu að hittast í húsi
foreldra þeirra. Símtalið var hljóð-
ritað eins og öll símtöl til og frá
slökkvistöðinni. Systirin sagði við
Michael að þau ætluðu að segja
foreldrunum að Charles hefði átt
aðild að morðinu á Carol en ekki
að hann hefði myrt hana. Stuttu
eftir fjölskyldufundinn frétti Char-
les að Matthew væri að hugsa um
að fara til lögreglunnar. Þann 3.
janúar fór Charles til lögfræðings
fjölskyldunnar og var hjá honum í
þrjár klukkustundir. Lögfræðing-
urinn haíði áður talað við Matthew
og sagði nú Charles að það væri
erfitt fyrir sig að velja á milli hvom
þeirra hann ætti að verja. Lögfræð-
ingurinn lét Charles fá nöfn fjög-
urra lögfræöinga og ráðlagöi hon-
um aö hringja í einhvern þeirra. í
stað þess fór Charles á hótel í út-
hverfi borgarinnar og aðfaranótt
4. janúar keyrði hann að á og
drekkti sér. Þar með lauk lífi hans
en þá hófust jafnframt bæði sjálfsá-
sakanir embættismanna og gagn-
rýni blökkumanna. Þá fóru menn
einnig að velta fyrir sér af hverju
Charles hafi myrt konu sína.
Leysir Matthew gátuna?
Nú vonast menn til að Matthew
geti svarað spurningum þeirra.
Hann er sagður hafa greint lögregl-
unni frá þvi að hann hafi búist við
að fá 10 þúsund dollara þóknun
fyrir að aðstoða bróður sinn við
tryggingasvindl. Matthew er sagö-
ur hafa hitt bróður sinn morð-
kvöldið á fyrirfram ákveðnum
stað. Kvöldið áöur höfðu þeir hald-
ið æfingu. Hann kveðst hafa tekið
við tösku Carol af Charles sem í
var peningaveski hennar, snyrti-
vörur og giftingarhringur auk
skammbyssu. Matthew fór síðan
heim til besta vinar síns sem ók
með honum að brú sem lá yfir á.
Eftir að hafa tekið giftingarhring-
inn úr töskunni fleygði Matthew
henni í ána. Samkvæmt beiðni
Matthew kastaði vinurinn byss-
unni í ána. Lögreglan fann bæði
töskuna og byssuna og virðist því
þessi frásögn Matthew stemma.
Hins vegar spyija menn sig
hvernig Charles hafi, alvarlega
særður, getað rétt Matthew svo
þunga tösku og hvemig Matthew
hafi komist hjá því að sjá mágkonu
sína liggja særða í framsætinu.
Matthew segist nefnilega ekki hafa
séð hana.
Einnig velta menn þvi fyrir sér
af hverju Matthew hafi farið til lög-
reglunnar. Lögfræðingur hans full-
yrðir að hann hafi gert það til þess
aö saklaus maður yrði ekki sóttur
til saka fyrir morðiö á Carol. En
dagblað í Boston hefur greint frá
því að hann hafi bugast eftir að
vinkona hans hafi sagt foreldrum
sínum frá aðild hans að glæpnum
og þeir hafi talað um málið við lög-
fræðing rétt fyrir jólin.
Virtust hamingjusöm
Charles og Carol virtust ákaflega
hamingjusöm hjón. Þau kynntust
að sumarlagi á veitingastað þar
sem þau unnu bæði. Vinnan þar
var áfangi á leið Charles upp met-
orðastigann. Hann var enginn sér-
stakur námsmaður en hún ætlaði
í laganám og var að vinna sér inn
pening til að geta kostað nám sitt.
Þegar þau gengu í hjónaband 1985
var Charles orðinn aðalfram-
kvæmdastjóri hjá loðfeldasala.
Hann hafði logiö í umsókninnu um
menntun sína. Charles fékk þokka-
leg laun en greinilega ekki nægjan-
leg til að hann gæti látið draum
sinn rætast. Sumir telja að sá
draumur hafi ekki verið sá sami
og Carol átti, nefnilega að eignast
barn.
Álitið er að Charles hafi viljað
festa kaup á veitingastað og daginn
eftir að hann útskrifaðist af sjúkra-
húsinu fékk hann ávísun frá trygg-
ingafyrirtæki, sem Carol hafði líf-
tryggt sig hjá, upp á 82 þúsund doll-
ara. Hann keypti sér strax bíl, Niss-
an Maxima, sem kostaði 22 þúsund
dollara. Sama dag keypti hann
demantseyrnalokka á eitt þúsund
dollara.
í sambandi við aðra?
Ekki hefur verið útilokað að
Charles hafi staöið í sambandi við
aðra konu. Eftir að Charles batt
enda á líf sitt kom í ljós við rann-
sókn að Deborah Allen, 23 ára, sem
unnið haíði hjá honum í tvö sum-
ur, hafði notað greiðslukort hans
til að hringja í hann næstum dag-
lega á sjúkrahúsið. Einnig kom í
ljós að nokkrum vikum áðúr en
Charles myrti konu sína hafði
hann farið með Deborah í heim-
sókn í gamlan skóla hennar. Dag-
inn fyrir afmælisdag Deborah,
þann 3. janúar, keypti Charles gull-
nælu í einu hverfi Boston, næstum
því samtimis því sem fjölskylda
hans var saman komin til að ræða
hvemig bregðast skyldi við játn-
ingum Matthews. Deborah segist
aldrei hafa fengið næluna og að
hún hafi hringt í Charles á sjúkra-
húsið eftir að sameiginlegur vinur
þeirra hafði sagt henni aö Charles
hefði kvartað yfir því að hún hefði
aldrei samband. Hún notaði
greiðslukort hans til þess að sím-
tölin kæmu ekki fram á símareikn-
ingi foreldra hennar. Þau höfðu
varað hana við að blanda sér í
málið. Hún á kærasta sem gengur
í þann skóla sem Charles þóttist
hafa fengið styrk frá.
Gloppurnar augljósar
Eftir á þykja allar gloppurnar í
frásögn Charles augljósar. Af
hveiju skaut ekki ræninginn hann
fyrst í stað konunnar sem ekki gat
veitt jafnmikið viðnám? Af hveiju
ók Charles ekki til baka til sjúkra-
hússins, sem þau hjónin voru að
koma frá, eftir að ræninginn hafði
stokkið út úr bílnum? Charles var
í þrettán mínútur í bílasímanum
en gat ekki greint frá neinu sem
gæti auðveldað sjúkraflutnings-
mönnum leitina að bíl hans. Og á
meðan hann var í símasambandi
við þá reyndi hann aldrei að hug-
hreysta konu sína. í sjúkrabílnum
spurði hann bara hversu alvarlega
særður hann væri sjálfur, ekkert
um líðan konu sinnar.
Endursagt úr Time