Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Page 13
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990.
13
Hljómlistarmaðurinn Eric Clapton.
Eric Clapton
á listahátíð?
F.H. hringdi:
Ég er með tillögu til Listahátíöar í
Reykjavík um að kanna hvort ekki
er hægt að fá hingað hljómlistar-
manninn snjalia, Eric Clapton. Hann
er nú á hraðri uppleið á ný og þar
sem hann höfðar til ýmissa aldurs-
hópa, þ.á m. ’68 kynslóðarinnar svo-
kölluðu og hinna ungu í dag, sýnir
að hann spannar mjög vítt svið í tón-
listinni.
Eric Clapton er einn sá fjölþættasti
í tónhst í dag, hann leikur rokk og
„blues“ jöfnum höndum og nýja plat-
an hans, „Journey man“ hefur fengið
mjög góða dóma vítt og breitt um
heiminn. - Þessu er nú slegið hér
fram til umhugsunar. - Clapton-
aðdáendur, látið heyra í ykkur.
Hver á af-
ruglarana?
A.B. hringdi:
Það væri fróðlegt að fá að vita hvort
ég hefi skihð það rétt að Stöð 2 eigi
afruglara þá sem áskrifendur Stöðv-
ar 2 hafa keypt og hvort Stöð 2 getur
talið þessi tæki th eignar þegar rætt
er um eignir Stöðvarinnar.
Ég get ekki samþykkt að svo sé þar
sem ég hefi keypt mér afruglara sjálf
og greitt hann að fullu.
Eftir því sem ég og fleiri lásum í
grein í DV þá er skilningurinn sá að
Stöð 2 eigi hliiti sem eru staðsettir
inni á heimilum manna, þ.e. títt-
nefnda afruglara. Þetta er því aht hið
furðulegasta mál og væri gott að fá
úr þessu skorið í eitt skipti fyrir öh.
Lesendasíða DV hafði samband viö
þann aðila sem einn hefur selt af-
ruglara fyrir Stöð 2, Heimihstæki
hf., til að spyrjast fyrir um hvort sá
aðili telji sig enn eiga thkall th afr-
uglara sem fyrirtækið hefur selt.
Ekki þurfti lengi að ræða við starfs-
mann hjá Heimihstækjum hf. til að
sannfærast um að ekki gerir það fyr-
irtæki kröfur um eignaraðhd afr-
uglaranna þegar þeir á annað borð
hafa verið greiddir.
Varla getur verið um aðra aðha að
ræða sem geta gert kröfur um eign-
araðhd að afruglurum hér á landi.
Enginn hefur keypt afruglara af Stöð
2! Þannig ætti það ekki að vefjast
fyrir neinum hver er eigandi afr-
uglaranna fyrir útsendingar Stöðvar
2, þaö eru augljóslega þeir sem þá
hafa keypt og greitt að fuhu.
Hringið í síma
27022
milli
kl. 14 og 16
eða skrifið
ATH.: Nafn og sími
verður að fylgja
bréfum.
Sleipnisverkfallið:
Öfgakenndar aðgerðir
Lesendnr
„Aðgerðir verkfallsmanna vekja andúð almennings gegn þeim sem helst þyrftu á stuðningl að halda,“ seglr hér m.a.
Þórður Sigurðsson hringdi:
Við höfum veriö að sjá og heyra
fréttir af verkfalh þeirra Sleipnis-
manna. Þar eru ekki vönduð meðul-
in, eftir þvi sem séð verður. Hvaða
thgangi þjónar það að sprauta ryð-
vamarefni á gluggarúður bhanna
sem stöðvaðir eru? Eða skera í sund-
ur viftureimar? - AUt þetta er ein-
göngu th þess fahið að vekja upp
andúð almennings gegn þeim sem
eru í verkfallinu og þyrftu kannski
mest á stuðningi að halda.
En þetta, að fara út í öfgakenndar
aðgerðir í verkfóhum, má eflaust
rekja til þeirrar skekkju og van-
hugsunar sem átt hefur sér stað í
samningamálum hér á landi, að
strika yfir allt slíkt við undirskrift
samninga. Þetta er mikhl misskiln-
ingur og eykur á þá ringulreið sem
hér hefur skapast í verkfallsmálum.
Og það sem er enn óhugnanlegra
við svona aðgeröir í verkfohum er
sú staðreynd að lögregla telur sér oft
ekki skylt að taka afstöðu í málum
sem upp koma þegar kært er út af
ofbeldi eða þvingimum sem beitt er
af hálfu verkfahsmanna. Ef kært
væri th lögreglu við aðrar og venju-
legar aðstæður vegna þess að ein-
hver hefði úðað ryðvamarefni t.d. á
glugga í verslun væri því sinnt sam-
stundis og hinn seki ákærður fyrir
spehvirki. Hvers vegna ekki sömu
málsmeðferð við verkfahsmenn?
Og nú ganga kærumálin á víxl milh
Vinnuveitendasambandsins og stétt-
arfélagsins Sleipnis. Báðir aðhar
hóta kærum, annars vegar vegna
aðdróttana og hins vegar vegna að-
gerða verkfahsmanna. Ef ekki væri
hefð fyrir því að eftirmál féhu niöur
við undirskrift samninga væri mun
minna um svona aðgeröir sem em
th mikhs vansa fyrir aha aöila.
„Merkin“ á
góðu verði
Þeir sem heimsækja
Hamborg eru hrifnir af því
hve vandaóar vörurnar eru
þar. „Stóru merkin", eins og
Gucci, Boss, YSL og fleiri
og fleiri, eru þar á ein-
staklega hagstæóu verói.
Og þaó þótt ekki séu
útsölur. Útsölurnar hefjast í
Hamborg 29. janúar og
standa í tvær vikur.
Menning,
skemmtun,
góöur matur
En þaó eru ekki bara
verslanirnar sem laóa fólk til
Hamborgar. Þar, eins og
hér heima, er menningar-
og
skemmtanalíf meó hvaó
mestum blóma yfir
vetrartimann. Óperur,
ballett, tónleikar, myndlist,
allt er til staóar í Hamborg.
Fjöldi og fjölbreytni
veitingastaöa er meó
ólíkindum.
Einstakt verö
Vió fljúgum til Hamborgar á
fimmtudögum og
sunnudögum og í janúar
og febrúar bjóóum viö
einstakt fargjald. kr.
18.300.
Ef óskaö er getum vió
auóvitað útvegaö hótel
á sérstöku samningsverði
Arnarflugs. Vinsamlegast
athugið aö aöeins er selt á
þessu verói í janúar þannig
aó þótt þú ætlir ekki aó
leggja land undir fót fyrr en í
febrúar þarftu aö panta fyrir
mánaöamótin.
mánaðamótii
Jill Sander,
Mondi, Armani
og öll hin
bíða þín í Hamborg
- þau eru meö meiriháttar útsölu þar
ARNARFLUG HF.
Lágmúla 7. sími 84477. Austurstræti 22. sími 623060.
Flugstöó Leifs Eiríkssonar. simi 92-50300