Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Síða 15
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990.
15
Föstudaginn 12. janúar birtist í
Dagblaðinu Vísi kjallaragrein eftir
Sigurð Hreiðar ritstjóra, þar sem
hann fjallar um það gamla deilu-
mál hvenær telja beri að áratug
ljúki og nýr áratugur hefjist. Sig-
urður er þeirrar skoöunar að tíma-
talið sé órökrétt og segir meðal
annars:
„í tímatalinu okkar lýkur áratug
ekki fyrr en ellefta árið er á
enda“ .. „Af því frelsarinn var lát-
inn fæðast ársgamall, þegar núgild-
andi tímatal var tekið
upp.... verðum við um eilífð aö
búa við augljósa reikningsskekkju
í tímatali okkar.“
Rangar upplýsingar
Ég get glatt Sigurð með því að
hann hefur fengið rangar upplýs-
ingar um tímatahð. Talning ára frá
fæðingu Krists fer fram með sama
hætti og aldur Sigurðar er talinn
frá fæðingu hans, ef undanskilinn
er sá smávægilegi munur að hefð-
bundinn fæðingardagur Krists er
nokkrum dögum fyrir þau áramót
sem tímatalið reiknast frá.
Samkvæmt því hefði Kristur átt
aö vera eins árs hinn 25. desember
árið 1 e.Kr. og tíu ára hinn 25. des-
ember árið 10 e.Kr. Fyrsta áratug
frá fæðingu Krists laukþví í árslok
árið 10 og hlýtur það aðteljast rök-
rétt hvað sem útliti talnanna líður.
Réttfæðingarár?
Sigurður segir í grein sinni: „Þeg-
áratug og tímatal
KjáUariim
Þorsteinn Sæmundsson
stjarnfræðingur
e.Kr. og níunda áratug 20. aldar
eftir Krists burð ætti þá ekki að
ljúka fyrr en í árslok 1991, strangt
tekið.
Hygg ég að ýmsir, þar á meðal
Sigurður, yrðu óþolinmóðir að bíða
eftir því.
Díónysíus Exiguus mun ekki
hafa reiknað árin frá upphafi
Rómaborgar (A.U.C.) heldur mið-
aði hann við tímatal það sem kennt
er við Díókletianus keisara. - En
með umreikningi hefur verið sýnt
fram á að fæðingarár Krists, eins^
og Díónysíus ákvarðaði það, sam-r
svari árinu 753 A.U.C.
Annars eðlis er svo sú spurning
hvaða ár Kristur hafi raunverulega
verið fæddur. Sigurður færir rök
að þvi að það hafi verið áriö 4 f.Kr.
eða litlu fyrr. Á síðustu árum hafa
Fæðing Krists: „k síðustu árum hafa
komið fram röksemdir sem hníga að
því að rétt tímasetning kunni að vera
3 eða 2 f.Kr
ar Exiguus munkur bjó til tímatal
okkar á sjöttu öld setti hann fæð-
ingu Krists á árið 754 A.U.C. (anno
urþis conditae)."
Árið 754 A.U.C. samsvarar árinu
1 e.Kr. Ef Kristur teldist fæddur í
desember á því ári hefði hann ekki
orðið 10 ára fyrr en í lok ársins 11
komið fram röksemdir sem hníga
að því að rétt tímasetning kunni
að vera 3 eða 2 fyrir Kr. Er þessa
getið í Almanaki Háskólans fyrir
árið 1988, bls. 95.
Ekki séríslenskt fyrirbæri
Úr þvi að ég er farinn að ræða
Grein Sigurðar Hreiðars, sem greinarhöf. vitnar i, birtist i DV12. jan. sl.
þetta mál, langar mig til að leið-
rétta annan fhisskilning sem fram
hefur komið að undanfórnu. Sú
skoðun virðist útbreidd að ná-
grannaþjóðir okkar reikni áratugi
á annan hátt en við. Er þá átt við
það þegar talað er um árin 1980-
1989 sem „the eighties“ og árin
1990-1999 sem „the pineties", svo
að dæmi sé tekið úr ensku máli.
Þetta er út af fyrir sig rétt, en
þarna er um annars konar áratugi
að ræða, sem ekki reiknast frá fæð-
ingu Krists. Þegar enskumælandi
menn tala um áratugi og aldir eftir
Krist (eða ,,A.D.“) reikna þeir á
sama hátt og við.
I ritstjómargrein í breska blað-
inu New Scientist nú um áramótin
var þess getið að smámunasamir
lesendur vildu áreiðanlega að blað-
ið benti lesendum á að næsti ára-
tugur hæfist ekki fyrr en eftir 12
mánuði. Þarna er því ekki um að
ræða mismunandi viðhorf eftir
löndum.
Deilan um þaö hvenær áratug sé
lokið er ekki heldur séríslenskt fyr-
irbæri. Þetta er gamalkunnugt
þrætumál í nágrannalöndum okk-
ar og stafar af sama misskilningi
þar og hér.
Þorsteinn Sæmundsson
Álver á Austurland
í allri þeirri umræöu sem orðið
hefur að undanfórnu um byggingu
nýs álvérs á íslandi hefur nær ein-
göngu verið rætt um að byggja ál-
ver á suðvesturhorninu, einkum
þó í Straumsvík. Akureyringar
hafa þó látið í sér heyra upp á síð-
kastið og þóst eiga rétt á að fá það
til sín.
Virðast þeir nú hafa gleymt því
að fyrir örfáum árum, þegar rætt
var við Kanadamenn (Al-Can) um
byggingu álvers við Eyjaijörð, riðu
menn þar um héruð með mótmæla-
skjöl sem mjög margir, einkum
bændur og þeirra skyldulið, skrif-
uðu undir. Skjal þar sem mótmælt
var byggingu slíks iðjuvers.
Rökin voru einkum þau að þessi
blómlegu landbúnaðarhéruð
myndu stórspillast eða leggjast í
auðn vegna þess aö mikil staðviðri
væru við Eyjafjörð og yrði því
mengunin slík að útilokað væri að
staðsetja þar álver. Eftir þessi mót-
mæli heimamanna voru þessar
hugmyndir lagðar á hilluna.
Nú, 5 árum seinna, senda þeir frá
sér bænakver þar sem beðið er um
. að öll þeirra rök verði tekin tii þaka
og í öllum bænum sett þar niður
álver sem ekki mátti áður. Já, oft
skipast veður fljótt í lofti á íslandi.
Um það að setja nýtt álver á
Reykjanes eða suðvesturhornið vil
ég segja þetta. - Samkvæmt frétt í
Ríkisútvarpinu nú um áramótin
hefur fólksflótti frá landsbyggðinni
inn á höfuðborgarsvæðið verið um
10.000 - tíu þúsund manns - á sein-
ustu fjórum árum. Virðist sá
straumur ekkert vera í rénun.
Ef ákveðið verður að byggja nýtt
álver við Reykjavík hlýtur þaö að
valda því að straumur fólks suður
mun ekki aðeins halda áfram held-
ur stóraukast. Ef við ætlum að
halda áfram á slíkri braut verða
3/4 allrar þjóðarinnar komnir á
suðvesturhornið innan fárra ára.
Verr settir en áður
Hvað um Austurland? Eins óg
alþjóð man var okkur hér fyrir
austan lofað kísilmálmverksmiðju
KjaUajinn
Haukur Þorleifsson,
vélstjóri og formaður
Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar
og skyldi hún staðsett hér á milli
bæjanna Eskiijarðar og Reyðar-
fjarðar. Hér var full samstaða um
þessa framkvæmd sem átti að
skapa stöðugleika í byggðaþróun á
Mið-Austurlandi. í raun var byrjað
á verkinu með vegagerð að verk-
smiðjusvæðinu upp af Mjóeyri við
Reyðarfjörð.
Skyndilega kom bakslag í málið
og hætt var við allt saman. Þetta
var geysilegt áfall, einkum fyrir
Reyðarfjörö, því að önnur upp-
bygging, svo sem í útgerð, var þá
nánast bannorð. Pólitíkusarnir,
sem hingaö komu um þær mundir
til að láta ljós sitt skína og til að
sýna hve yfirnáttúrlega góðhjart-
aðir þeir væru í okkar garð, létu
þess getið að uppbygging í útgerð
ætti alls ekki hér heima því að við
fengjum svo stórt atvinnusvið þar
sem kísilmálmverksmiðjan væri.
Sú uppbygging í útgerð, sem
kæmi til greina, ætti að fara fram
á jaðarsvæðunum nyrst og syðst í
kjördæminu, þeir væru búnir að
búa svo vel að okkur með slíkri
framkvæmd sem kísilmálmverk-
smiðjan væri. Þar sem ekkert varð
úr neinu erum við verr settir en
áöur því að á meðan umræða um
þessa framkvæmd fór fram var
ekki hugað að annarri atvinnuupp-
byggingu.
Sömu rök og áður
Vegna þessa hlýtur það að koma
sterklega til greina þegar rætt er
um staðsetningu nýs álvers að setja
það niður á milh Eskiíjarðar og
Reyðarfjarðar þar sem kísilmálm-
verksmiöjan heitin átti að rísa.
Rökin eru þau sömu og áöur þar
sem þá yrði komið það fyrirtæki
sem mundi skapa þá festu í at-
vinnumálum hér á Austurlandi
sem kísilmálmverksmiðjan átti að
gera.
Þær fjárfestingar í rannsóknum,
sem búið var að gera vegna henn-
ar, mundu nýtast að stórum hluta,
þar á meðal allar mælingar og
teikningar varðandi hafnarfram-
kvæmdir. Hafnaraðstaða er sú
besta á landinu frá náttúrunnar
hendi, bæði hvað varðar gæði og
kostnað. Allt landið sem hér um
ræðir er í opinberri eigu.
Hér á Austurlandi er einn stærsti
hluti óbeislaðrar vatnsorku á
landinu. Ekki verður séð að þessi
mikla orka verði nýtt á annan hátt
en til stóriðju. Það á aö vera krafa
Austfirðinga að hin mikla orka sem
hér er til staðar á upphéraði s.é
nýtt sem allra mest til atvinnuupp-
byggingar hér á Austurlandi og
ætti bygging álvers hér við Reyð-
arfjröð skilyrðislaust að vera núm-
er 1.
Við Austfirðingar eigum ekki að
sætta okkur við að orkan sé flutt í
burtu með línu norðan Vatnajökuls
suður eöa norður. Á þann hátt
væri fluttur burtu frá okkur sá
möguleiki til atvinnuuppbyggingar
sem svo margir hér eystra hafa
horft til. Mitt persónulega viðhorf
er að við ættum að afbiðja okkur
Fljótsdalsvirkjun ef hún skapar
enga varanlega atvinnuuppbygg-
ingu í fjórðungnum.
Það er Austurlandi til einskis
gagns að fá verktaka með sín tæki
og tól og vinna hér í svo sem 3 ár
og skilja svo menn hér eftir án
nokkurrar framtíðarvinnu. Því
segi ég, ef engin varanleg atvinnu-
uppbygging fylgir, enga Fljótsdals-
virkjun.
Nægur mannskapur
Meðal þeirra raka sem ég hef
heyrt á móti byggingu álvers hér
eru þau að hér sé ekki nægur
mannskapur í álver. Nú hggja
Reyöarfjörður, Eskifjörður og Eg-
ilsstaðir í hlaðvarpa þess staðar
sem nefndur hefur verið sem bygg-
ingarstaður.
Lokið er uppbyggingu .vega með
bundnu slitlagi um Fagradai og
milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar
er ekki nema 30 km leið eða 25
mín. akstur - svipað og frá Straum-
svík og til Reykjavíkur. Fólk frá
öllum þessum stöðum myndi sækja
vinnu í álverið.
Ég fullyrði að meira en nægur
úrvalsmannskapur myndi sækjast
þar eftir störfum og við mundum
ekki sjá á eftir eins mörgu ungu
fólki suður sem raun er nú sökum
þess að störf flnnast ekki hér á
heimaslóð fyrir það. - Með öðrum
orðum; tekið yrði fyrir þann gífur-
lega atgervisflótta sem átt hefur sér
stað úr fjórðungnum síðustu ára-
tugi.
Eg vænti þess svo að fleiri Aust-
firðingar tjái sig hér um því að
ekki veitir af að knálega sé róið í
fyrirrúmi, ekki síst af forsvars-
mönnum sveitarfélaga sem þessi
mál brenna heitast á. Hvað er
átaksverkefni ef það er ekki ein-
mitt þetta?
Haukur Þorleifsson
„Á Austurlandi er einn stærsti hluti óbeislaðrar vatnsorku á landinu.“ - Staðsetning fyrirhugaðrar Fljóts-
dalsvirkjunar eins og upphaflega var áætlað.
„Mitt persónulega viöhorf er að við
ættum að afbiðja okkur Fljótsdalsvirkj-
un ef hún skapar enga varanlega at-
vinnuuppbyggingu 1 Qórðungnum.“