Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Side 27
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990. 35 Afmæli Sigurbjörg Ingvarsdóttir Sigurbjörg Ingvarsdóttir, húsmóöir og saumakona, Langholtsvegi 44, Reykjavík, er áttatíu ára í dag. Sigurbjörg fæddist að Skipum í Stokkseyrarhreppi og ólst þar upp í stórum systkinahópi, var elst þrettán systkina. Hún lærði kápu- og kjólasaum hjá Margréti Magnús- dóttur og Súsönnu Guðjónsdóttur í Reykjavík og stundaði saumaskap og kenndi saum með húsmóöur- störfunum. Sigurbjörggiftistþann8.1.1938 Jóni Óskari Guðmundssyni, b. í Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ. Jón Óskar er sonur Guðmundar Einars- sonar, Guðmundssonar frá Bjólu í Djúpárhreppi, útvegsbónda í Viðey í Vestmannaeyjum, og konu hans, Páhnu Jónsdóttur, Jónssonar, b. í Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ. Börn Sigurbjargar og Jóns eru: Ragnheiður, f. 21.7.1933, myndlist- armaður, gift Hafsteini Ingvarssyni tannlækni, og eru synir þeirra: Jón Óskar, f. 22.10.1954, myndlistarmað- ur í Reykjavík, kvæntur Huldu Há- kon myndlistarmanni, og eiga þau einn son; Þorvar, f. 24.3.1961, kvik- myndagerðarmaður í Osló, kvænt- ur Helgu Júlíönnu Vilhelmsdóttur, nema í frönsku í París, og eiga þau tvö börn; Hafsteinn, f. 28.10.1962, tannsmiður í Gautaborg; Hringur, f. 30.12.1963, kvikmyndagerðarmað- ur í Los Angeles í Bandarikjunum, kvæntur Önnu Katrínu Guðmunds- dóttur, nema í kvikmynda- og sjón- varpsfræði, og eiga þau eina dóttur; Tindur, f. 26.7.1968, nemi í kvik- mynda- og sjónvarpsfræði í Los Angeles, býr með Bryndísi Rögnu Hákonardóttur, nema í forðun. Þórunn, f. 15.1.1939, b. í Fjósa- tungu í Hálsahreppi, býr með Steini Þór Karlssyni, og eru börn Þórunn- ar: Sigurbjörg Jóna Traustadóttir, f. 21.1.1958, húsmóðir, gift Ágústi Frðgeirssyni húsasmíðameistara og eiga þau þrjú börn; Pétur Kristinn Traustason, f. 6.3.1959, húsasmiður í Hafnarfirði, kvæntur Önnu Magn- úsdóttur verslunarmanni, og á hann einn son; Jón Þór Traustason, f. 13.5. 1960, bifreiðasmiður í Reykjavík, kvæntur Díönnu Sveinbjörnsdótt- ur, og eiga þau tvö börn; Guðmund- ur Þorsteinsson, f. 18.2.1966, d. 7.4. 1967; Elín Valdís Þorsteinsdóttir, f. 5.1.1968, gjaldkeri í Reykjavík; Gróa Guðbjörg Þorsteinsdóttir, f.,18.3. 1969, og er unnusti hennar Óthar Ellingsen, nemi í rekstrartækni; Steinþór Darri Þorsteinsson, f. 18.7. 1970, húsasmíðanemi í Reykjavík. Eísabet Vilborg, f. 13.9.1940, versl- unarmaður í Mosfellsbæ, gift Stein- ari Þór Jónassyni sölustjóra, og eru böm Vilborgar: Ragnheiður Jenný Þorsteinsdóttir, f. 12.10.1959, fram- leiðslumaður, gift Harold Dennis Evans liðþjálfa, búsett í New Jersey í Bandaríkjunum, og eiga þau tvö böm; Kristín Helga Þorsteinsdóttir, f. 22.2.1963, iðnverkakona í Mos- fellsbæ, gift Arnari Stefánssyni vinnuvélstjóra og eiga þau tvö börn; Steinunn Júlí Steinarsdóttir, f. 1.6. 1964, prentmyndasmiður í Mosfells- bæ, gift Gísla Jónssyni leigubíl- stjóra og eiga þau tvö börn; Jón Óskar, f. 21.4.1967, vinnuvélstjóri; Gyða Sigurbjörg, f. 15.10.1973, fjöl- brautarskólanemi, og Daði Þór, f. 19.6.1976. Pálína, f. 20.12.1941, kennari í Garðabæ, gift Björgúlfi Þorvarðar- syni yfirkennara og era börn þeirra: Þorvarður, f. 1.2.1962, kvikmynda- gerðarmaður í Reykjavík, kvæntur Sigrúnu Sigvaldadóttur myndlistar- nema; Bergsteinn, f. 24.3.1963, kvik- myndagerðarmaður í Reykjavík, býr með Sigríði Þóru Árdal, starfar við myndbandagrafík, og eiga þau eittbarn; Berglind, f. 7.10.1965, söngnemi og nemi í Kennarahá- skóla íslands, býr með Sigurði Frey Björnssyni hljóðupptökumanni; Sigurbjörg, f. 7.5.1970, nemi í Kvennaskólanum í Reykjavík, og Bjarki, f. 16.4.1974, nemi. Gísli Ingvar, f. 24.8.1943, bifreiða- smiður í Hafnarfirði, kvæntur Margréti Fjeldsted deildarstjóra og eru böm þeirra: Daníel, f. 22.2.1971, menntaskólanemi, og Snorri, f. 28.4. 1975. Jóna Borg, f. 26.8.1948, deildar- stjóri í Reykjavík, gift Ludvig Árna Guðmundssyni heimilislækni og eru börn þeirra: Guðmundur Jón, f. 17.12.1968, verkfræðinemi; Guð- björg, f. 16.6.1970, menntaskóla- nemi; Sigurbjörg Jóna, f. 9.11.1974, nemi, og Njörður, f. 7.8.1976, nemi. Dóttir, fædd andvana 21.2.1954. Alsystkini Sigurbjargar eru: Margrét, f. 23.5.1911, húsmóðir í Reykjavík, gift Kristjáni Kristjáns- syni, d. 1988; Jón, f. 28.8.1912, b. á Skipum í Stokkseyrarhreppi, kvæntur Ingigerði Eiríksdóttur; Gísli Ingvar, f. 3.12.1913, fórst með togaranum Gullfossi árið 1940; Bjarni Konráðsson, f. 2.12.1915, dós- ent og læknir í Reykjavík, kvæntur Ragnhildi Björgu Metúsalemsdótt- ur, d. 1987. Hálfsystkini Sigurbjargar, börn fóður hennar með Guðfinnu Guð- mundsdóttur frá Traðarholti í Stokkseyrarhreppi, f. 22.8.1887, d. 9.8.1974, eru: Vilborg, f. 18.6.1918, saumakona í Reykjavík, gift Jóni R. Þóröarsyni verkamanni, d. 1970; Guðmundur, f. 10.4.1920, d. 1925; Hannes, f. 31.3.1922, bifreiðarstjóri á Selfossi; Sigtryggur, f. 26.9.1923, bifreiðarstjóri á Selfossi; Guð- munda, f. 30.5.1925, saumakona í Reykjavík, gift Gunnari Gunnlaugs- syni, sem nú er látinn; Sigríður, f. 12.10.1928, húsmóðir í Reykjavík, gift Ragnari Jónssyni iðnverka- manni; Pétur Óskar, f. 3.12.1930, verkamaður í Reykjavík, og Ásdís, f. 10.1.1933, húsmóðir á Selfos’si, gift Guðmundi Kristinssyni bankagjald- kera. Foreldar Sigurbjargar voru Ingv- ar Hannesson, f. 10.2.1878, d. 16.5. 1962, b. á Skipum í Stokkseyrar- hreppi, og Vilborg Jónsdóttir, f. 2.4. 1878, d. 3.8.1916, frá Sandlækjarkoti í Gnúpverjahreppi, Bjarnasonar. Ingvar var sonur Hannesar, b. i Ranakoti, Runólfssonar, b. í Bitru,, Þorsteinssonar. Móðir Hannesar var Vilborg Ingimundardóttir, b. í Björnskoti á Skeiðum, Sigvaldason- ar. Móðir Ingvars var Sigurbjörg Gísladóttir, b. í Forsæti og síðar Sigurbjörg Ingvarsdóttir. hreppstjóri í Vatnsholti í Flóa, Helgasonar, b. á Grafarbakka, Ein- arssonar. Móöir Gísla var Marín Guð- mundsdóttjr, b. á Kópsvatni, ætt- föður Kópsvatnsættarinnar. Móðir Sigurbjargar var Guðlaug Snorra- dóttir, b. í Vatnsholti, Halldórsson- ar, ættföður Jötuættarinnar. Sigurbjörg og Jón taka á móti gest- um laugardaginn 20. janúar í safn- aðarheimili Áskirkju milh kl. 15 og 18. SigriðurUnnur Ottósdottir Sigríður Unnur Ottósdóttir, hús- móðirogiðnverkakona, Grýtu- bakka 6, Reykjavík, er sextug í dag. Sigríður er fædd í Reykjavík. Hún gekk í Austurbæjarskólann og hef- ur alla tíð verið húsmóðir og iðn- verkakona í Reykjavík. Nú starfar hún hjá Henson við fataframleiðslu. Sigríður giftist þann 3.12.1948 Ing- ólfi Páh Böðvarssyni, skrifstofu- manni hjá Sjóvá-Almennum, f. 27.1. 1926. Foreldrar Ingólfs voru Böðvar Böðvarsson, b. í Bolholti og Kaldbak á RangárvöUum og síðast á Vað- málastöðum í Austur-Landeyjum, og Gróa Bjarnadóttir húsfreyja. Systkini Ingólfs eru: Árni málfars- ráðunautur; Ragnar, b. á Kvistum í Ölfusi; Bjarni frjótæknir, búsettur á Þinghóli í Hvolhreppi, og Guðbjörg, húsmóðir í Njarðvík. Börn Sigríðar og Ingólfs eru: Svanhvít Gróa, f. 1949, húsmóðir í Reykjavík, gift Tryggva Þór Aðal- steinssyni, framkvæmdastjóra MFA, og eru böm þeirra Unnur, f. 1973, Ingólfur, f. 1978, og Ásgeir, f. 1983. Eðvarð, f. 1950, starfsmaður Landsvirkjunar, búsettur í Brúna- lundi í Austur-Landeyjum, kvæntur Svanhildi Maríu Ólafsdóttur, skóla- stjóra í Gunnarshólma, og eru börn þeirra Sigmar Þór, f. 1972, og Ólafur Páh, f. 1978. Jón Steinar, f. 1955, pipulagninga- meistari í Reykjavík, kvæntur Berg- hndi Hönnu Olafsdóttur, húsmóður og skrifstofumanni, og eru börn þeirra Katla Marin, f. 1979, og Ólöf Inga, f. 1983. Dóra, f. 1956, skrifstofumaður hjá Sjóvá-Álmennum, gift Svavari Gísla Ingvasyni, bifreiðarstjóra hjá Gunnari Guðmundssyni hf., og er barn þeirra, Freyr, f. 1986. Auk þess á Dóra dótturina Ásu Bergsdóttur Sandholt, f. 1978, með Bergi Sand- holt. Systkini Sigríðar era: Guðjón Ámi, f. 1928, rafvirkjameistari í Reykjavík, kvæntur Dóru Friðleifs- dóttur; Erla, f. 1934, húsmóöir í Reykjavík, gift Jóni Þórmarssyni; Sjöfn, f. 1940, húsmóðir í Reykjavík, gift Markúsi Sigurðssyni; Svandís, f. 1947, húsmóðir og læknaritari, búsett íHafnarfirði, gift Pétri Guð- mundssyni. Foreldrar Sigríðar voru Ottó Guð- Sigríður Unnur Ottósdóttir. jónsson, sjómaður í Reykjavík, f. 10.10.1904, d. 16.3.1971, ogSvanhvít Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 8.9. 1907, d. 21.12.1977. Sigríður dvelur ásamt manni sín- um í útlöndum á afmælisdaginn. Björg Rögnvaldsdóttir Björg Rögnvaldsdóttir húsmóðir, Fjarðarstræti 14, ísafirði, er sjötug ídag. Björg er fædd í Húnavatnssýslu og þar óist hún upp. Hún gekk í Húsmæðraskólann á Blönduósi og hefur sinnt húsmóðurstörfunum allatíð. Fyrri maður Bjargar var Óskar Brynjólfsson, f. 28.12.1910, d. ágúst 1978, línumaður hjá Rafveitunni á ísafirði. Síðari maður Bjargar var Guðmundur S. Árnason, f. 1920, d. 1988. BörnBjargareru: Margrét, f. 5.1.1947, kennari á Raufarhöfn, og á hún fjögur böm. Stefán Dan, f. 11.7.1948, heilsu- ræktarstöðvareigandi á ísafirði, kvæntur Rannveigu Hestnes, og eigaþaufjögurbörn. Brynjólfur, f. 22.7.1950, fiskverk- andi, búsettur í Reykjavík, kvænt- ur Selmu Ólsen, og á hann fimm börn. Rögnvaldur, f. 12.10.1952, bakari á ísafirði, kvæntur Önnu Rögnu Gunnarsdóttur, og á hann sex böm. Már, f. 3.10.1954, vélstjóriá ísafirði, kvæntur Bryndísi Frið- geirsdóttir, og eiga þau tvö böm. Arnar, f. 13.2.1956, málari í Reykjavík, kvæntur Önnu Magneu Hreinsdóttur, og á hann tvö börn. Björg ólst upp hjá fósturforeld- rum frá eins árs aldri. Þau voru Daníel Helgason, b. á Dalgeirsstöð- um í Fremri-Torfustaðahreppi, og Guðfinna Stefánsdóttir. Foreldrar Bjargar voru Rögn- valdur Benediktsson, b. í Hnausa- koti í Miðfirði, og Þorbjörg Guð- mundsdóttir. Rögnvaldur var sonur Hjartar, hreppstjóra á Efra-Núpi í Miðfirði, Líndal, sonar Benedikts, smá- skammtalæknis í Hnausakoti, Ein- arssonar, b. í Núpdalstungu, Jóns- sonar. Móðir Benedikts var Mildríður Jónsdóttir, smiðs í Ytra Bug, Guð- mundssonar, lögréttumanns að Fróðá, Jónssonar, lögréttumanns, að Núpi í Miðfirði, Eiríkssonar. Móðir Hjartar Líndal var Sólrún Sæmundsdóttir í Bjarghúsum, Brynjólfssonar. U^oFEROAR Jgheld ég gangi heim“ Eftireinn -eiakineinn Nauðungaruppboð annað og síðara nauðungaruppboð á eignarhluta Matthíasar Einarssonar, Ingibjargar Matthíasdóttur og Ragnhildar Matthíasdóttur í 2. hæð fast- eignarinnar að Laufásvegi 17, að undanskilinni tveggja herbergja íbúð á t nefndri hæð, en með tilheyrandi hlutdeild í eignarlóðarréttindum, samtals 75% af þessari fasteign, fer fram eftir kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl., Björns Ol. Hallgrímssonar hrl. og Gjaldheimtunnar í Reykjavík, í dómsal embættisins, 3. hæð, mánud. 22. jan. 1990 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavik SIIMAR- OG FJARKENNSLUNÁM í UPPELDIS- OG KENNSLUFRÆÐUM VIÐ FÉLAGSVÍSINDADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS Næsta sumar byrjar tveggja ára nám (30 e.) í uppeld- is- og kennslufræðum við Háskóla íslands. Nám þetta er einkum ætlað leiðbeinendum í framhalds- skólum og er formlega eins uppbyggt og að fullu sambærilegt við eins árs nám í uppeldis- og kennslu- fræðum við Háskóla islands. Nemendur munu stunda nám sitt annars vegar í Háskóla íslands og hins vegar með aðstoð fjarkennslu. Námið hefst í Háskóla islands 15. ágúst nk. og stend- ur til 25. ágúst. Nemendur mæta síðan sem hér segir: 1. Eina viku um mitt skólaár 1990-91. 2. Tvær til þrjár vikur í júní 1991. 3. Eina viku um mitt skólaár 1991-92. 4. Tvær til þrjár vikur í júní 1992. Kennslustjóri í uppeldis- og kennslufræðum veitir allar nánari upplýsingar. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Félagsvísindadeildar Háskóla islands, s. 694502. Umsóknir berist skrifstofunni fyrir 20. mars 1990. Háskóli íslands Félagsvísindadeild

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.