Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Síða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Rítstjórn
Frjálst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990.
Hólmavlk:
Rafmagns-
leysi og mikið
á. óveður
„Rafmagnið er nýkomið á eftir að
þaö hafði verið úti í um tvær klukku-
stundir. Það fór tvisvar af í gær-
kvöldi og nokkrum sinnum í nótt,“
sagði Jón Alfreðsson, kaupfélags-
stjóri á Hólmavík.
Mikið óveður er á Hólmavík. Ekk-
ert skólahald er þar í dag. Þegar
rætt var við Jón, klukkan rúmlega
níu í morgun,' var fólk ekki mætt til
vinnu á skrifstofu Kaupfélagsins.
„Það er illfært í þorpinu. Aðalgatan
er kannski jeppafær. Hér er mikill
býlur og vindur. Ég gæti trúaö að það
væri ekki undir níu vindstigum. Þaö
varð ekki kalt í húsum, þrátt fyrir
, ^rafmagnsleysið, þar sem frostið er
’ það lítið. Ég gæti trúað að þaö væri
ekki nema um tveggja stiga frost.“
Jón sagðist telja áð aðeins íjögur
til sex hús væru kynt með öðru en
rafmagni.
„Þetta veður er það versta sem
komið hefur í vetur. Það er nú kom-
inn 19. janúar og ekki hægt að gráta
þó komi óveður á þessum árstíma,"
sagði Jón Aifreðsson.
-sme
^ Skíðasvæðin:
Opið í Bláfjöllum
og Seljalandsdal
Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður
opið um helgina frá 10.00-18.00 báða
dagana ef veður leyfir. Veðurspáin
bendir til þess að .morgundagurinn
geti orðið sæmilegur fram eftir degi
en þá á að þykkna upp með snjó-
komu.
Starfsmaður í Bláfjöllum sagöi aö
nægur snjór væri orðið á svæðinu
og reynt yrði að hafa allar lyftur í
gangi. Óvíst er hvort opið veröur í
Bláfjöllum í dag, fóstudag, en verður
athugað um hádegi.
Skíðasvæöi KR í Skálafelli verður
' ekki opið en að sögn forráðamanna
er stefnt aö opnun við fyrstu hentug-
leika.
Skíöasvæðið á Seljalandsdal við
ísafjörð verður í fullum gangi um
helgina ef veður leyfir. Þar er sæmi-
legur snjór og þegar búið að opna
tvær lyftur og stefnt að því að allt
verði opnað á morgun.
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Ak-
ureyri verður ekki opið um helgina.
„Okkur vantar enn snjó og stefnum
að því að opna eftir rúma viku,“ sagði
ívar Jónsson í samtali við DV.
Spáð er suðvestanátt með vægu
frosti seinnipart laugardags og snjó-
komu undir kvöldið. Súld eða rigning
-jærður suðvestaniands á sunnudag.
-PÁ
LOKI
Það verða þá miklar breyting-
ar á Stöð 2: Þorvarður inn
og bláu myndirnarút!
Jóhann J. Ólafsson, næsti stjómarformaður Stöðvar 2:
Þorvarðw í ársleyfi
til að stjórna Stöð 2?
Jóhann J. Ólafsson, formaður verið boðið að taka við sem yfir- tíma til að setjast í stjórn stöövar- viöaðkomainnmeðnýtthlutafé?
Verslunarráðs íslands, er talinn maður Stöðvarinnar. innar. „Ég vil ekkert um það segja.“
verða næsti stjórnarformaður - Er það rétt að hinir nýju hluthaf- Eftir heimildum DV túlka hinir - Má skifja það sem svo að sundr-
Stöðvar 2. Jafnframt hefur Þor- ar í Stöð 2, fyrirtækin sem standa nýju bluthafar í Stöðinni yfirlýs- ung sé kömin upp á milli þín og
varði Elíassyni, skólastjóra Versl- að Fjölmiðlun sf„ eigi forkaupsrétt ingu þeirra Jóns Öttars Ragnars- Jóns Óttars við Ólaf H. Jónsson þar
unarskólans og varaformanni aðlOOmiIljónakrónahlutaféEign- sonar og Hans Kristjáns Árnason- sem hann skrifaði ekki undir yfir-
Eignarhaldsfélags Verslunarbank- arhaldsfélagsins í Stöðinni? ar, sem hreina uppsögn. lýsinguna með ykkur?
ans hf., veriö boðið að verða næsti „Já.“ Þá hefur DV heimildir fyrir þvi „Nei, það er bræðralag hið mesta
yfirmaöur Stöðvarinnar. Sam- Samkvæmt heimildum DV í að Hans Kristján Árnason hafi þó það sé einhver skoðanamunur á
kvæmt heimildum DV er Þorvarð- morgunertalið vístað þeir Jóhann haldiö kveðjuveislu á Stöðinni í milli okkar.“
ur að hugsa sig um en hann á inni J. Ólafsson, Haraldur Haraldsson fyrrakvöld. Þess má geta að samkvæmtheim-
ársleyfi frá störfum í Verslunar- og Jón Ólafsson, verði fulltrúar „Við höfum ekki sagt upp störf- ildum DV er hægt að segja upp 3ja
skólanum og er talið líklegt að Fjölmiðlunar sf., í stjórn Stöðvar 2 um,“ sagði Hans Krisfján Árnason ára samningi þeim sem geröur var
hann taki boðinu og ráöist til og myndi meirihluta í fyrirtækinu. hins vegar við DV í morgun. við Jón Óttar, Hans Kristján og
Stöövarinnar í leyfi frá skólan- Haraldur mun hafa hafnað því að - í yfirlýsingu ykkar Jóns Óttars ÓlafH. Jónsson með.6 mánaða fyr-
um. verða stjómarformaður. Þá mun ræðið þið um „gerbreyttar“ for- irvara. Eftir því sem DV kemst
„Ég get ekkert rætt um það,“ Guðjón Oddsson, formaður Kaup- sendur fvrir hlutafjárloforði ykkar. næst voru laun þeirra um 300 þús-
sagði Þorvarður Elíasson í morgun mannasamtakanna og einn nýrra Hvaö merkir orðið gerbreyttar for- und krónur á mánuði samkvæmt
viö DV um það hvort honum hefði hlutahafa, ekki hafa talið sig hafa sendur annað en aö þiö séuö hættir samningnum. -JGH
#
Æ, æ, þar fór illa. Eftir þvi sem best er vitað ætlaói ökumaður þessa fjöl-
skyldubils að stytta sér leið. Það tókst ekki betur en svo að bíllinn er kol-
fastur. Líklega hefur strætó komið að góðu gagni og ekið ökumanninum
heim. DV-mynd S
í þrjá tíma á leið
yfir Hellisheiði
„Ég fór frá Reykjavík um klukkan
þijú. Við vorum komin á Selfoss um
klukkan sex. Ég hef oft séð meiri
snjó en sjaldan eða aldrei eins mik-
inn vind á fjallinu. Ég og konan vor-
um á Skoda. Hann drap aldrei á sér
en fyrir klaufaskap festi ég hann í
Kömbunum. Þaö var kona á stórum
jeppa sem tók okkur upp í. Ég fór
síðar að sækja Skodann og það gekk
vel,“ sagði Reynir Þorkelsson, lög-
regluþjónn á Selfossi.
Reynir sagði að mikill fjöldi bíla
hefði verið yfirgefmn á Hellisheiði í
gær. Eins sagði hann aö of mikið
væri um illa búna bfia.
„Það var sendiferðabfil, skammt
frá Litlu kaffistofunni, sem stoppaði
alla umferð, úr báðum áttum. Það
var eingöngu vegna þess hversu illa
bílhnn var búinn. Hann var alls ekki
klár í vetrarakstur
„Það er mikill munur hvað sést
verr út úr þessum litlum bílum. Þeg-
ar við fórum að sækja Skodann vor-
um við á stórum bíl. Þegar ég kom
aftur í Skodann sá ég greinilega hvað
munurinn er mikfil. Það er allt annað
hvað útsýnið er mikið betra í stóru
bilunum," sagði Reynir Þorkelsson.
-sme
Margir mannlausir
bílar á Hellisheiði
Margir ökumenn þurftu aö skfija
bíla sína eftir á Hellisheiði í nótt og
þurfti lögregla á Selfossi og í Reykja-
vík að veita mörgum aðstoð. Heiðin
var hál og skyggni var mjög slæmt.
í gærkvöldi leituðu margir ökumenn
skjóls á Litlu kaffistofunni uppi á
heiði. Að sögn lögreglunnar á Sel-
fossi var vegurinn varðaöur meö
mörgum mannlausum bílum í nótt.
Helhsheiðin og Þrengshn voru
skafin í morgun og var færðin þá
orðin sæmileg. Mikið er um að röð
af bílum teppist þegar fremsti bíh
stoppar vegna hálku eða þungrar
færðar. Voru því ökumenn tepptir í
löngum bílalestum á heiðinni þegar
verst lét í gærkvöldi. Lögreglan á
Selfossi sagði við DV í morgun að
útlitið fyrir daginn í dag lofaði ekki
góðu hvað veðurspá snerti. Hvetur
hún ökumenn til að athuga sinn gang
vel áður en þeir leggja í ferð yfir
Hellisheiðina. -ÖTT
Veðrið á morgun:
Vaxandi
suðaustan-
átt
Á morgun gengur í vaxandi
suðaustanátt upp úr hádegi, fyrst
á Suðvesturlandi. Snjókoma eða
slydda þegar hður á daginn um
sunnanvert landið og síðar um
landið norðanvert. Vægt frosi
verður á mestöhu landinu.
NÝJA
SENDIBÍLASTÖÐIN
68-5000
GÓÐIR BÍLAR
ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR
■■■ Þjóðar ■■■■■
SALIN
býr í Rás 2.
Kl. 16: Dagskrá-dægurmálaútvarp
Kl. 18: Þjóðarsálin, simi 38500
FM 90,1 - útvarp með sál.