Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990. Fréttir Hæstaréttardómurinn í máli Steingríms Njálssonar: Ekki dæmdur fyrir allt sem sannaðist - komu mistök saksóknara í veg fyrir þyngri dóm? Steingrimur Njálsson fluttur i Sakadóm fyrir helgina. Þar var hann úr- skurðaður í gæsluvarðhald fram í apríl. DV-mynd KAE Hæstiréttur gat ekki, þegar hann felldi dóm yfir Steingrími Njálssyni í febrúar 1988, dæmt hann fyrir öll þau brot sem á hann sönnuðust. Ástæða þess var sú að verknaðar- lýsing í ákæru var svo ófullkomin og ákæran þannig úr garði gerö að dómurinn gat ekki dæmt Steingrím nema fyrir lítinn hluta þess sem þykir sannað að hann hafi brotið af sér. Hæstiréttur gat aðeins, vegna þess hvernig ákæran var, dæmt hann fyrir brot gegn ákvæðum einnar hegningarlagagreinar, þó sannast hafi, að mati Hæstaréttar, að hann hafi gerst sekur við fleiri og alvarlegri greinar hegningar- laga. Ekki dregið í efa Steingrimur var aðeins dæmdur fyrir brot gegn 209. grein almennra hegningarlaga og gegn lögum um vemd bama og ungmenna þrátt fyrir að alvarlegri brot hafi sann- ast. 209. grein almennra hegningar- laga nær yfir það þegar einhver með lostugu athæfi særir blygðun- arsemi manna eða er til opinbers hneykshs. Hámarksrefsing við þessum brotum er þriggja ára varð- hald. Hæstiréttur dæmdi Steingrím í tveggja ára fangelsi, þar af átti hann að vera 15 mánuði á viðeig- andi hæU. í niðurstöðu dómsins segir: „Þá Fréttaljós Sigurjón M. Egilsson verður einnig að telja sannað með vætti drengsins, vottorði Péturs Lúðvíkssonar og öörum gögnum málsins að ákærði hafi beitt dreng- inn þvílíku ofbeldi sem hann hefur lýst og ekki verður dregið í efa að sé rétt.“ Þessi orð Hæstaréttar taka af aU- an vafa um það að ríkissaksóknari gerði mistök þegar hann gaf út ákæra á hendur Steingrími Njáls- syni. Undir þetta tóku löglærðir embættismenn sem DV hafði sam- band við. Mjög líklegt má telja að hefði ákæran verið gallalaus sæti Steingrímur enn í varðhaldi vegna brotanna sem hann var ákærður vegna í febrúar 1988. Mestu refsing- ar fyrir þau brot, sem sönnuðust á Steingrím en ekki var hægt aö dæma vegna galla á ákærunni, nema frá 12 áram til 16 ára eða ævilangs fangelsis. Hæstiréttur gat ekki dæmt sam- kvæmt þeim ákæruUöum. Ástæð- una segir Hæstiréttur vera þessa: „Verknaðarlýsing í ákæruskjali er hins vegar ófullkomin, en eins og ákæra er úr garði gerð verður ákærði aðeins sakfelldur fyrir brot gegn ákvæðum 209. greinar al- mennra hegnmgarlaga og 45. grein laga um vemd bama og ung- menna.“ Réttur Steingríms Dómstólar geta ekki dæmt sak- bominga fyrir annað en það sem þeir era ákærðir fyrir. Ef verknað- arlýsingu er áfátt, þannig að ein- hver vafi er um í hverju brotið er fólgið, er sú hætta til staðar að dómstólar geti hreinlega ekki tekið tilUt þess sem ákæran nær yfir. Sú varð raunin í máU ákæravaldsins gegn Steingrími Njálssyni. Sakbomingar hafa þann grund- vallarrétt að þurfa aöeins að veij- ast því sem ákæran segir til um. Þann rétt hafði Steingrímur í þessu umrædda máli. Hallvaröur Einvarðsson ríkis- saksóknari fór með þetta mál fyrir hönd ákæravaldsins. Til hans náð- ist ekki þegar þessi grein var í vinnslu. Hvað segja hegningarlögin? í hæstaréttardóminum segir að háttsemi Steingríms varði við 202. grein samanber 1. málsgrein 194. grein, fyrstu málsgrein 200. grein og fyrstu málsgrein 203. grein al- mennra hegningarlaga. í almenn- um hegningarlögum segir svo um þessar greinar: 202. grein, samanber 1. málsgrein 194. greinar: „Ef kvenmanni er þröngvað til holdlegs samræðis með ofbeldi eða frelsissviptingu, eða með því að vekja ótta um líf, hefibrigði eða velferð hennar sjálfrar eða náinna vandamanna hennar, þá varðar það fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt aö 16 áram eða ævilangt." 1. málsgrein 200. greinar: „Hver, sem á samræði við barn, yngra en 14 ára, skal sæta fangelsi allt að 12 árum.“ 1. málsgrein 203. greinar: „Það varðar fangelsi aUt að 6 árum að hafa kynferðismök viö persónu af sama kyni, þegar atvik aö öðru leyti svara fil þess, er í 194. grein tU 198. grein og fyrri málsgrein 200. greinar segir.“ -sme Sigurður Rúnar með eins taeki og stolið var. Innbrot 1 Stúdíó Stemmu: Ómetanlegum hljóðupptökum og verðmætum tækjum stolið Verðmætum hljómflutningstækj- um og 30-40 hljóðupptökusnældum, sem búið var að leggja ómetanlega vinnu í, var stoliö um helgina í Stúdíó Stemmu í gamla ísbjarnar- húsinu á Seltjarnarnesi. Innbrotið uppgötvaðist ekki fyrr en í gærmorg- un þegar Siguröur Rúnar Jónsson, eigandi hljóðversins, kom til vinnu. Að sögn Sigurðar Rúnars er taliö að brotist hafi verið inn um gat á loftræstikerfi hússins. Hann sagði í samtali við DV að sonur hans hefði komið að ólæstri hurð í hljóðverinu á laugardag en þá höfðu hátalarar verið færðir frá vegg aö útidyram. Hélt hann þá að einhver sem hafði lykil að húsinu hefði komiö og þurft að fá tæki lánuð en verið að flýta sér. Þegar Sigurður Rúnar kom til vinnu í gærmorgun sá hann að tveimur pöram af hátöluram og Den- on kraftmagnara hafði verið stohð. Einnig hvarf svokallað digitai upp- tökutæki af gerðinni Sony DAT sem Sigurður segir að séu aðeins til í upptökustúdíóum á íslandi. „Það hurfu líka 30-40 snældur með áteknu efni sem eru ómetanlegar. Þetta var meðal annars efni sem átti eftir að klippa til fyrir plötuútgáfu fyrir næstu jól. Þarna var upptaka með Dómkórnum, Skólakór Garöa- bæjar og frumútgáfunni af tónhst við kvikmynd Þráins Bertelssonar, Magnús. Einnig hurfu digital upp- tökur sem unnar hafa verið í stúdíó- inu á síðastliðnum tveimur árum og upptökur tónlistarnemenda. Við- komandi hefur því htiö gagn af þess- um spólum. Sigurður segir að Stúdíó Stemma heiti verðlaunum til þeirra sem geta veitt upplýsingar sem leiða til þess að málið upplýsist. Fyrir um tveimur vikum var brot- ist inn á heimili Sigurðar Rúnars og þaðan stohð CD geislaplötum, pen- ingum, áfengi og ýmsum smávarn- ingi. -ÓTT Megn óánægja Tékka, búsettra hér, vegna heimsóknar forseta síns: Ágreiningur um fjölda tilnefndra í móttökuna - forsetaritari segir aö tuttugu hafi verið tilnefndir en aðrir tíu „Mikil óánægja hefur skapast hjá Tékkum, búsettum á íslandi vegna heimsóknar Vaclavs Havels forseta hingað til lands. Óánægjan stafar af því að þeir fáu Tékkar sem hér eru búsettir fengu ekki nærri allir aö hitta hinn nýja forseta sinn. Á ís- landi búa um fimmtán Tékkar. Ari Liebermann, sem var einn þeirra sem þýddu leikskrána að leik- ritinu Endurbyggingin fyrir Havel forseta, var einn af þeim sem ekki fengu að hitta hann þrátt fyrir að hann óskaði eftir því með viku fyrir- vara. „Havel er fyrsti forsetinn í okkar lífi sem viö erum stolt af og á honum byggjum við okkar framtíð. Það hafði því mikla þýðingu fyrir okkur að hitta hann,“ sagði Ari við DV. „Ég bað hka um aö fá aö fara á fréttamannafundinn th þess að sjá forsetann en því var hafnað þrátt fyrir að ég sé handhafi skírteinis Blaðamannafélags íslands. Þaö sem mér finnst líka skrýtiö er aö ég er sennilega eini Tékkinn á íslandi sem skrifaði um andófshreyfingu Havels á sínum tíma og tók því áhættu vegna móður minnar og systur sem eru búsettar í Tékkóslóvakíu," sagði Ari. Anna Kristine Magnúsdóttir blaða- maður, sem á tékkneskan fóður, sagði við DV að sér hefði þótt hla staðið að skipulagningu heimsóknar Havels hingað th lands með tilliti th tékkneskra borgara hér á landi. „Davíð Oddsson bjargaði þessu þó að hluta th fyrir horn. Þegar honum bárast spumir af þessu máh með skömmum fyrirvara þá brá hann skjótt við bauö þeim átta Tékkum sem hann gat haft uppi á til móttök- unnar í Höfða - það fólk fékk þá tækifæri th að hitta forsetann sinn. Auk þess þótti frú Vigdísi Finnboga- dóttur það leitt þegar hún frétti um hvemig þessum málum var háttað. Hún hringdi th fóöur míns th þess að bjóða honum th móttökunnar á Hótel Sögu á laugardagskvöldiö. John Hasek, formaður félags Tékka í Kanada, kom að máh við mig. Hann átti ekki orð yfir það að ekki væri hægt að leyfa öllum þeim fáu Tékkum, búsettum hér á landi, að hitta forsetann," sagði Anna Kristine. Komehus Sigmundsson forsetarit- ari sagði viö DV að embættið hefði sent Tékkneska/íslenska menning- arsambandinu bréf þar sem þess var óskað að tuttugu manns yrðu til- nefndir úr félaginu sem bjóða átti th móttöku forseta íslands á Hótel Sögu á laugardagskvöldið. Kornelíus sagði það samsvara' tíu prósent móttöku- gesta en þeir voru tvö hundrað. Jóhanna Þráinsdóttir, sem er í stjórn félagsins, sagði hins vegar við DV að í umræddu bréfi frá forseta- embættinu hefði aðeins verið óskað eftir því aö tíu yrðu thnefndir. Jó- hanna sagði að viö val félagsins á þeim sem áttu að fara í móttökuna hefði verið stuöst við þá reglu að þeir íslendingar sem hefðu veriö búsettir í Tékkóslóvakíu í eitt ár eða lengur myndu fara - auk Tékka bú- settra hér á landi. Jóhanna sagði að því heföu þrír íslendingar í félaginu farið en sjö Tékkar. Hún sagðist ekki kannast við að fleiri Tékkar, búsettir á íslandi, hefðu verið í móttökunni á Hótel Sögu. Jóhanna sagðist vita um talsverð sárindi úr röðum Tékka búsettra hér vegna málsins. Kornehus forsetaritari sagði að for- seti Tékkóslóvakíu heföi aðeins dval- ið á íslandi í tuttugu klukkustundir. Af þeim tíma heföi hann veriö um níu klukkustundir á hótelherbergi sínu - því hefði tíminn verið knappur til að hitta alla sem þess óskuðu. „Venjulega þegar forsetar koma í heimsókn er vaninn að viðkomandi þjóöhöföingi bjóöi í móttöku í við- komandi sendiráð og hitti landa sína þar. Embættinu þykir það afar leið- inlegt ef upp hafa komið sárindi í sambandi við þessa heimsókn," sagði Kornelíus. Ari Liebermann sagðist ætla að skrifa persónulegt bréf til Vaclavs Havel forseta þar sem hann mun skýra honum frá því hvers vegna hann og fleiri Tékkar búsettir á ís- landi fengu ekki að hitta Havel þegar hann heimsótti ísland -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.