Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990.
11
Utlönd
Framtíðarhorfur rikja Rómönsku Ameríku hafa sjaldan eða aldrei verið eins ömurlegar að mati bandarískra sér-
fræðinga og segir jafnvel einn þeirra að nú sé svo komið að Bandaríkin hafi gefist upp á þessum heimshluta.
Teikning Lurie
Vonlítil framtíð
Rómönsku Ameríku
Framtíðarhorfur ríkja Rómönsku
Ameríku hafa aldrei verið eins öm-
urlegar að mati bandarískra sér-
fræðinga. Áratugur lýðræðis þar hef-
ur reynst áratugur tálvonanna. Nú
er svo komið, þrátt fyrir nokkra
framför í lýðræðisátt síöustu ár, að
bandarískir sérfræðingar í ríkjum
Rómönsku Ameríku eru famir að
spá þessum heimshluta heldur von-
lítilli framtíð.
Endalok kalda stríðsins og söguleg-
ar breytingar í Austur-Evrópu eiga
sinn þátt í að Rómanska Ameríka er
að verða algert aukaatriði að mati
sérfræðinga. Þetta mun hraða efna-
hagslegri hnignun á þessu lands-
svæði en slíkt ógnar svo aftur lýð-
ræðinu.
Lýðræðisleg afturför
„Svo virðist sem stefni í lýðræðis-
lega afturför hjá stórum hluta Róm-
önsku Ameríku, í myrkur miðalda á
ný,“ sagði David Rondfeldt, sérfræð-
ingur við Rand-stofnunina. Sumir
helstu sérfræðingar Bandaríkjanna í
málefnum ríkja Rómönsku Ameríku
hafa látið í ljósi sams konar álit, þó
að merkja megi að íhaldsmenn séu
svartsýnni en fijálslyndir. „Ég hef
aldrei sé framtíðiná svo svarta,"
sagði Howard Wiarda, stjórnmála-
prófessor við Massachusetts-
háskóla, en hann hefur lengi rann-
sakað málefni Rómönsku Ameríku.
Ein helsta ástæðan fyrir þessari
svartsýni sérfræðinganna er hversu
illa mörgum lýðræðislegum stjórn-
um í þessum heimshluta hefur tekist
til við að bæta slæma stöðu efnahags
landanna og uppfylla þær óskir sem
almenningur bindur viö lýðræðisleg-
ar kosningar.
„Áratugur lýöræðis hefur reynst
áratugur tálvona," segir Douglas
Payne, einn sérfræðinganna. „Sigur-
inn við kjörborðið hefur enn ekki
haft í för með sér bætt lífskjör."
Þegar Bandaríkin og Sovétríkin
draga sig í hlé, bæði á efnahagssvið-
inu og því pólitíska, mun það einung-
is auka á vandkvæði þessara ríkja -
að Mexíkó og örfáum öðrum undan-
skildum - að mati sérfræðinga. At-
hygli stórveldanna, sem og aðstoð
þeirra, beinist nú að efnahag ríkja
Austur-Evrópu og segja sumir að það
muni leiða til þess aö aðstoð viö Róm-
önsku Ameríku veröi hætt og það
aftur á móti auki enn á erfiðleikana.
„Ef iðnríkin snúa baki sínu við
ríkjum Rómönsku Ameríku mun
þeim síðamefndu hraka og ofbeldi
fortíðarinnar gera vart við sig á nýj-
an leik,“ sagði Larry Birns, yfirmað-
ur bandarísku stofnunarinnar Coun-
cil on Hemispheric Affairs. „Lýðræði
er víða í Rómönsku Ameríku en það
er grunnt á því og herinn bíður
átekta. í ttiörgum ríkjum er almenn-
ingur farinn aö hugsa til fyrrum her-
stjórna með söknuði."
Bandaríkin gefist upp?
Wiarda staðhæflr að Bandaríkja-
stjórn hafi svo til gefist upp á Róm-
önsku Ameríku. „Sú skoðun að Ró-
manska Ameríka sé... vonlaust
landsvæði sem... sé ekki ofarlega á
forgangslista Bandaríkjanna... er
algeng meðal háttsettra bandarískra
embættismanna,“ segir hann.
Susan Kaufman Purcell hjá Amer-
icas Society stofnuninni í New York
telur að eitt það sem sé í veginum
fyrir bættum samskiptum Banda-
ríkjanna og ríkja Rómönsku Amer-
íku sé að „bandarískur almenningur
tengir slæma hluti viö Rómönsku
Ameríku - eiturlyf, flóttamenn og
umhverfisspjöir.
Erfiðir tímar framundan
Ekki eru alhr eins svartsýnir. Peter
Hakim, yfirmaður Inter-American
Dialogue stofnunarinnar, er ekki
sammála þessu svartsýnistali þó að
hann viðurkenni að stór hluti Róm-
önsku Ameríku eigi erfiða tíma fyrir
höndum. Hann nefnir Argentínu sem
dæmi um þjóð þar sem hverri ríkis-
stjórninni á fætur annarri hafi ekki
tekist að innleiöa efnahagslegar um-
bætur. Hann segir að stjórn Carlosar
Menem sé nú óðum að missa traust
almennings.
„Sumum þjóðum mun takast vel
upp en öðrum ekki,“ segir Hakim.
Meðal þeirra sem hann telur að muni
ganga vel eru Mexíkó, Chile, Uru-
guay og Costa Rica. Bandarískir sér-
fræðingar segja að framtíðarhorfur
Perú, Kólumbíu, Argentínu og E1
Salvadoor séu ekki góðar.
Reuter
^AIternatorar
Startarar
Ótalgerðirog tilheyrandi varahlutir.
Hagstætt verð. 12 mán.ábyrgð.
G ”
SKEIFUNNI 5A, SÍMI:’91 - 8 47 88
BLÓÐGJAFAFELAG ISLANDS
é
Aðalfundur Blóðgjafafélags íslands
verður haldinn mánudaginn 26. febrúar
nk. kl. 20.30 á Hótel Lind, Rauðarárstíg
18, Reykjavík.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Blóðgjöfum veittar viðurkenningar.
3. Fræðsluerindi: Glasafrjóvgun,
dr. med. Jón Hilmar Alfreðsson flytur.
4. Kaffiveitingar.
Fundurinn er öllum opinn.
STJÓRNIN
Vinningstölur laugardaginn
17. febr. ’90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 2 1.284.217
2. ,stm 55.679
3. 4af 5 173 4.441
4. 3af5 5.671 316
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
5.574.195 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
vió flytjum-sendum-sækjum
25050
S£NDIBILASTOÐM HF
opið um kvöld og helgar