Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Side 12
12
Spumingm
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990.
Eiga fegurðarsamkeppnir
rétt á sér?
Erna Valdimarsdóttir skrifstof-
ustúlka: Já, mér finnst það.
Bergþór Júliusson matreiðslunemi:
Já, alveg endilega.
Guðmundur Hallbjörnsson múrara-
nemi: Já.
Guðjón Erlendson dyravörður: Já,
alveg hiklaust.
Hafdis Ingimundardóttir: Já, já. Mér
finnst þær allt í lagi.
Lesendur
Hver á að bjarga SÍS?
Kristján Jónsson skrifar:
Það er nú alltaf að koma betur og
betur í ljós að Samband ísl. sam-
vinnufélaga á í verulegum rekstrar-
vandræðum. Þetta þarf ekki að koma
neinum á óvart. Þetta var stórt fyrir-
tæki með mjög umfangsmikla starf-
semi. í svona fámennu þjóðfélagi er
það hreint ekki barnaleikur að ætla
að halda uppi þvílíku bákni sem
Sambandið er án þess að reikna með
verulegum áfóllum hvenær sem er.
- Þetta á ekki bara við Sambandið
eitt. Öll stærri fyrirtæki hér eru í
verulegri hættu í rekstri sínum ár
hvert. Þar má engu skeika (í afla-
brögðum og útflutningstekjum), þá
segir það til sín í rekstri þeirra.
En það er eins og sum fyrirtæki
eigi alltaf greiðari aðgang að hinu
opinbera en önnur. Þannig hefur það
veriö með Sambandið, það hefur allt-
af átt innhlaup hjá einúm eða fleiri
ráöherrum, vegna tengsla sinna við
Framsóknarflokkinn, sem lengst af
hefur átt aðild að ríkisstjórn hér. Það
hefur átt meiri og betri innhlaup í
banka landsins en mörg önnur fyrir-
tæki vegna þess hve starfsemi þess
hefur spannað vítt svið. - En ekki
bara þess vegna, heldur líka vegna
þess að í bankastjórastöður þeirra
banka sem Sambandið hefur mest
skipt við eru ráðnir menn sem beint
eða óbeint tengjast pólitísku flokkun-
um og þar á Framsókn hlut að máli
eins og aðrir flokkar.
Og nú hefur árað illa hjá Samband-
inu um nokkurt skeið eða allt frá því
að fyrrverandi forstjóri þess lét af
störfum. Það hafa því margir póli-
tiskir erindrekar verið á ferð og flugi
til að koma fyrirtækinu til hjálpar. -
Og þar eru ekki eingöngu framsókn-
armenn á ferð það þarf blandaöan
hóp úr pólitíkinni til að reka erindi
Sambandsins. í málum er nefnilega
komið við kaun samtryggingar póli-
tísku flokkanna allra.
Er nú svo komið, eftir langan og
erfiðan rekstrarkafla hjá SÍS, að hafa
þarf hraðar hendur til að bjarga því
sem bjargað verður - ef einhveiju
verður þá bjargað yfirleitt. Farið er
að kalla til fleiri banka en aðalvið-
skiptabanka fyrirtækisins svo að að-
stoðin geti orðið því myndarlegri,
það er þyrlað upp moldroki í upplýs-
ingamiðlun þegar skýrslur eru gerð-
ar, það er beðið um „vaxtaleiðrétt-
ingar“ og þær réttlættar með „töf-
um“ á afgreiðslu mála og það er
„valtað yfir“ almenna sparifjáreig-
endur, t.d. í Landsbanka, til að geta
orðið Samabandinu að liði með nógu
stórmannlegum hætti. - Ekki tjóar
að bjóða SÍS annað en það besta!
En spurningin er hvers vegna er
verið að bjarga SÍS? Þarf að bjarga
SÍS? Er kannski þjóðargjaldþrot
framundan ef SÍS fer á hausinn? Ef
svo er er líka hægt að segja með réttu
að Sambandið eigi þetta land og
svara þá spurningu utanríkisráð-
herra sem gjarnan hefur spurt þess-
arar spurningar á ferðum sínum í
kringum landið. - Það er þá þjóðin
sem á aö bjarga Sambandinu. Þá má
ljúka feluleiknum í Landsbankan-
um. Allir gefi sig fram og kalli hátt
og snjallt: Þjóðin verður að bjarga
Sambandinu!
Frammámenn sósíalista á íslandi:
Geri upp fortíðina
Þorlákur hringdi: inni, að þeir geri upp sin mál, pólit-
Mér fmnst ekkert tiltökumál að ískt í það minnsta?
þeir frammámenn í islenskum Það er vitað að hér hafa róttækir
stjórnmálum sem tilheyröu sósialistar haft mikil áhrif á aðra
Kommúnistaflokknum hér áður og stjórnmálamenn, einkum á þann
svo þeir sem tilheyrðu og tilheyra hátt að setja þeim stólinn fyrir
enn róttækum íslenskum sósíalist- dyrnar í ákvarðanatöku i utanrík-
um geri upp fortíð sína þannig að ismálum svo sem stóriöjumálum,
kjósendur hér í þessu lýðræðisríki peningamálum, vamarinálum o.fi.
geti áttað sig betur á hvar þessir o.fl. - Það er lika ekkert íjarri lagi
menn standa. - Þaö eru enn til að draga þá ályktun að vegna
menn innan íslenskra sósíalista þeírraáhrifahafiekkiskapastskil-
sem segja sem svo; hafi ég ein- yrði til aö undirbúa þá velsæld sem
hverntíma verið marxisti, þá er ég aörar nálægar vestrænar þjóðir
það ennþá. búa við.
Það er kannski ekki nema von, Ogþaðerjafndapurtaðhugsatil
aðslíkirmenneigiekkiuppápólit- þess að aðrir stjórnmálamenn,
iskt pallborðiö hiá íslenskum kjós- óskyldir sósíalistum, skuli hafa lá-
endum. Og er það einhver önnur tið fara þannig með sig. En það er
og óraunhæfari krafa hér á landi aldrei of seint aö snúa við og það á
en annars staöar þar sem komm- bæöi við um sósíalistana og þá ís-
únistar og róttækir sósíalistar hafa lenska stjórnmálamenn sem þeim
leikið stór hlutverk í landstjórn- tókst að kúga.
Kynferðisglæpamenn
framtíðarinnar?
Faðir skrifar:
Ég er faðir tveggja drengja, 6 og 8
ára gamalla og bý í austurbænum,
ekki langt frá Miklatúni. Þar í ná-
grenninu býr einnig kunnur kyn-
ferðisafbrotamaður og margdæmdur
bamanauðgari. - Samkvæmt blöðum
fostudagsins 16. febr. er hann aftur
tekinn til viö fyrri iðju og er nú ekki
lengur spurt, hvort, heldur hvenær
alvarlegur glæpur verði framinn.
Á Stöð 2 var í vikunni þáttur um
nauðgara og var þar staðfest það sem
reyndar hefur lengi verið haldið
fram að þeir sem nauðgi börnum séu
yfirleitt fórnarlömb barnanauðgara
í æsku. Ég get sem sé búist við því
hvenær sem er að maður ráðist að
sonum mínum eins og úlfur í sauð-
argæru, lokki þá inn til sín og fremji
þar á þeim sálarmorð sem verður
þeim sem opin und alla ævina.
Ég má í framhaldi af þessu búast
við því að þegar þeir vaxa úr grasi
muni þeir með sitt sundurkramda
sálarlíf heija á sömu mið í „hefndar-
skyni“ og þannig sjá til þess að hin
viöbjóöslega og ómanneskjulega
meðferð á saklausum bömum haldi
áfram kynslóð eftir kynslóð.
Auövitaö bið ég til guðs að þetta
hendi ekki mína syni en mér finnst
það fráleitt ef dómsvald vísar þessari
ábyrgð algjörlega frá sér og treystir
á guð og lukkuna í þessum efnum. -
Viö getum ekki alltaf reiknað með
því aö til staðar séu glöggskyggnar
nágrannakonur sem afstýri óhæfu-
verkum.
E.S. Ég tel yfirleitt út í hött að
skrifa undir dulnefni en nú verð ég
að taka tillit til barna minna.
Ráðamenn, lítið
ykkur nær
Anna Sigurðardóttir skrifar:
Ég get ekki lengur orða bundist
yfir því hvernig ráöamenn þjóðar-
innar fara að ráði sínu. Þeir troða
600 tonnum af kjöti upp á fólk sem
vill svo ekkert með það hafa. Hvers
eigum við öryrkjar að gjalda svo og
allt fátæka fólkið sem býr hér á ís-
landi? - Eigum viö bara að halda
áfram að svelta?
Að vísu hafa þaö margir gott á ís-
landi. En hvað kostar það? Þetta fólk
verður að vinna myrkranna á milli
og svo fer það sömu leið og við aö
lokum það dettur niður sem hjarta-
sjúklingar eða fær ýmsa aðra sjúk-
dóma og kvilla af áreynslu.
Það er ekkert gamanmál að vera
öryrki hér og geta ekkert unnið.
Maður hefur alls ekki ofan í sig að
borða. Ég veit að ég skrifa fyrir hönd
margara og nú er kominn tími til að
ráðamenn hugsi málið og geri eitt-
hvað af viti fyrir það fólk sem ekkert
hefur.
Ráðamenn, lítiö ykkur nær! Hættið
að gefa ríkum þjóðum eins og Rúm-
enum sem eru margfalt ríkari en ís-
lendingar og látið hina njóta sem
raunverulega þurfa á að halda.
Afturför í barna-
rétti árið 1990
B.A. skrifar:
í DV hinn 12. þ.m. segir að nú hafi
barnavemdarráö ákveðið að í fram-
tíðinni verði dómsmálaráðuneytinu
ekki treyst fyrir umsagnargögnum
varðandi forsjármál skilnaðarbama.
- Barnavemdaraðilar afla einmitt
slíkra gagna að sérstakri beiöni
dómsmálaráðuneytisins, sem fer
með úrskurðarvald á þessu sviði,
samkvæmt 38. gr. Bamalaganna.
Sú þversögn að barnaverndaraðil-
ar skuli ekki lengur treysta umsagn-
arbeiðanda fyrir afurðum sínum í
skýrsluformi á sér rætur í þeirri
stefnubreytingu dómsmálaráðuneyt-
isins, skv. ábendingum Umboðs-
manns Alþingis frá í apríl 1989 - að
röskstyðja eftirleiöis alla forsjárúr-
skurði og aö virða aðildarrétt máls-
aðila með því að leyfa þeim að kynn-
ast forsendum stórra ákvarðana er
böm varða. - Slíkt flokkast undir
almenn mannréttindi og ver börn
fyrir hugsanlegri valdamisnotkun
opinberra aðila sem hættu skapar.
Bamaverndarráð hefur sem kunn-
ugt er snúist öndvert gegn umræddu
áhti umboðsmanns Alþingis og um-
bótastefnu dómsmálaráöuneytisins á
sviði bamaréttar og ætlar einnig
bamavemdarnefndum um allt land
að taka upp slíka andstöðu. Tak-
markið er að bamavemdaraöilar
njóti áfram aðhaldsleysis um starfs-
hætti sína og hefti aðildarrétt og önn-
ur mannréttindi málsaðila sem kost-
ur er gagnvart opinberum valdhöf-
um.
Þessi stefna barnavemdarráðs hef-
ur nú tekið á sig öfgafulla mynd
skrípaleiksins meö því að ráðið mun
hér eftir neita sjálfu dómsmálaráðu-
neytinu um aðgang aö þeim forsend-
um umsagna ráðsins sem ráðuneytið
þarfnast til að geta metiö gildi slíkra
umsagna.
Harðast bitnar þessi stefnubreyt-
ing auðvitað á þeim skilnaðarbörn-
um, sem í hlut eiga, enda standa þau
nú berskjölduð gagnvart kerfinu.