Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990.
13
Lesendur
Jarðgangagerð við Olafsfjarðarmúla.
hér m.a.
- „Engar forsendur fyrir göngum nema þar sem er stöðug umferð," segir
Snjóþyngsli á Vestflörðum:
Hefðu jarðgðng gagnað?
Steinþór skrifar:
Ekki er sopið kálið... segir mál-
tækið. Nú er mikið rætt um jarðgöng
sem eiga að bjarga hinum afskekktu
héruðum víðs vegar um landið.
Göngin gegnum Ólafsfjarðamúla eru
að verða staðreynd. Skyldu margir
nota þau? Koma þau í veg fyrir snjó-
þyngsli á staðnum? Hvað skyldu þau
íþyngja þjóðinni allri í vöxtum og
áfóllnum kostnaði þegar allt er talið?
Nú er talað um að fara að bora í
fleiri fjöll og næst á Vestfjörðum. í
vetur hefur verið mikiU snjóavetm-
þar vestra. En hvað hefðu jarðgöng
gagnað í ófærðinni innanbæjar á
Isafirði eða Flateyri? Auðvitað ekki
nokkum skapaðan hlut. Og ekki
lenda flugvélar á Vestíjörðum þótt
jarðgöng séu til staðar, ekki leggja
rútu- eða flutnigabílar á fjallvegi þótt
einhvers staðar finnist jarðgöng til
að komast fyrir mestu tálmana. - Og
að sjálfsögðu fennir fyrir gangaopin
og þar þarf að ryðja snjó langan veg
beggja vegna.
Allt er þetta tal um jarðgöng hin
mesta firra og hugmyndaflug. Það
eru engar forsendur fyrir jarðganga-
gerð nema þar sem stöðugur straum-
ur umferðar er mestallan sólarhring-
inn. Þetta er margsannað erlendis frá
og eru jarðgöng ekki byggð neins
staðar nema þar sem umferðin er
mun meiri en hér er hægt að búast
við.
Jafnvel undirgöng undir Hvalfjörð
eru óæskileg vegna hins gífurlega
kostnaðar sem hggur í því að byggja
þau og ná ekki inn þeim afrakstri
sem tii þyrfti til að aö þau borgi sig.
- Við Hvalfjörðinn er aðeins eitt að
gera, það er að hafa þar bílaferju sem
sinnir reglubvmdnum siglingum yfir
fjörðinn með bíla svo sem á klukku-
tímafresti að deginum til að full-
nægja umferðarþörfinni sem þar er.
Við eigum ekki að líða einstaka
þingmanni eða ráðherra að slá sig til
riddara með upphrópunum og lof-
orðum um jarðgöng hér og þar án
þess að nokkur von sé til þess að þau
geri nokkurt gagn í raun. Við skulum
því leggja þetta jarðgangatal af í bili
og sjá hvort ekld verður annað uppi
á teningnum eftir nokkur ár. Mér
kæmi ekki á óvart þótt byggð hefði
raskast svo í landinu að þeim tíma
liðnum að hugmynd um jarðgöng
væri úr sögunni á sumum stöðum
þar sem nú er rætt um jarðganga-
gerð.
Siðferðisskortur ráðherrá
Stefán Sigurðsson skrifar:
Mér finnst nú nokkuð langt gengið
þegar ráðherrar eru farnir að
kveinka sér undan þeim lögum og
reglum sejn m.a eru settar af þeim
sjálfum. Bifreiðahlunnindi ráðherra
sem nú eru efst á baugi í umræðu
manna og viðbrögð helsta talsmanns
þeirra, forsætisráðherra, eru ljóst
dæmi um þann siðferðisskort sem
ráðherrarnir eru haldnir.
Ég hef ekki veriö spurður á förnum
vegi um áht mitt á þessum hlunnind-
um ráðherranna eða hvort mér finn-
ist rétt að þeir greiði af þeim tilskil-
inn skatt eins og aðrir. Eg myndi þó
ekki hika við að lýsa þessari skoðun
minni í eigin persónu frammi fyrir
alþjóð. - Það voru ekki aliir sem það
þorðu, t.d. í fréttaþætti Stöðvar 2 sl.
miðvikudagskvöld, þar sem fólk var
spurt um máhð.
Flestir svöruðu og sögðu sem rétt
er að þeir ætluðust til að ráðherrar
byggju við sömu Kjör í skattlagningu
og aðrir. Einn var þó svo hræddur
eða undirgefinn að hann sagðist
halda að ráðherrar hefðu einhvem
sérrétt í þessum efnum. Það kom
einnig fram í „Spurningu dagsins" í
DV í vikunni, er fólk var spurt hvort
það teldi að ráðherrar hefðu of há
laun, þegar sumir voru að reyna að
réttlæta þau með yfirklóri sem er svo
einkennandi fyrir íslenskan almúga-
mann sem er ahtaf tilbúinn til að
verja „yfirvaldið" í orði þótt hann
hugsi svo aht annað.
En varðandi hlunnindi ráðherra,
hvort sem þau eru í formi bílastyrkja
eða dagpeninga, er það ekkert annað
en skortur á siðferði ef þeir sjálfir
ætla að hafa forgöngu um að koma
sér undan skattlagningu. Óskandi er
að ríkisskattstjóri láti ekki deigan
síga þrátt fyrir „fáránlegt kjaftæði"
forsætisráðherra. Orðbragð hans í
þesu máli er auðvitað svo „fáránlegt
að það tekur engu tali“, að mati
flestra landsmanna. - En þetta er
víst partur af því siðferði sem sumir
ráðherrar í þessari ríkisstjórn hafa
tileinkað sér. Það kemur tími á þá
eins og aðra sem stunda það að skara
eld að eigin köku. Það getur víðar
skapast pólitískt Rúmeníuástand en
þarna eystra.
Barinn í höfuðið í Austurstræti
Runólfur V. Sturluson skrifar:
Mig langar til að koma á framfæri
lítilsháttar athugasemd við lögreglu-
frétt sem birtist í DV hinn 25. jan. sl.
- Þar sem mér finnst þama vera
hallað réttu máli og ég geti sjálfur
(sem einn aðili að umræddum at-
burði) gert myndina skýrari, vil ég
gera það hér.
Forsaga þessa máls er sú að mið-
vikud. 24. jan. vomm við, tveir kunn-
ingjar, á rölti í Austurstræti. Þar hitti
ég kunningjann og urðu fagnaðar-
fundir sem sennilega ohu því að ég
sló á létta strengi og gerði smátilraun
til að stöðva lögreglubíl sem renndi
framhjá á dólferð. Bílhnn stöðvaðist
ekki svo aö ég stökk á eftir honum
og bankaði með flötum lófanum í
bílsfjórarúðuna og bjó mig undir að
eiga góðlátlegt spjah.
Ekki var nein ástæða til annars
fyrir lögregluna en að stoppa þar sem
ég hefði eins getað verið að stoppa
hana vegna einhvers sem gat skipt
máh. En það vora ekki blíðar mót-
tökurnar sem ég fékk. - Þar sem ég
í mesta gríni bankaði á rúðu öku-
mannsins mætti ég skyndilega stans-
lausri barsmíð í höfuðið frá bílstjór-
anum svo að sprakk fyrir. Ekki
hugsa ég þá hugsun til enda ef mér-
heðfi ekki tekist að standa þessa bar-
smíð af mér.
Þegar kunningi minn sá hvað
verða vildi reyndi hann að sthla til
friðar með orðum, en ekki í verki,
var hann sleginn bylmingshögg í
magann með kylfu og var nánast úr
leik. Við vomm síðan nær mótþróa-
laust færðir í 'jám og inn í bíl. Rétt
í því renndi að annar lögreglubíh.
Úr honum stukku tveir filefldir og
tók annar þeirra til viö að hnoðast á
mér bjargarlausum með hnéð á and-
liti mér. Stefnan var tekin á fanga-
geymslur og á meðan hélt maðurinn
uppteknum hætti.
í fangageymslunni fékk ég að dúsa
í u.þ.b. klukkustund áður en hugað
var að meiðslum mínum en ég var
saumaður 6 spor í höfuðið.
Mín ffásögn er talsvert frábrugðin
frásögn lögreglunnar í DV hinn 25.
janúar. Mér dettur í hug hvort ólætin
sem átt hafa sér stað í miðbænum
undanfarið megi rekja til nýrra
manna sem vinna eitthvað í líkingu
við þessar aðferðir. - Samskipti mín
við lögregluna fram að þessu hafa
bæði verið lítil og góð. Vonandi verð-
ur svo áfram. - En þessar hnur hripa
ég niður öömm th vamaðar og til
þess að koma sannleikanum á fram-
færi.
Opinbert uppboð
Eftir beiðni skiparáðandans í Reykjavík fer fram opinbert uppboð miðviku-
daginn 21. febrúar 1990 kl. 14.00 (ekki þriðjudag eins og kom fram í DV
sl. laugardag) að Súðarvogi 28-30.
Seldar verða trésmíðavélar, eign db. Böðvars S. Bjarnasonar.
1. Þykktarhefill, tegund Lartigana.
2. Sög og fræsari, tegund Berevettalo.
Vélar þessar eru seldar í því ástandi sem þær eru, að viðbættum virðisauka-
skatti m.m. Greiðsla við hamarshögg.
Uppboðshaldarinn í Reykjavík
7. leikvika -17. feb. 1990
Vinningsröðin: X11-X21-X11:2XX
915.894- kr.
0 voru með 12 rétta - og fær hver: 0- kr. á röð
8 voru með 11 rétta - og fær hver: 34.345- kr. á röð
Tvöfaldur pottur
- um næstu helgi!!
UM HEIMSENDINGU LYFJA
Yfirlýsing frá Apótekarafélagi íslands
Vegna auglýsingaherferðar Laugavegsapóteks á
heimsendingu lyfja vill Apótekarafélag fslands taka
eftirfarandi fram:
Lyfsalar á Reykjavíkursvæðinu hafa um árabil sent
lyf heim til sjúklinga í hverfum sínum þegar þörf
hefur verið á. Þessi þjónusta hefur þó aldrei verið
auglýst, enda samræmast slíkar auglýsingar ekki ís-
lenskum lyfjalögum. Þá telur Apótekarafélagið að
með afgreiðslumáta Laugavegsapóteks sé verið að
brjóta reglur um meðferð lyfja og skapa hættu á
mistökum.
Virðingarfyllst,
Stjórn Apótekarafélags íslands
vk\ á( ;
ELDEt
BORGARA
Frá félagi eldri borgara í Reykjavík
og nágrenni
Aðalfundur Félags eldri borgara verður haldinn í
Súlnasal Hótel Sögu sunnud. 25. febr. nk. kl. 13.30.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram.
2. Lagabreytingar.
3. Ákvörðun um árgjald.
4. Kosning stjórnar og varastjórnar.
5. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
6. Önnur mál.
Félagar, mætið vel.
Stjórnin
í myrkri gildir
að sjást
Notaðu endurskinsmerki!
yUMFERÐAR
RÁD