Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Side 14
14 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91J27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Gamalt afl með nýjan kraft Þótt járntjaldið sé fallið í Evrópu, er spennan ekki horfin á jaðri hins vestræna heims. Þótt kommúnisminn hafi beygt sig fyrir skínandi birtu Mammons og Aristóte- lesar og biðji um aðgang að vestrænu samfélagi, er jörð- in ekki orðin að Iðavelli vestrænnar hugmyndafræði. Gamalt og nýtt afl í heiminum er með hverju árinu að verða fyrirferðarmeira við mörk hins vestræna heims. Það er íslam, sem ógnaði hinni kristnu Evrópu á miðöldum, en varð síðan að lúta í lægra haldi. Nú eru íslamar aftur komnir á kreik og láta að sér kveða. Nýjast í fréttum er, að íslamar í Tadzhíkístan Sovét- ríkjanna hafa efnt til uppþota gegn stjórninni í Kreml, gegn kristnum mönnum frá Armeníu og gegn rússneska heimsveldinu. Þetta kemur í kjölfar uppreisnartilraun- arinnar í Azerbajdzhan fyrir aðeins örfáum vikum. Rauði herinn var sendur á vettvang til Bakú til að brjóta á bak aftur uppreisnarmenn íslams, sem höfðu í rauninni tekið völdin af kommúnistaflokknum í Az- erbajdzhan og voru farnir að reka kristna Armena úr landi. Eldur uppreisnarinnar kúrir enn undir niðri. Tadzhíkar sækja sér styrk yfir landamærin til Afgan- istan, sem Rauði herinn yfirgaf í fyrravor. Azerar sækja sér styrk til íran, sem um nokkurra ára skeið hefur verið í fararbroddi íslamsks andófs erkiklerka gegn vestrænni hugmyndafræði og efnishyggju nútímans. í Azerbajdzhan og Tadzhíkístan eru íslamar í meiri- hluta meðal íbúanna og eru að reyna að losna við hinn kristna eða kommúníska minnihluta, um leið og þeir vilja komast undan erlendu valdi. Þessi barátta íslams í Sovétríkjunum er hin sama og víða annars staðar. Uppþotin á vestri bakka Jórdan og á Gazasvæðinu halda áfram dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eft- ir mánuð. Hinn íslamski meirihluti íbúanna er að rísa upp gegn kúgun gyðinga, sem eru í miklum minnihluta á þessum svæðum og beita meirihlutann mikilli hörku. Svipað er uppi á teningnum í Líbanon, nema hvað andstæðingurinn er kristinn og að íslömum hefur geng- ið betur þar. Báðar fylkingar eru að vísu margklofnar, en meginlínan hefur verið ljós áratugum saman. Þar í landi eru það stóru trúarbrögðin, sem takast á. í Kosovo í Júgóslavíu er íslamskur meirihluti í hálf- gerðri styrjöld við minnihluta Serba og miðstjórnarvald þeirra í Belgrad. Átökin gætu hæglega færzt til Bosníu, þar sem íslamar eru öflugir. Raunar er ríkjasamband Júgóslavíu að riða til falls um þessar mundir. Kasmír í Indlandi er enn annað dæmi um baráttu meirihluta íslama gegn völdum minnihlutans. Þar snýst barátta þeirra gegn hindúasið, sem ræður ríkjum í Ind- landi. Á síðustu vikum hafa meira en hundrað íslamar fallið í átökum við indverskar hersyeitir. í Afríku eru íslamar líka í stríði. í Súdan er borgara- stríð milli íslama í norðri og kristinna svertingja í suðri. Þannig eru hvarvetna átök á mörkum hins ísl- amska heims, í suðri, í austri, í vestri og í norðri. Alls staðar eru íslamar hægt og sígandi í sókn. Lítill vafi er á, að mikið mun reyna á samskipti hins vestræna heims við heim íslams eftir að hin innri spenna í Evrópu hefur hraðminnkað við fall járntjaldsins. Vest- urlandabúar verða að átta sig á, að Múhameð spámaður er aftur mættur á vettvang eftir alda hlé. Máttur íslams nær til hjarta Vesturlanda. Þar verður rithöfundur að fara huldu höfðu, af því að erkiklerkar í fjarlægu landi hafa kveðið upp yfir honum dauðadóm. Jónas Kristjánsson ÞRIÐJUDAGÚR 20. FEBRÚAR 1990. Ég var að fara yfir íslenska heil- brigðisáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi og er í raun afleiðing al- þjóðlegs verkefnis sem ber yfir- skriftina „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“, verkefni sem Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin setur efst og æðst og allt er gott um að segja. Víðfeðmi þessarar áætlunar sést best á því að hún spannar allt frá innra skipulagi og uppbyggingu heilbrigðisþjónustu í þrengstu merkingu yfir í alla þætti umhverf- is okkar og innan þessa eru mark- mið í heilbrigðum lífsháttum, vinnuvemd, manneldi, slysavörn- um og mengunarvörnum, svo eitt- hvað sé nefnt. Margt er þarna mætavel orðað um markmið og að nokkru vísað til vegar um hin ágætu áform en eins og stundum áður þá finnst manni að lestri loknum að þarna sé saman komið mikið safn og gott af fallegum og vel meintum lýsing- ar- og nafnorðum með hinu fræga „stefnt að“ sem meginundirleik alls. Meginatriðið er auðvitað það að í fiestu eða nær öllu þessu eigum „ ... að öllu sem til forvarna má telja hefur verið til hiiðar vikið og vart sjást þess nein merki, nema þegar bjórsamviska sumra sagði til sín i fjárlagatölum ... “ - segir greinarhöfundur. Forvarnir og fjármagn við ágæta löggjöf sem spannar einstök málasvið og tekur af flest tvímæli um það sem gera skal. Þar fyrir skal ekki úr því dregið að aldrei er góð vísa of oft kveðin og margt er mætagott til upprifjun- ar okkur og ekki síður alþingis- mönnum þeim sem löggjöf setja og lögum breyta. Á hitt ber að líta að hugleikið verður manni eitt frekar en annað þegar yfir eru lesin markmið þau er hæst ber. Afleiðingum bundinn Varðandi heilbrigöisþjónustu okkar almennt er rétt til þess að horfa að nú fer að nálgast tveggja áratuga afmæli þeirrar ágætu og þörfu lagasetningar er fólst í heild- arlögum um heilbrigðisþjónustu og sá mæti foringi og frumheiji á margan veg, Magnús heitinn Kjart- ansson, var í forystu fyrir. Við lestur þessarar heilbrigðisá- ætlunar sést glögglega að í flestu er farið svipaða slóð með sömu markmiðum og sú löggjöf segir til um. Það var aðalsmerki þeirrar löggjafar og þess anda og uppruna, sem að baki bjó, að til forvarna og fyrirbyggjandi aðgerða skyldi horf- ið öllu öðru fremur svo ekki þyrfti ævinlega öllu afli að eyða í að slást við afleiðingar þess sem unnt hefði verið að aftra. Eflaust hefur okkur þokaö áfram á veg frá 1973 en meginkostnaður heilbrigðisþjónustu er enn í dag afleiðingunum bundinn og margir sem best þekkja til fullyrða að raunverulegt fjármagn til beinna forvamarstarfa sé af mjög skorn- um skammti svo vart nýtist neitt að ráði. Aðrir sem einnig þekkja til nefna aðrar ástæður einnig, s.s. allt yflr í það að áhugi heilbrigðisstétta beinist öðru fremur í átt til afleið- inganna - og allrar meðferðar þeim tengdum - einfaldlega af því það sé arðbærara stéttarlega séð. Ég var á fundi á dögunum þar sem þetta var blákalt borið fyrir okkur af aðilum sem við viljum gjarnan kalla ábyrga en í raun útilokum við svona ýkjur, enda í alvöru mjög ámælisverðar. Til hliðar vikið En ástandið knýr eðlilega á spurnir sem ekki er unnt að af- greiða með neinu „af því bara“ þegar forvarnir allar sitja enn svo á hakanum eftir að lög hafa svo lengi gilt sem hafa að uppistöðu einmitt þessar aðgerðir sem fyrir- byggja eiga þær afleiöingar sem svo yfirþyrmandi blasa alls staðar við. KjaUarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi Ö.B.Í. Beint dæmi mér býsna hugleikið er hægt að taka og snertir áfengis- málavandann og ótaldar afleiðing- ar hans yfir í manntjón, beint sem óbeint. Við höfum verið upptekin af með- ferðarúrræðum, sem óneitanlega verða að vera til staðar, en svo upptekin þó aö öllu sem til forvarna má telja hefur verið til hliðar vikið og vart sjást þess nein merki, nema þegar bjórsamviska sumra sagði til sín í fjárlagatölum nú og í fyrra, og var það þó ekki beysið miðaö við það feiknaflóö sem yfir féll. Annað sem snertir núverandi starfsvettvang minn og varðar mig á margan veg snýr alveg beint að öryrkjum og þeirra kjörum. Þar er meginmarkmið endur- skoðun trygginganna - almanna- trygginga í heild sinni - án þess að um sé getið hvern tilgang skuh hafa, sem er meginmálið. Heildarupphæð til skipta Endurskoðun hefur nú staðið í u.þ.b. 25 mánuði aðeins og að því verki eða verkleysu hefi ég vissu- lega komið. En meginvandinn, sem vissulega strandar alltaf á, og það eðlilega, er það hversu lífskjaragrunnurinn skal í raun vera, og hvemig kjara- jöfnunin á að fara fram. Það er vandalítið að setja fram ærinn óskalista um upphæðir einstakra bótaflokka, jöfnun og hlunnindi af margs konar tagi, en þá verður fyrst að hafa þá heildarupphæð í huga sem til skipta er. Án þess að vita hvað samfélagið vill fara með til málefnisins, svo dýrt og viðkvæmt og víðfeðmt sem það er, kemst maður hvorki lönd né strönd, eins og þar stendur. Það sama má segja um það markmið er snertir skaðabætur til sjúklinga, mjög umtalað mál frá síðasta þingi, þegar Karvel Pálmason kom meö harðfylgi í gegn lagasetningu sem alls staðar að kalla mætir mótbyr í kerfmu, máske - og þar mæta grunsemdir ýmsar aftur til leiks - máske af því að hætta er á hags- munaárekstrum einhverra sem óskeikula telja sig. Svo óljóst er það markmið og þokukennt, enda af hálfu stjórnvalda ekkert verið að- hafst til að koma mætti brýnu máli í gegn. Og enn finn ég sárt til sam- ræmingarskorts þegar hin ýmsu lög eru þó endurskoöuð. Nú er sín hvor nefndin að endur- skoða - annars vegar almanna- tryggingalögin - hins vegar lög um málefni fatlaðra, og þar er þó öðru fremur þörf samræmingar en ekki samruna á neinn veg s.s. sumir hafa látið liggja að. Enginn skilji þessi orð mín svo að ég telji ekki mikilvægt að íslensk heilbrigðisáætlun fái öðlast sam- þykkt Alþingis með um margt enn skýrara orðalagi. Hún er af hinu góða - markmið eru ítrekuð - orðræður kvikna á ný um ýmis atriði - umræðan verð- ur lifandi og fjölbreytt um farvegi heilsugæslu og heilbrigðra lífs- hátta. Og máske verða af öllu ein- hverjar efndir á einn og annan veg. Það sem hins vegar gildir ofar öðru í mínum huga eftir lesturinn, vitandi þau lög sem gilda, er hversu alltof skammt við erum á vegi með forvarnir og fyrirbyggjandi leiðir hvarvetna á vettvangi en eyðum óhófsfé í afleiðingamar, eins og íjármunir spretti fagurlega á trján- um. Helgi Seljan „Meginvandinn, sem vissulega strand- ar alltaf á, og það eðlilega, er það hversu lífskjaragrunnurinn skal í raun vera, og hvernig kjarajöfnunin á að fara fram.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.