Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Side 26
Sviðsljós
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990.
Ólyginn
sagði...
Madonna og Warren Beatty:
Ást jaínt á hvíta tjaldinu
sem og í raunveruleikanum
Steven Spielberg
- sem hvað frægastur er fyrir
gerð rándýrra og vinsælla kvik-
mynda - hefur nú hug á því að
ráðast í gerð kvikmyndar sem
„aðeins" á að kosta 300 milljónir.
Myndin á að fjalla um æsku hans
og systur hans, Annie Spielberg,
og semur hún einmitt handritiö.
Að sögn Spielbergs verður mynd-
in gamanmynd og aðalpersónur
hennar verða, eins og áður sagði,
hann, Annie og móðir þeirra
systkina. Mun myndin verða tek-
in í Cincinnati.
Eddie Murphy
á ekki upp á pallborðið hjá einum
helsta kvikmyndagagnrýnanda
Bandaríkjanna þessa dagana.
Roger Ebert, en svo heitir gagn-
rýnandinn, var alls ekki skemmt
yfir sóðalegu orðbragði í nýjustu
mynd Eddie, Harlem Nights, og
sagði að þeir sem hefðu rekið
næturklúbbana í Harlem á sínum
tíma hefðu haft andstyggð á sora-
kjaftinum á Eddie. En hann sér
myndinni fleira til foráttu, m.a.
að það sé greinilegt að Eddie hafi
lítið álit á kvenfólki. Eddie gæti
gert hvað sem hann vildi, og það
væri það sem hann væri að gera,
en svo kæmi að því að sápukúlan
spryngi.
I nokkurn tíma hafa helstu slúður-
blöð heims, bresk jafnt sem banda-
rísk, velt sér upp úr sambandi Ma-
donnu og piparsveinsins og kvenna-
gullsins Warren Beatty. Svo virðist,
samkvæmt nýjustu fréttum, að ekk-
ert hafi slegið enn í ástina og hún sé
jafnheit sem áður.
Madonna og Warren leika nú sam-
an í nýrri kvikmynd, gerðri eftir
teiknimyndapersónunni og spæjar-
anum Dick Tracy. Eru það ekki
ómerkilegri leikarar en Dustin Hoff-
man og A1 Pacino sem einnig ljá
myndinni nafn sitt en samkvæmt
heimildum ber þó minna á þeim við
tökur niyndarinnar en turtildúfun-
um Madonnu og Warren. En það er
einmitt Warren sem leikur Dick
Tracy. Madonna fer með hlutverk
Breathless Mahoney sem er söng-
kona á næturklúbbi og reynir með
öllum brögðum að draga Dick Tracy
á tálar. Svo virðist sem Madonna
hafi ef til vill tekið hlutverk sitt ein-
um of alvarlega.
Hinn 52 ára gamli Warren og hin
21 ári yngri Madonna gera vart ann-
aö en að kela, knúsa og kyssast, að
sögn þeirra sem vinna við upptökur
á myndinni. Virðist það ekki skipta
þau máli hvaða tími dags er, né held-
ur hvort þau eru í miðjum upptök-
um.
Það sem Warren finnst svo heill-
andi við Madonnu er að hún er fram-
hleypin, þorir að eiga upptökin og
síðast en ekki síst, á hærri upphæðir
inni á bankabók. Þau hjúin ku eyða
talsverðum tíma í aftursætum bíla
Kynskiptingur í framboði
Kynskiptingurinn Terri Pohram á
atkvæðaveiðum á dvalarheimili
aldraðra. Símamynd Reuter
„Breyting til batnaðar" er kjörorð
eins frambjóðanda til bæjarstjóra-
embættisins í Yountville í Kaliforn-
íu. Varla væri það í frásögur færandi
ef ekki væri fyrir þá staðreynd að
frambjóðandinn, sem er kona, var
einu sinni karlmaöur.
Terri Pohram heitir hún, er 37 ára
gömul og selur skartgripi dags dag-
lega. En á áttunda áratugnum gekkst
hann/hún undir aðgerð og breytti um
kyn. Áður hafði hann/hún unnið við
að líkja eftir kvenfólki. Terri flutti
til Yountville fyrir tveimur árum og
er nú í framboði, eins og áður segir.
Hefur hún lofað því að láta bæjar-
stjóralaunin, sem eru 180 dalir á
mánuði, renna til góðgerðarmála.
Terri tekur framboðið mjög alvar-
lega og leitar stuðnings meðal eldri
borgara sem er stór hluti íbúa þessa
3.200 manna bæjar.
Fyrir nokkrum dögum birtist hún
í teiti á dvalarheimili aldraðra, þar
sem meirihluti bæjarbúa býr, klædd
þröngum kjól óg á rúlluskautum.
Ekki fór miklum sögum af viðtökun-
um en mörgum mun hafa þótt hún
heldur glysgjörn og skrautleg fyrir
þetta litla bæjarfélög þótt allt geti
gengið í San Francisco.
Það liður ekkert ár svo að morgunhrafnarnir í sundlauginni í Laugardal
haldi ekki þorrablót. Hér sjáum við Steingrím Hermannsson forsætisráð-
herra skála í bjór með félögum sínum. DV-mynd GVA
Rocky I, Rocky II, Rocky III, Rocky IV, Rocky V, Rocky VI, Rocky VII... Hvar
tekur þetta enda? spyrja sjálfsagt margir. En það er staðreynd, Rocky V er
á leiðinni. Geta nú aðdáendur myndanna glaðst en aðrir hrist hausinn.
Meðfylgjandi mynd sýnir Rocky, Sylvester Stallone, sýna þungavigarhnefa-
leikamanninum Tommy Morrison hvernig hann vill að hann hreyfi sig í
myndinni. Var verið að vinna við upptökur á aðalbardagaatriði myndarinn-
ar. Og nú er bara að bíða og sjá. Simamynd Reuter
John Goodman
- hinn nýkvænti - sér nú rautt
þessa dagana vegna umfjöllunar
kjaftasögublaðanna um hann og
eiginkonu hans. Goodman, sem
gekk að eiga Annabeth Hartzog í
október sl„ kvaðst m.a. hafa séð
stærðar fyrirsögn sem hljóðaði
eitthvað á þessa leið: „Hið yndis-
lega og kolruglaða brúðkaup
mitt“. Goodman vill þó halda því
fram að ástæðan fyrir vinsældum
hans í kjaftasögublöðunum sé
sprottin af vinsældum þáttanna
um Roseanne en hann leikur ein-
mitt annað aðalhlutverkið í þeim.
Svona að lokum skal þess getið
að Goodman leikur einmitt í nýj-
ustu mynd Stevens Spielberg,
Always.
Ekki létt verk að
verða prinsessa
Það hefur sjálfsagt ófáa stúlkuna
dreymt um að giftast prinsi. Hin 23
ára Kiko Kawasha var ein hinna
heppnu og mun fljótlega ganga í
hjónaband með Aya sem er japansk-
ur prins og annar í röð arftaka krún-
unnar. Það er þó ekkert létt verk aö
verða prinsessa og nú má Kiko ganga
í gegnum mánaðarnámskeið í kon-
unglegum siðum áður en hún verður
tekin inn í hina konunglegu fjöl-
skyldu. Kiko verður að gjöra svo vel
að mennta sig í konunglegum hefð-
um og siðum, stjórnarskránni, sögu
og öðrum fræðum sem þykir hæfa
aö prinsessa kunni skil á. Þrauta-
göngunni lýkur í lok mars.
Kiko Kawasha verður prinsessa í
mars. Simamynd Reuter
sinna og þegar þau birtast aftur er
Warren allur útataður í varalit sem
samstarfsmenn hans kalla stríðs-
málninguna.
Það sem virðist sérstaklega halda
sambandi þeirra gangandi er að þau
hafa þörf hvort fyrir annað. Ma-
donna er engin Meryl Streep en hún
syngur öll lög myndarinnar og þykir
gera það mjög vel. Warren gæti á
hinn bóginn hugsanlega gert hana
að leikkonu. Hann er ávallt við hlið
hennar, reiðubúinn að gefa henni
góð ráð.
Miklar vangaveltur eru nú meöal
fólks um hvort svo fari að hinn ill-
ræmdi kvennabósi lendi uppi við
altarið. Því eins og einn vinur Ma-
donnu sagði: „Það sem Madonna vill,
það fær hún.“
Þess má svo geta að lokum að
myndinni um Dick Tracy er spáð
meiri vinsældum en Batman og er
þá mikið sagt.
Endar Warren Beatty uppi við altarið?