Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Side 27
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990. 27 Lífstm Breytt verð á læknaþjónustu: Dæmi um 186 prósent hækkun Ný gjaldskrá fyrir þjónus'tu lækna tók gildi 15. febrúar þegar heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytið gaf út reglugerð um þessa þjónustu. Nokkrar grundvallarbreytingar eru gerðar á gjaldtöku fyrir þjónustu lækna og þær helstar að 190 króna gjald, sem sjúklingur þurfti að greiða fyrir komu til heimilislæknis, er fellt Neytendur niður. Þetta gildir þó aðeins ef heim- sóknin er á tímanum frá kl. 8.00- 17.00 á virkum dögum. Viðtöl við heimilislækni utan dagvinnutíma og um helgar hækka úr 350 í 500 krónur eða um 42% Gjald fyrir vitjun læknis til sjúkl- ings á dagvinnutíma hækkar um 15% úr 350 í 400 krónur en vitjun utan dagvinnutíma hækkar um 186%, úr 350 í 1.000 krónur. Gjald fyrir þjónustu sérfræðinga, komur á slysadeild og bráðamóttöku hækkar um tæp 43%, eða úr 630 krónum í 900. Þetta gjald lækkar hins vegar úr 300 í 215 krónur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Þegar rætt er um örorkulífeyrisþega í þessu sam- bandi er átt við þá sem eru 75% ör- yrkjar eða meira og séu þeir eigi yngri en 16 ára. Fyrir komu á röntgendeild greiðast nú 300 krónur fyrir hverja heimsókn, nema elli- og örorkuþegar greiða 100 krónur. Áður var þetta gjald mishátt eftir því hvaðan sjúklingum var vís- að. Þeir sem komu samkvæmt tilvís- un sérfræðings greiddu ekkert en þeir sem komu frá heimilislækni greiddu 440 krónur. Því má reikna með að þetta hækki hjá meirihluta þeirra sem koma til röntgendeildar. í reglugerðinni er tekið fram að - nokkur gjöld felld niður Ný og breytt gjaldskrá fyrir læknisþjónustu hefur verið ákveðin með reglugerð heilbrigðisráðuneytisins. Dæmi eru um hækkanir um 186%. elli- og örorkubótaþegar skuli aldrei greiða meira en 3.000 krónur saman- lagt á einu almanaksári fyrir sér- fræðilæknishjálp, komu á slysadeild, rannsóknir og röntgengreiningu. Einnig er tekið 'fram að tilgreindar fjárhæðir séu hámark þess sem sjúklingur þurfi aö greiða hveiju sinni og með öllu óheimilt að inn- heimta aukagreiðslur vegna áhalda eða umbúða. Lyfjakostnaður verður með þeim hætti hér eftir að fyrir lyf af hestu- kaupalista þarf að greiða 550 krónur en elli- og örorkubótaþegar greiða þó aðeins 170 krónur. Þessar greiðsl- ur eru óbreyttar frá því sem áður var. Fyrir önnur lyf, sem greidd eru af sjúkratryggingum, þarf nú að greiða 750 krónur í stað 550 króna áður. Elli- og örorkubótaþegar greiða 230 krónur fyrir slík lyf. Þetta er gert í þeim tilgangi að reyna að lækka lyíjakostnað með því að stýra neysl- unni í ódýrari lyf. Sykursjúkir mótmæla Samtök sykursjúkra hafa mótmælt harkalega þessari breytingu á gjald- skrá fyrir læknisþjónustu og fullyrða að hækkunin fyrir þennaniióp sé rúm 90%. Þeir benda á að áður hafi sykursýkisjúklingur þurft aíý-greiða 630 krónur fyrir heimsókn til sér- fræðings og ekkert fyrir blóðrann- sókn. Nú kosti viðtal við sérfræðing 900 krónur og rannsókn á blóði 300 krónur. Samtökin hafa sent heilbrigðisráð- herra bréf þar sem umræddri hækk- un er harðlega mótmælt og fullyrt að hækkunin verði til þess að draga úr heilsugæslu þeirra sem aftur leiði til vinnutaps og ótímabærs dauða. Því hafi ríkið meiri kostnað af afleið- ingum hækkunarinnar en sem nem- ur tekjuaukanum. -Pá 10 stórmarkaöir á höfuðborgar- svæðinu hafa sett upp búnað til þess að taka á móti einnnota mn- búðum. Þessi aðstaða er mikið not- uð og i verslunum Miklagarðs og Kaupstaöar er tekið á móti 500 þús- und umbúðum í hveijum mánuði að verðmæti 2.5 milljónir króna. Rétt er að taka fram að í öllum þessum stórmörkuðum fá við skiptavinir innleggsnótu í verslun- inni sjálfri í stað umbúöanna. Vilji menn fá beinharða peninga fyrir flöskur og dósirverðuraðfara með umbúðirnar í afgreiðslu Endur- vhmslunnar í Dugguvogi sem er opin frá kl. 10.00:-17.00: mánudaga til fimmtudaga en til 16.00: á iöstu- dögum ogeinnigfrá kl. 13.00:-16.00: á laugardögum. -Pá Breyting á dagvistar- giöldum aldraðra Með reglugerð frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu, sem tók gildi 1. febrúar, verður tekið gjald fyrir dagvist aldraðra sem nemur fullum einstaklingsgrunnlífeyri Trygginga- stofnunar rikisins. Samkvæmt reglugerðinni má gjald fyrir dagvist- ina vera 500 krónur fyrir hvern dval- ardag en þó verði heildargjald aldrei hærra en 10.700 kronur a manuöi sem er sú upphæð sem nemur lífeyr- inum. Þetta hefur í för með sér þær breyt- ingar fyrir vistmenn á sumum dag- vistarstofnunum fyrir aldraða að gjaldið hækkar úr 7.000 krónum á mánuöi í 10.700 krónur eöa um 53% milli mánaða. A dagvist aldraðra við Dalbraut í Reykjavík hafa vistmenn undanfarin tvö ár greitt lægri upphæðina eða um 7.000 krónur á mánuöi fyrir hækkun. Hafði slíkt fyrirkomulag gilt frá því að stofnunin var sett á daggjaldakerfi fyrir tveimur árum. Þetta misgengi hefur nú verið lag- fært. -Pá Rannsóknir leiða hollustu banana í ljós Ný amerísk rannsókn, sem í tóku þátt um 133 manns, leiðir í ljós að bananaát hefur mjög jákvæð áhrif á blóðþrýsting og dregur þar með úr líkum á slagi og öðrum fylgi- kvillum háþrýstings. Það er hátt kalsíuminnihald ban- ana sem hefur þessi jákvæðu áhrif á blóðþrýstinginn. Ef þátttakendur snæddu að minnsta kosti einn ban- ana á dag minnkuðu líkur á heila- blóðfalli af völdum of hás blóð- þrýstings um 40%. Það er betri ár- angur en hægt er að ná fram með blóðþrýstingslyfjum. Kalsíumneysla ásamt minni salt- neyslu og aukinni neyslu trefja- ríkrar fæðu er tahn geta fækkað dauösföllum af völdum hjartasjúk- dóma og skyldra kvilla um allt að helming samkvæmt niðurstööum læknanna sem stóðu að rannsókn- inni en hún náði til nokkurra landa. Nýjar rannsóknir leiða í Ijós að bananaát dregur úr of háum blóðþrýstingi. í sænska blaðinu Dagens Nyhet- er, þar sem fjallað er um þessar niðurstööur, kemur fram að Sviar borða 5-10 sinnum meira af salti en nauðsynlegt er tahð. Nels Henn- ingsen, einn læknanna sem að rannsókninni stóðu, ráðlagði fólki eindregið að minnka saltneysluna og hyggja vandlega að efnum á borð við kalsíum og magnesíum en hægt er að fá salt sem þessum efn- um hefur verið bætt í. Þessi tíðindi um hohustu banana- neyslu koma á óheppilegum tíma fyrir íslendinga en fyrir skömmu tóku þrjú stærstu fyrirtækin, sem flytja inn banana, höndum saman og hækkuðu verðið einhliða um 13%. Heildsöluverð var hækkað úr 89 krónum í 100 krónur. Það þýðir að algengt verð á kílói af banönum út úr búð er nú 150 krónur í stað 138 króna áður. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.