Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990. Jarðarfarir Guðfríður L. Benediktsdóttir lést 12. febrúar. Hún fæddist á Hóli í Hörðudal, Dalasýslu 26. maí 1902. Foreldrar hennar voru Margrét Steinunn Guðmundsdóttir og Bene- dikt Bjarni Kristjánsson. Lilja lærði karlmannafatasaum hjá Andrési Andréssyni og starfaði þar í fjölda ára. Hún giftist Siguröi Björnssyni og ól upp tvo syni hans og Ásu systur sinnar sem lést árið 1933. Sigurður og Lilja eignuðust einn son saman. Lijja rak vefnaðarvöruverslun um langt skeið. Útfór hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Guðmundur Hannesson línumaður, áður til heimilis á Nönnugötu lOa, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Björg Tómasdóttir frá Miðhóli, er látin. Útfór hennar verpur gerð frá Fossvogskapellu næsta mánudag kl. 15. Ása Theodórs verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 22. fe- brúar kl. 13.30. Ólafía Sigurðardóttir, Hrafmstu í Hafnarflrði, lést 9. febrúar. Útfórin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. TiJkyimingar Þorrablót Félags eldri borgara verður haldið í Goðheimum nk. fóstudag, 23. febrúar. Upplýsingar og miðapantanir i Goðheimum. Áðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldmn í Súlnasal Hótel Sögu sunnudag- inn 25. febrúar nk. kl. 13.30. Dagskrá: 1. skýrsla stjómar og reikningar lagðir fram. 2. lagabreytingar. 3. ákvörðun um árgjald. 4. kosning stjómar og varastjóm- ar. 5. kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara. 6. önnur mál. Félagar, mæ- tið vel. Minningarkort Áskirkju . Minningarkort Safnaðarfélags Áskirkju hafa eftirtaldir aðilar til sölu: Þuríöur Ágústsdóttir, Austurbrún 37, sími 681742, Ragna Jónsdóttir, Kambsvegi 17, sími 82775, Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27, Helena Halldórsdóttir, Norðurbrún 1, Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími 681984, Holtsapótek, Langholtsvegi 84, Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Þá gefst þeim sem ekki eiga heimangengt kostur á að hringja í Áskirkju, sími 84035, milli kl. 17 og 19 á daginn og mun kirkju- vörður annast sendingu minningarkorta fyrir þá sem þess óska. Andlát Bára Arngrímsdóttir, Álftamýri 20, lést í Borgarspítalanum 15. febrúar. Bjarney Friðriksdóttir, Marargötu 1, andaðist á öldrunardeild Landspítal- ans, Hátúni lOb, 17. febrúar. Ólafur Sigurjónsson, Austurbrún 25, lést aðfaranótt 18. febrúar í Landa- kotsspítala. Lára Lárusdóttir Várnhed til heimil- is í Sidney, Ástralíu, lést 17. febrúar. Svava Þorsteinsdóttir, fyrrum kenn- ari, áður til heimilis á Hringbraut 37, andaðist á Hrafnistu sunnudaginn 18. febrúar. Valgeir Kristófer Hauksson, Spóa- rima 15, Selfossi, andaðist laugardag- inn 17. febrúar. Geir Marinó Jónsson, Goðatúni 15, andaðist í Landspítalanum 18. febrú- ar. Skarphéðinn Jónsson, fyrrv. bif- reiðastjóri, Hvassaleiti 28, lést á heimili sínu 18. febrúar. Fundir Kvenfélag Kópavogs mætum allar á fund fimmtudaginn 22. febrúar í félagsheimilinu kl. 20.30. Erindi flytur Anna Valdimarsdóttir sálfræðing- ur, um sjálfsstyrkingu fyrir konur. Gest- ir velkomnir. Kvenfélagiö Seltjörn heldur aðalfund sinn í kvöld, 20. febrúar, kl. 20.30 í félagsheimilinu á Seltjamar- nesi. Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins er Kristin Sigurðardóttir. Kafft og kökur. Kynning á forn- grískri myndlist Fomgrísk myndlist verður á dagskrá fræðslufundar Grikklandsvinafélagsins Hellas fimmtudaginn 22. febrúar kl. 20.30 í Risinu, Hverfisgötu 105,4.h. Fyrirlesar- ar verða Hrafnhildur Schram og Þóra Kristjánsdóttir. Hrafnhildur mun í erindi sínu veita sögulegt yfirlit yfir myndlist Fom-Grikkja og kynna ýmis meistara- verk þeirra, jafnt á sviði húsagerðar sem höggmynda, en Þóra síðan fræða fundar- menn um afsteypur af grískum högg- myndum sem gleðja augu vegfarenda í Reykjavík. Báðar munu þær bregða upp litskyggnum af umræddum listaverkum og svara fyrirspumum. Öllum er heimill aðgangur. Hið íslenska Sjóréttarfélag boðar til hádegisverðarfundar að Hótel Loftleiðum, Víkingasal (vesturdyr), fimmtudaginn 22. febrúar nk. og hefst fundurinn kl. 12. Fundarefni: Reynslan af björgunarsamningi L.Í.Ú., Landhelgis- gæslunnar og tryggingafélaganna frá 1986. Frummælandi: Gunnar Felixsson aðstoðarforstjóri. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um sjórétt. ITC deildin Irpa heldur fund í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30 að Brautarholti 30. Nánari upplýsingar gefa Kristín í síma 74884 og Guðrún í síma 675781. Fundur um atvinnumál verk- og tæknifræðinga Sameiginlegur fundur VFÍ og TFÍ um atvinnumál tæknimanna verður haldinn miðvikudaginn 21. febrúar 1990 kl. 20.15 í Verkfræðingahúsinu, Engjateigi 9. Á fundinum verða kynntar niðurstöður könnunar á atvinnuástandi og atvinnu- horfum á ýmsum vinnustöðum, verk- og tæknifræðinga. Megintilgangurinn með könnuninni var að meta breytingar sem hafa orðið á störfum tæknimanna á síð- asta ári og horfumar á þessu ári. Fulltrú- ar launþegahópanna innan Verkfræð- ingafélagsins og Tækniff æðingafélagsins gera einnig grein fyrir þvi hvemig at- vinnumálin snúa að þeim. Fréttir Atvmnutryggingarsjóður: Hefur úthlutað 7,3 milHörðum Stjóm Atvinnutryggingarsjóðs af- greiddi skuldbreytingalán til íjórtán fyrirtækja í gær aö upphæð um 436 milljónir króna. Stærsti hlutinn rann til fimm fiskeldisfyrirtækja eða um 270 milljónir en um 166 milljónir fóru til sjö sjávarútvegsfyrirtækja og tveggja iðnfyrirtæja. Stærstu lánin fengu tvö af fiskeldisfyrirtækjunum eða um 80 miUjónir hvort. Með þessari úthlutun hefur At- vinnutryggingarsjóður veitt um 7,3 milljarða að láni. Búist er við að þegar yfir lýkur verði lánveitingar sjóðsins um 8 milljarðar. Af þeirri upphæð verða um 5 milljarðar skuldabréf útgefin af sjóðnum en um 3milljarðarnýirfjármunir. -gse Félagsvist Starfsmannafélagið Sókn og verkakvennafél. Framsókn halda félagsvist miðvikudaginn 21. febrú- ar kl. 20.30 í Sóknarsalnum, Skipholti 50. Kvenfélag Kópavogs SpUað í kvöld, 20. febrúar, í Félagsheim- ili Kópavogs. Byrjað verður að spila kl. 20.30. Allir velkomnir. Tapað-Fundið Úrfannst Úr með svartri ól fannst í Fellsmúla. Upplýsingar í sima 33023. Poodle hundur týndur Svartur lítil poodle hundur með bláa ól týndist í hádeginu í gær. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 44392. Tórúeikar Háskólatónleikar Á háskólatónleikum miðvikudaginn 21. febrúar flytja gitarleikaramir Símon H. ívarsson og Thorvald Nilsson ýmis verk fyrir tvo gitara. Flutt verða lög frá endur- reisnartímanum, suðuramerísk lög og verk eftir ýmis tónskáld gítarins, þ.á m. Granados. Tónleikamir hefjast kl. 12.30 í Norræna húsinu og standa i u.þ.b. hálf- tima. Fækkun alþingismanna Hinn 6. febrúar sl. birtist á les- endasíðum DV grein eftir Konráð nokkurn Friðfmnsson, þar sem hann gagnrýnir aðfinnslur þeirra aðila er telja tölu þingmanna of háa. Hann segir: „Talsmenn „grisjun- ar stofnsins“ telja töluna 40 vera einkar heppilega í því samhengi". Ennfremur: „Dvínandi virðing fyr- ir Alþingi eru orð sem heyrast með jöfnu millibili og ætíð er starfandi ríkistjóm sú alversta er sögur fara af. - Eg er þeirrar skoðunar að ein- staklingar, er kjósa að bjóða sig fram (og verða máske ráðherrar), geri það af heilum hug og sökum þess að þeir telji sig geta unnið þjóð sinni heilt.“ Að endingu segir hann: „Látum af hinum leiða sið að væna marg- nefnda stétt um óheilindi og einnig því að grafa undan velferðinni leynt og ljóst. - En við skulum gagnrýna verkin. Eftirlátum kján- unum sleggjudómana." Er það að vinna þjóð sinni heilt? Þá vitum við það. Það eru allir sleggjudóma-kjánar sem ekki eru samdóma Konráði Friðfinnssyni. Ef þessi rithöfundur veit ekki að núverandi ríkisstjóm er sú al- versta allra tíma og nýtur ekki stuönings nema 1/4 þjóðarinnar hlýtur hann að ganga með lokuð augu og hulin eyru. Er það að vinna þjóð sinni heilt að kaupa fyrir fé skattborgaranna hvert flokksbrotið af öðru til að halda lífinu í stjórnarrekaldinu? Er það að vinna þjóð sinni heilt að stofna ráðuneyti, sem ekki hefur verið samþykkt af Alþingi, setja viðkomandi einstakling á ráð- herralaun og færa honum 3ja millj- óna háfjalla-farartæki í morgun- gjöf? Svo kemur íjármálaráðherra og segir enga peninga í ríkissjóði til aö liðka fyrir samningum vinnu- markaðarins, sem svo sannarlega mörkuðu tímamót! RÚV og Póstur og sími Fjármálaráðherra ætti að vera ljóst aö svo sannarlega em til leiðir til að minnka umsvif ríkissjóðs aðrar en auknar lántökur. Það em KjáUaiiim Þórður E. Halldórsson, fyrrv. lögregluþjónn ekki eingöngu verklegar fram- kvæmdir sem þarf að skera niður heldur ráöast að þeim ríkisfyrir- tækjum sem eru yfirhlaðin ónauð- synlegu starfsliði. Þar liggur bein- ast.við að minnka umsvif Ríkisút- varpsins. Rás 2 er með öllu óþörf. Við eigum nóg af frjálsum útvarpsstöðvum sem útvarpa nákvæmlega sama afþreyingarefni sem rás 2 en seilast ekki til tekjuöflunar í vasa almenn- ings. Það er á vitorði allra sem vilja vita að rás 2 var aldrei sett á stofn til annars en drepa fijálsu stöðv- amar. Það er þess vegna sem í dag er greint frá því að hallarekstur Ríkisútvarpsins nemi 200 milljón- um króna, nema þeir fái að kafa lengra ofan í hálftóma vasa þegn- anna eftir hærra afnotagjaldi. Póstur og sími er yfirhlaðinn óþörfu starfsliði. Þar er m.a. að finna eina toppfígúru sem kallast póstmeistari en nóg til af starfs- þjálfuðum deildarstjórum sem vinna störf sín sjálfstætt. Hvað um ríkisbankana sem hafa ekki opið fyrir almenna þjónustu nema 5-6 klt. á dag? - Svona má lengi telja. Fjármálaráðherra væri ekki lengi að finna þessar 12-1300 millj- ónir sem hann vantar til að greiða vegna kjarasamninganna. Var ekki einhver aö tala um að embætti Húsameistara ríkisins væri óþarft? Aukin umsvif Það er ekki eingöngu vegna þeirra launa, sem þarf að greiða síauknum fjölda alþingismanna, að full þörf er á að fækka þeim heldur hitt að aukin tala þeirra kallar á aukin umsvif í húsnæði fyrir Al- þingi. Alþingishúsið er 110 ára á næsta ári. Það er ekki aðeins eitt fegursta hús á íslandi, byggt af mikilh fram- sýni, heldur þarf það minna við- hald en 10 ára gömul hús sem byggð eru með nútíma tækni. Nú er svo komið að það er ekki lengur nógu stórt fyrir þann þing- mannafjölda sem nú er og öll þau umsvif sem þeim fylgir. - Talaö er jafnvel um nauðsyn þess að kaupa Hótel Borg undir starfsemi Al- þingis. Hveijum hefði dottið í hug að það fagra hótel Jóhannesar Jó- sefssonar yrði lagt undir skrifstof- ur Alþingis? Af framansögðu má ráða að þess- ar eru orsakirnar fyrir því hvers vegna svo margir æskja þess að þingmönnum verði fækkað. Með fækkun þingmanna vinnst einnig það að þessum fáránlegu smáflokk- um, sem orðið hafa til á síðari árum, myndi fækka, sem eru hvort eð er til óþurftar. Þórður E. Halldórsson „Með fækkun þingmanna vinnst einnig það að þessum fáránlegu smáflokkum, sem orðið hafa til á síðari árum, myndi fækka... “ Fjölmiðlar Fyndin sal íslenska þjóðin viðrar sína sál alla virka daga á rás 2, oft með geysi- skemmtilegum tilþrifum. Efstjórn- endurnir eru vel með á nótunum getur Þjóðarsálin oröið bráöfyndið útvarpsefni. Oft undrast maöur hvemig þeir nenna yfirleitt að taka þátt í umræðunni þegar hún er hvað vitlausust. En miklu munar þegar bitastætt umræðuefni rekur á íjörur þeirra eins og nýtt sjónvarpsleikrit. Stefán Jón Hafstein var í góðu sambandi viö hlustendur í sina í gær og vissi greinilega sitthvaö um deíluefhlð. Enginn, sera hringdi inn til að kvarta yfir eða hrósa sjón- varpsleikriti Hrafns Gunnlaugsson- ar, komst undan því að rökstyðja skoðun sína. Úr þessu varö hin fróð- legasta samsuða af kenningum um það hvað höfundi hafi gengið til með samninguverksins. Þegar leið á þáttinn vor u flestir komnir á þá skoðun að leikritið hefði hvorki hentað börnum né gömlu fólki. Einn gamall maður hringdi og sagði að ennþá eldra fólk mætti ekki við svonaósóma, þetta væri aðeins fyrir unglinga sem sæktu í klám og ofbeldi. Þá hringdi unglingur inn sem vildi mótmæala þvi sem gamli maðurinn sagði um ofbeldisfulla unglinga. Kona sagði að börn gætu ekki horft upp á aö kveikt væri í englum og þau sem eru í sunnudagaskóla. Sem sagt gaman, gaman fyrir þá sem hlusta. StjórnandaÞjóöarsálarinnar, sem að þessu sinni var Stefán Jón, var greinilega líka skemmt og hélt hann dampi allan tímann án þess að verða óþolinmóður enþað hendir stund- um enda ekkert skritið þegar sálar- rugl landans keyrir fram úr hófi. Jóhaxma Á.H, Jóhannsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.