Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Síða 15
FIMMTUDAGUR 22. FEBRtJAR 1990. 15 Fiskur Þegar íslendingar voru orðnir það vei stæðir að þeir færu aö verða áhugasamir um að fá brúnan vel- megunarlit á hörund sitt ferðuðust þeir einkum til Spánar. Oft heyrði maður þá hvernig þeir undruðu sig yfir að sjómenn við Miðjarðarhafið nenntu að fara á sjó á smábátum, minni en trillum, til að draga nokkra fiska á land. Sam- fara undrun örlaði á talsverðu sjálf- sáliti, þjóðarstolti og vitund um getu sjómanna og íslensks sjávarútvegs til veiða. Hreyknir menn sögðu: Ja, það þýddi ekki að bjóða ís- lenskum sjómönnum þennan reyt- ing. Vegna þess að í okkur fara gjarn- an saman góðgerðarmaður, mis- heppnaður hagfræðingur og mál- æðismaður höfðu ferðamenn mikla samúð með aumingja sjómönnun- um, sem fengu í hlut aðeins örfá síli og þeir sögðu: Ég veit ekki hvernig aumingja fólkið fer að lifa á jafn litlum afla. Náttúran söm við sig Þetta var á þeim aflatíma þegar íslenskir sjómenn gátu enn verið að ausa upp fiski af miðunum og senda hann morkinn úr netunum, eins og hverja aðra „drullu" í fiski- mjölsverksmiðjur. Magnið í tölum skipti höfuðmáli. Raddir samúðar eru löngu hættar að heyrast hjá íslenskum ferða- mönnum, enda er fiskur að mestu horfinn úr Miðjarðarhafinu. Nátt- úruundur fiskstofnanna hefur ver- ið á stööugu undanhaldi fyrir ágangi mengunar í hafi, vegna saurs og þvags, sápu og sólarolíu ferðamanna. Nú er svo komið að þeim fer stöð- ugt fækkandi sem sækja í velmeg- unarlitinn vegna þröngs efnahags, meðal annars af því það er minna um fisk en áður í norðurhöfum. Fólk hefur varla efni á að fá vel- KjaUariim Guðbergur Bergsson rithöfundur fisk í sjó, kemur tíska „tískufröm- uða“ upp með „alþýðuráð" sem hafa verið notuð af þeim „sauð- svarta" frá örófi alda. Fegurðarsérfræðingar hafa upp- götvað að á sumum stöðum í fjöll- um á Tyrklandi hafa smáfiskar í laugum verið notaðir til að éta óhreinindin af húð manna öldum saman. Þessi „snyrtisíli" narta í hana, éta fituna, örva blóðstraum- inn og tryggja mönnum eilífa æskufegurð á skrokkinn og vissa, eftirsótta getu. Allt í einu urðu þessir örsmáu fiskar næstum að plágu meðal framsækins fins fólks á meginlandi Evrópu: allir sem vilja vera í tengslum við siði frá örófi alda, en með vísindalegu nútímasniði þó, eiga laugar með því sem ég leyfi „Sigur okkar í ósigrinum er orðinn slík- ur að við erum farin að flytja inn ís- lenskan fisk, „tilbúinn“ á pönnuna, en „tilreiddan“ 1 breskum fiskiðjuverum.“ megunarlit á húðina nema undir sólarlömpum heima. Talsverður samdráttur hefur orð- ið hvað varðar tekjur af ferðamönn- um á Spáni á síðasta ári. Afleiðing- arnar hafa ekki látið standa á sér. Náttúran er söm við sig, fiskinum í Miðjarðarhafinu hefur strax vaxið fiskur um hrygg. Vissar sílatorfur hafa sést í sjónum nálægt ferða- mannastöðum, ferðamönnum til mikillar skelfngar. Þeir eru orðnir svo vanir dauðum sjó að þeir halda að ef fiskur sést í honum sé hann stórhættulegur heilsu þeirra. „Skítseiði“ En þegar óttinn er mestur við eðlileg náttúrufyrirbæri, eins og mér nú að kalla „skítseiði". Ég veit ekki hvort þau eru komin til Islands (við erum alltaf soldið á eftir öðrum þjóðum). Mér finnst líklegt að siðurinn berist brátt hingað og að menn fari þá fremur í seiðapotta en í heitu pottana. Öfugsnúin örlög Örlögin eru öfugsnúin en undir- staða hagfræðinnar rökrétt. Því var það að íslenskir og vaskir sjó- menn vissu ekki á meðan þeir mok- uðu upp fiskinum, fremur til að hemja sálrænan ofstopa en það að stunda skynsamlegar veiðar, að fiskverð hækkar eftir því sem fisk- um fækkar. Af þeim sökum fengu sjómenn, með sílin sín í kænunum Fiskimenn við Miðjarðarhatið dytta að netum sínum. - Landanum til undrunar, og ekki frítt við að örlaði á talsverðu sjálfsáliti og þjóðarstolti. við Miðjarðarhafið, hlutfallslega eins mikið fyrir trog af þeim lifandi og ferskum og íslenskir sjómenn á stórskipum fyrir fullar lestar af morknum netafiski. Hitt er þó verra hvað íslenska sjómenn og hetjur hafsins varðar: núna eru þeir að fá álíka mikið á stóru bátana sína og lötu suðrænu sjómennirnir fengu áður á skekt- um sínum. Stóru, vel búnu skipin virðast aðeins nota stærðina til þess að fela skammarlegu tittina. Hins vegar fá sjómenn núna meira fyrir reyting- inn en landburðinn áður. Það stafar af hræðilegum rökum hag- fræðinnar: þá fiskum fækkar hækkar fiskverð. Það er ekki bara þessum lögmál- um hagfræðinnar að þakka hvað við fáum mikið fyrir fiskinn úr sjónum, heldur öðru líka: hvað við höfum tapað þorskastríðinu við Breta á hagkvæman hátt fyrir út- gerðina. Svo virðist sem við höfum sérstakt lag á því að tapa öllum stríðum án þess að vita það, löngu á eftir að við höfum hrósað sigri. Sigur okkar í ósigrinum er orðinn shkur að við erum farin að flytja inn íslenskan fisk, „tilbúinn“ á pönnuna, en „tilreiddan“ í bresk- um fiskiðjuverum. Svona bítur þorskurinn í sporð sér með séríslenskum hætti á fisk- vegi hagfræðinnar. Kvefuð keila Þetta gerir samt ekkert til. Viö munum standa okkur, þótt ekki verði það í öðru en vitleysunni. Fiskurinn okkar er ennþá ferskur og nokkurn veginn með ómenguðu fiskbragði. Það hefur ekki enn þurft að bragðbæta hann með „eðlilegu" bragði. Meira að segja eldislaxinn okkar hefur ekki fengið það lyfjabragð sem er af þeim norska. Kannski stendur það ekki lengi. Fólk er smám saman farið að gleyma hvernig nýr lax er á bragð- ið. Finni það ekkert bragð af fúkka- lyfjum heldur það að hann sé eitr- aður. Og hvers vegna skyldi fiskurinn ekki þurfa að ganga fyrir lyflum rétt eins og við? Er ekki allt sem lifir meira eða minna lasið og und- ir læknishendi? Það ekki lengur fjarstæðukennt, þótt hlegið hafi verið að kerling- unni, sem svaraði stygg, þegar hún var spurð: Hvað fékkstu í soðið í dag? Kvefaða keilu, svaraði hún. Hún hefur bara verið óralangt á undan sinni samtíð. Guðbergur Bergsson Hver er maðurinn? Upphlaup á sér nú stað í íslensk- um stjórnmálum. Mikið er rætt um endurskoðun og sameiningu flokka, þ.e. flokka sem starfa á „vinstri" væng stjórnmálanna. Alþýðubandalagið á einkar erfiða daga, sem m.a. á rætur að rekja til þeirra atburða sem eru að gerast í Austur-Evrópu. En sammerkt er öllum talsmönnum, sem nú tala hvað hæst um sameiningu, hinn gífurlegi ótti við fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins samkvæmt skoðanakönnunum. Ofur skiljanlegt er að Alþýðu- bandalagið skuli vera uggandi um sinn hag. Hálfrar aldar „trúboð“ hefur nú runnið sitt skeið á enda - „trúboð" sem hefur, þegar upp er staðiö, verið byggt á sandi - blekk- ingum og ósannindum. Hræðslan - við dóm þjóðarinnar - er því skiljanleg í herbúðum þess- ara manna. En það skulu menn hafa í huga að hugsanagangur, sem miðast við ótta vegna eigin verka, er ekki farsælt veganesti til fram- tíðar. Höfðu líkið í lestinni Það er ekki Uðinn nema rúmur áratugur síðan gerð var tilraun til að sameina vinstra fólk í landinu. Þetta átti að gera undir merkjum Samtaka fijálslyndra og vinstri manna. Um tíma náðu Samtökin þó nokkrum árangri. En eins og einhver mætur maður komst að orði. „Þau höfðu líkið í lestinni", simdurlyndið var fylgifiskurinn. Nokkuð forvitnilegt er að rifja upp hver tilgangur Samtakanna var. í stefnuskrá segir m.a.: Sam- tökin telja vænlegast að rækja hlut- verk sitt með því aö beita sér fyrir Kjallarmn Karvel Pálmason alþingismaður endurnýjun íslensksflokkakerfis á þann veg að vinstra fólk í landinu - þeir sem aðhyUast félagshyggju, jafnaðarstefnu og samvinnuhug- sjón - nái samstöðu til átaka í einni stjórnmálahreyfingu, sem verði þess megnug að fara með stjórn landsins í anda þessara samtvinn- uðu grundvallarhugsjóna, gegn valdakerfi auðhyggju og sérrétt- inda, í sókn þjóðarinnar að félags- legum markmiðum á leiðum þjóð- frelsis, jafnréttis, lýðræðis og vel- megunar. Á öðrum stað segir svo m.a.: Sam- tökin telja að mikilvæg forsenda slíkrar samstöðu vinstri manna í landinu sé nýtt gUdismat lífsgæða og lífshamingju í samræmi við hraðfara breytingar á lífsháttum og menningu þjóðarinnar og ný viðhorf í skiptum við umheiminn. Gildir þættir í því endurmati eru viðbrögð við vandamálum af völd- um orkukreppu, hráefnaskorts og auðlindaþurrðar í heiminum ann- ars vegar og verndun umhverfis landsmanna, eigin auðlinda, þjóð- armenningar og þjóðfrelsis hins vegar... í þessu nýja gildismati er öðrum mikilvægara að þjóðin kappkosti að notfæra sér lífsgæða- framboð nútímans eftir lögmálum lífsfyllingar, sem rúmi senn virð- ingu fyrir frelsi einstaklingsins til orða og athafna og samfélagsgæði, þannig að þetta tvennt fari saman í skiptum manna. Hvað brást? Þannig hljóðaði þessi boðskapur sem vinstri menn ætluðu að sam- einast um. En hvað brást? Jú, það voru einstaklingarnir, mennirnir sem áttu að vinna að framgangi hugsjónanna. Fögur voru fyrir- heitin. En þegar hópurinn var sam- ankominn þá sýndi það sig að hann var jafn sundurleitur og hugsast gat. Þó svo að allir vildu „Lilju kveðið hafa“ þá er það ekki þar með sagt að öllum auðnist slíkt, nema síður sé. Því er sú skoðun sett fram hér að þetta tal um sameiningu vinstri manna í dag er út í hött. Það eru nánast sömu mennirnir sem nú í dag tala mest um sameiningu og gerðu fyrir rúmum áratug. Því er þessi sameiningarhugmynd dæmd til að mistakast. Og er það í sjálfu sér enginn þjóðarskaði. Menn verða að fara að skilja það að til þess að ná árangri á vett- vangi stjórnmálanna þarf að vera fyrir hendi ákveðið gildismat. Þjóð- félagið sem slíkt markast af því. Allt of margir sem kenna sig við vinstra hugtakið hafa ekki komið auga á þetta. Þess vegna hefur hlutskipti þeirra verið jafn örðugt og raun ber vitni. Þó svo að menn skreyti sig með nafngiftinni „vinstri maður“ þá segir það ekkert um það hver maðurinn er. Það hefur því miður verið of áberandi hjá þeim sem gefa sér framangreinda nafngift að þar hefur nánast verið um blekk- ingarleik að ræða. Leiðarljósið hef- ur oft á tíðum nánast verið það eitt að hefja sjálfan sig upp í metorða- stiganum og þá lítið farið fyrir hug- sjónunum. Þjóðin hefur fyrir löngu gert sér ljósa grein fyrir þessum athöfnum hinna svokölluðu „vinstri rnanna", því hafa þeir jafn litla tiltrú og raun ber vitni. Spurt er... I dag er ekki spurt um það hvort einhver tiltekinn stjórnmálamaður sé til hægri eða vinstri í litrófi stjórnmálanna heldur: hver er maðurinn? Spurt er um það hvernig hann heldur orð sín, hvernig hann um- gengst samborgarana - þjónar þeim. Spurt er um það hvaða gildi það eru sem hann hefur í heiðri og hvernig hann hlustar eftir því hvað brennur heitast á hinum almenna borgara. Spurt er að því hversu mikil heilindi hggja til grundvallar málflutningi sem viðkomandi stjórnmálamaður boðar. Það skyldi nú ekki vera að stærð stjórnmálaílokka fari eftir því hvernig þau svör hljóða sem gefin eru við framangreindum spuming- um. Því er ekki úr vegi að álykta sem svo aö öll sú umræða, sem fer fram í þjóðfélaginu, um nýskipan á sviöi stjórnmálanna, taki mið af því sem um hefur verið fiallað hér að fram- an. Gömul úrræði sameiningar duga ekki lengur. Það verður ekki lengur neinn mælikvarði á stjórn- málaflokka hvort þeir kenna sig við hægri- eða vinstrihugtök. Það verður spurt um allt annað í nán- ustu framtíð. íslenskt þjóðfélag hefur tileinkað sér ákveðin norm, - hefur ákveðið gildismat, - því hafnar hún þeim aðilum sem ekki gera sér grein fyr- ir þessu. Þetta á jafnt við á sviði stjórnmála, svo og almennt á sviði mannlífsins. Því er farið fram á það hér að menn fari að tileinka sér annan hugsanagang en verið hefur fram til þessa. Nýir tímar beinlínis krefl- ast þess. Karvel Pálmason „Þjóðin hefur fyrir löngu gert sér ljósa grein fyrir þessum athöfnum hinna svokölluðu „vinstri manna“, því hafa þeir jafn litla tiltrú og raun ber vitni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.