Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990. íþróttir Er til fordæmi í máli Vals? Valsmenn hafa sent greinargerð - Bogdan kallaöi liö Armanns af leikvelli | . j Það var stórleikur á I ÍCsl daeskrá 1 NBA-deild- I// I inni í körfuknattleik í fyrrakvöld. LA Lakers sótti þá S A Spurs heim og sigruðu j æsispennandi leik eftir frain- lengingu, 114-115. Önnur úrslit í ieikjunum í fyrrakvöld uröu þessi: Charlotte-Portland......94-104 Orlando Seattle.......102-117 Atlanta-Washington......107-110 New Jersey-Milwaukee....102-10 Minnesota-Houston.......97-92 Phoenix-Boston.........120-99 Sacram-LA Clippers......99-90 Valsmenn hafa sent inn greinar- gerð varðandi atvikið sem kom upp á dögunum þegar liðið gekk af leik- velli í miðjum leik á alþjóðlega handknattleiksmótinu sem fram fór í Garðabæ um síðustu helgi. „Málið hefur verið þingfest og við höfum fengið í hendurnar greinar- gerð frá Valsmönnum um atvikið. Þeir hafa einnig óskað eftir munn- legum greinargerðum sem við í dómstólum verðum við. Við viljum reyna að aflétta biðinni og finna lausn á málinu sem fyrst og ég skil að Valsmenn vilji flýta fyrir af- greiðslu málsins," sagði Valgarður Sigurðsson, formaður dómstóls HSÍ, í samtali við DV í gærkvöldi. Eftir því sem DV kemst næst hef- ur slíkt gerst hér á landi að þjálfari hefur kallað leikmenn sína af leik- velli í miðjum leik. Bogdan Kowalz- cyk landsliðsþjálfari mun hafa gert slíkt þegar hann þjálfaði hand- knattleikslið Ármanns og heimildir DV segja að hann hafi verið sektað- ur um 10.000 krónur og fengið eins eða tveggja leikja bann. -GH PSV vilja semja viö Romario til 1996 Forráðamerm hol- lenska knattspyrnu- liðsins PSV viija nú ólmir semja við brasil- íska ieikmanninn Romario Far- iaz um að hann leiki áfram með félaginu til ársins 1996 en samn- ingur hans rennur út í vor. Rom- ario, sem á dögunum var út- nefndur besti knattspymumað- urinn í hollensku deildinni, kom tfl PSV áriö 1988 frá Vasco da Gama og kostaði 28 milijónir ís- ienskra króna. Hann hefur verið mjög marksækinn í hoilensku knattspymunni og hefur skorað meira en 50 mörk fyrir félagið. Forseti PSV, Kees Ploegma, sagði aö hann vonaðist til að Romario skrifaði undir nýjan samning, sem mundi gilda til ársins 1993, hið fyrsta og að viðræður væru í gangi við Romario um að hann seradi til ársins 1996, Forráða- menn PSV vilja ganga frá samn- ingi við Brasílíumanninn áður en úrslitakeppni HM í knattspyrnu hefst og eru smeykir um að stóru félögín á Spáni og á Ítalíu renni hýru auga til kappans og bjóði honum samning. Spennandi keppní hjá Púttklúbbi Ness Nýlega var haldin holukeppni á vegum Púttklúbbs Ness. Þátt- taka keppenda var mjög góð og fór mótið hið besta fram. Mótið var strangt og langt og þurfti að leika tíu holur til að úrslit fengjust. Haraldur Ársæls- son sigraöi, Villhjáimur Hall- dórsson hafnaði í ööru sæti og i þriðja sæti varð Bergþór Jónsson. Púttklúbburinn skorar á alla fé- laga aö mæta vel á æfingar og taka með sér nýja félaga. Upplýs- ingar eru veittar í síma 26746. Tekur fisk með sér - til Tékkóslóvakíu íslenska landsliðið í handknattleik mun hafa um 10 kg af harðfiski með sér til Tékkóslóvakíu. Einnig mun hðið taka með sér ferskan fisk í keppnina. íslenska hðið var á keppn- isferðalagi í Bratislava í nóvember síðastliðnum og voru þá landshðs- mennimir ekki ánægðir með matinn sem var á boðstólum. Á þessu árstíma er framboð á nýj- um fiski í lágmarki í Tékkóslóvakíu og þá sérstaklega í borgum úti á landsbyggðinni. Forráðamenn heimsmeistarakeppninnar hafa samt lofað að maturinn, sem eldaður verð- ur í keppendur, verði fyrsta flokks. Jón Hjaltalín Magnússon, formað- ur HSÍ, sagði á blaðamannafundi í fyrrakvöld að læknir íslenska hðsins hefði hönd í bagga með hvernig ferski fiskurinn yrði matreiddur. ______________________-JKS Körfubolti í kvöld Tveir leikir eru á dagskrá í úrvals- defidinni í körfuknattleik. í Keflavík taka heimamenn á móti Reyni frá Sandgerði og á Seltjarnarnesi leiða saman hesta sína KR og Þór. í 1. deild karla er stórleikur þegar ÍS og Vík- verji mætast í íþróttahúsi Kennara- háskólans og á Laugarvatni leika UMFL og Léttir. Alhr leikirnir hefj- ast kl. 20. Framarar tryggðu sér sigur á endanum í 2. deild karla í hand- knattleik þegar liðið vann Hauka, 25-24, í miklum baráttuleik. í sömu deild léku á Hlíðarenda Selfyssingar og B-lið Vals og sigr- aði Selfoss, 20-23, og í Njarðvík töpuðu heimamenn fyrir liði Keflvíkinga með 23 mörkum gegn 34. Það er mikil barátta um annað sætið í deildinni. Selfoss er komið í annað sætið með 18 stig, Haukar hafa 17 og UBK er með 16 stig en hefur leikið einum leik minna. í bikarkeppni kvenna sigraði Fram lið KR, 34-23. -GH Bordeaux í efsta sæti Heil umferð var leikin í gærkvöldi í 1. deild frönsku knattspyrnunar og uðru úrsht sem hér segir: Brest-Bórdeaux ....2-0 Caen-Auxerre ....1-0 Lihe-Nice ....1-1 Metz-Toulouse ....3-0 Monaco-Cannes ....0-0 MontpeUier-Nantes R. Paris-Lyon ....2-1 ....0-1 St. Etienne Mulhouse ....3-0 Tnnlnn ParisSG .0-3 • Bordeaux er í efsta sæti með 39 stig en Marseihe er í öðru sæti með 36 stig og í þriðja sæti er Mónakó með 31 stig. Handknattleikur: C-keppnin heitir nú AHukeppni 25% reglan gildir 1 forriðlinum 1 Tékkó Runar tapaöi stórt i úrslitakeppninni Hermundur Sgimmdason, DV, Noregi: Fyrstu leikimir í úrsli- takeppninni í norsku 1. deildirmi í hand- knattleik voru í fyrra- kvöld. Þá áttust viö Urædd og Runar, lið Steinars Bigissonar, og vatm Urædd stórsigur, 25-18. Bengt Svele, þjálfari Urædd og leikmaöur, fór á kostum í leikn- um og átti stóran þátt í sigri hös- ins. Leikmönnum Runar, gekk mjög erfiðlega í sókninni og kom- ust htt áleiðis gegn sterkri vörn Urædd. í hinura undanúrshta- leiknum áttust við Sandeíjörd og Stavanger og sigraði Sandetjörd í miklum baráttuleik, 16-12. Þetta voru fyrri viðureigmr höanna en sigurliðin í leikjunum tveimur samanlagt leika til úrshta um norska meistaratitilinn í hand- knattleik. Ljóst er að baráttan um efstu sætin í heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik verður gífurlega hörð. Þjóðimar, sem lenda í sjö efstu sæt- unum, muna tryggja sér sæti á ólympíuleiknum í Barcelona 1992. Ef Spánverjar, sem leika í sama riðli 'og Islendingar, verða á meðal sjö efstu þjóðanna, munu átta þjóöir tryggja sér sæti á ólympíuleikunum. Þjóðimar, sem hafna í 9.-12. sæti, munu leika í B-keppninni á næsta ári. Löndin, sem lenda í 13.-16. sæti, leika í Álfukeppninni í Finnlandi í marsmánuði. Svonefnd C-keppni er ekki lengur við lýði heldur var ákveðið á síðasta IHF-þingi að kaha keppnina hér eftir Álfukeppni. Hin margumtalaða 25% regla verð- ur höfð th hliösjónar í forriðlunum í Tékkóslóvakíu en ekki í milhriðlun- um og úrslitakeppninni í Prag. -JKS Firmakeppni Skallagríms í innanhússknattspyrnu fer fram dagana 2. og 3. mars. Uppl. gefa Þór Daníelsson, sími 93-71200, MSB og Skarphéðinn, sími 93-71200, kjötvinnslan. Heimasímar: Þór 93-71193, Skarphéð- inn 93-71990. Þátttaka tilkynnist fyrir 27. febrúar. Knattspyrnudeild Skallagríms Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfara í handknattleik, var í fyrral Pétur Baldvin og verður ekki annað sagt en honum hafi tekist þetta verkefni frál blaðamannafundinum þar sem landsliðshópurinn var tilkynntur sem leikur í heimsr Sigurðsson, aðstoðarmaður Bogdans, afhenti honum myndina en Davíð mun vera ur stjórnað islenska landsliðinu allar göturfrá árinu 1983. Úrslitakeppnin 1 blaki Stúdentar eru á t -1 báðum deildum eftir tvær um Fjögurra hða úrslitakeppnin er komin á fullan skrið og í gærkvöldi lauk ann- arri umferð. Kvennalið Víkings og Breiðabliks öttu kappi í langri viðureign og þar á eftir leiddu Þróttarar og HK- menn saman hesta sína. Víkingur - Breiðablik 2-43 Fyrstu þijár hrinurnar voru nokkuö dæmigerðar fyrir þessi hð. Breiðabhk vann nokkuð auðveldlega í þeirri fyrstu, 15-10. Síðan unnu Víkingar í tveimur næstu hrinum, 15-11 og 15-10, og satt að segja töldu líklegast flestir að þar með væri „Víkingsvéhn" komin í góöan gang. En það reyndist öðru nær því að Breiða- bliksstúlkum, undir forystu Hildar Grét- arsdóttur, tókst með góðri baráttu og góðum uppgjöfum að sigra, 15-4. Víking- ar virtust ekki vita í þennan heim né annan og voru bara hissa á þessum ósköpum. Úrslitahrinan fór á svipaðan veg, Breiðabliksstúlkur harðákveðnar að sigra en Víkingar langt frá sínu besta, enda lauk hrinunni með 15-7 sigri UBK. Það var Hhdur Grétarsdóttir sem reif sína menn upp úr deyfðinni eftir þriðju hrinu með góðum leik og hörkubaráttu* 1- og á hún stærstan þátt í sigri síns liðs. Hjá Víkingum átti enginn góðan dag. Dómgæsla í höndum Kjartans Páls Einarssonar hefði mátt vera ákveðnari. Þróttur - HK 3-1 Þróttarar, sem fyrr í vetur afrekuðu það, eitt hða, að tapa fyrir gárungunum í Fram, eru nú loks að komast á skriö. Þeir eru til ahs líklegir nú og ætla sér greinilega að ná langt í slagnum um titil- inn. Fyrstu tvær hrinur voru Þróttara (15-10, 15-10). HK-ingar áttu í erfiðleik- um með að taka á móti uppgjöfum þeirra, einkum Einars Ásgeirssonar og Sveins Hreinssonar, og þar af leiðandi náðu þeir ekki sterkum sóknum. í þriðju hrinu snerist dæmið hins vegar viö og HK tókst að merja sigur með ágætum uppgjöfum og sóknum. Fjórða hrinan varð síðan slæm útreið fyrir HK-inga (4-15), sem tóku iha á móti og sóttu af afar veikum mætti. Bestir Þróttara voru Einar Ásgeirsson og Jason ívarsson en hjá HK átti Karl Sigurðsson góðan leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.