Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990. Firma- og félagshópkeppni KR í innanhússknattspyrnu 1990 Keppnin verður haldin 5.-19. mars í stóra sal KR- heimilisins. Leikið verður í 5 liða riðlum, í 4ra manna liðum á handknattleiksmörk. Óheimilt erað nota leik- menn sem léku í 1. eða 2. deild 1989. Þátttaka til- kynnist fyrir fimmtud. 1. mars í síma 27181 milli kl. 13 og 18. Knattspyrnudeild KR Til fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík Munið fulltrúaráðsfundinn í Átthagasal Hótel Sögu í kvöld kl. 17.30. Fundarefni: Ákvörðun framboðslista. Stjórnin t í/yV Auglýsing ^ um rannsóknastyrki frá 'gjjSJgF J.E. Fogarty g— ' international Research Foundation J.E. Fogarty-stofnunin í Bandaríkjunum býður fram styrki handa erlendum vísindamönnum til rannsóknastarfa við vísindastofnanir f Bandaríkjunum. Styrkir þessir eru boðnir fram á alþjóðavett- vangi til rannsókna á sviði læknisfræði eða skyldra greina (biomedical or behavioral sciences), þar með talin hjúkrunar- fræði. Hver styrkur er veittur til 12 eða 24 mánaða frá miðju ári 1991 og á að standa straum af dvalarkostnaði styrkþega (18.000 til 22.000 Bandaríkjadalir), auk ferðakostnaðartil og frá Bandaríkj- unum. Einnig er greiddur ferðakostnaður innan Bandaríkjanna. Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa umsækjendur að leggja fram rannsóknaáætlun í samráði við stofnun þá í Banda- ríkjunum sem þeir hyggjast starfa við. Nánari upplýsingar um styrki þessa veitir Atli Dagbjartsson lækn- ir, barnadeild Landspftalans (s. 91-601000). Umsóknir þurfa að hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykja- vfk, fyrir 15. júlf nk. Menntamálaráöuneytið, 16. febrúar 1990 I i ___________ t,_Ci^áocnvno ,£¥ Síðmkart Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og greiða með korti. Þú gefur okkur upp: nafn þitt og heimilisfang, síma, kennitölu og gildistíma og númer greiðslukorts. • Hámark kortaúttektar í síma kr. 6.000,- • SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 , £i\ SZíimkori. Uflönd Vaclav Havel í Bandaríkjimum: Bandaríkjamenn ættu að styðja Sovétmenn Havel, forseti Tékkóslóvakíu, ásamt Bush Bandaríkjaforseta. Símamynd Reuter Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvak- íu, hitti að máli Bush Bandaríkjafor- seta í gær og var það annar fundur þeirra á skömmum tíma. Á þeim fundi samþykkti Havel að dvöl bandarískra hersveita í Evrópu stuðlaði að öryggi og stöðugleika á meginlandinu að því er fram kom í máh embættismanna bandaríska forsetaembættisins í gær. En tékk- neski forsetinn hefur einnig sagt op- inberlega að engin þörf sé lengur fyrir þandaríska hermenn í Evrópu. En í yfirlýsingu sem gefm var út að síðari fundi forsetanna loknum í gær sagði að Bush og Havel hefðu verið sammála um aö „vera bandarískra hermanna ætti þátt í að stöðugleiki og öryggi ríkti í Evrópu". Havel, sem fer til Moskvu til fundar við sovéska ráðamenn á mánudag, ávarpaði bandaríska þingmenn í gær. Þar hvatti hann Bandaríkin til að veita Sovétríkjunum aöstoð á leið þeirra til lýðræðis. Ekki er hægt að snúa við umbótaþróuninni í ríkjum Austur-Evrópu sagði forsetinn og þessi þróun mun einhvern tíma leiða til þess að bandarískir hermenn geti snúið heim á ný. Tékkneski forsetinn hét því að þjóð sín myndi ekki láta af hendi lýðræði sitt sem hefði verið keypt svo dýru verði. Reuter Gengur Ungverjaland í Nato? Svo gæti farið að Ungverjaland gangi til liðs viö Nato, Atlantshafs- bandalagið, einhvern tíma í fram- tíðinni að því er fram kom í máli ungverska utanríkisráðherrans, Gyula Hom, í gær. Horn vill að ákvæöi Helsinki-sáttmálans, frá árinu 1975, verði ítarlegri og verði smám saman breytt í skuldbind- ingar fyrir aöildarríkin. Þijátíu og fimm þjóðir hafa undirritað Hels- inki-sáttmálann um landamæri evrópskra ríkja og mannréttindi. „Slíkt gæti haft í fór með sér ný viðhorf og í þvi ljósi er ekki hægt að útiloka að Ungveijaland gangi til liðs við Nato,“ var haft eftir Horn í MTI, hinni opinberu frétta- stofu. Vestrænir stjórnarindrekar furö- uðu sig á ummælum Horn en svo virðist sem þau stangist á við fyrr- um yfirlýsingar ungverskra emb- ættismanna þess efnis aö bæði hernaðarbandalögin skyldu lögð niður og að Ungverjar vildu vera hlutlaus þjóð. Þeir segja að þetta kunni að vera kosningabragð fyrir fyrirhugaðar kosningar í næsta mánuði. Stjórnvöld í Búdapest eiga nú í viðræðum viö Moskvustjórnina um brottflutning sovéskra her- manna frá Ungveijalandi. Einn fulltrúa ungverska utanríkisráðu- neytisins sagði í gær að samninga- menn beggja aðila myndu ræðast við þann 28. þessa mánaðar og und- irrita samning um tímasetningu brottflutnings um miðjan mars. Reuter Nýtt blóðbað í uppsiglingu Stríðandi fylkingar kristinna í austurhluta Beirút voru í viöbragðs- stööu í morgun og var óttast að hörð- ustu bardagarnir hingað til í borg- arastríðinu í Líbanon stæðu fyrir dyrum. „Það er eins og maður standi frammi fyrir aftökusveit meö galopin augu og bíði eftir aö hleypt veröi af," sagöi einn Beirútbúa. Heimildarmenn sögðu aö samn- ingamenn heföu verið í stööugum viöræöum viö Michel Aoun, yfir- mann herafla kristinna, og andstæð- ing hans Samir Geagea, yfirmann sveita þjóövarðliða, til aö koma í veg fyrir aö bardagamir hæfust á ný. Alls hafa sjö hundruð manns látiö lífiö í bardögunum undanfarnar þijár vikur. Þúsundir íbúanna í austurhluta Beirút, borgarhluta kristinna, hafa notaö tækifæriö á meöan vopnahléö hefur ríkt og tekið saman fóggur sín- ar til aö forða sér undan blóöbaöi sem allir óttast. Þaö hefur þó ekki veriö áhættulaust þar sem jarösprengjur eru úti um allt í íbúðarhverfunum. Heimildarmenn Aouns segja að samningamönnum hafi ekki oröiö ágengt í friöartilraunum sínum. Ge- Krlstnlr fbúar austurhluta Belrút hafa flúlð boraina undanfarna daga á meðan vopnahlé hefur rlkt. agea kveöst munu halda áfram aö berjast, jafnvel þótt allt svæði krist- inna verði jafnaö viö jöröu. Herfor- Slmamynd Reuter ingjarnir tveir berjast um yfirráðin yfir kristnum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.