Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Blaðsíða 26
34
FIMMTUÍ)ÁGUR 22. FEBRÚÁR 1990.
Afrnæli
JóhannValdórsson
Jóhann Valdórsson, Þrándarstöö-
um í Eiöaþinghá, varð sjötugur á
þriðjudaginn. Jóhann fæddist aö
Hrúteyri viö Reyðarfjörö og ólst þar
upp til sex ára aldurs en þá shtu
foreldrar hans samvisUim. Hann
flutti þá meö móður sinhi aö Sóma-
staðagerði við Reyðarfjörö ásamt
Þorleifi Þórðarsyni frá Þorgeirsfelli
í Staöarsveit, f. 17.9.1891, d. 29.6.
1951, en hann haföi komið sem ráðs-
maöur að Hrúteyri sama árið.
Að Sómastaðageröi bjuggu þau til
ársins 1931 en þá fluttu þau að Dal-
húsum í Eyvindarárdal. Þau fluttu
síðan að Þrándarstöðum áriö 1938
en þar hóf Jóhann búskap í sam-
vinnu víð móður sína og Þorleif.
Jóhann kvæntist 22.10.1942 Huldu
Stefánsdóttur frá Stakkahlíð í Loð-
mundarfirði, f. 26.11.1920, d. 26.4.
1989, en foreldrar hennar voru hjón-
in Stefán Baldvinsson, f. 9.1.1883,
d. 10.8.1964, frá Stakkahlíð, og Ólaf-
ía Ólafsdóttir, f. 12.11.1885, d. 3.1.
1971, frá Króki á Rauöasandi í Vest-
ur-Barðastrandarsýslu.
Jóhann og Hulda fluttu að Stakka-
hlíö vorið 1943 og hófu þar búskap
í samvinnu við foreldra Huldu og
bróður hennar, Sigurð Stefánsson,
en fluttu aftur að Þrándarstöðum
1948 þar sem þau tóku að mestu leyti
við búskapnum en móðir Jóhanns
og Þorleifur fóstri hans voru þar til
heimilis til dauðadags.
Jóhann stundaði hefðbundinn bú-
skap en starfaði jafnframt mikið
utan heimilisins, bæði til sjós og
lands, einkum harðindaárin í kring-
um 1950. Hann var jafnan meðal
bestu fláningsmanna meðan hann
var upp á sitt besta, var fljótur að
tileinka sér nýjungar og óhræddur
við að takast á við ný verkefni. Kom-
inn hátt á fimmtugsaldursettist
Jóhann á skólabekk með sonum sín-
um og félögum þeirra og lauk
sveinsprófi múrara en hann hafði
starfað við múrverk í nokkur ár.
Árið 1972 brunnu íbúðarhúsið og
útihúsin á Þrándarstöðum til kaldra
kola. Fjölskyldan flutti þá til Seyðis-
fjarðar þar sem hún festi kaup á
íbúðarhúsinu Elverhoj. Þar hafði
Jóhann næga atvinnu endafjöl-
hæfur og afkastamikill starfskraft-
ur og eftirsóttur til allrar vinnu.
Þau Jóhann byggðu síðan nýtt
íbúðarhús að Þrándarstöðum 1980.
Jóhann hannaði hús sitt að mestu
sjálfur og fór þar nýjar leiðir í hönn-
un og byggingaraðferð sem reynd-
ust honum vel. Þau hjónin fluttu
síðan enn að Þrándarstöðum en
Huldalést26.4.1989.
Jóhann og Hulda eignuðust ellefu
böm. Þau em Eðvald, f. 25.4.1943,
bifreiðarstjóri og bílasali á Egils-
stöðum, kvæntur Vilborgu Vil-
hjálmsdóttur, f. 20.1.1942, tækni-
teiknara og húsmóður, og eiga þau
sjö börn; Ólafía Herborg, f. 9.3.1945,
fulltrúi og húsmóðir í Fellabæ, gift
Jóni Þórarinssyni, f. 30.6.1943, að-
stoðarvarðstjóra, og eiga þau þrjár
dætur; Stefán Hlíðar, f. 19.8.1949,
b. og smiður á Þrándarstöðum,
kvæntur Guðrúnu Benediktsdóttur,
f. 6.9.1951, póstmeistara á Eiðum og
húsmóður, og eiga þau fjögur böm;
Þorleifm-, f. 24.2.1951, bífvélavirki
og framkvæmdastjóri, en hann lést
af slysfórum 22.4.1979, var kvæntur
Auði Garðarsdóttur, f. 2.6.1953, og
eignuðust þau einn son sem býr
ásamt móður sinni á Selfossi; Ásdís,
f. 8.12.1952, bankastarfsmaður og
húsmóðir á Egilsstöðum, gift Ragn-
ari Þorsteinssyni, f. 13.7.1951, iðn-
verkamanni, og eiga þau þrjú börn;
Valdór, f. 16.3.1954, sjómaður að
Þrándarstööum, fráskilinn og á fjög-
ur börn; Jóhann Viðar, f. 31.3.1955,
jámiðnaðarmaöur í Keflavík,
kvæntur Ósk Traustadóttur, f. 4.10.
1955, verslunarmanni og húsmóður,
og eiga þau þrjú börn; Vilhjálmur
Karl, f. 16.9.1957, loðdýrabóndi að
Þrándarstöðum, kvæntur Svanfríði
Drífu Óladóttur, f. 7.10.1965, loð-
dýrabónda og húsmóður, og eiga
þau eina dóttur; Kári, f. 13.8.1959,
en hann lést af slysförum 9.7.1961;
Kári Rúnar, f. 4.4.1961, bifvélavirki
að Þrándarstöðum, kvæntur Önnu
GyðuReynisdóttur, f. 11.8.1961,
húsmóður og skrifstofutækni, og
eiga þau fjögur börn, og Ingibjörg
Ósk, f. 17.5.1965, verslunarmaður
og húsmóðir í Reykjavík, gift Heimi
Eðvarðssyni, f. 23.1.1963, lögreglu-
manni.
Jóhann er yngstur í hópi ellefu
alsystkina. Auk þess átti Jóhann
eina yngri hálfsys'tur, samfeðra,
sem móðir hans tók aö sér en þessi
systir hans dó í bamæsku. Þá ólu
móðir hans og Þorleifur upp fimm
fósturböm.
Foreldrar Jóhanns vora Valdór
Bóasson, f. 24.6.1885, d. 22.4.1927,
ogHerborg Jónasdóttir, f. 23.8.1886,
d.22.8.1964.
Systir Valdórs var Hildur, móðir
Regínu Thorarensen, fréttaritara
DV. Valdór var sonur Bóasar Bóas-
sonar, b. að Stuðlum við Reyðar-
fjörð, og konu hans, Sigurbjargar
Halldórsdóttur húsfreyju.
Bóas á Stuðlum var bróðir Bóelar,
langömmu Geirs Hallgrímssonar
seðlabankastjóra og Karls Kvaran
listmálara. Bóas var sonur Bóasar,
b. á Stuðlum í Reyðarfirði, Arn-
björnssonar. Móðir Bóelar var Guð-
rún, systir Páls á Sléttu, afa Páls,
afa Kjartans Gunnarssonar, fram-
kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins,
og Harðar Einarssonar, forstjóra
Frjálsrar fjölmiðlunar. Guðrún var
dóttir Jóns, gullsmiðs á Sléttu í
Reyöarfirði, Pálssonar, bróður
Sveins, læknis og náttúrufræðings.
Jóhann Valdórsson.
Móðir Guðrúnar var Guðný Stef-
ánsdóttir, b. á Sandfelh, Magnús-
sonar og konu hans, Guðrúnar Er-
lendsdóttur, b. á Ásunnarstöðum í
Breiðdal, Bjarnasonar, fóður Þor-
bjargar, langömmu Vilhelms, lang-
afa Alberts Guðmundssonar. Móðir
Hildar var Sigurbjörg, systir
Guðnýjar, móður Huldu skáldkonu.
Sigurbjörg var dóttir Halldórs, b. á
Geitafelli, Jónssonar, prests og
læknis á Grenjaðarstaö, Jónssonar,
langafa Ólafs Friðrikssonar verka-
lýðsleiðtoga, Haraldar Níelssonar
prófessors og Sigfúsar, föður
Björns, fyrrv. háskólabókavarðar.
Herborg var dóttir Jónasar Péturs
Bóassonar, b. á Geldingi í Breiðdal,
bróður Bóasar Bóassonar, og Jó-
hönnu Jónsdóttur frá Eyri í Reyðar-
firði.
75 ára 50ára
Þuríður Sveinsdóttir, Skúlagötu 70, Reykjavík. Ingólfur Gunnarsson, Eyrarlandsvegi 12, AkureyrL Gunnar Bjartmarsson, Þiljuvöllum 29, Neskaupstaö. Þórður Garðarsson, Hamri, Geithellnahreppi. Úlfar Jón Andrésson, _ Borgarheiði 8V, Hveragerði.
70 ára Kristin Ólöf Hermannsdóttir, Langholti 23, Keflavík.
SigurðurOddsson, Þórannarstræti 129, Akureyri. Ingólfur R. Halldórsson, Nónvörðu 3, Kefiavík.
40 ára
Lilja Hafsteinsdóttir, Hraunbæ 178, Reykjavík.
60 ára Agnes Eggertsdóttir, Skildinganesi 21, Reykjavík.
Kristjana Haraldsdóttir, Bogahlíð 24, Reykjavík. Sjöfn Guðjónsdóttir, Amagerði, Fljótshlíðarhreppi. Yngvi Jónsson, Greniteigi 18,Keflavík. Ágúst Ingi Andrésson, Þrastarhólum 8, Reykjavík. Jóhann Bergsveinsson, Hlíðarhjalla 1, Kópavogi. Elías Pólsson, Saurbæ, Holtahreppi.
Gunndór í. Sigurðsson
Gunndór ísdal Sigurðsson flug-
stjóri, Selvogsgranni 5, Reykjavík,
er fimmtugur í dag.
Gunndór fæddist á Vopnafirði og
ólst upp á Homafirði og í Reykjavík.
Hann lauk gagnfræðaprófi og
stundaði síðan nám við Iðnskólann
í Reykjavík í eitt ár. Þá hóf hann
flugnám 1956 og lauk einkaflug-
mannsprófi 1958 og síðar atvinnu-
flugmannsprófi.
Á unglingsárunum stundaði
Gunndór sjómennsku og almenna
verkamannavinnu. Þá stundaði
hann flugkennslu hjá Flugskólan-
umÞytítvöár.
Gunndór hóf störf hjá Loftleiðum
1965. Hann var í eitt ár flugmaður
og flugstjóri á DC-3 í innanlands-
flugi hjá Flugfélagi íslands en síðan
flugmaður hjá Loftleiðum hf. og síð-
an Flugleiðum hf. á CL-44, á DC-8 í
fimmtán ár og á Boeing 727. Hann
hefur nú verið flugmaður í innan-
landsflugi hjá Flugleiðum sl. þrjú
ár.
Kona Gunndórs er Guörún María
Skúladóttir, f. 14.6.1943, dóttir Skúla
Guðmundssonar, alþingismanns og
ráðherra, og konu hans, Jósefínu
Helgadóttur.
Börn Gunndórs era Inga, f. 4.2.
1959; Haukur, f. 28.9.1961; Halldóra,
f. 31.12.1963; Kári, f. 1.4.1972, og
Marta Þyrí, f. 26.12.1967. Dótturson-
ur og fóstursonur Gunndórs er
Gunnar ísdal, f. 26.8.1976.
Börn Guðrúnar Maríu era Edda
Björg, f. 16.10.1963, og Heimir, f. 4.10.
1970.
Bræður Gunndórs eru Valþór,
verkstjóri hjá Hagvirki, búsettur í
Hafnarfirði, og Hörður, sendibíl-
stjóriíReykjavík.
Foreldrar Gunndórs eru Sigurður
Bjamason, f. 25.9.1912, vörubif-
reiðastjóri í Reykjavík, og Halldóra,
f. 14.6.1917, húsmóðir.
Foreldrar Sigurðar voru Bjarni
Bjarnason, b. á Haga í Staðarsveit,
og kona hans, Valgerður Benónýs-
dóttir frá Akri í Staðarsveit.
Halldóra er dóttir Guðjóns Gísla-
sonar, b. og búfræðings að Viðborði
í Hornafirði og síðar á Kotströnd í
Ölfusi, og Pálínu Jónsdóttur, b. á
Gunndór ísdal Sigurðsson.
Odda á Mýrum Hálfdánarsonar, b.
á Odda, Hálfdánarsonar frá Heina-
bergi.
Móðir Pálínu var Halldóra, dóttir
Gísla, b. á Arnardranga, Bjamason-
ar og Þuríðar Þorláksdóttur.
/--------------
Það er þetta með
bilið milli bíla...
Diðrik Jónsson
Diðrik Jónsson byggingameistari,
Hofteigi 20, Reykjavik, er áttatíu og
fimmáraídag.
Diðrik fæddist að Einholti í Bisk-
upstungum og ólst upp í foreldr-
ahúsum. Að loknum barnaskóla
starfaði hann við hvers kyns bústörf
á búi foreldra sinna og víðar, en á
nítjánda árinu vaknaði áhugi hans
á smíðum og hóf hann þá störf á því
sviði. Jafnframt smíðunum hóf
hann sjósókn og stundaði alls níu
vertíðir. Diðrik var háseti á mb
Hákoni Eyjólfssyni GK og MB Óðni
GK sem reru frá Sandgerði og Kefla-
vík. Diörik lauk síðan námi í tré-
smíði frá Iðnskólanum á Eyrabakka
1938.
í upphafi síðari heimsstyijaldar-
innar flutti Diðrik til Reykjavíkur
og hóf smíðastörf hjá Guðjóni Vil-
hjálmssyni byggingameistara. Að
fengnum meistararéttindum 1952,
hóf Diðrik sjálfstæðan rekstur með
Guðbimi Guðmundssyni, en þeir
áttu eftir að vinna saman að mörg-
um byggingum, eins og t.d. Bænda-
höllinni (Hótel Sögu) og Laugavegi
13, húsi Kristjáns Siggeirssonar.
Hin síðari ár starfsævinnar stund-
aði Diðrik innréttingasmíði á verk-
stæði sínu við Hofteig.
Diðrik er nú sestur í helgan stein
en nýtur nærveru Sundlauganna í
Laugardal sem hann stundar af
kappi.
Diðrik átti tvær systur sem báðar
era látnar. Þær vora Arnbjörg, f.
1900, og Marta, f. 1902. Arnbjörg gift-
ist Kristjáni Þorsteinssyni frá
Bræðratungu en þau bjuggu búi
sínu að Einholti og eignuðust sjö
böm. Marta giftist Jóni Eiríkssyni
útgerðarmanni en þau bjuggu að
Diðrik Jónsson.
Meiðastöðum í Garði og eignuðust
fimmbörn.
Foreldrar Diöriks vora Jón Diö-
riksson og Guðfinna Magnúsdóttir.
Diðrik verður að heiman í dag.