Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Blaðsíða 11
0(MIÍ)MCT AQl® ftI IU9S0. ■«,11 U . >'IJ.l J J,1II.IU1I 1 Namibía loks sjálfstætt ríki Namibía hlaut loksins sjálfstæði sitt rétt eftir miðnætti í nótt eftir að hafa verið sjötíu og fimm ár undir yfirráð- um Suður-Afríku. Æðstu yfirmenn Sameinuðu þjóðanna, utanríkisráð- herrar stórveldanna og fjöldi afrí- skra leiðtoga höfðu komið til Wind- hoek, höfuðborgar Namibíu, til þess að taka þátt í hátíðahöldunum. Á miðnætti átti að taka niður fána Suður-Afríku en athöfninni seinkaði um átján mínútur. Óþreyjufullur mannfjöldinn hrópaði: „Niður með fánann!" um leið og tveir hvítir suð- ur-afrískir liðþjálfar tóku niður suð- ur-afriska fánann. Nokkrum sekúnd- um síðar var fáni Namibíu dreginn að húni af svörtum hermanni. Marg- ir viðstaddir grétu og aðrir reistu kreppta hnefa á loft. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, stjórnaði athöfninni þegar Sam Nujoma, leiðtogi Swapohreyfingar- innar, sór embættiseið sem fyrsti for- seti Namibíu. Athöfnin fór fram á troðfullum íþróttaleikvangi og marg- ir gagnrýnendur de Klerks, forseta Suður-Afríku, klöppuðu þegar hann sagði að sjálfstæði Namibíu markaði kaflaskil og nú hæfist nýtt tímabil fyrir allan suðurhluta Afríku. Stjórnin í Namibíu viðurkennir að hún er enn efnahagslega háð Suður- Afríku. Hvítir eiga flestar námur í Namibíu sem og fiskiönaðar- og land- búnaðarfyrirtæki. Enn ríkir mynt- og tollabandalag milli landanna. Stór hluti neysluvara kemur frá Suður- Afríku. Namibía er einnig háð Suð- ur-Afríku á sviði samgangna. Stærsta höfn Namibíu verður áfram undir stjórn Suður-Afríku sem reyndar hefur sagst vera reiðubúin að ræða um yfirráðin yfir höfninni við stjórnina í Windhoek. Namibía varð þýsk nýlenda upp úr 1880 en 1915 náðu suður-afrískir hermenn landinu á sitt vald. Reuter og FNB Namibískur hermaður dregur fána lands sins að húni skömmu eftir mið- nætti í nótt þegar sjálfstæði Namibíu var fagnað. Simamynd Reuter Peres falin stjórnarmyndun Shimon Peres, leiðtoga Verka- mannaflokksins í ísrael, var í gær fahð að mynda nýja ríkisstjórn. Per- es, sem lofað hefur að flýta friðarvið- ræðum við Palestínumenn, mun hins vegar geta lent í vandræðum með aö finna samstarfsflokka. Eftir þriggja daga viðræður við fulltrúa allra þingflokka veitti Herzog forseti Peres þriggja vikna frest til að mynda nýja samsteypu- stjórn. Flokkur Peres hætti stjórnar- samstarfi við Likudflokk Shamirs forsætisráðherra í síðustu viku vegna ágreinings um tillögur Banda- ríkjamanna um friöarviðræður við Palestínumenn. Verkamannaflokk- urinn bar síðan fram vantrauststil- lögu á stjórnina sem var samþykkt á þingi. Peres þarf nú stuöning einhverra af litlu trúarflokkunum í ísrael sem eru með átján þingsæti af hundrað Ogtuttugu. Reuter Fj árlagafrumvarp breskra stjórnvalda: Misjöfn viðbrögð John Major, fjármálaráðherra Breta. Major heldur á skjalatösku þeirri sem breskir fjármálaráðherrar nota venjulega þegar þeir leggja fram fjárlaga- frumvarp. Símamynd Reuter Fjárlagafrumvarp breska fjár- málaráðherrans^sem lagt var fram í gær, gerir ráð fyrir hækkun á skatti á bensíni, áfengi og tóbaki en jafn- framt að vextir verði ekki lækkaðir í bráð. En frumvarp John Major fjár- málaráðherra féll sérfræðingum ekki vel í geð og segja þeir það ólík- legt til að bremsa af verðbólguna. í leiðara Financial Times sagði að frumvarp ráðherrans „líktist ekki fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar sem af alvöru hygðist lækka verðbólgu fyrir næstu kosningar". í nokkrum forystugreinum breskra dagblaða í dag segir að frum- varpið taki ekki nógu hart á alvar- legustu efnahagsvandamálum bresku þjóðarinnar. Enn aðrir fógn- uðu aftur á móti þeirri staðreynd að Major hyggst fara sér hægt. Slæmt efnahagsástand og fyrirhugaður nef- skattur í Bretlandi og Wales hefur leitt til þess að stjórn Thatcher, for- sætisráðherra og leiðtoga íhalds- flokksins, hefur aldrei verið jafnó- vinsæl og einmitt nú. í frumvarpi Major er gert ráð fyrir því að verðbólga, sem nú nemur 7,7 prósentum, lækki niður í sjö prósent á síðasta ársfjórðungi þessa árs og í fimm prósent á næsta ári. Gert er ráð fyrir eins prósents hagvexti á þessu ári en 2,75 á því næsta. Hagvöxtur nam tveimur prósentum á síðasta ári. Spáð er fimmtán milljarða punda greiðsluhalla á næsta ári en hann nam 20,85 milljörðum punda í fyrra. Reuter Oln Útlönd Kínverskir andófsmenn varaðir við í ræðu sem Li Peng, forsætisráð- herra Kína, hélt við setningu lög- gjafarþings í gær varaði hann and- ófsmenn í landinu við að sýna stjómvöldum mótþróa. Ráðherr- ann hvatti til þess að sfjómvöld gæfu ekkerl eftir til að kveða niður allt andóf og mótmæli gegn stjórn- stefnu og einrasði kommúnista- flokksins og héldu áfram að ráðast gegn andófsmönnum. Með ræðu sínni í gær lét ráðherrann í Ijós svo ekki varð um villst aö kínversk yfirvöld hyggjast ekki feta í fóspor fyrrum kommúninstaríkja Aust- ur-Evrópu en flest þeirra hafa nú tunversKir raoamenn niusta a tekið hægn sveiflu f stjómmálum. þjóðsönginn við setnirtgu þings i Ræöa Li snerist um nauðsyn þess gœr. símamynd Reuter að viðhalda pólitfskum stöðugleika og samheldni. Sagði hann kommúnistaflokk Kína hafa náð því takmarki með stjórnarskipan landsins og stefnu-flokksins, þar á meðal árás hers- ins og lögreglu gegn mótmælendum á Torgi hins himneska friðar í Peking i fyrra. Hann sagði aö slakað yrði á aöhaldsaðgerðum stjómvalda en þær hafa komið illa við pyngju almennings í Kina. Ljóst er af ræðu ráðherr- ans að kínverskir ráöamenn hyggjast herða yflrráð sfn í öllum þrepum þjóðfélagsins. Reuter Mótmæli gegn borgarstjórn Oslóar Borgarstarfsmenn í Osló efhdu til verkfalls í gær og gengu um götur borgarinnar til aö mótmæla spillingu innan borgarstjórnarinnar og efna- hagslegri kreppu. Yfir þrjátiu þúsund starfsmenn tóku þátt í verkfallinu og ríkti um- ferðaröngþveiti i Osló f gærmorgun þegar borgarbúar þurftu að fara á eigin bílum í vinnuna í stað þess að nota almenningsfarartæki. Margir foreldrar þurftu reyndar að vera heima til að gæta barna sinna þar sem starfsfólk á dagheimilum og í skólum gekk um göturnar og mótmæltu atferlistjómmálamannanna. ntb Hundruð milljóna fyrir Van Gogh Þetta er verkið sem seldist á rúmar tvö hundruö og áttatiu milljónir isienskra króna í Paris í gær. Síamynd Reuter Vatnslitamynd eftir Vincent Van Gogh var i gær seld á 27 milljónir franka, eða sem svarar til 4,75 milljónir dollara. Það er 285 milljónir ís- lenskra króna. Myndin, sem nefnist „The Roofs“ og er frá árinu 1882, var seld á uppboði en ekki hefur fengist uppgefiö hver keypti verkið. Bannað hefur verið að flytja þetta verk úr landi að þvf er menningamálaráðherra Frakka hefur úrskuröaö. Segir Jack Lang að vegna sögulegs gildis mynd- arinnar skuli hún ekki yfirgefa Frakkland. Árið 1987 var „Irises“ Van Goghs seld á 54 milljónir dollara sem er hæsta verð sem nokkru sinni hefurfengistfyrirolíumálverk. Reuter Símahleranir frá Danmörku? Þjóðaröryggisráö Bandaríkjanna hefur staöið fyrir hlerunum á sam- skiptum til og frá Danmörku. Þetta sagði breski blaðamaðurinn Duncan Campell í viðtali við Extra Bladet í gær. Campell hefur áður fullyrt að þjóðaröryggisráöið bandaríska hleraði samskipti til og frá Noregi en bandaríska utanríklsráðuneytið hefur harðlega vísað þeim fullyrðingum á bug. Aö því er Extra Bladet skrifaði hlusta Bandaríkjamenn helst á samskipt- in milli sendiráða landanna erlendis og utanríkisráðuneytanna í Dan- mörkuogNoregi. Ritzau Lausn á gísladeílunni? Háttesettur félagi í Hizbollah- hreyfingunni (Flokki guðs), sem talin er hafa yflr að ráða vitneskju um örlög sautján vestrænna gisla i haldi mannræningja í Libanon, sagði í gær að gísladeilan hafi færst í lausnarátt. En Hussein Musawi sagði einnig að mannræningjamir myndu vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Mannræningjar vestrænna gísla í Mið-Austurlöndum hafafar- ið fram á lausn Araba I haldi í ísra- el, Kúwait og evrópskum löndum. Talið er að mannræningjar, hlið- hollir íran, haldi sautján vestræn- um gíslum. Hizbollah-hreyfíngin hefur ætíð neitað því að vera -við- riöin gíslana og mannræningjana en flestir telja að hún sé í raun nokkurs konar breiðfylking sam- Hussein Musawi, háttsettur emb- ættismaður Hizbollah-hreyfingar- innar, sagði að gísladeilan heiði færst nær því að leysast. Sfmamynd Reuter taka Araba þar sem hreyfingar mannræningja eiga inni. Mussawi sagði að ekki væri um bein né opinber samskipti milli Banda- ríkjanna og íran um gislamálið en lengi hafa verið á kreiki sögusagnir um slík tengsl. Hann kvaðst efins um að samkomulag af einhverju tagi milli Bandaríkjanna og írans myndi hafa áhrifá mannræningjana. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.