Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Síða 12
12 MiÐVIKUDAGtK 21. MARS 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSÍON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. IMýtt álver Á sjötta og sjöunda áratugnum voru háðar grimmileg- ar, pólitískar deilur um erlenda stóriðju og uppbyggingu orkuvera hér á landi. Átökin um álverið í Straumsvík voru hörð og óvægin og Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga mætti sömuleiðis mikilli mótspyrnu. Einkum létu foringjar Alþýðubandalagsins til sín taka í þessum rimmum og þeir fengu til liðs við sig náttúru- verndarmenn og þjóðernissinna, sem töldu háska stafa af samstarfi við erlenda auðhringa, sem mundu engu eira, hvorki sjálfstæði þjóðarinnar né gæðum landsins. Með þátttöku Alþýðubandalagsins í ríkisstjórnum kom afturkippur 1 stóriðjudrauma íslendinga og það er ekki fyrr en með nýgerðri viljayfirlýsingu Atlantal- hópsins svonefnda að nýtt álver er í augsýn. Hið merki- lega hefur gerst að þrátt fyrir stjórnarþátttöku Al- þýðubandalagsins hefur Jóni Sigurðssyni iðnaðaðarráð- herra tekist að þoka málinu áfram án sjáanlegrar and- stöðu úr þeirri átt. Annaðhvort er Jón snjallari stjórnmálamaður og samningamaður en forverar hans ellegar þá hitt að Al- þýðubandalagið og meðreiðarsveinar þess hafa gefist upp í því gamla baráttumáli sínu að leggjast gegn er- lendri stóriðju hér á landi. Að vísu er Hjörleifur Gutt- ormsson enn við sama heygarðshornið og auk þess hef- ur Kvennalistinn lýst sig opinberlega andvígan hug- myndunum um álverið, en að öðru leyti hafa umræður að mestu snúist um staðarval þess. Hin ýmsu sveitarfé- lög og byggðarlög eru komin í kapphlaup um stóriðjuna heim í hérað og nú virðist það vera orðið að byggða- máh sem áður var talið jaðra við landráð. Erlend stór- iðja er ekki lengur atlaga að efnahagslegu sjálfstæði heldur þvert á móti vítamínsprauta fyrir atvinnulíf landsmanna. Það er af sem áður var. Því verður heldur ekki neitað að nýtt álver mun leiða til aukinna tekna og treysta stoðir atvinnulífsins. Iðnað- arráðherra fuhyrðir að þjóðartekjurnar af framkvæmd- um og framleiðslu geti numið tuttugu milljörðum króna, eða áttatíu þúsund krónur á hvert mannsbarn. Er þá gert ráð fyrir tvöfalt stærra álveri en álverinu í Straums- vík. Hitt er þá líka ótalið að íslendingar eru aftur að heíjast handa um að nýta auðlindir sínar og ryðja braut- ina fyrir áframhaldandi samstarfi við útlendinga. Það er mikilvæg stefnumörkun fyrir framtíðina. Athyglis- vert er í þessu sambandi að bandaríska fyrirtækið Al- umax hefur tekið af skarið og er með í Atlantal-hópn- um. Bandaríkjamennirnir eru að smokra sér inn á evr- ópskan markað með þessum hætti og það gefur auga- leið að ef vel tekst til í þessu máli munu önnur banda- rísk fyrirtæki fylgja fordæmi Alumax og vilja nota ís- land sem stökkpall inn í Evrópu. Ennþá er ósamið um orkuverð, lögsögu, skatta og skyldur og staðsetningu nýs álvers. Eðlilegt er að menn hafi fyrirvara um endanlega samninga við Atlantal þar til frá slíkum atriðum hefur verið gengið og satt að segja er það ótímabært og óskynsamlegt að fagna sigri meðan ekki hefur verið gengið frá orkuverði. Ákafinn veikir samningsstöðu okkar. Ennfremur skiptir miklu hvar álverið verður stað- sett. í þeim efnum verða íslendingar að eiga síðasta orðið, enda öllum ljóst að byggðasjónarmið eiga að ráða staðarvali. Um leið og viljayfirlýsingu Atlantal-hópsins er fagnað er hvatt til þess að íslensk stjórnvöld láti ekki kappið bera hagsmuni okkar ofurhði. Ellert B. Schram „Þekking erlendra manna óendanlega mikiu verðmætari en innlendra,“ segir m.a. í greininni. - Jack Trout (t.v.) krafðist 615000 kr. í daglaun af Stjórnunarfélaginu en kemst ekki í hálfkvisti við Henry Kissinger (t.h.) sem tekur þrisvar sinnum hærri upphæð. Núlllausnin og daglaunamenn Stundum verða sakleysislegustu blaöafréttir til þess að maður fer að hugsa sinn gang. Stundum geng- ur þetta jafnvel svo langt aö spurt er hinna ævagömlu spurninga og líklega óleysanlegu: Hver er ég? Hvað er ég aö gera hér? Þetta eru langt frá því að vera óþægilegar spurningar. Miklu fremur eru þær í senn nauðsynleg- ar og uppörvandi. Þær verða líka til þess að maður heldur „domme- dag over sig selv“ og veitir ekki af. Verður er verkamaður- inn... Mitt í fréttaflóði af gjaldþrotum fyrirtækja, stórra og smárra, vand- ræðum á mörkuðum, einokun á fiskútflutningi, ríkisstyrkjum og ríkisábyrgðum við heilar atvinnu- greinar og hjákátlegum launa- samningum, sem gerðir eru til að halda niðri kostnaði atvinnurek- enda, þá birtist sú gleðilega frétt, aö 65 einstaklingar, flestir á vegum fyrirtækja eins og segir í blaðinu, eru reiðubúnir að greiða 23.300 krónur fyrir að hlusta á Jack Trout tala, borða með honum og fá ein- hver plögg í hendurnar. Þeir sem eru í Stjórnunarfélaginu þurfa þó ekki að greiða nema 19.800 krónur. Sjálfur tekur Trout 615.000 fyrir að fá að tala um markaðsmál eina dagstund og væntanlega fær hann matinn ókeypis. Verður er verkamaðurinn laun- anna. Einhverjir hafa ugglaust heyrt Trout nefndan áður en hann var kynntur í dagblöðum hér, en samkvæmt frétt í DV er hann ekki einu sinni hálfdrættingur á við Kissinger. Kissinger vill nefnilega fá þrisvar sinnum meira fyrir að tala yfir Stjórnunarfélaginu. Það er ekki mitt mál hvaða ein- staklingar og fyrirtæki eru tilbúin að borga fyrir aö hlusta á flóð- mælska „sérfræðinga". Mér er hjartanlega sama hvort menn borga fyrir það tíu þúsund krónur eða hundrað þúsund, eða hvað sem er.. Plaggiö með núlllausninni marglofuðu sýnir okkur að fjöl- mennur hópur launafólks þyrfti að greiða hálfsmánaðalaun sín, fyrir skatt, til að hlusta á Trout þennan, borða með honum og fá „ýmis plögg“ í leiðinni. Núlllausn í æðsta veldi Það sem olli því aö ég „tók að ráðskast við sjálfs míns sál“ svo ég vitni í þá Runeberg og Matthías, var klausa höfð eftir manninum hjá Stjórnunarfélginu sem upp- götvaði manninn sem tekur aðeins þriðjung af því sem borga þyrfti Kissinger. Hann segir í DV. „Hér á landi tíðkast það ekki að menn taki peninga fyrir að halda fyrirlestur, en hugarfariö er allt annað ytra. KjaUarinn Haraldur Ólafsson dósent Góðir fyrirlesarar þar eru mjög eft- irsóttir og geta selt þekkingu sína háu verði.“ Þetta skýrði ákaflega margt. „Hér á landi tíðkast það ekki aö menn taki peninga fyrir að halda fyrir- lestur". Sem sagt: núlllausnin í æðsta veldi. Erlendir fyrirlesarar 615.000 króna daglaun, innlendir fyrirlesarar kr. 0. Samkvæmt þessu er „þckking" erlendra manna óendanlega miklu verðmætari en innlendra. Eða hvað? Hvað er veriö að segja með þessu? Samkvæmt orðanna hljóðan er þetta yfirlýsing um að þekking ís- lenskra fyrirlesara sé lítils eða einskis virði. Vonandi hefir maður- inn hjá Stjórnunarfélaginu ekki átt viö það, heldur hitt aö íslendingar kynnu ekki að veröleggja vinnu sína. Það liggur líka í orðunum að þeir séu ekki svo eftirsóttir að nokkur vilji borga hálfsmánaðar- laun verkafólks fyrir að hlusta á þá (og borða með þeim). Vissulega eru til félög og stofnan- ir sem borga fyrir erindaflutning þótt hitt sé líka.til að látið sé nægja að þakka fyrirlesaranum innilega fyrir frábært erindi og athyglis- verðar upplýsingar sem þar hafa komið fram. Orðin eru svo ósköp ódýr. En hver lætur sér nægja oflof eft- ir að taxti Stjórnunarfélagsins er opinber orðinn? Og hver kærir sig um að flytja fyrirlestur ef litið er á hann sem éyðufyllingu eina? Hví er ég hér? Ekki er að efa að hinir sextíu og fimm (og ef til vil fleiri) munu læra margt gagnlegt um markaðsmál hjá Trout. En þeir gætu einnig upp- lýst hann um hin merkilegu mark- aðsmál á íslandi. Þeir gætu sagt honum að hér standi enginn rekst- ur undir sér, nema til komi einka- leyfi eða einokun. Þeir gætu sagt honum að helstu formælendur frjálsrar samkeppni telji henni best komið í höndum hinna „fjórtán ætta“ sem stjórna stærstu einka- fyrirtækjum landsins og eru að vefa þau í eina samfellu. Það væri líka hægt að benda hon- um á að ákafa- og athafnamenn telji mistök aldrei sér sjálfum að kenna heldur hinni ógurlegu skepnu: ríkinu. Hjá ríkinu er upp- spretta alls ills, nema þegar það er krafið um herkostnaðinn af „fram- taki“ fjármála- og markaðssnilling- anna. Og það væri hægt að fræða hann um það að sómakærir hagfræðing- ar verði að neita því opinberlega að þeir séu kommúnistar þótt þeir telji rétt að menn borgi fyrir að ausa af auðlindum þjóðarinnar. Margt gæti sá góði og verðmæti Jack Trout lært hér ef hann fengi til þess tíma frá að kenna íslending- um markaðsfræði dagstund eina fyrir 615.000 krónur. En hinir verð- lausu spyrja: Hví ef'ég hér og hvað er eiginlega á seyði? Hafa núll- lausnarmenn endanlega tekið völd- in í sínar hendur? í fyrrahaust kom hingað til lands franskur vísindamaður og flutti fyrirlestur við Háskóla Islands. Þetta er einn þekktasti sérfræðing- ur heimsins á sínu sviöi og hefir variö ævi sinni í að færa svo út jaðar þekkingarinnar að um mun- ar. Hvaö skyldi hann hafa fengiö fyrir snúð sinn? Ætli mætti ekki deila með hundrað eða jafnvel hundrað og tuttugu í daglaunin hans Trouts? En lögmál markaðarins eru hörö og ósýnilega höndin ræöur því hvað okkur er fyrir bestu. Og kannski er það í samræmi við núll- lausnina okkar aö daglaun eins séu jöfn árslaunum annars. Haraldur Ólafsson „En hver lætur sér nægja oflof eftir að taxti Stjórnunarfélagsins er opinber orðinn? Og hver kærir sig um að flytja fyrirlestur ef litið er á hann sem eyðu- fyllingu eina?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.