Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Page 24
60 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 1990. Andlát Guðbjörn Kjartansson bifvélavirki, Karlagötu 6, Reykjavik, lést á elli- heimilinu Grund mánudaginn 19. mars. Jarðarfarir Útfor Skúla Þorleifssonar frá Þver- læk, til heimilis á Grandavegi 47, Reykjavik, fer fram frá Háteigs- kirkju föstudaginn 23. mars kl. 15. Útför Guðrúnar Valdimarsdóttur, fyrrv. ljósmóður, Dalbraut 27, fer fram frá Háteigskirkju fimmtudag- inn 22. mars kl. 13.30. Útför Stefáns Guðmundssonar, fyrr- verandi símasmiðs, Brávallagötu 22, verður gerð frá kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 22. mars kl. 10.30. Sigríður Erlendsdóttir, Alfaskeiði 92, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfiaröarkirkju fóstudaginn 23. mars kl. 13.30. Jón Sigurðsson bifreiðarstjóri, Mávahlíð 2, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 23. mars kl. 13.30. Guðjón Árnason vélstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Ölduslóð 6, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði fimmtudaginn 22. mars kl. 15. Helga Lovísa Kemp lést 8. mars. Hún fæddist 17. júní 1925 á Illugastöðum í Laxárdal í Skagafirði, dóttir hjón- anna Lúðvíks Kemps og Elísabetar Stefánsdóttur. Eftirlifandi eigin- maður hennar er Hrafnkell Helga- son. Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Útför Helgu verður gerð frá Garða- kirkju í dag kl. 13.30. Katrín Magnúsdóttir lést 12. mars. Hún fæddist í Purkey á Breiðafirði 5. október 1897 en fluttist 1899 með foreldrum sínum til ísafiarðar og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Magnús Guðbrandsson og Helga Helgadóttir. Katrín giftist Kristjáni Einarssyni en þau slitu samvistir. Þau eignuðust fimm börn og eru þrjú á lífi. Utför Katrínar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag kl. 15. Fundir Fundur ITC deildarinnar Gerðar verður haldinn miðvikudaginn 21. mars kl. 20.30 í Kirkjuhvoli, Garðabæ. Stef fundarins er: Betri er bót en gloppa. Á dagskrá er m.a.: Edda Þórarinsdóttir leið- beinir í framsögn. Upplýsingar veitir Bjamey í síma 641298. Gestir velkomnir. Mætið stundvíslega. Digranesprestakall Kirkjufélagsfundur verður í safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg fimmtudag- inn 22. mars kl. 20.30. Gunnbjörg Óladótt- ir guðfræðinemi kemur á fundinn, syng- ur og segir frá Brasilíuferð. Kaffiveiting- ar og aö lokum helgistund. ITCdeildin Björkin heldur opinn fund í kvöld kl. 20 að Síðu- múla 17. Fundarstef: Samvinna og góöur andi okkar takmark. Á dagskrá eru óundirbúnar kappræður. Áhugahópur um íslenskar kvennarannsóknir Áhugahópur um íslenskar kvennarann- sóknir heldur fund miðvikudagskvöldið 21. mars og hefst hann kl. 20.30 í Skólabæ (Suðurgötu 26). Fundarefni: Marta Jens- dóttir segir frá rannsókn sinni á atvinnu- þátttöku kvenna i dreifbýli. Allar þær sem áhuga hafa á framgangi kvenna- rannsókna á íslandi em hvattar til þess aö mæta og taka þátt í umræðunni. Fyrirlestrar Háskólafyrirlestur Dr. Karl-Ludwig Selig, fyrmm prófessor í spænskum bókmenntum við Columbia- háskóla i Bandaríkjunum, flytur opin- beran fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands fimmtudaginn 22. mars kl. 17.30 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist: „Don Quixote and the Art of the Novel“ og verður fluttur á ensku. Dr. Selig lét af starfi í fyrra vegna aldurs. Hann hefur verið útgáfustjóri fjölmargra bókmenntatímarita í Bandaríkjunum og er einkum kunnur fyrir fræðistörf og greinaskrif um verk Cervantes og Garcia Lorca. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Fyrirlestur hjá Geðhjálp Fyrirl^stur verður haldinn á vegum Geð- hjálpaí fimmtudaginn 22. mars kl. 20.30. Efni: Þroskaskeið á lífsleiðinni - fullorö- insárin. Fyrirlesarar: Baldur Bjarnason Búnaöarbankamótið: Enn bíta gömlu jaxlarnir Tveir keppendur Búnaðarbanka- mótsins eru skáksagan holdi klædd. Þetta eru sovésku stórmeistararnir frægu, Efim Petrovits Geller og Dav- íð Jónovits Bronstein. Þeir eru ald- ursforsetar mótsins, Geller 65 ára og Bronstein árinu eldri. Þeir áttu undir högg að sækja þar til í gær. Þá tefldi Geller fallega skák gegn Englendingnum Howell - í Skák Jón L. Árnason dæmigerðum „Geller-stH“ og Bron- stein spann laglegt net úr litlum efni- við. Sigur Bronsteins var því miður á kostnað landans en Margeir, sem hafði lengstum undirtökin og jafn- teflið í hendi sér, teygði sig of langt í vinningstilraunum. Þar með fékk Bronstein færi á að flétta. „Hann tók mig á úthaldinu" sagöi Margeir eftir skákina en við grípum niður í hana eftir 46 leiki er Margeir (svart) er nýbúinn að seilast eftir peði meö riddara sínum: a w & i i if k i :k % A & n A'4> ABCDE FGH 47. Da8! Rf5 Svarið við 47. - Df2 yrði 49. Hd2 og verst hótununum. Og ef 47. - Kg7, þá er 48. De8 óþægilegt. 48. Dh8! Drottningin þeysist enda á milli! Nú gengur ekki 48. - Rg7 vegna 49. Bh6. 48. - g5 49. Dxh5+ Kg7 50. De8! D66 51. Hel!! t Hjartans þakkir til þeirra mörgu er votiuðu mér og börnum mínum samúð og vinarhug við andlát og útför minnar elskulegu eiginkonu og móður okkar, Magneu Símonardóttur Ottó Þorvaldsson og börn geðlæknir og Anna Valdimarsdóttir sál- fræðingur. Fyrirlesturinn verður hald- inn á Geðdeild Landspítalans, kennslu- stofu á 3. hæð. Allir velkomnir meðan húsrúm leyflr. Tilkyimingar Ráðstefna um upplýsinga- miðla sam- tímans og varðveislu þeirra Mánudaginn 26. mars nk. verður haldin ráðstefna um varðveislumál að Hótel Loftleiðum á vegum Félags um skjala- stjórn og Bókavarðafélags íslands undir yfirskriftinni Heimildir fyrir framtíöina: Ráðstefnu um upplýsingamiðla sam- tímans og varðveislu þeirra. Ráðstefnan verður haldin í Höfða (áður Kristalssal) að Hótel Loftleiðum og stendur frá kl. 9 árdegis til kl. 17 síðdegis. Hún skiptist í tvo hluta. Fram til kl. 15 verða haldin stutt erindi um hina ýmsu upplýsinga- miðla og varðveislu þeirra og hvatt til umræðna að þeim loknum. Síðan veröa pallborðsumræður, þar sem fjallað verð- ur um pappír sem notaður er í bækur í skjöl. Ráðstefnan er opin öllum áhuga- mönnum um þetta efni og þátttökugjald kr. 3.500. Þátttakendur þurfa að skrá sig fyrir 22. mars nk. til Olafar Benedikts- dóttur vs. 25540, hs. 686271, Stefaníu Júl- íusdóttur vs. 694542, hs. 45041, Svanhildar Bogadóttur vs. 18000, hs. 688943 eða Ragn- hildar Bragadóttur vs. 672255, hs. 15216. Hægt er að sækja pallborðsumræðurnar sérstaklega, en þær hefjast kl. 15 og er öllum heimill ókeypis aðgangur að þeim meðan húsrúm leyfir. Samtök gegn astma og ofnæmi Félagsfundur í Múlabæ, Ármúla 34, 3. hæð, annaö kvöld, fimmtudagskvöld 22. mars, kl. 20.30. Sverrir Bergmann læknir er gestur fundarins og flytur erindi um höfuðverk og svarar fyrirspurnum fund- argesta. Allir eru velkomnir á fundinn. Kaffiveitingar. Merming Lockwood tríóið. Öndvegis píanódjass Sumir þeir sem fylgjast vel með djassmúsík kannast ef til vill við nafn djass- og rokkfiðluleikarans Didiers Lockwood, en hann er oft talinn í flokki fiðlara á borö við M. Urbaniak og Jean-Luc Ponty. En trúlega eru þeir færri sem þekkja til yngri bróðurins, Francis Lockwood, þótt það geti átt eftir að breytast. Sá er píanóleikari, ekki af verri endanum og hefur leitt eig- ið tríó frá 1984. Þetta tríó hefur leikið á tónieikum víða um heim og t.d. gert víöreist um Suður-Ameríku. Auk Lockwoods eru núna í tríóinu Gilles Naturel bassaleik- ari, sem leikiö hefur með Ray Bryant, Michei Legrand o.fl. og Peter Gritz trommari, sem hefur m.a. talið í hjá Steve Lacyu og Kenny Wheeler. Píanistinn hefur svo að sögn leikið inn á plötur með ekki ómerkari mönnum en Tony Williams og N.H.0.P. Ýmis stílbrigði Fimmtudagskvöldið 15. mars var fremur fámennt en góðmennt á Hótel Borg er fyrrnefndir félagar létu þar gamminn geisa og léku við hvern sinn fingur. Vonandi hafa fleiri mætt næstu kvöld á eftir, því að hér mátti heyra virkilega fína músík. Ég man ekki eftir að hafa heyrt annan eins píanóleik á tónleikum síðan Herbie Hancock kom hingað um árið. Tæknin virtist ekki vefiast mikið fyrir Lockwood, er hendur hans sópuðust upp og niður hljómborðið og aðeins einu sinni virtist hann hika örlítið. Annars var ekkert lát á hugmyndum og ýmis stílbrigði minntu mann á ýmis nöfn, s.s. landa hans Jacques Loussier, og meðan píanistinn óf sig gegnum blús og bop, úr latin-hljómaslætti yfir í modal-spuna og glitti í klassísk Djass Ingvi Þór Kormáksson áhrif í leiöinni, var eins og McCoy Tyner eða Corea væru einhvers staðar nálægir. Tilgangurinn með því að nefna þessi nöfn hér er aðeins sá að reyna að gefa einhverja hugmynd um hvers lags píanisti Lockwood er en ekki að gefa í skyn að hann sé einhver hermi- kráka. Langt því frá. Helst til stuttir Forleikirnir að sumum lögunum, sem píanómaður- inn spann einn, voru svo hugljúfir að maður vildi helst að þeir tækju engan enda, en svo þegar bassi og trommur bættust við var það hið besta mál, enda var samspil þeirra þriggja mikið og gott. - Stundum var þó eins og salurinn gerði músíkinni smágrikk með því að gleypa í sig stöku píanóhljóma og bassatóna, meðan hver andardráttur úr trommuskinnum barst manni að eyrum að bragði. - Á efnisskránni voru lög eftir Miles Davis, „Laura“, „All the Things You are“ o.fl. úr „Bókinni" , og að endingu lék tríóið frumsamið verk, „Monk“, sem að sjálfsögðu er tileinkað sam- nefndum píanóleikara fornum. Það var eiginlega alveg frábært. Tónleikarnir voru bara helst til stuttir, en kannski réð þar um fæð áheyrenda. Fjölmidlar Framhaldsmyndaflokkar Á fyrstu árum sjónvarpsíns nutu framhaldsmyndaflokkar mikilla vlnsælda. Fólk sem fiárfesti í sjón- varpstæki var ákveðið í að nýta fiár- festinguna til fullnustu og horfði á allt sem sýnt var. Þetta er liðin tíð. Fólk er farið að velja og hafna úr dagskrá sjónvarpsstöðvanna. Þess vegna er það furðulegt að enn skuli sýndirframhaldsmyndaflokk- ar í 6 til 12 þáttum eða jafnvel fleir- um eins og er á báðum sjónvarps- stöðvunum. Aðeins er sýndur einn þáttur í viku þannig að sýning myndaflokksins stendur yfir í einn og hálfan upp í sex mánuði. Víða erlendis er það þannig að ef langir myndaflokkar eru sýndir í sjónvarpi eru þeir sýndir kvöld eftir kvöld þar til þeim er lokið. Með því móti er afsakanlegt aö sýna fram- haldsþætti. Hitt er óþolandi að þurfa að binda sig yfir sjónvarpi hvert mánudags-, þriðjudags- eða mið- vikudagskvöld i ef til vill einn og hálfan til sex mánuði ef fólk hefur áhuga á að sjá viðkomandi þátt. Þegar sýning á einum af þessum maraþon-framhaldsmyndaflokkum hófstígærkveldi skipti ég yfir á rás 2 og hlustaði á þátt helgaðan sjó- mönnum. Blítt og létt heitir hann og er undir sfiórn Gyðu Drafnar Tryggvadóttur. Þetta er afar þægi- legur þáttur að hlusta á, tónlistin vinaleg og rabb sfiórnandans við sjómenn skemmtilegt. Það eina sem ég myndi vilja brey ta er að fá fleiri viðtöl við karlana úti á sjó. Það er nefnilega ekkert tæpitungumái sem þeir tala og tilbreyting frá hinu sett- lega og stífa rabbi sem maður heyr- ir hjá flestum viðmælendum loft- miðlafólks. Sigurdór Sigurdórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.