Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Blaðsíða 13
 £1 13 ”1— Heilbrigði í okkar höndum? Rannsóknir beinast oft að því að sannfæra einstaklinginn um að hann sé haldinn hinum og þessum sjúkdómum, segir hér m.a. Mikiö hefur verið íjallaö um sparnaö í heilbrigðiskerfinu upp á síökastiö. Aðstoðarlandlæknir seg- ir í viötah að sérfræðingar séu allsráðandi í Læknafélaginu og ráði m.a. þess vegna ferðinni. Fleiri aðilar hafa birt greinar um sama mál. Það sem vekur mesta athygh mína eru tvær fréttir, annars vegar í DV og Tímanum varðandi álagn- inu á lyf, að hún hafi lækkað, og hins vegar frétt sem birtist í Út- varpinu um áhrif lýsis sem gætu verið mjög slæm fyrir asmasjúkl- inga. Hvað hefur gleymst? í þessum tilfellum kom út eins og það væri eðhlegt ástand að lyíja- inntaka væri bráðnauðsynleg í þjóðfélaginu og hins vegar að asma-sjúkdómurinn væri að verða eðhlegt ástand hjá mjög mörgum einstakhngum. Hvað hefur gleymst í umræðunni um heilbrigðismál á síðustu árum? Fréttaflutningur er orðinn þann- ig að sjúkdómar eru orðnir eðlilegt ástand fólks. Hvað er heilbrigði? Við athugun kemur það í ijós að innan heilbrigðiskerfisins er nokk- ur áhersla í þá átt að reyna að koma einhveijum sjúkdómi í einstakling- inn. Hin gífurlega aukning á rann- sóknum af öllu mögulegu tagi á síð- ari árum beinist oft að því að sann- færa einstakhnginn um að hann sé haldinn hinum og þessum sjúk- dómum. Berum saman sár á hendi KjaUarinn Hallgrjmur Þ. Magnússon læknir og í marga sem að mínu áliti eru áþekk, en sárið á hendinni það grær án þess að maður þurfi á sér- stakri töflumeðferð að halda eða miklum rannsóknum en magasárið þarf að rannsaka, gera endurtekn- ar rannsóknir og gefa dýr íyf. Lækning innan frá Ég las nýlega bók sem heitir Quantum Healing eftir indverskan lækni, Deepak Copra að nafni. í bókinni er sagt frá tilraun sem hef- ur verið gerð á einstaklingum. Þessir einstaklingar voru allir með blæðandi magasár. Þeim var skipt niður í tvo hópa. Öðrum hópnum var gefið lyf sem þeim var sagt að væri besta lyf sem hægt væri að fá við blæðandi magasári en hinum hópnum var gefið lyf og þeim var sagt að það væri tilraunalyf og ekki vitað um virkni þess. í fyrri hópnum var lækning u.þ.b. í 80% tilfella en í þeim síðari u.þ.b. 20%, en það sem er merkilegast við þessa tilraun er að í báðum tilfell- um var um efni að ræða sem var gjörsamlega „óvirkt" gagnvart lækningu á magasári að okkar áliti. Hvað gerist þá? Hér er það innlegg- ið sem læknirinn gaf sjúklingunum í hvort skiptið, þ.e.a.s. þegar sjúkl- ingurinn fékk skilaboðin um að hann væri aö taka lyf sem væri mjög kröftugt að þá batnaði hon- um. Lækning átti sér stað innan frá einstaklingnum sjálfum. Án rándýrra lyfja Önnur rannsókn, sem ég las ný- lega um, birtist á þingi magasér- fræðinga í Bandaríkjunum 1953, þá komu fram upplýsingar um efni sem kallað var í þá daga Vítamín U, en besta leiðin til þess að fá þetta vítamín var álitin í þá daga að gera vökva úr kálmeti. í þessari tilraun læknuðust allir 100 sjúklingarnir á því að drekka þennan kálvökva. Síðar kom í ljós að lyfjafyrirtæki höfðu ekki áhuga á þessu þar eð erfitt reyndist að búa til töflur úr þessum kálsafa. Hvað þá heldur að fá einkaleyfi. Við það datt áhuginn niður. Það er hægt að hafa áhrif á magasár án þess að taka inn rándýr lyf og lækningin liggur mjög mikið hjá einstaklingnum sjálfum og þeim skilaboðum sem einstaklingurinn fær frá þeim sem er að meðhöndla hann. Ég álít það hlutverk nútimalækn- isfræði að leggja enn meiri áherslu á lækninguna sem slíka og hverfa frá þeirri miklu áherslu sem lögð er á í dag að reyna að finna ein- hvern blóraböggul til þess aö koma einkennum sjúklingsins á og hætta þannig að koma neikvæðum skila- boðum til sjúklingsins. Því að eins og stendur í Bibl- íunni: „heilbrigðir þurfa ekki læknis viö heldur eingöngu þeir sem sjúkir eru“, og ef við hættum að reyna að koma sjúkdómum í fólk fáum við fyrst aukið heilbrigði og mikinn sparnað í heilbrigðis- kerfinu. Hallgrímur Þ. Magnússon . lækninginliggurmjögmikiðhjá einstaklingnum sjálfum og þeim skila- boðum sem einstaklingurinn fær frá þeim sem er að meðhöndla hann.“ Storiðjudraumurinn: Framtíð í frjálsu „Með vaxandi samkeppni í fragtflugi er næsta vist að útflutningur á fullunnum afurðum i neytendapakkningum er það sem skilar mestum arði... “, segir m.a. i greininni. Það er næsta sorglegur hug- myndaskortur er fram kemur í málflutningi viðskipta-, iðnaðar- og orkumálaráðherra, og í þögn hinna ráðamanna þjóðfélagsins. Ætla mætti af viðhorfum þessum að landsmenn ættu sér aðeins þá einu framtíðarvon að takast mætti að fá hingað stóriðju í formi álvers. Skyldi vera vísvitandi horft fram hjá þvi að helstu verðmæti þjóð- félagsins eru flutt út í formi hráefn- is til úrvinnslu og atvinnuupp- byggingar erlendis? Hér er á ferðinni nákvæmlega sama framkvæmdin og gerðist í Mið- og Suður-Ameríku er landeig- endur töldu sér heimilt að flytja auðlindir þjóðanna til Bandaríkj- anna til úrvinnslu. Er þaö hugsanlegt að ráðamenn þessarar þjóðar stefni að því að skilja eftir sig örbirgð hér til handa afkomendum okkar álíka og birtist á sjónvarpsskjánum um ástandið í ríkjum Suður-Ameríku? Eigum við aðrar leiðir? Já, við eigum fjölda annarra leiða sem allar eru af þeim toga að byggja upp atvinnu í byggðarlögum víða um landsbyggðina. Fyrst má nefna úrvinnslu sjávarafla, en framtíð frelsis þjóðarinnar byggist á því að farið verði að vinna hámarksverð- mæti úr hráefni því sem við flytjum nú úr landi til atvinnuuppbygging- ar erlendis og beinnar samkeppni við afurðir þær sem við vinnum úr hluta hráefnistöku úr auðlind- um þjóöarinnar. Með vaxandi samkeppni í fragt- flugi er næsta víst að útflutningur á fullunnum afurðum í neytenda- pakkningum er það sem skilar mestum arði og mestri nýmyndun Kjallarinn Guðbjörn Jónsson fulltrúi fjármagns inn í þjóðlíf okkar. Það sem viö eigum fyrst og fremst að stefna að er vinnsla á tilbúnum máltíðum til eldunar í örbylgjuofn- um. Sá eldunarmáti fer ört vaxandi í heimi tímaskorts annars vegar en mikilla peninga hins vegar. Þennan markað eigum við að keyra inn á með könnun á matar- venjum á viðkomandi markaði en ekki eins og við höfum gert til þessa að framleiða eitthvað sem við höld- um að passi fyrir einhvern markað og fara svo með það og reyna að finna því kaupendur. Dæmið geng- ur upp ef við framleiðum það sem fólkið langar í á viðkomandi svæði. Hvað um lambakjötið? Ótrúleg þröngsýni hefur fram til þessa komið í veg fyrir að úr lambakjötinu væri gerð sú útflutn- ingsvara sem um langt skeið hefur verið hægt að fá sæmilega greitt fyrir. Það er nefnilega þannig með sölukerfið á kjötinu að því minna sem selst og því meiri sem birgðirn- ar eru, því betri verður afkoma fyrirtækis þess sem sjá á um sölu- málin. Eins og menn sjá af þessu er það beinlínis á móti rekstrarhag- kvæmni fyrirtækisins að selja mik- ið af því kjöti sem framleitt er í landinu. Hámarkshagkvæmni fyr- irtækisins næst með því að hafa sem mestar birgðir sem lengst fram eftir árinu. Nú er það svo að flestum þeim erlendu mönnum, sem borðað hafa vel matreitt lambakjöt, finiist það hið mesta lostæti. Hitt er jafnljóst, að það eru ekki kokkar úti um allan heim sem eru snillingar í því að framleiða þetta lostæti úr þessari afurð. Við eigum hins vegar fáeina slíka snillinga og þeir æ.ttu helst ekki að vera útflutningsvara. Við eigum að nýta þekkingu þeirra til þess að framleiða þessa lostætu rétti úr lambakjötinu í formi tilbú- inna rétta til eldunar í örbylgjuofn- um eða hitunar í venjulegum ofn- um. Það sem gæta þarf að í þessu sam- bandi er fyrst og fremst að hanna réttina að óskum þess markaðar sem ætlunin er að selja þá á. Ef við bærum gæfu til þess að nýta slátur- húsin í landinu til þessarar fram- leiðslu þann tíma á árinu sem slátr- un fer ekki fram þá myndi breytast verulega til batnaðar afkomu- grundvöllur þeirra og sláturkostn- aður geta lækkað verulega þar-sem aðrir tekjuþættir væru komnir til þess að bera uppi fastan kostnað og fjármagnskostanð. Af framansögðu má sjá að svo- kölluð sláturhúsanefnd hefur gengið að verki sínu með höfuðið á kafi í sandinum eins og sumir sem ekki þora að horfa í kringum sig. Það er engin spurning um að við eigum að framleiða sem mest verð- mæti úr því hráefni sem við höfum yfir að ráða. Það sem hefur verið talið því helst til tekna að framleiða fullunnar vörur erlendis úr hráefni okkar heyrir nú sögunni til. Nú er opinn sá möguleiki að flytja vörurnar flugleiðis beint á markað- inn svo að þær eru lítið lengur á leiðinni héðan en með bílum land- leiðis frá verksmiðjunum erlendis. Að vísu verður flutningsgjaldið eitthvað hærra til að byrja með en við erum líka að flytja miklu færri tonn fyrir miklu hærra söluverð. Það mun hins vegar verða rekin hörð gagnrýni gegn þessu frá skipafélögun og Flugleiðum sem ekki telja sig samkeppnisfæra á þessu sviði. Guðbjörn Jónsson „Er það hugsanlegt að ráðamenn þess- arar þjóðar stefni að því að skilja eftir sig örbirgð hér til handa afkomendum okkar... ?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.