Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Blaðsíða 15
51
Iþróttir
34 blaðamenn frá 33 löndum völdu bestu handknattleiksmenn ársins 1989:
Kristján á miðjum lista
yfir þá bestu í heimi
Kristján Arason, landsliðsmaöur í
handknattleik, er í 5. sæti á lista yfir
bestu handknattleiksmenn heimsins
á síðasta ári. Þetta kemur fram í
nýjasta hefti tímaritsins World
Handball en þar er birtur listi yfir
þá handknattleiksmenn sem höfn-
uðu í tólf efstu sætunum að þessu
sinni.
Það voru 34 blaðamenn frá 33 lönd-
um sem kusu í kosningu tímaritsins.
Suður-Kóreumenn geta verið ánægð-
ir með útkomuna því leikmenn frá
Suður Kóreu urðu efstir í karla- og
kvennaflokki. Kang Jae-Won, sem
nú leikur með svissneska liðinu
Grasshoppers Zurich, hlaut 348 at-
kvæði og 21 blaðamaður af 34 settu
hann í efsta sætið. Kim Hyun-Mee
varð efst hjá konunum en hún var í
12 skipti í efsta sætinu. Annars líta
listarnir þannig út (atkvæði í sviga):
• Kristján Arason er í 5. sæti yfir
bestu handboltamenn á síðasta ári.
• Kang Jae-Won trá S-Kóreu, besti
handboltamaður heims á síðasta
ári.
• Kim Hyun-Mee varð ólympíu-
meistari með liði S-Kóreu og best í
heiminum 1989.
Karlar
1. KangJae-Won, S-Kóreu....................................348
2. Vyacheslav Atavin, Sovétríkjunum........................330
3. Zlatko Portner, Júgóslavíu..............................211
4. Magnus Wislander, Svíþjóð............................. 183
5. KristjánArason,íslandi..................................162
6. JochenFraatz, V-Þýskalandi..............................147
7. Frank Michael Wahl, A-Þýskalandi........................141
8. PeterKovacs,Ungverjalandi...............................115
9. AlexanderKarshakevich, Sovétríkjunum....................102
10. Juan „Melo“ Munoz, Spáni............................:....87
11. Michai Barda, Tékkóslóvakíu..............................84
12. Wieland Schmidt, A-Þýskalandi....:.......................48
Konur
1. Kim Hyun-Mee, S-Kóreu 318
2. JasnaMerdan, Austurríki 279
3. Heidi Sundal, Noregi 252
4. NataliaAmssimova.Sovétríkjunum 201
5. Mia Hermansson, Svíþjóð 153
6. Xiulan Sun, Kína 138
7. Csilia Elekes, Ungverjalandi 108
8. NatschaKolega, Júgóslavíu 93
9. MariaDurisimova, Tékkóslóvakíu 93
10. Elena Leonte, Frakklandi 66
11. Leora Sam Jones, Bandaríkjunum 57
12. Ingrid Steen, Noregi 48
„ twíwsj '-■‘Í& :
Guðnl Bergsson fær loks tækifæri með Tottenham:
Guðni settur til
höfuðs Barnes
• Guðni Bergsson er i byrjunar-
liði Tottenham i kvöld gegn
Liverpool.
Terry Venables, framkvæmda-
stjóri Tottenham, ákvað eftir æf-
ingu liðsins í gær að iáta Guðna
Bergsson til höfuðs Jolm Bames í
leik liðanna í 1. deildinni á White
Hart Lane í London í kvöld. Guðni
Bergsson tekur stöðu Chris Hough-
ton en þetta er í fyrsta skipti í tvo
mánuði sem Guðni fær að spreyta
sig með aðalliði Tottenham.
„Ég verð ekki öfundsverður af
hlutverki mínu á White Hart Lane
í kvöld en ég er staöráðinn að
standa mig vel. John Barnes er í
feiknalegu góðu formi þessa dag-
ana en ég er hvergi banginn enda
verð ég helst af öllu að komast vel
frá leiknum til að festa mig í sessi
hjá aðalliðinu. Það eru orðnir tveir
mánuðir síðan að ég lék síðast með
aðalliðinu, þannig að ég var ekki
ánægður með gang mála,“ sagði
Guðni Bergsson í samtali við DV í
gærkvöldi.
Crystal Palace sýndi
Guðna mikinn áhuga
Samkvæmt öruggum heimildum
DV sýndi Crystal Palace mikiim
áhuga að fá Guðna Bergsson til liðs
við félagið. DV bar þetta undír
Guðna í gærkvöldi:
„Ég heyrði ávinning af þessu
máli og vissi reyndar að félagið var
að njósna um mig á dögunum. Það
heföí hins vegar aldrei komið til
greina af minni hálfu að leika með
Crystal Palace. Ég er á samning hjá
Tottenham og vil umfram allt
sanna mig hjá félaginu áður en ég
tek ákvörðun að halda á önnur
mið. Ég settist við nokkru niður
með Terry Venables og ræddum
við málin saman. Venables sagði
mér þá að ég yrði að halda áfram
aö berjast fyrir stöðu minni í aðal-
liðinu. Ég er ákveðinn að berjast
og vonandi ganga þessir hlutir upp
á næstunni," sagði Guðni Bergs-
son, í samtalinu við DV í gær-
kvöldi.
Mikill áhugi er fyrir leiknum á
White Hart Lane en leiknum verð-
ur ennfremur sjónvarpað beint um
Bretlandseyjar. Liverpool berst
sem kunnugt er harðri baráttu við
Aston Villa um efsta sætið i 1. deild
og verður helst að hafa sigur gegn
Tottejiliam í kvöld.
-JKS
Fylkismenn taka á móti
- 1 bikarkeppni KSÍ-UBK, fær Val í heimsókn í
Grindavík
kvennaflokki
Einn innbyrðisleikur verður á
milli 2. deildar liða í 1. umferð bikar-
keppni KSÍ sem verður leikin þann
29. mai í vor. Fylkir og Grindavík
mætast á Árbæjarvelli og má þar
búast við hörkuleik.
Eftirtalin félög mætast í 1. um-
ferðinni:
ÍR-Víkverji
Reynir S.-Árvakur
Haihir-Víðir
Skallagrímur-Leiknir R.
Nj arð vík-Ármann
Þróttur R.-Ægir
Breiðablik-Snæfell
Fylkir-Grindavík
Hveragerði-BÍ
Víkingur Ó.-Afturelding
Fjölnir-Haukar
Ernir-Keflavík
Selfoss-TBR
Dalvík-KS
TBA-Magni
Leiftur-V ölsungur
Langnesingar-Reynir Á.
Valur Rf.-Þróttur N.
Höttur-Einherji
Leiknir F.-Austri E.
Huginn-Sindri
ÍK, Grótta, Stokkseyri, Tindastóll,
Hvöt, HSÞ-B og Neisti Hofsósi sitja
hjá í 1. umferð en að henni lokinni
verður dregið til 2. umferðar.
Stórleikur í
bikarkeppni kvenna .
Stórleikur verður í 1. umferö bikar-
keppni kvenna en þar eigast við
Breiðablik og íslandsmeistarar Vals.
Annars mætir Stokkseyri Aftureld-
ingu, Þór á Akureyri fær Þrótt frá
Neskaupstað í heimsókn og KA leik-
ur við KS. Lið FH, Akraness, Dalvík-
ur og KR sitja hjá í 1. umferð.
-VS
Sport-
stúfar
Fjórir leikir fóru fram
í NBA-deildinni í gær
og urðu úrslit þessi:
Atlanta-Dallas 110-117
NJ Nets-76ers.....94-108
Phoenix-SA Spurs..102-113
Utah Jazz-Sacramento.105-97
Maradona þarf að
leggja fram stórfé
Knattspyrnumaðurinn Diego
Maradona hjá Napolí þarf aö
greiða háa sekt vegna þess að
hann mætti ekki á tvær æfmgar
hjá liði sínu. Þann 29. desember
á síðasta ári skrópaði hann á æf-
ingu fyrir deildai'leik gegn Lazio
og svo aftur fyrir bikarleik gegn
Fiorentina. Samtals þarf Mara-
dona að greiða 250 þúsund krón-
ur sem telst hin þokkalegasta
upphæð fyrir venjulegt fólk en
smáaurar einir þegar Maradona
á í hlut. Þess má geta að áður
hafði ítalska knattspyrnusam-
bandið sektað kappann fyrir að
gagnrýna dómara aö leik loknum
á Ítalíu. Þá þurfti hann að greiða
um 870 þúsubnd krónur.
Krol til Servette
Peter Pazmandy, þjálfari Ser-
vette, sem leikur í 1. deild sviss-
nesku knattspyrnunnar, hefur
verið rekinn frá félaginu vegna
lélegs árangurs liðsins í vetur.
Hollendingurinn Ruud Krol tek-
ur við af honum. Pazmandy er
52 ára og tók við liði Servette fyr-
ir þetta tímabil en áður hafði
hann þjálfað liðið á árunum
1976-82.
Sá spánski fékk
endurnýjaðan samning
Spánski landsliðsþjálfarinn í
knattspyrnu, Luis Suarez, hefur
gert nýjan fiögurra ára samning
við spánska knattspyrnusam-
bandið og mun hann stjórna
spánska liöinu fram yfir HM í
Bandaríkjunum 1994. Á þessum
fiórum árum fær hann dágóðar
tekjur eða um 85 milljónir króna.
Romario ætti að verða
leikfær eftir 5-6 vikur
Brasilíski landsliðsmaðurinn
Romario, sem leikur með hol-
lensku meisturunum PSV Eind-
hoven, fótbrotnaði í leik í hol-
lensku deildinni fyrir tveimur
vikum eins og komið hefur fram.
Forráðamenn PSV Eindhoven
vonast nú til þess að Brasilíu-
maðurinn, sem þykir einn besti
leikmaðurinn i hollensku knatt-
spyrnunni, verði tilbúinn í slag-
inn eftir 5-6 vikur. Hann ætti því
að ná síðustu leikjum PSV á
keppnistímabilinu. Romario er
laus við gifsið og æfir sig nú af
kappi heima hjá sér en hann
gengur við hækjur. Romario fót-
brotnaði í leik PSV gegn Den
Haag en leikinn vann PSV, 9-2.
Romario er markahæsti leikmað-
urinn í hollensku 1. deildinni og
hefur skorað 23 mörk.
Óvíst með Libregts
Enn hefur ekki verið
ákveðið hvort Thijs
Libregts heldur áfram
sem landsliðsþjálfari
Hollands í knattspyrnu en samn-
ingur hans rennur út 1. júlí í sum-
ar. Knattspymusambandið hol-
lenska hefur fundað stíft um
málið en ekki komist að niður-
stöðu. Fyrirliði hollenska lands-
liðsins, Ruud Gullit, hefur enn á
ný lýst yfir vonbrigðum sínum
með þjálfarann en víst er að hol-
lenska knattspyrnusambandið er
í vanda statt sökum þess hve
skammt er í lokakeppni HM á ít-
alíu.