Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Blaðsíða 10
 íiio Uflöríd í kjölfar umbrotanna í Austur-Evrópu: Hægri sveifla Úrslit kosninganna í Austur- Þýskalandi, þar sem bandalag hægri manna bar sigur úr býtum með töluverðum yfirburðum, stað- festa þá stefnu Austur-Evrópubúa að nota kosningar til að kasta af sér áratugalangri stjórn kommún- ismans eins fljótt og auðið er. Og nú, þegar íbúar austurhluta meginlandsins kjósa í æ ríkara mæli að halla sér að ijölflokkalýð- ræði, er aðeins ein spurning sem þeir leggja fyrir hina nýju stjórn- málaflokka sem sprottið hafa upp líkt og gorkúlur: Hver ykkar er bestur til þess fallinn að afmá af- leiðingar fjörutíu ára stjórnar kommúnista og koma á í hennar stað þeirri hagsæld og velmegun sem sjá má á Vesturlöndum? Sigur Kohls í A-Þýskalandi „Sósíalismi ei meir“ mátti sjá á veggspjöldum víða um Austur- Þýskaland í kosningabaráttunni. Þetta slagorð er kjarninn í kosn- ingayfirlýsingum Bandalags fyrir Þýskaland, samtaka þriggja hægri flokka, sem sigraði í nýafstöðnum kosningum í Austur-Þýskalandi. Bandalagið fékk alls 48 prósent at- kvæða og er það meira en helmingi meira fylgi en jafnaöarmenn fengu. Langmesta fylgi einstakra flokka í Bandalaginu fékk Kristilegi demókrataflokkurinn, fjörutíu og eitt prósent. Það virtist ekki skipta máli þó að leiðtogi hans, Lothar de Maiziere, væri ekkert þekktur í Austur-Þýskalandi aðeins örfáum dögum fyrir kosningar. Fortíð flokksins, sem tæki í höndum kommúnista á valdatíma þeirra, skipti jafnvel engu í þessum kosn- ingum. Hið eina sem vakti og hélt at- hygli kjósenda í Austur-Þýskalandi var að hinn nýi flokkur kristilegra demókrata, eins þriggja flokka Bandalags fyrir Þýskalands, sem boðar hraða sameiningu viö Vest- ur-Þýskaland, virtist geta fært Austur-Þjóðverjum þá velmegun sem þeir sjá handan landamær- anna fljótar en aðrir. „Það eru e.t.v. ekki allir ánægðir með allt í Vest- ur-Þýskalandi eins og er en þeir vilja peningana sína,“ sagði einn kona í Austur-Berlín. „Það var Kohl (kanslari Vestur- Þýskalands) sem sigraði í þessum kosningum,“ sagði einn vestrænn stjórnarerindreki. Kohl, sem er í forsvari kristilegra demókrata í Vestur-Þýskalandi, hefur heitið sameiningu gjaldmiðla þýsku ríkj- anna eins fljótt og auðiö er, að gjaldeyrisskráning austur-þýska marksins verði til jafns við það vestur-þýska, sem og að sparifé Austur-Þjóðverja verði verndað í sameinuðu Þýskalandi. Kommúnistum í Austur-Þýska- landi tókst ekki að hrista af sér ímynd fortíöarinnar þrátt fyrir breytt nafn og breytta stefnuskrá. Þeir unnu sextán prósent atkvæða í kosningunum sem að mörgu leyti er lofsverð frammistaða. Það er samt sem áður enn eitt merki um hrörnun stefnu sósíalismans í þessum heimshluta. Pólverjarfyrstir Fyrstu merki þessarar hrörnun- ar mátti sjá í Póllandi fyrir tæpu ári. Þá urðu kommúnistar að sætta sig við að tapa í kosningum fyrir hinum frjálsu verkalýðssamtök- um, Samstöðu. í orði kveðnu gerir kosningalöggjöfin í Póllandi kommúnistum kleift að vera við stjórnvölinn en flokknum er tryggður ákveðinn fjöldi sæta á þingi. En slíkur var ósigur komm- únistaflokksins í kosningum að all- ir bandalagsflokkar hans sneru við honum bakinu og Samstaða tók viö völdum. Pólveijar hunsuðu svo aö segja alla stjórnmálaflokka og hópa utan Samstöðu þrátt fyrir að samtökin hefðu afar óljósa stefnuskrá og í I mörgum ríkjum Austur-Evrópu fara á næstu vikum fram kosningar sem snúast um framtíð þessa heims- hluta. Þessi mynd var tekin í Austur-Þýskalandi þar sem kosið var síðastliðinn sunnudag. Simamynd Reuter fyrstu engin áform um að setja á laggirnar stjórn. Það voru úrslit kosninganna sem lögðu línuna fyr- ir Samstöðu. Svipaða þróun mátti sjá í úrslit- um fimm aukakosninga í Ung- verjalandi í fyrra. í öllum kosning- unum unnu frambjóðendur stjóm- arandstöðunnar, samtakanna Lýð- ræðislegs vettvangs og Bandalags frjálsra demókrata. Kjósendur vissu afar lítið um þessa flokka þegar gengið var til kosninga. Svo virðist sem helsta aðdráttarafl þeirra hafi verið sú staöreynd að frambjóðendur þeirra eru ekki kommúnistar. Kommúnisminn að hruni kominn Stjórnarandstaðan í Ungverja- landi nýtur ekki stuönings vel stæðra vestrænna samtaka og stjómmálaflokka á sama hátt og stjórnarandstaðan í Austur-Þýska- landi gerði í kosningabaráttunni. En skoðanakannanir sýna að þrátt fyrir það muni ungverska stjórnar- andstaöan sigra kommúnista í komandi þingkosningum síðar í þessum mánuði og snemma í apríl- mánuði. í Tékkóslóvakíu, þar sem kosn- ingar fara fram þann 8. júní, virð- ist hið sama upp á teningnum. Þar í landi á stjórnarflokkurinn mjög erfitt uppdráttar og hafa margir háttsettir félagar í honum, þar á meðal Marian Calfa forsætisráð- herra, sagt skilið við hann. Ástandið í Rúmeníu og Búlgaríu er ekki eins skýrt og skorinort. Kommúnistaflokkurinn er hrun- inn til grunna í Rúmeníu en stjórn- arandstæðingar segja að félagar í honum séu að reyna að ná völdum á ný og standi að baki Þjóðfrelsis- hreyfingunni sem nú fer með völd í landinu. Frambjóðendur Þjóö- frelsishreyfingarinnar eru taldir sigurstranglegir í komandi kosn- ingum þann20. maí næstkomandi. I Búlgaríu er kommúnistaflokk- urinn enn við völd og er, sam- kvæmt skoðanakönnunum á veg- um hins opinbera, líklegastur til að sigra í kosningunum sem eiga að fara fram í júní. En margt er enn eftir að ákveða hvað þær kosningar varðar, þar á meðal hvenær þær fara fram. Hafa ber í huga að þegar Búlgarar ganga til kosninga hafa flestir nágranna þeirra þegar greitt atkvæði um framtíð sína - að öllum líkindum stjórn án kommúnista - og getur það haft áhrif á úrslitin í Búlgaríu. Markaðsbúskapur Nú er ekki tíminn til að hika, sagði Alan Holmer, einn fulltrúa Bandaríkjanna, á fundi þrjátíu og fimm aðildarríkja Röse, Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu, daginn eftir austur-þýsku kosning- arnar. Á þessum fundi munu rúm- lega eitt þúsund kaupsýslumenn og embættismenn ræða hvernig nýir ráðamenn í Austur-Evrópu geta sett á laggirnar frjáls mark- aðshagkerfi að vestrænni mynd í stað miðstýrðra kerfa sem ráðið hafa ríkjum á austurhluta megin- landsins í tugi ára. Markaðsbú- skapur er nú töfraorðið í Austur- Evrópu. Evrópubandalagið, EB, hefur lagt fram róttækar tillögur að breyting- um í efnahags- og fjármálalífi Aust- ur-Evrópu. Margar austur-evr- ópskar þjóðir, með hægri sinnaða fjármálaráðherra í broddi fylking- ar, hafa þegar tekið slíkar breyting- ar upp á arma sína. Má þar til að mynda nefna Pólland sem nú hefur innleitt breytingar sem miða að gjörbreyttu efnahagslífi. Það veröur ekki auðvelt að um- breyta efnahag Austur-Evrópu.. „Við ættum allir að hafa í huga að þær breytingar, sem nú eiga sér stað í ríkjum sem eru að innleiða frjáls efnahagskerfi í stað miðstýr- ingar, eru ekki auöveldar," sagði Holmer. Sem dæmi um það er Pól- land, þjóðin sem er fremst í flokki hvað varðar efnhagsumbætur Austur-Evrópu. Þar ríkir kreppa nú þegar aðhaldsaðgerðir stjórn- valda eru farnar að hafa áhrif á gang efnhagsmála. í tillögum EB er minnst á þau atriði sem hvað erflðast verður fyr- ir Austur-Evrópu að innleiða, hvað sem vilja ríkja eins Póllands og Ungverjalands að innleiða umbæt- ur líður. Að mati sérfræðinga EB verða í fyrsta lagi breytingar og umbætur á verðlagningu Austur- Evrópu erfiðar, þ.e. að draga úr þeim gífurlegu niðurgreiðslum sem haldið hafa verði á matvælum og orku óeðlilega lágu. Seinna atriðiö er umbætur á gjaldmiðlum land- anna en öll eiga ríki Austur-Evrópu við sama vanda að stríða hvað það varðar. Hvort ríki eins og Sovétrík- in, þar sem Gorbatsjov Sovétforseti berst nú fyrir því að stýra efnahag þjóðar sinnar í átt að markaðs- búskap, geti fallist á tillögur EB á eftir að koma í ljós. Reuter Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Fálkagata 13, hluti, talinn eig. Halldór Guðmundsson, föstud. 23. mars ’90 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Fiskislóð 103-119, hluti, þingl. eig. Jón Steinn Eh'asson, föstud. 23. mars ’90 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Fífusel 11, íb. 02-02, þingl. eig. Guð- björg Hulda Ámadóttir, föstud. 23. mars ’90 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands, Iðnlánasjóður og Ólafur Gústafsson hrl. Flúðasel 90, hluti, þingl. eig. Guðlaug Sigurðard. og Guðbrandur Haraldss., föstud. 23. mars ’90 kl. 11.00. Uppboðs- beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Frostafold 6, hluti, talinn eig. Steinar Pálmason, föstud. 23. mars ’90 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjald- heimtan í Reykjavík og tollstjórinn í Reykjavík. Grýtubakki 30, 2. hæð hægri, þingl. eig. Gréta Óskarsdóttir, föstud. 23. mars ’90 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Gyðufell 6, hluti, þingl. eig. Kristinn Eiðsson og Þórunn Haraldsdóttir, föstud. 23. mars ’90 kl. 11.30. Uppboðs- beiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Gyðufell 12, hluti, þingl. eig. Ingibjörg Pétursdóttir, föstud. 23. mars ’90 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur eru Gjald- heimtan í Reykjavík, Fjárheimtan hf. og Halldór Þ. Birgisson hdl. Hamraberg 18, hluti, þingl. eig. Berg- þór Guðmundsson, föstud. 23. mars ’90 kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka íslarids, tollstjórinn í Reykjavík og Hróbjartur Jónatansson hdl. Háagerði 11, þingl. eig. Lovísa Guð- mundsdóttir, föstud. 23. mars ’90 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Hátún 39, hluti, þingl. eig. Jónas Yngvi Ásgrímsson, föstud. 23. mars ’90 kl. 10.15. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka íslands og Ólafur Sigur- geirsson hdl. Hjallavegur 35, talinn eig. Hafþór Kjartansson, föstud. 23. mars ’90 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Sig- urgeirsson hdl. Hjaltaþakki 10, hluti, þingl. eig. Sig- ríður Ágústsdóttir, föstud. 23. mars ’90 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Holtsgata 21, þingl. eig. Elsie Júníus- dóttir, föstud. 23. mars ’90 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Hólaberg 24, hluti, þingl. eig. Hjálm- týr G. Hjálmtýsson, föstud. 23. mars ’90 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Hólmaslóð 8, hluti, þingl. eig. Steinar sf., vélsmiðja, föstud. 23. mars ’90 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Hólmgarður 35, hluti, þingl. eig. Þor- björg Kristjánsdóttir, föstud. 23. mars ’90 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Ólaf- ur Gústafsson hrl. Hrísateigur 31, hluti, þingl. eig. Guð- laug Friðriksdóttir, föstud. 23. mars ’90 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Hvassaleiti 151, þingl. eig. Ásgeir Ein- arsson, föstud. 23. mars ’90 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Bjöm Jónsson hdl. og Ólafur Axelsson hrl. Hverfisgata 42, hluti, þingl. eig. Sam- hjálp hvítasunnumanna, föstud. 23. mars ’90 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Hverfisgata 86, hluti, þingl. eig. Karl Albert Manúelsson, föstud. 23. mars ’90 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Hverfisgata 102A, hluti, þingl. eig. Már Gunnþórsson o.fl., föstud. 23. mars ’90 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Hyrjarhöfði 5, hluti, þingl. eig. Þór Snorrason, föstud. 23. mars ’90 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTriD í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Grensásvegur 16, hluti, þingl. eig. Nývirki h£, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 23. mars ’90 kl. 15.30. Uppboðs- beiðendur eru Gjaldheimtan í Reykja- vík, Hákon H. Kristjónsson hdl. og Fjárheimtan hf. Gnoðarvogur 76, hluti, þingl. eig. Daníel Þórarinsson, fer fram á eign- - inni sjálfrí föstud. 23. mars ’90 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur em Gjald- heimtan í Reykjavík, Sigurberg Guð- jónsson hdl., Þorfmnur Egilsson hdl., Sigurður Georgsson hrl., Óskar Magnússon hdl., Hróbjartur Jónat- ansson hdl„ Þómnn Guðmundsdóttir hrl., íslandsbanki, Gústaf Þór Tiyggvason hdl, Skúli J. Pálmason hrl., Símon Ólason hdl. og Kristinn Hallgrímsson hdl. Grettisgata 86,2. hæð, þingl. eig. Guð- björg F. Torfadóttir, fer fram á eign- inni sjálfri föstud. 23. mars ’90 kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur em Ingólfur Friðjónsson hdl., Byggðastofiiun, Skúli J. Pálmason hrl. og Þórólfur Kr. Beck hrl. Grýtubakki 4, 3. hæð t.v., þingl. eig. Þóra Jónsdóttir, fer fram á eigninni sjálfrí föstud. 23. mars ’90 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands, Gjaldheimtan í Reykjavík og Guðjón Armann Jóns- son hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTm) í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.