Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990. Fréttir DV Svört skýrsla um Landakotsspítalann: Landakot er gjaldþrota ef ekkert verður að gert - hallinn á síðasta ári nam 78 milljónum króna „Ef svo heldur fram sem horflr, verður spítalinn óhæfur til að gegna núverandi hlutverki sínu í heilbrigð- iskerfinu. Jafnframt er ljóst að ef ekkert verður að gert mun Landa- kotsspítali aftur ramba á barmi gjaldþrots eftir 1 til 2 ár. Stjómvöld verða því nú þegar að taka á vandan- um með róttækum hætti.“ Þannig lýkur skýrslu Samstarfs- nefndar um rekstur Landakotsspítala til heilbrigðis- og tryggingaráðherra og fjármálaráðherra en skýrslan er nú tú meðferðar innan ráðuneytanna. Nefndin var sett á laggimar í ágúst 1988 eftir mikla umræðu um fjár- hagsvanda Landakotsspítala. Nefnd- in klofnaði í afstöðu sinni og er það meirihluti hennar, þeir Pétur Jóns- son formaður, skipaður af heilbrigð- isráðherra, og Rúnar Bj. Jóhannsson, skipaður af fjármálaráðherra, sem standa að þessari skýrslu. Logi Guð- brandsson, fulltrúi stjómar spítalans í nefndinni og framkvæmdastjóri spítalans, skilaði sérstakri skýrslu. I raun gjaldþrota Þeir Rúnar og Pétur fella harðan dóm yfir rekstri spítalans og segja aö hann hafi í raun verið gjaldþrota þegar nefndin hóf störf. Það megi rekja til mikils hallareksturs spítal- ans í mörg ár fram til miðs árs 1988. Uppsafnaður halii hafi þá verið 225 milljónir króna. Sá halli hefur nú verið greiddur úr ríkissjóði. En hallreksturinn hefur haldið áfram síðan. Halh ársins 1988 var 111,6 milljónir króna og þá var halli ársins 1989, samkvæmt bráðabirgða- uppgjöri, um 78 milljónir. Þeir Pétur og Rúnar segja að stjóm- endur spítalans hafi ekki tekið ennþá á vanda spítalans. Niðurstaða þeirra er því: „Stjómendur Landakotsspít- ala hefur skort hæfni og vilja til að skilgreina, skilja og leysa vanda stofnunarinnar. Ef ekki verður þegar breyting á er vandi spítalans óleyst- ur. Mikla nauðsyn ber til að staða og hlutverk Landakotsspítala í heil- brigðiskerfmu verði endurmetið.“ Meginástæðurnar Meginástæður þess að rekstur spít- alans var komin í óefni 1988 segja þeir Pétur og Rúnar að hafi verið: - Að stjórnskipulag spítalans hafi ekki verið virkt og ábyrgð yfirstjórn- ar óskilgreint. Þá hafi daglegri fram- kvæmdastjóm verið ábótavant. - Ekki hafi verið gerðar raunhæfar tilraunir til að laga rekstur spítalans að fárveitingum. - Ekki hafi verið bmgðist við því þegar spítalinn fór á fost fjárlög 1983. Ennfremur bæta þeir við: „Stjórn- endur spítalans tóku ákvarðanir um stofnkostnaðarútgjöld langt umfram heimildir á fjárlögum.” Þá gagnrýna þeir laun til yfirlæknis vegna rann- sóknarstofu: „Laun hans voru langt umfram eðlileg og réttmæt mörk.“ Þá sögðu þeir að eftirlit og aðhald með almennum rekstri hefði verið mjög takmarkað. -SMJ Landakotsspítali: gjaldþrota ef ekkert verður að gert segir í nýju nefndaráliti. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Undirbúningur hafinn að sameiningu fyrirtækja - tillaga til lagabreytinga vegna þess lögð fram á aðalfimdi í gær Fastlega má búast við að margir þurfi að stinga saman nefjum í tveggja manna tali á aðalfundi Sölumiðstöðvarinnar sem hófst í gær og heldur áfram í dag. Þar mun eiga sér stað mikil umræða vegna hugmynda sem eru uppi um samruna stærstu fisksölufyrirtækja landsins í eitt stórt og öflugt fyrirtækl. Hér ræðast þeir við, Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater, og Jón Ingvarsson, stjórnarformaður Sölumiðstöðvarinnar. DV-mynd GVA Á því hefur verið imprað opin- berlega að undanfórnu að stefna beri að sameiningu Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda og sjávar- afurðadeildar Sambandsins í eitt stórt fiskútflutningsfyrirtæki. Það kom svo í ljós á aðalfundi Sölumið- stöðvarinnar í gær að full alvara er hér að baki. Því til sönnunar er ræða forstjórans, Friðriks Pálssonar, bg tillaga að breytingu á lögum Sölu- miðstöðvarinnar. í 20. grein samþykktar Sölumiö- stöðvarinnar segir svo: „Þeim ákvæðum laga þessara, sem bundin eru með ákvæði í stofnsamningi, verður ekki breytt nema með sam- þykki allra félagsmanna." Á aðalfundinum í gær var lögð fram tillaga uni breytingu á þessari grein. Þar er lagt til að % hluta aðal- fundarmanna þurfl til að breyta lög- unum. Og séu breytingar ekki til- kynntar í fundarboði, geta þær hlotið samþykki á aðalfundi ef % hlutar fundarmanna samþykkja. Það kom fram í máli stjómarformanns Sölu- miðstöðvarinnar, Jóns Ingvarsson- ar, þegar hann mælti fyrir tillög- unni, að óeðlilegt væri að samþykki allra félagsmanna þyrfti til laga- breytinga, enda væri þá nær ómögu- legt að koma fram lagabreytingum. Það kom greinilega fram í ræðu Friðriks Pálssonar, forstjóra Sölu- miðstöðvarinnar, að hann er með- mæltur samruna stærstu fisksölu- fyrirtækja landsins. Hann minnti í upphafi ræðu sinnar á þá umræðu um samruna stærstu fisksölufyrir- tækjanna sem átt hefur sér staö. Síö- an sagði hann orðrétt. „Á undanfómum árum hefur mikil áhersla verið lögö á nauðsyn hag- ræðingar, samvinnu og samruna fyr- irtækja hérlendis og erlendis. Jafii- vel má tala um byltingu á því sviði. Hérlendis nægir að nefna samruna Loftleiöa og Flugfélags íslands á sín- um tíma., sameiningu Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur og ísbjamarins hf. og næst okkur í tímanum má nefna sameiningu fiögurra banka auk þess sem fiölmörg önnur dæmi mætti nefiia. í öllum þessum tilvikum hafa eigendur sóst eftir meiri styrk og stærri markaðshluta auk spamaðar og hagræðingar. Ég fullyrði að hvergi er nú meiri þörf á sterkum fyrirtækjum en einmitt við útflutn- ingsstarfsemi okkar íslendinga." Og aö öðra leyti gekk ræða Friðriks Pálssonar út á að sannfæra menn um nauösyn og ágæti þess að koma upp hér á landi stóru og öflugu fiskút- flutningsfyrirtæki. Jón Ingvarsson stjómarformaður upplýsti í ræðu sinni að nú væri að störfum 6 manna nefnd á vegum Sölumiðstöðvarinnar sem hefur þaö hlutverk aö endurskoða stöðu sam- takanna og athuga hvort núverandi félagsform tryggi enn hagsmuni fé- lagsmanna best. Eftir samtölum við fulltrúa á aðal- fundi Sölumiðstöövarinnar að dæma er það innri markaður Evrópu- bandalagsins sem tekin- til starfa 1992 sem rekið hefur stærstu fiskút- flutningsfyrirtækin til að kanna alla möguleika á samruna þeirra. > -S.dór Jóhannes Nordal: Vill taka yfirdráttar- heimildina af Ólafi og setja mörk á erlenda skuldasöfnun ríkissjóðs Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðlabankans, vill draga úr yfir- dráttarheimildum ríkissjóðs í bankanum til að sporna við halla- rekstri ríkissjóðs. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Jóhannesar á aðlafundi bankans í gær. Jóhannes sagði að hreinar skuld- ir ríkissjóðs hefðu þrefaldast á síð- astliðnum fimm árum. Vaxta- greiðslur af þessum sívaxandi skuldum væru orðnar 10 prósent af ríkisútgjöldum. Þessu til viö- bótar munu óbeinar skuldbinding- ar falla á ríkissjóð á næstu áram vegna lífeyrisskuldbindinga og nið- urgreiðslna á húsnæðislánum að ekki sé nefnd áhætta ríkissjóðs vegna ríkisábyrgða. Eins og málum er háttað í dag getur ríkissjóður fengið ótakmörk- uð rekstrarlán í bankanum gegn því að gera þau upp á fyrsta árs- fjórðungi næsta árs. Að fenginni reynslu undanfarinna ára vill Jó- hannes setja fjármálaráðherra undir meiri aga. í fyrsta lagi lagði hann til að ríkissjóður yrði að gera örar upp yfirdráttinn gagnvart Seðlabankanum. í öðru lagi vill hann setja ákveðin mörk á erlenda skuldasöfnun ríkissjóðs nema um sé aö ræða arðbærar framkvæmd- ir. -gse íslandsmet í erlendum lánum í ársskýrslu Seðlabankans er staðfest að íslandsmetið í erlendum lánum hefur verið slegið. í fyrra námu löng erlend lán 51,3 prósenti af landsframleiðslu en hæst var þetta hlutfall áður árið 1985 þegar það var 51,1 prósent. Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðlabankans, vék að þessu í ræðu sinni og taldi mikilvægt að leita ráða til að draga úr erlendum lán- tökum. Hann benti meðal annars á að gjaldeyrisreglur varðandi er- lendar lántökur væru tiltölulega rúmar á meðan fjárfesting íslend- inga erlendis væri nánast forboðin. Við slíkar aðstæður væri að sjálf- sögðu tilhneiging til nettó-skulda- söfnunar gagnvart öðrum löndum. Jóhannes mælti með að fjármagn fengi að streyma jafnauðveldlega í báðar áttir. Slíkt frjálsræði gerCi miklar kröfur til innlendrar hag- stjórnar þar sem hætta væri á íjár- magnsflótta ef óvissuástand skap- aðist. Jóhannes sagðist hins vegar ekki vera í nokkrum vafa um að sá agi, sem af þessu skapaðist, yrði til góðs. -gse 2.670 milljóna hagnaður í fyrra Samkvæmt reikningum Seðla- bankans nam hagnaður á rekstri bankans á síðasta ári 2.670 milljón- um króna. Af þessum hagnaði runnu 473,4 milljónir í ríkissjóð. Samanlagður hagnaður Seðla- bankans á undanfómum tveimur árum er um 4,1 milljarður og hefur ríkissjóður fengið um 570 milljónir af þeim fjármunum í sinn hlut. Afgangurinn hefur rannið í sjóði Seðlabankans. Eigið fé bankans var orðið um 8,3 milljarðar í árslok. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.