Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Síða 9
FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990. 9 Jarðskjálfti í Kina: Rúmlega eitft hundrað létust gær. Að minnsta kosti eitt hundrað og fimmtán manns létu lifið. Að minnsta kosti eitt hundrað og fimmtán manns létust og eitt hundr- að og sextíu slösuðust þegar öflugur jaröskjálfti reið yfir Qinghai-hérað í vesturhluta Kína síðdegis í gær. Eitt hundrað og tuttugú voru fluttir á sjúkrahús, að sögn kínverskra emb- ættismanna. Þeir óttast að tala lát- inna og slasaðra eigi eftir að hækka. Jarðskjálftinn mældist 6,9 á Richter- skala. Jarðskálftinn olli mestum skemmdum í bænum Tanggemu í Qinhgai-héraði og voru flestir hinna látnu bændur. Rúmlega eitt þúsund hús eyöilögðust og eru fimm þúsund íbúar þessar héraðs nú heimilislaus- ir. Jarðskjálftans varð vart í rúmlega 170 kílómetra fjarlægð. Fimm hundr- uð og sjötíu minni skjálftar fylgdu í kjölfar þess stóra og mældist sá sterkasti þeirra 5,1 á Richter. Tanggemu er að mestu byggt Tíbet- um sem vinna að landbúnaðarstörf- um. Þar eru einnig staðsettar fanga- vinnubúðir, einar af mörgum í þessu afskekkta og fámenna héraði sem kallað hefur verið „Gúlag“ þeirra Kínveija. Kínverskur embættismað- ur sagöi í samtah við Reuter-frétta- stofuna í morgun að fangavinnubúð- ir hefðu skemmst illa í skjálftanum og að í kjölfarið hafi tvö hundruð fangar sloppið. Mikil leit stendur nú yfir að föngunum að sögn embætt- ismanna í Qinghai. Lögregluyfirvöld í Peking vísa aftur á móti öllum frétt- um um flótta fanga á bug og segja að veggurinn sem umkringi fanga- búðirnar sé óskaddaður. Þetta er mesti jarðskjálfti í Kína frá því í nóvember árið 1988 þegar rúm- lega sjö hundruð manns létu lífið í Yunnan-héraði. Reuter Hætt við endurnýjun Lance - segja heimildarmenn innan Nato Aöildarríki Nato, Atlantshafs- bandalagsins, hafa ákveðið að hætta við umdeildar áætlanir um end- urnýjun skammdrægra kjamorku- flauga í Evrópu en eru samt sem áður sammála um nauðsyn þess að áfram verði kjarnorkuvopn á megin- landinu. Þetta kom fram í máli ónefndra heimildarmanna innan bandalagsins í gær. Þessi ákvörðun er liður í uppstokk- un varnarmálastefnu Nato í kjölfar endaloka kalda stríðsins. Formleg ákvörðun um að hætta við endurnýj- unina verður líklega ekki tekin fyrr en á fundi varnarmálaráðherra aö- ildarríkjanna í næsta mánuði og ekki tilkynnt opinberlega fyrr en-á fyrir- huguðum leiðtogafundi þjóðanna sem halda á í sumar. Heimildamennimir sögðu að án efa yrði hætt við áætlanir um að end- umýja hinar bandarísku Lance- flaugar sem staðsettar hafa verið í Vestur-Þýskalandi. Bandaríkin og Bretland hafa verið fremst í flokki þeirra Nato þjóða sem farið hafa fram á endurnýjun Lance en nú virð- ist hafa orðið breyting á afstöðu þeirra. Bandaríkjastjórn er undir vaxandi þrýstingi að skera niður framlög til vamarmála og bresk stjórnvöld hafa gefið til kynna að þau muni ekki lengur krefjast endurnýj- uníu: að því er heimildir herma. Reuter Fyrirhugaöur leiötogafundur EB: Stjórnmálaleg eining í brennidepli Forsætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher, mun leggja það til á fundi leiðtoga Evrópubandalags- ins í Dyflinni á laugardaginn að nán- ar verði útskýrt hvað sé átt við með stjórnmálalegri einingu, eftir því sem breskir embættismenn segja. Þeir bættu því við að Bretland myndi ekki leggjast gegn því að um þetta mál yrði rætt á hærri stigum. Þeir sögðu að tillaga Frakklands og Þýskalands um stjórnmálalega einingu þegar í upphafi árs 1993 hefði verið of snemma á ferðinni miðað við allt það starf sem enn þyrfti að vinna fyrir þann tíma þegar þjóðim- ar tólf sameinast um einn markað. Búist er við að Mitterand Frakk- landsforseti og Kohl, kanslari Vest- ur-Þýskalands, hefii umræður um stjórnmálalega einingu við hádegis- verð á fundinum á laugardaginn, en Búist er við að Margaret Thatcher fari fram á nánari útskýringu á hvað sé upprunalega var stefnt til hans til stjórnmálaleg eining á fundi leiðtoga Evrópubandalagsins á laugardaginn. að ræða sameiningu Þýskalands. Símamynd Reuter Reuter Útlönd Hersveitír í höfuðborg Mongélíu Hersveitir vom sendar inn í mið- borg Ulan Bator, höfuðborgar Mongólíu, í gær til að koma í veg fyrir fund ólöglegra stjómarand- stöðuhópa. Þetta mun vera í fyrsta skipti síðan í desember að komm- únistaflokkur Mongólíu beitir her- num. Hermennirnir munu þó vera óvopnaðir. Það eru lýðræöissamtökin í Mongólíu sem ætluöu aö standa að fundinum ásamt öðrum samtök- um. Leiðtogar samtakanna gengu á fund forsetans, Punsalmaaaqiyn Ochirbat, til aö leggja áherslu á kröfur sínar en þeir voru ekki ánægðir með viðtökumar. Sagt er að yfirvöld i Mongólíu séu nú að herða aðgerðir gegn stjórnarand- stöðunni. Hin nýja stjóm koramúnista í Mongólíu, sem tók við völdum í mars, hefur lofað lýðræðislegum kosningum í júlí. En margir íbúar landsins óttast aö ekki verði staðiö við gefið loforö. Hermenn hafa verið sendir inn í höfuðborg Mongólíu, Ulan Bafor. Símamynd Reuter um verð tiK hænda Landbúnaðarráðherrar landa Evrópubandalagsins, sem nú funda í Brussel, hafa náð samkomulagi um verð tíi bænda landa sinna fyrir áríð 1990-91. í samningnum er gert ráð fyrir þrengt veröi lítillega aö bændum og er það í samræmi við alþjóðlegt samkomulag sem felur í sér að skera niöur niðurgreiðslur til bænda. Enginn greiddi atkvæði gegn samningnum, en lanbúnaðarráðherra Frakklands sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Oþekktur ættbálkur fannst í Kína SUÐAUSTUR ASÍA í lok 17. aldar Óþekktur ættbálkur hefur fundist í Kína. Nýlega fannst í Kína ættbálkur rúmlega tvö hundruð manna sem hefur ekki haft neitt samband viö umheirninn I rúmar þrjár aldir. í fréttum CNS, kínversku fréttastofunnar, var skýrt frá því að forfeður þessa ætt- bálks hefði sest að í Taklemakan eyðimörkinni í Xirfiiang héraði iyrir 350 árum. Niðjar þeirra hafa ekki haft nein samskipti við umheiminn og vita ekki hvað gerst hefur síðustu þrjár aldir, allt fram á okkar tíma. Þeir lifa samkvæmt eigin reglum og lögum, reiða síg á sólina til aö tímasefia hin daglegu störf sín og hafa hvorki ríkisstjóm né skóla. Bókmenntahefð eiga þeir enga að því að taliö er. Þaö voru menn í olíuleitarleiðangri sem fundu ættbálkinn. Fólkiö er af Uygurs þjóðarbrotinu en það er einn margra minnihlutahópa sem byggja Kína í Xinjiang hérað, langstærsta héraði Kina, eru flestir íbúarn- ir af Uygur8-þjóðarbrotinu. Milljónir handa fómariömbum Tsjernobyl Milfiónir rúblna og dollara söfti- uðust i QársÖfnun sem sovéska sjónvarpið stóð að til styrktar börnum sem fóru verst út úr Tsjernobyl-kjarnorkuslysinu sem varð fyrir flórum árum. Er talið að verðmæti þess sem safnaðist sé um 105 miUjónir dollara, í peningum, lyfiiun og öðram nauðsynjavörum. Um tuttugu þjóðir gáfu í sjóöinn, og voru framlög allt aö hálfri millj- ón dollara sem fjölskylda i Ástralíu gaf. Þýska flugfélagið Luftliansa gaf 100 flugmiða til að þau börn sem búa á þeim svæðum er urðu illa úti komist í viðeigandi meðferð og þýska varnarmálaráðuneytið bauð 10 fómarlömbum ókeypis meðferð á þýskum spítölum. Tsjernobyl-slyssins var einnig minnst með messu undir berum himiú og mótmælum í þeim lýö- veldum sem urðu verst úti, Úkra- ínu og Hvíta Rússlandi. Tsjemobyl kjamorkuverið þar sem sprenging varð 1986. Sfmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.