Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Side 26
34 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990. Fólk í fréttum dv Höskuldur Ólafsson Höskuldur Ólafsson er fram- kvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Verslunarbankans. Höskuldurer fæddur7. m?' °27 á Borðeyri og lauk stúdenl prófi frá MR1947. Hann var formaður Stúdentaráðs 1951-1952 og lauk lögfræðiprófi í HÍ 1953. Höskuldur var fulltrúi hjá verktökum á Keflavíkurílugvelli 1953-1956, var sparisjóðsstjóri Verslunarsparisjóðsins frá stofnun hans, 1956, og bankastjóri Verslun- arbanka íslands hf. frá stofnun hans, 1961, til 1989. Hann var endur- skoðandi bæjarreikninga Reykja- víkur 1959-1961 og í stjórn fnn- kaupastofnunar Reykjavíkur 1960-62. Höskuldur var formaður landsmálafélagsins Varðar 1960- 1963 og í varnarmálanefnd frá 1961. Hann var í nefnd til undirbúnings þjóðhátíðar 1974 og framkvæmda- stjóri Eignarhaldsfélags Verslunar- bankansfrál990. Systkini Höskulds eru: Yngvi, f. 18. desember 1922, fyrrv. deildar- stjóri í viðskiptaráðuneytinu, kvæntur Margréti Björk Kristins- dóttur; Björgvin, f. 4. ágúst 1924, verkstjóri í Kópavogi, kvæntur Þór- dísi Lúðvíksdóttur; Sveinn, f. 4. ágúst 1924, vélstjóri í Rvík, kvæntur Elínu Davíðsdóttur; Þórey Hrefna, f. 17. desember 1925, gift Magnúsi Proppé, forstjóra Stálsmiðju Magn- úsar; Jónas, f. 20. júlí 1929, sveitar- stjóri á Þingeyri, kvæntur Nönnu Magnúsdóttur; Sylvía, f. 20. febrúar 1931, gift Bjarna Einarssyni, útgerð- arstjóra á Þingeyri; Ingibjörg, f. 21. júní 1932, gift Jóhannesi Einarssyni, forstjóra Cargolux í Lúxemborg; Sigríður Ingibjörg, f. 3. apríl 1935, verslunarmaður í Rvík; Ólöf, f. 21. júní 1937, gift Guðmundi Ingvars- syni, símstjóra á Þingeyri; María, f. 17. janúar 1939, gift Unnari Stefáns- syni, ritstjóra Sveitarstjórnarmála, og Guðrún, f. 10. apríl 1944, d. 10. nóvember 1960. Systkini Höskulds, samfeðra, eru: Kjartan, f. 16. febrúar 1918, Hrefna, lést barnung, og Þórir, f. 6. október 1931, hagfræðingur í Rvík, kvæntur Elvíru Ólafsson. Höskuldur kvæntist 20. desember 1953 Þorgerði Þorvarðardóttur, f. 5. nóvember 1925, d. 3. júlí 1981. For- eldrar Þorgerðar voru Þorvarður Þorvarðarson, verkstjóri í Hafnar- firði, og kona hans, Geirþrúður Þórðardóttir. Synir Höskulds og Þorgerðar eru Þorvarður Geir, f. 15. september 1954, verslunarmaður í Rvík, Ólafur Yngvi, f. 18. mars 1958, verslunarmaður, og Höskuldur Þór, f. 20. apríl 1965, verslunarmaður í Rvík. Sambýliskona Höskulds er Ingi- björg Eyþórsdóttir, f. 13. nóvember 1925, skrifstofumaður. Foreldrar Ingibjargar voru Eyþór Jörgensson, verkamaður í Rvík, og kona hans, Jóhanna Sigurðardóttir. Foreldrar Höskulds voru Ólafur Jónsson, f. 12. maí 1892, d. 30. des- ember 1967, trésmiður, síöar póstaf- greiðslumaöur á Þingeyri, og kona hans, Elínborg Sveinsdóttir, f. 12. október 1897, d. 11. maí 1955, símrit- ari á Þingeyri. Ólafur var sonur Jóns, b. í Dalkoti á Vatnsnesi, Jósefssonar, og konu hans, Sigríðar Ólafsdóttur, b. á Gnýsstöðum, Jóns- sonar, bróður Jóns, afa Hannibals Valdimarssonar. Móðir Sigríðar Ingibjargar var Sesselja, systir Sig- urðar, fóður Jóhannesar, afa Agn- ars og Sverris Norlands. Systir Jó- hannesar var Ástríður, amma Er- lends Eysteinssonar, b. á Stóru- Giljá, og langamma Sigurjóns Lár- ussonar, oddvita á Tindum. Sesselja var dóttir Jóns B. Sigurðssonar og konu hans, Margrétar Jóhannes- dóttur, systur Maríu, móður Jóns Hallssonar, prófasts í Glaumbæ, afa Jóns Sigurðssonar, alþingismanns á Reynistað, Jóns Stefánssonar list- málara og langafa Önnu, móður Jónasar Kristjánssonar ritstjóra. Elínborg var systir læknanna Jón- asar og Kristjáns og Jóns, íöður Sveins, formanns KR. Elínborg var dóttir Sveins, prests í Árnesi, Guð- mundssonar, og konu hans, Ingi- bjargar, systur Margrétar, móður Jónasar skálds og Kristjáns, rit- stjóra Vísis, Guðlaugssona. Ingi- björg var dóttir Jónasar, prests í Hítardal, Guðmundssonar, b. í Þver- árdal, Einarssonar, b. í Þverárdal, Jónssonar, b. á Skeggsstöðum, Jónssonar, ættfóður Skeggsstaða- ættarinnar. Móðir Jónasar var Margrét Jónasdóttir, b. á Gili í Svartárdal, Jónssonar. Móðir Jón- asar var Ingibjörg Jónsdóttir harða- bónda, b. í Mörk í Laxárdal, Jóns- sonar, ættfóður harðabóndaættar- innar. Móðir Margrétar var Ingi- björg Jónsdóttir, systir Einars í Þverárdal. Móðir Ingibjargar Jónas- dóttur var Elínborg Kristjánsdóttir, sýslumanns á Skarði á Skarðs- strönd, Skúlasonar, sýslumanns á Skarði, Magnússonar, sýslumanns á Skarði, Ketilssonar. Móðir Magn- úsar var Guðrún Magnúsdóttir, Höskuldur Ólafsson. systir Skúla fógeta. Móðir Kristjáns var Kristín Bogadóttir, b. í Hrapps- ey, Benediktssonar, og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur. Móðir Sigríðar var Ragnheiður Gísladóttir, systir Magnúsar amtmanns, íoður Sigríð- ar, konu Ólafs Stefánssonar stift- amtmanns, ættforeldra Stephensen- ættarinnar. Móðir Elínborgar var Ingibjörg Ebenezersdóttir, sýslu- manns í Hjaröardal, Þorsteinsson- ar, og konu hans, Guðrúnar Þórðar- dóttur, prests í Skarðsþingum, Ól- afssonar. Móðir Guðrúnar var Kristín Bogadóttir, móðir Kristjáns Skúlasonar. Afmæli Anton Benedikt Kröyer Anton Benedikt Kröyer verslunar- maður, Arahólum 2, Reykjavík, er fertugurídag. Anton fæddist í Reykjavík. Hann lauk kennaraprófi frá Kennara- skóla íslands 1972 og síðan stúdents- prófi frá sama skóla. Anton hefur kennt við Álftamýrarskólann, Hér- aðsskólann í Reykjanesi, Breið- holtsskólann og Fossvogsskólann en þó lengst af við Vogaskólann í Reykjavík. Hann stundaði verslun- arstörf á árunum 1976-82 og rekur nú ásamt konu sinni hljóðfæra- verslunina Gítarinn hf. á Lauga- vegi. Þá hefur Anton Benedikt spil- að með danshljómsveitum um ára- bil. Börn Antons Benedikts eru Ásgeir Kröyer, f. 17.1.1972, og Heiðdís Helga Antonsdóttir, f. 14.4.1980. Kona Antons er Sigurbjörg Steindórsdóttir, f. 26.5.1958, en syn- ir hennar eru Óskar Frímannsson og Steindór Frímannsson. Foreldrar Antons Benedikts: Ás- geir Kröyer, f. 24.2.1914, fyrrv. póst- fulltrúi, og Helga Þorgeirsdóttir Kröyer, f. 21.5.1917, d. 31.7.1985. Ásgeir var sonur Benedikts Kröy- er, b. og smiðs á Stórabakka á Fljóts- dalshéraði, Kristjánssonar Kröyer, b. á Hvanná, Jóhannssonar. Móðir Benedikts var Elín Margrét Þorgrímsdóttir, prestsí Þingmúla og á Hofteigi, Arnórssonar, prests á Bergsstöðum, Árnasonar, biskups á Hólum, Þórarinssonar, prófasts í Hjarðarholti í Dölum, Jónssonar. Móðir Árna biskups var Ástríður Magnúsdóttir, prófasts í Hvammi í Hvammssveit, bróður Árna, próf- essors og handrit^safnara. Magnús var sonur Magnúsar, sýslumanns í Dalasýslu, Jónssonar og Guðrúnar Ketilsdóttur. Móðir Ástríöar var Sigriður, systir Páls Vídalín lög- manns. Móðir Arnórs á Bergsstöð- um var Steinunn Arnórsdóttir, sýslumanns, Jónssonar, en hún og Árni biskup, maður hennar, voru systkinabörn. Móðir Þorgríms var Margrét Björnsdóttir, prests í Ból- staðarhlíð, Jónssonar, ættföður Ból- staðarhlíðarættarinnar, langafa Þorvalds, afa Vigdísar Finnboga- dóttur forseta. Móðir Elínar Margr- étar var Guðrún Pétursdóttur, syst- ir Guðrúnar yngri, langömmu Bj arna Benediktssonar forsætisráð- herra. Önnur systir Guðrúnar var Guöfinna, amma Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Móðir Ásgeirs Kröyer var Anton- ína, dóttir Jóns, b. á Svínabökkum í Vopnafirði, Jónssonar. Móðir Jóns var Vilborg Pálsdóttir, b. í Vatns- dalsgerði í Vopnafirði, Björnssonar. Anton Benedikt Kröyer. Móðir Páls var Guðrún Sigurðar- dóttir „tuggu“, b. á Fossi, Sveins- sonar, langafa Metúsalems, langafa Ragnars Halldórssonar, stjórnar- formanns ísal. Bragi Einarsson Bragi Einarsson hugvitsmaöur, Óð- insgötu20B, Reykjavík, er sextugur ídag. Bragi fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann lauk gagn- fræðaprófi, iðnskólaprófi og sveins- prófi í málaraiðn en meistararétt- indi í greininni öðlaðist hann 1956. Bragi starfaði síðan lengi við verslunar- og málarastörf. Hann rak ásamt fóður sínum verslun, glerslípun og speglagerð í Eyjum frá 1952-60 en flutti þá til Reykjavíkur. Þar stundaði hann einnig verslun- arstörf og iðngrein sína og rak síðan eigin heildsölu um skeið. Bragi tók þátt í sýningunni „Hug- vit’86“ og hefur sl. ár starfað nær eingöngu aö málefnum Félags ís- lenskra hugvitsmanna. Bræður Braga: Lárus Sigurfmnur Einarsson, f. 23.3.1923, d. 18.8.1980, og Haraldur Amar Einarsson, f. 17.7.1924, kennari og teiknari í Hveragerði. Foreldrar Braga voru Einar Lár- usson, f. 20.3.1893, d. 5.5.1963, mál- arameistari og kaupmaður í Vest- mannaeyjum, og Sigrún Vilhjálms- dóttir, f. 29.9.1897, d. 19.1.1956, hús- móðir. Einar var spnur Lárusar Pálma Mikaels, b. í Álftagróf, Finnssonar, b. í Keldudal, Þorsteinssonar, b. á Vatnsskarðshólum, Eyjólfssonar, b. á Hvoli, Jónssonar. Móðir Þorsteins og fyrri kona Ey- jólfs var Þórunn Sigurðardóttir. Móðir Finns var Margrét Guð- mundsdóttir, b. á Skaganesi í Mýr- dal, Ámasonar, b. í Jórvík, í Bakka- koti og á Grímsstöðum í Skamma- dal, Björnssonar. Móðir G'uðmund- ar var Guðrún Jónsdóttir. Móðir MargrétarvarGuðrúnBjarnadótt- . ir, b. í Engigerði og síðar Reynis- holti, Eiríkssonar, b. í Engigerði, Einarssonar, b. þar, Eiríkssonar. Móðir Guðrúnar Bjarnadóttur var Margrét Eiríksdóttir, b. í Suðurvík, Jónssonar, b. í Suðurvík, Jónssonar „gamla“ í Syðri-Steinsmýri, Eiríks- sonar. Móðir Lárusar Pálma var Guörún, dóttir Sigmundar Jónssonar snikk- ara og Birgittu Halldórsdóttur. Móðir Einars Lárussonar var Amlaug Einarsdóttir, b. á Steinum og síðar í Neðri-Dal, Einarssonar, b. í Ysta-Skála, Sighvatssonar, b. og galdramanns í Skálakoti, Einars- sonar, b. í Skálakoti, Einarssonar. Móðir Sighvats var Steinunn Gísla- dóttir, b. í Gerðakoti, Jónssonar. Móðir Steinunnar var Björg, dóttir Einars Jónssonar í Syðri Brennu og Steinunnar Magnúsdóttur. Móðir Einars Sighvatssonar var Kristín, Bragi Einarsson. dóttir Guðna Sveinssonar og Guð- rúnar Lafranzdóttur. Móðir Einars á Steinum var Arnlaug Sveinsdóttir ljósmóðir. Móðir Arnlaugar í Álfta- gróf var Guðfinna Vigfúsdóttir, b. í Stakkagerði í Vestmannaeyjum, Bergssonar Brynjólfssonar. Sigrún, móðir Braga, var dóttir Vil- hjálms Theodórssonar, gullsmiðs í Reykjavík, Jónassonar. Til hamingju með afmælið 27. apríl 85 ára 60ára Jónas Viggó Sigurjónsson, Sæmundargötu 11, Sauðárkróki. Jóhanna Pálsdóttir, Brúarholti, Ytri-Torfustaöahreppi. 80ára 50ára Margrét Jónsdóttir, Sigtúni32, Selfossi. Ámi Kristinn Þorgilsson, Miklaholtsseli I, Miklaholtshreppi, Birgir Eyjólfsson, Erluhrauni 4, Hafnarfirði. Eiríkur Gunnþórsson, Hafbliki, Borgarfjarðarhreppi. Sigurjón Gislason, Lagarfelli 10, Fellahreppi. Sævar- Þórjónsson, Ennishlíð2, Ólafsvík. Erlingur Guðmundsson, Melási 4, Garðabæ 75ára Benedikt Stefánsson, Minni-Brekku, Fljótahreppi. Kolbeinn Bjarnason, Stóru-Mástungu ÍA, Gnúpverja- hreppi. 70ára 40 ára Jónínu Sigtryggsdóttir, Seijavegi3A, Reykjavik. Nikólína Þorkelsdóttir, Einilundi 2E, Akureyri. Þorsteinn Blandon, Karlagötu 13, Reykjavik. Jakob Björnsson, Tjarnarlundi 12E, Akureyri. Kristján Árnason, Heiðarlundi 6H, Akureyri. Guðjón Smári Valgeirsson, Kleppsvegil38, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.