Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Side 27
FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990. 35 LífsstQI 4~ TÓMATAR Hagkaup Bónus ll 410 585 SVEPPIR Mlkllgaröur Nóatun I 489 747 VINBER Mlkllgaröur 315 519 PAPRIKA Mlkllgaröur Bónus 450 621 DV kannar grænmetismarkaðinn: íslenskir tóm- atar komnir í verslanir - 20-30% dýrari en innfluttir Markverðasta breytingin á græn- metismarkaðnum að þessu sinni er sú að nú eru íslenskir tómatar komn- ir í nokkrar stórverslanir. Takmark- að framboð veldur því að þeir eru þó ekki til alls staðar enn. Verðið er nokkru hærra en á innfluttum tóm- ötum og hækkar meðalverð milli vikna úr 418 krónum kílóið í 495. Aimennt virðist hækkunin vera á blinu 20-30%. íslensku tómatarnir voru ódýrastir í Bónus á 410 krónur kílóið en dýrast- ir í Hagkaupi á 585 krónur. í báðum tilfellum var um mjög fallega og girnilega tómata að ræða. Verðmun- urinn er 42% í þessu tilfelli. Gúrkur hafa hækkað nokkuð í verði eftir mjög lágt verð í kringum páskana. Meðalverð hækkar úr 104 krónum í 122 krónur kílóið milli vikna. Gúrkurnar voru ódýrastar í Nóatúni á 77 krónur kílóið eða 35 krónur stykkið en dýrastar í Mikla- garði við Sund á 164 krónur. Verð- munurinn er 112% og voru kaup- menn sammála um að framleiðendur þrýstu mjög á hærra verð og mætti búast við að verðið hækkaði á næst- unni. íslenskir sveppir eru sýnu ódýrari en innfluttir en takmarkað framboð gerir það að verkum að ekki geta allar verslanir boðiö upp á íslenska sveppi. Sveppirnir voru ódýrastir í Nóatúni á 489 krónur kílóið, sem er ágætis verð, og sveppirnir voru mjög fallegir. Dýrastir voru sveppirnir í Miklagarði við Sund á 747 krónur kílóið. Verðmunurinn er 52% í þessu tilfeffi. Græn vínber voru að þessu sinni ódýrust í Fjarðarkaupi á 315 krónur kílóið. Vínberin litu þó ekki nema í meðallagi vel út. Dýrustu vínberin voru í Miklagarði við Sund á 519 krónur. Verðmunurinn er hér 64%. Vínber í dýrari kantinum litu mun betur og girnilegar út en þau ódýr- ari. Meðalverð á vínberjum hækkar milli vikna úr 371 krónu í 396 krónur kílóið. íslensk græn paprika er á svipuðu Islenskir tómatar eru nú komnir á markaðinn og er verðið 20-30% hærra en á innfluttum. Sparigrís vikunnar: Verslunin NÓATÚN verði og í síðustu viku. Ódýrust var paprikan í Bónus, á 450 krónur kíló- ið, en dýrust í Miklagarði við Sund, 621 króna kílóið. Verðmunurinn er hér 38%. Kartöflur og gæði þeirra eða skort- ur á þeim eru vinsælt umræðuefni þessa dagana. Ódýrustu kartöflurnar eru sem fyrr í Bónus og Hagkaupi á 89 krónur kílóið en dýrastar í Grund- arkjöri á 121,50 kílóið. Að mati neyt- endasíðunnar er gæðum kartaflna víða áfátt. Gullaugakartöflur frá Ágæti eru útsteyptar í kláöa og lykt- in ekki góð. í Miklagarði rákumst við á eyfirskar kartöflur sem voru með skemmdum blettum og þær sem virt- ust heilar voru linar eins og svamp- ur. Sparigrís vikunnar fer til Nóa- túnsbúðanna fyrir lægsta verð á góð- um sveppum og lægsta verð á gúrk- um. . -Pá Sértilboð og afsláttur: Lífrænt ræktaðar gúrk- ur og ódýrir kjúklingar I vikunni var boðið upp á takmark- að magn af lífrænt ræktuðum agúrk- um í Hagkaupi í Kringlunni. Verðið var talsvert hærra en á venjulegum gúrkum, eða 225 krónur kílóið, en engu að síður fengu færri en vildu. Umræddar gúrkur eru ræktaðar á Sólheimum í Grímsnesi og enginn tilbúinn áburður né skordýraeitur notað við ræktunina. Kolbeinn Ágústsson, sölustjóri grænmetis í Hagkaupi, sagði í samtali við DV að ætlunin væri að bjóða upp á lifrænt ræktaðar gúrkur, tómata og paprik- ur eftir því sem takmarkað framboð á þessum vörum leyfði. Á tímum vaxandi mengunar fer eftirspum eftir grænmeti, sem rækt- að er á þennan hátt, mjög vaxandi og erlendis er ræktun og búskapur með lífrænum aðferðum í mikilli sókn. Neytendur virðast margir vera tilbúnir til að greiða mun hærra verð fyrir þessar afurðir en aðrar enda gefur ræktun með þessum hætti mun minna af sér en hefðbui.Unar að- ferðir. í Bónus sáum við kjúklinga á sér- stöku tilboðsverði, 521 krónu kílóið. í Nóatúnsverslunum fæst taðreyktur lax á 1098 krónur kílóið og í Bónus fæst heildós af Ora fiskibollum á 187 krónur. í Fjarðarkaupi er enn í gangi tilboð á gosdrykkjum frá Vífilfelli og Hag- kaup selur enn uppþvottalög á sér- stöku afsláttarverði. -Pá Vínber «

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.