Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritsiiórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Frjalst, oháð dagblað FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990 Brennu- vargur gengur laus Slökkvilið og lögregla voru tvívegis kölluðu út á fjórða tímanum í nótt vegna íkveikjumála við Háberg og í Jórufelli. Klukkan 3.15 barst slökkviliði til- kynning um eld í bifreið sem stóð við Háberg 4. Þegar að var komið stóð bíliinn í björtu báli. Eldtungurnar náðu yfir í Trabantbíl sem stóð við hliðina á bílastæðinu. Af verksum- merkjum að dæma var talið greini- legt að um íkveikju væri verið að ræða. Bíllinn, sem kveikt var í, er gjörónýtur en Trabantinn bráðnaði að hluta. * Klukkan 3.39 kom svo önnur til- kynning um eld skammt frá, eða í Jórufelli 4. Þar hafði verið kveikt í sorpgeymslu. Brennuvargurinn lét ekki þar við sitja heldur kveikti líka í gardínum við dyr út á lóðina bak- dyramegin. Hann kveikti því í á tveimur stöðum í húsinu. Sami slökkvihðsbíll og fór í brunann í bíln- um skömmu áður fór einnig að hús- inu við Háberg. Þegar þangað var komið var íbúi aö reyna að ráða nið- urlögum eldsins í sorpgeymslunni. gpmavörðum tókst síðan að slökkva eidinn. Nokkur reykur komst í stiga- gang hússins. Að sögn varðstjóra er tahð augljóst að um íkveikju var að ræða. Nokkuð hefur verið um íkveikjur í bílum að undanfómu. Um helgina var kveikt í nýlegri Volkswagen Jettu sem stóð við Ármúla. Sá bíll eyðilagðist. -ÓTT Morðmálið: Einn enn í haldi Einn maður var í vörslu Rann- %i*iknarlögreglu ríkisins í morgun sem grunur leikur á að hafi átt aðild að morðinu á Þorsteini Guðnasyni bensínsafgreiðslumanni í fyrradag. Töluverður hópur manna hefur ver- ið yfirheyrður vegna málsins. Ekki lá ljóst fyrir í morgun hvort hann eða aðrir yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar- innar. Rannsóknarlögregla vinnur hörðum höndum við að vinna úr fiöl- mörgum upplýsingum sem borist hafa frá almenningi vegna morðsins. Yfirlögregluþjónn hjá RLR segir að upplýsingar almennings hafi leitt til þess að grunur hafi beinst að ákveðn- um mönnum. Nokkrir menn voru i yfirheyrslum í gær en þeim var ^íeppt á mismunandi tímum. Yfir- heyrslur drógust eitthvað þar sem menn voru í misjöfnu ástandi, að sögn Helga. qT1, LOKI Og þar með bráðnaði skynsemin! Lyfjafræðingur IrmrAi iv fwviv liwrl vm I Jf III mikil fjársvik málið kærl til Rannsóknarlögreglu ríkisins Við skoðun semRíkisendurskoð- un gerði kom i ljós að yfirlyfiafræð- ing á Landakotsspítala hafði á und- anfornu m árum dregiösér veruleg- ar fiárhæðir með ýmsum ólögleg- um hætti. Yfirlyfiafræðmgurinn hefur starfað á spítalanum í um tiu ar. Rannsóknin er á frumstigi og að sögn Ríkisendurskoöunar er ekki komið fram hversu háum fiár- hæðum maðurinn náöi til sín. Þá er grunur um að hann hafi notfært sér stofnanir og lækna án þess að viðkomandi hefðu hugmynd um að um refisvert athæfi væri að ræða. Lyfiafræðingnum var vikið úr starfi í bytjun vikunnar vegna þessa máls. Samkvæmt heimildum Haralds Ólafssonar, stjórnarform- anns Landakotsspítala, hafa fleiri starfsmenn ekkí verið reknir vegna málsins. Yfirlyfjafræðingurinn mun með- al annars hafa notað niðurgreiðslu- kerfi á lyf til fiárdráttarbrotanna. Þá er hann grunaður um að hafa falsað innkaup í apótek spítalans. Grunur er um að fleiri menn og stofnanir tengist þessu máli - þótt yfirlyfjafræðingurinn á Landa- kotsspítala sé sá sem stjómaði og hafði mest fé út úr svikunum. Það er ekki ljóst hvort einhver tók þátt í svikunum vísvitandi. „Ég sem aðrir bíð eftir því hvaö kemur út úr rannsókninni. Það er ómögulegt að segja til um hversu háar fiárhæðir um er að ræða. Það er eftir að fara yfir margar skýrslur áður en það liggur fyrir,“ sagði Haraldur Ólafsson. -sme Veður næstu daga: Umhleypingar Um helgina er gert ráð fyrir 2-3 stiga hita. En í stórum dráttum verða umhleypingar með slyddu. Á mánu- dag er spáin þannig að engin átt verð- ur ríkjandi, hægviðri og úrkomu- laust. í dag verður sunnan- og suðvestan- átt á landinu, fyrst með snjókomu og síðan með slyddu. Líklega verður þó einhver rigning þegar líður á dag- inn. Síðan snýst hann í suðvestanátt undir kvöld og þá verða fyrst smá- skúrir og síðan slydduél. Eins og fram kemur á veðurkort- inu hér á síðunni verður líklega á morgun hvöss vestanátt með éljum. Síðan verður minnkandi suðvestan- átt. Einhver slydda eða skúrir verða fram á mánudag en úrkoman minnk- ar þegar líður á sunnudaginn. Vind- styrkur fer minnkandi. I morgun var rúmlega einnar gráðu frost og snjókoma, en líklega nær hitastigið þó að hækka síðdegis. Á þssari spá að dæma er alveg eins líklegt að menn þrammi í bomsunum með trefihnn um hálsinn fyrsta mai og kyrji „nallann“ ofan í hálsmálið. -hlh Kvótafrumvarpið í efri deild alþingis: Virðist ætla að sigla í gegn Líklegt virðist að meirihluti styðji kvótafrumvarpið þegar það kemur til atkvæðagreiðslu í efri deild á mánudaginn þrátt fyrir óróa í röðum stjórnarliða. Stjórnarliðar eru með 5 manna meirihluta í deildinni, 13 gegn 8, og því mun það ekki hafa áhrif á afgreiðslu málsins þó þeir Karvel Pálmason og Skúh Alexandersson greiði atkvæði á móti. Fullvíst er tal- ið að Karvel greiði atkvæði gegn frumvarpinu. Guðmundur Ágústsson, þing- flokksformaður Borgaraflokksins, hefur lýst yfir óánægju sinni með frumvarpið en mun líklega styðja afgreiðslu þess. Um afstöðu stjórnarandstöðu er það að segja að Kvennalistinn mun greiða atkvæði gegn frumvarpinu þegar búið er að fella breytingatillög- ur hans. Halldór Blöndál hefði stutt frumvarpið óbreytt en sagði að eftir að ákvæði um veiðileyfasölu voru tengd Hagræðingarsjóðnum muni hann greiða atkvæði á móti. Sama munu aðrir sjálfstæðismenn gera. -SMJ Atján ára piltur fó Hér má sjá helstu kvótamenn þingsins skrafa um afdrif frumvarpsins. Stand- andi eru þeir Karvel Pálmason, Skúli Alexandersson og Ólafur G. Einars- son. Aðrir á myndinni eru Þorsteinn Pálsson, Guðmundur Ágústsson, Alex- ander Stefánsson, Jóhann Einvarðsson og Eggert Haukdal. DV-mynd GVA Átján ára phtur drukknaði er hann féll útbyrðis af netabátnum Hafliða GK140 um hádegisbihð í gær. Bátur- inn er tíu tonn og var hann á neta- veiðum í góðu veðri um tvær sjómíl- ur suður af Hofsnesi. Á bátnum voru fiórir menn og var verið að leggja trossu. Seinni drekinn var nýfarinn út þegar pilturinn kast- aðist út með færinu og hvarf sjónum félaga sinna. Menn af fiölda báta komu fljótlega til aðstoðar vegna leit- ar að piltinum. Þyrla frá Landhelgis- gæslunni og varnarhðinu á Keflavík- urflugvelh komu skömmu síðar til leitar úr úr lofti. Leit þyrlanna var hætt síðdegis í gær en bátarnir héldu leitáframenánárangurs. -ÓTT Veðrið á morgun: Nú spáir hann vestankalda Það blæs ekki byrlega fyrir þeim sem ætla að leggja í ferðalög um helgina. Veðurstofan spáir vestan stinningséljum með all- hvössum skúrum eöa slyddu um sunnan- og vestanvert landið. í öðrum landshlutum verður hann af sömu átt en þar sleppa menn þó við úrkomu að mestu. Hitinn verður bærilegri en áður og er vel yfir frostmarkinu um allt land og gæti náð fimm stigum á Suð- urlandi. SKUIUIBÍIAR 25050 SENDIBILASrOÐIN Hf opið um kvöld og helgar BILALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.