Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Page 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990.
Fréttir
Sérfræðingar OECD:
Afskipti stjórnvalda
draga úr hagvexti
í skýrslu Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar (OECD) um efna-
hagsmál á íslandl segir meöal ann-
ars að afskipti stjómvalda af at-
vinnumálum hér á landi leiði til
lakari lífskjara.
„Sambland traustrar hagstjóm-
ar, aukins hlutverks markaðarins
og atvinnustefnu sem byggir í
minna mæli á afskiptum stjórn-
valda er besta leiðin til að bæta lífs-
kjör á íslandi á komandi árum,“
segir í niðurlagi skýrslunnar.
Boðskapur líkur þessum hefur
verið í skýrslum OECD um ísland
mörg undanfarin ár. Sérfræðingar
stofnunarinnar segja nú aö þrátt
fyrir að nokkuö hafi dregiö úr af-
skiptum ríkisvaldsins af íjár-
magnsmarkaöinum um miöbik
níunda áratugarins sé enn langt í
land. Þeir nefna meðal annars rík-
isbanka og fjárfestingarsjóði sem
reknir em með ríkisábyrgð og af
stjórnum kjömum af stjómvöld-
um. Þá leggja sérfræðingar OECD
til varnaöarorð vegna ákvörðunar
ríkisstjómarinnar um að auka vald
Seðlabankans yfir vaxtaákvörðun-
um viðskiptabanka og öðrum að-
gerðum á fjármagnsmarkaði.
Sérfræðingar OECD leggja höf-
uðáherslu á afskipti stjómvalda af
atvinnulífi í gegnum banka- og
sjóðakerfið. Þeir fjalla síður um
afskipti stjórnvalda af verðlagi og
ýmsar viðskiptahömlur sem
stjómvöld hafa komið á með reglu-
gerðum í gegnum tíðina. Um það
síðartalda fjallar Þráinn Eggerts-
son hagfræðiprófessor hins vegar í
álitsgerð tíl Þjóðhagsstofnunar um
áhrif lögbundinna forréttinda til
atvinnurekstrar og vinnu, sem lögð
var fram sem svar við fyrirspurn
Friðriks Sophussonar til forsætis-
ráðherra um málið.
Þar segir meðal annars aö mikil-
vægt sé „að hefjast handa við að
grisja fmmskóg íslenskra reglu-
gerða en margt bendir til þess að á
Islandi séu forréttíndi og viðskipta-
hömlur algengari en í mörgum
nálægum löndum.“
í álitsgerð sinni rekur Þráinn
helstu rök með og á mótí því að
veita ákveðnum hópum eða fyrir-
tækjum einokun með lögbindingu,
reglugerðum eða útflutningsleyf-
um. Niðurstöður hans eru að „lög-
bundin forréttindi, sem hamla á
mótí samkeppni og veita rétthöfum
vald til að einoka markaðinn, rýra
almenn lífskjör. Forréttindi koma
í veg fyrir að auðlindir og starfs-
kraftar beinist aö þeim verkefnum
sem hámarka virðisaukann í þjóð-
félaginu."
-gse
Ný lög um notkun bílbelta í aftursæti:
Meiðsl 60 prósent
færri hjá not-
endum bílbelta
-en þeim sem ekki spenna beltin
Frumvarp um breytíngar á um-
ferðarlögum varð að lögum í efri
deild Alþingis á laugardaginn. í
lögunum er meðal annars kveðið á
um skyldunotkun bílbelta í aftur-
sætum. Lögin taka gildi í haust - í
bifreiðum sem eru með slíkan
beltabúnað.
Að sögn landlæknis hefur lífs-
hættulegum höfuð- og hryggjar-
meiðslum vegna umferðarslysa
stórlega fækkað í kjölfar skyldu-
notkunar öryggisbelta í framsæt-
um. Því var ofangreint frumvarp
lagt fram í þeim tilgangi að tryggja
öryggi farþega í aftursætí en oft
verða alvarleg meiðsl á þeim sem
þar sitja er slys verða.
Landlæknisembættíð hefur und-
ir höndum upplýsingar sem teknar
voru saman yfir tíu mánaða tíma-
bil. Þar kemur í ljós að heila- og
mænuslys eru 60 prósent færri
meðal þeirra sem nota bObelti en
þeirra sem ekki nota þau. Á sama
hátt eru lífshættuleg höfuð- og
hryggjarslys 50 prósent færri.
Samkvæmt könnun Hagvangs
eru nær 90 prósent landsmanna
hlynnt skyldunotkun bílbelta í aft-
ursætum. „Menn tala gjarnan um
frelsi og telja að lögbundin belta-
notkun sé sviptíng á slíku. En höf-
um það hugfast að frelsi felst í því
að geta gert allt sem ekki skaðar
neinn annan - því í aftursætínu
sitja bömin,“ segir landlæknir.
Fulltrúar Hagkaups og Félags íslenskra iönrekenda. Hagkaup og Félag íslenskra iðnrekenda standa fyrir kynningu
og sölu á íslenskum vörum í öllum verslunum Hagkaups. Það eru um 70 íslensk fyrirtæki sem taka þátt í kynning-
unni. íslenskir dagar standa yfir dagana 10. til 19. maí. Hér eru þeir Jón Ásbjörnsson, forstjóri Hagkaups, Víglund-
ur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, og Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri félagsins
-sme DV-mynd BG
Áhrif skyldunotkunar
bílbelta íframsœtum
Heimild: Landlæknisembættiö DVJRJ
m meðferð á hestum:
Einn maður hefur
verið rekinn úr
Félagi tamningamanna
- annar fengið aminningar
Siöanefnd Félags tamningamanna
hafa borist kærur og ábendingar
vegna Ulrar meðferðar á hestum í
tengslum við keppni. Að sögn
Trausta Þórs Guðmundssonar, for-
manns félagsins, hafa þessar kærur
beinst gegn tveimur mönnum. Siða-
nefnd félagsins hefur áminnt þessa
menn. Ef brot eru endurtekin er
tamningamönnum vísað úr félaginu.
Annar mannanna tveggja sem kærð-
ir hafa verið er þannig ekki lengur
félagi í Félagi tamningamanna.
í DV í gær var vitnað til forystu-
greinar Eiðfaxa, tímarits hesta-
manna, þar sem Erling Ó. Sigurðsson
tamningamaður fjallaði um svokall-
aðan ótta- eða hræðsluvUja. Hann er
fenginn fram með því að lúberja
hestínn rétt fyrir keppni eða sýn-
ingu. Hesturinn hlýðir þá af ótta við
knapann.
Þar segir að siðanefnd tamninga-
manna, sem Erling á sæti í, muni
ekki láta þetta sem vind um eyru
þjóta. Kærur og ábendingar um mál
sem siðanefndin telur mjög alvarleg
hafi þegar verið afgreiddar og önnur
séu í athugun,
„Forsíðufyrirsögn DV í gær gefur
ranga hugmynd um meöferð ís-
lenskra knapa á hestum sínum,"
sagði Traustí Þór Guðmundsson.
Eins og hún stóð ein og sér hafi mátt
ætla að íslenskir knapar misþyrmdu
hestum sínum undatekningalaust
eða -lítíð.
Traustí Þór sagði þetta ekki vera
útbreitt vandamál. Eins og áður
sagði hafa kærur og ábendingar tíl
siðanefndar tamningamanna beinst
gegn tveimur mönnum. Traustí sagði
að aörir hestamenn á íslandi færu
yfirleitt vel með sína hesta og að ís-
lenskir hestamenn væru kunnir af
góöri meðferð hesta á mótum erlend-
is. Grein Erlings hafi verið skrifuð
tíl þess að brýna fyrir ungu og
óreyndu hestafólki að taka ekki þá
eldri hestamenn sem fara Ola með
hestínn sér tíl fyrirmyndar.
-gse