Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Síða 24
24
ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði..
Zsa Zsa Gabor
er enn einu sinni komin í
heimsfréttirnar, nú vegna þess
aö bætt hefur verið við dóm
hennar sem hún fékk í vetur fyr-
ir að lemja lögreglumann. Var
hún dæmd í sekt, sem hún borg-
aði, og að vinna 120 klukkutíma
við að hjálpa fátækum og heimil-
islausum. Þetta fannst Gabor
greinilega fyrir neðan viröingu
sína og komu margar afsakanir
fyrir því að hún gæti ekki unnið
slíka vinnu. Dómarinn tók ekkert
mark á þessum afsökunum og
ásakaði „lcikkonuna" um að
reyna að plata það fólk sem sæi
um hjálparstarfið og bætti 6
klukkutímum við dóm hennar.
Donald Trump
hefur ávallt hugsað stórt og það
gerir hann svo sannarlega þegar
um er að ræða smíði nýju snekkj-
unnar hans, Princess II. Þetta 130
metra fley verður ein af stærstu
einkasnekkjum heims og er áætl-
aður kostnaður 75 milljónir doll-
ara. Nú hefur það gerst að Trump
hefur keypt hollenska fyrirtækið
sem smíðar snekkjuna. Ástæðan
er sú að fyrirtækið gat ekki stað-
ið við þá dagsetningu sem samið
var um að skipið yrði aíhent.
Þetta þoldi Trump ekki og keypti
fyrirtækið.
Raquel Welch
hefur verið óvanalega lítiö í
fréttum enda hefur kynbomban
lifað rólegu lífi að undanfomu.
Það er af sem áður var þegar hún
var aðalfréttamatur slúðurblaða.
Þó kom nafn hennar upp í frétt-
um fyrir helgi þegar hún vann
mál fyrir rétti. Mál sem er búið
að vera bitbein í 10 ár. Það var
árið 1980 sem hún var rekin úr
aðalhlutverkinu í Cannery Row
og Debra Winger fengin í staðinn.
Welch varð svo reið að hún kærði
og heimtaöi miklar skaðabætur.
Urðu úr mikil málaferli sem nú
er lokið með sigri hennar. Dæmdi
hæstiréttur Kalifomíu henni 5,3
milljónir dollara í skaðabætur.
Ljósmyndir úr stríðinu
Á laugardaginn var opnuð ljós-
myndasýning í Norræna húsinu sem
nefnist Hernám og stríðsár á íslandi.
Er sýningin haldin í tilefni af því að
fimmtíu ár eru liðin frá einhverjum
mesta tímamótaatburði í íslandssög-
unni.
Á sýningunni eru ljósmyndir sem
teknar voru á stríðsárunum á ís-
landi, 1940-1945. Myndirnar sýna
meðal annars umsvif hersveitanna
hér á landi og samskipti almennings
við hermennina.
Myndirnar eru fengnar að láni hjá
Ljósmyndasafni íslands, Þjóðminja-
safninu og hjá einkaaðilum. Björg
Árnadóttir vann að undirbúningi
sýningarinnar og hún og Steinþór
Sigurðsson völdu myndirnar. Mynd-
ir, sem hér fylgja með, voru teknar
við opnunina.
Lars Áke Engblom, forstjóri Norræna hússins, tekur hér við rós í tilefni af
opnun Ijósmyndasýningarinnar. Dv-myndir Hanna
Hér má meðal annars sjá Herdisi Þorvaldsdóttur leikkonu virða fyrir sér
Ijósmyndirnar.
Isfirðingarnir öfluðu vel á handfærin og voru að vonum ánægðir með aflann.
Sigurvegarinn í keppninni, Anna Dóra Unnsteinsdóttir, ásamt módeli sinu
en förðunina kallaði hún Kvendjöful.
Keppni í
hugmyndaförðun
í vetur var boðið upp á nýja val-
grein í Hjallaskóla í Kópavogi sem
kallast Mannrækt. Stuðst var við
kennslubók frá Námsgagnastofnun,
sem heitir Að verða fullorðinn, og
fléttað inn 1 kennsluna almennri
snyrtingu og umhirðu hárs.
í Kópavogsskóla var hins vegar
haldið námskeið í snyrtingu fyrir
nemendur 7., 8. og 9. bekkjar. í lok
námsins var haldin keppni í hug-
myndaforðun milli skólanna tveggja
þar sem kepptu þrjár stúlkur úr
Hjallaskóla og tvær úr Kópavogs-
skóla.
Sigurvegari í keppninni var Anna
Dóra Unnsteinsdóttir úr Kópavogs-
skóla en hún kallaöi módelið sitt
Kvendjöful. í öðru sæti var Ingibjörg
Helgadóttir úr Hjallaskóla með
módelið Konung dýranna og í þriðja
sæti var Ólöf Eiríksdóttir með mód-
elið Náttúrubarn.
Þátttakendur í keppninni ásamt kennurum sinum.
Skólakrakkar á skaki
Helga Guðrún, DV, ísafirði:
Nemendur í níunda bekk Grunn-
skóla ísafjarðar fóru í sjóferö um
daginn með skólaskipinu Mími RE
3. Þetta eru krakkar sem hafa í vetur
verið að læra sjóvinnu hjá Þráni
Arthúrssyni sem valfag í skólanum.
Veður var stillt og fagurt þó frost
væri töluvert.
Skipstjórinn Þórður Örn Karlsson
byijaði á að láta strákana klæðast
björgunarvestum og kynnti þeim
rækilega allan björgunar- og öryggis-
búnað um borð. Fyrst var tekin
stefnan að netum sem áhöfnin hafði
lagt í Djúpinu daginn áður. Strákarn-
ir skiptust á að stýra og Þórður að-
stoðaði þá við að reikna út staðsetn-
ingu skipsins með stuttu millibili.
Þegar búið var að vitja f netin voru
handfærin dregin fram og tókst svo
vel að fiskur var á hverju járni á
meðan aðrir bátar í kring fengu ekki
bein úr sjó.
Ahöfnin hampar hér fengnum, mesf þorski en einnig fékkst krabbi og fugl.