Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990.
11
f
Var
Rolling-
urinn
Brian
Jones
myrtur?
Brian Jones, eitt sinn meðlimur
1 hinni frægu hljómsveit Rolling
Stones, var myrtur af öðrum
rokkstjörnum og aðdáendum,
segir þekktur ævisöguritari A.E.
Hotchner í nýrri bók og að sjálf-
sögðu er allt vitlaust út af þessari
yfirlýsingu.
Jones fannst látinn, tuttugu og
fimm ára gamall í sundlaug á
heimili sínu í Surrey í Englandi,
2 júlí 1969. Rannsókn þá leiddi í
ljós að um dauða af slysförum
hafi verið að ræða og hafi Jones
verið undir áhrifum eiturlyfia og
brennivíns.
Hotchner segir annað í bók
sinni, Let it Bleed: The Killing of
a Rolling Stone and the Death of
a Era. Hann fullyrðir að Jones
hafi verið myrtur: „Eftir mikil
átök á heimili hans var Jones
drepinn og hent út í sundlaug af
afbrýöisömum gestum," segir rit-
höfundurinn. Bókín kemur ekki
á markað fyrr en í nóvember.
Hotchner er ekki aðeins þekkt-
ur rithöfundur, heldur er hann
meðeigandi Paul Newman í salat-
og poppkornfyrirtækinu vel
þekkta, þar sem allur ágóði fer
til mannúðarmála. Hér er því um
virtan mann að ræða.
Brian Jones.
Hvar skyldi svo Hotchner hafa
fengið fyrstu upplýsingar um að
dauði Jones væri ekki eins og
sýndist. Jú, þeir sem þekkja til
segja að upplýsingar hafi komið
frá Bill Wyman, bassaleikara
liljómsveitarinnar en hann hafi
kostaö eigin rannsókn á dauða
Jones.
Efasemdir um dauðdaga Brian
Jones eru ekki nýjar af nálinni.
Nicholas Fitzgerald, náinn vinur
hans hefur haldið því fram að
eiturlyfjasalar hafi drekkt hon-
um. Pat Andrews, barnsmóðir
Jones segir að Jones hafi verið
of góður sundmaður til að geta
drukknað í sundlaug og grunar
að hann hafi verið drepinn.
Það sem mönnum finnst vafa-
samast við tilgátu Hotchners er
að hann hafi veriö drepinn af af-
brýðisömu fólki. Larry Katz,
þekktur rokkskríbent segir að
þegar Jones hafi látist hafi hann
veriö á mikilli niöurleið. Hann
hafi sama sem verið rekinn úr
hljómsveitinní. í byrjun var það
Jones sem réði ferðinni, en hann
tapaði uppgjöri innan sveitarinn-
ar við Mick Jagger og átti sér
aldrei viðreisnar von eftir það.
Og Katz endar með að segja aö
enginn hafi grætt nokkuð á því
aö Brian Jones hafi látist.
Eftir beiðni lögreglustjórans i Reykjavík fer fram opinbert uppboð að Borg-
artúni 7, baklóð, laugardaginn 12. maí 1990 og hefst það kl. 13.30. Seld-
ir verða óskilamunir, sem eru i vörslu lögreglunnar, svo sem: reiðhjól, úr,
skrautmunir, fatnaður og margt fleira.
Greiðsla við hamarshögg.
Uppboðshaldarinn i Reykjavík.
Rómantík hjá frægu fólkí
KERTAÞRÆÐIR
ípassandi settum
Leiðarí úr stáibiöndu. Sterkur og þolir
að leggjast I kröppum beygjum. Við- ~»7/ —
nám aðeins 1/10 af viðnámi koiþráða.
Margföld neistagaði. ^
Kápa sem deyfir truflandl rafbylgjur.
FARSIMAR
Eftir mikið umtal og blaðaskrif i kringum leikarana Paul Hogan og Lindu
Kozlowski gengu þau loks i hjónaband á laugardaginn. Var athöfnin látlaus
og aðeins nánum vinum boðið. Paul Hogan, sem þekktastur er fyrir leik sinn
i Krókódíla-Dundee, hitti Lindu sína fyrst við gerð fyrri Dundee en hún lék
aðalhlutverkið á móti honum. Ástin blossaði samt ekki upp fyrr en við
gerð seinni myndarinnar og þegar tökum á henni var lokið yfirgaf Paul
eiginkonu og börn og fór að búa með Lindu slúðurblöðum til mikillar ánægju.
Fjarskipti hf
Fákafeni 11
sími 678740
Verð frá
85.657,
II//LASER
Stefanía prinsessa af Mónakó hefur lifað fjölskrúðugu lífi og átt marga
kærastana. Hún þykist nú vera búin að finna þann eina rétta og opin-
beraði trúlofun sína fyrir stuttu. Sá hamingjusami er franskur og heitir Jean-
Yves Le Fur. Þessi mynd af þeim var tekin á hnefaleikakeppni og er greini-
legt að þau hafa meiri áhuga á hvort öðru en hnefaleikunum.
20% AFSLATTUR
Verö var 124.900
XT 3
8086 10 MHz
örgjörvi
640 Kb
vinnsluminni
14“ einlitur skjár
40 Mb
harður diskur
MS-DOS 4.01
Takmarkaö magn
SKEIFUNNI 5A
Sviðsljós
Uppboð
Kvikmyndaleikarinn frægi, Glenn Ford, er orðinn 74 ára en er greinilega
ekki dauður úr öllum æðum þvi hann hefur tilkynnt að hann ætli að giftast
innan skamms í Los Angeles. Sú lukkulega er Karem Johnson sem vel
gæti verið barnabarn hans. Mynd af hinu hamingjusama pari var tekin i
síðustu viku þegar Ford var á leiðinni í viðtal i sjónvarpi.
I
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suöurlandsbraut 16 • Sími 680780
I