Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI 1990.
25
Spurtá Blönduósi:
Hver verða úrslit
kosninganna?
Ólafur Þorsteinsson vélstjóri: Ætli
það verði ekki óbreytt. Þó vona ég
aö Sjálfstæðisflokkurinn vinni sigur
til að laga ástandið.
Páll Ingþór Kristinsson trésmiður:
Ég held að H-listinn geti unnið sigur
og fengið 4 menn. Hann vinnur þá
mann af Sjálfstæðisflokknum.
Blönduós:
Fjárhagsvandi setur
svip á kosningarnar
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
í bæjarfélagi þar sem fjármagns-
kostnaður er 32% af tekjum bæjarins
fer ekki hjá því að það mál verði
áberandi í kosningabaráttunni, enda
var það nær samdóma álit viðmæl-
enda DV á Blönduósi að fjármál bæj-
arins yrðu helstu kosningamál þar.
Þrír listar eru í kjöri á Blönduósi
eins og í kosningunum 1986 en í kosn-
ingunum þar á undan höfðu tveir
listar komið fram. í kosningunum
1986 fékk H-listi vinstri manna og
óháðra 3 menn kjörna og vantaði 4
atkvæði til að bæta við sig 4. mannin-
um á kostnaö K-lista félagshyggju-
fólks. K-listinn fékk tvo menn kjörna
eins og Sjálfstæðisflokkur og fulltrú-
ar H- og K-lista hafa myndað meiri-
hluta á Blönduósi.
Af öðrum málum sem viðmælend-
ur DV á Blönduósi nefndu sem mikið
yrðu í umræðunni i kosningabarátt-
unni þar má nefna hafnarmál, fram-
kvæmdir við íþróttamiðstöð og frek-
ari atvinnuuppbyggingu á staðnum.
Vinstri menn og óháðir:
Heiðrún Bjarkadóttir bankastarfs-
maður: Óháðir fá 4 menn, Sjálfstæð-
isflokkurinn 2 og kommarnir einn.
Kristín Frímannsdóttir húsmóðir:
Mér finnst listarnir hallærislegir,
alltof margt nýtt fólk á þeim og því
erfitt að spá um úrslit.
Óskar Sigurfinnsson verkstjóri: Ég
bý úti í sveit og hef engar áhyggjur
af pólitíkinni hér. Mér hefur þó
heyrst að þetta verði svipað og verið
hefur.
Helga Sigurðardóttir bankastarfs-
maður: Ég er ekkert farin að hugsa
um kosningarnar ennþá, enda list-
arnir nýkomnir fram.
„Stefnum að meirihluta"
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Helstu baráttumál H-listans í þess-
um kosningum eru atvinnumálin,“
segir Vilhjálmur Pálmason sem skip-
ar efsta sæti á lista vinstri manna
og óháðra.
„Það liggur fyrir aö hér verður að
skapa ný atvinnutækifæri, m.a.
vegna samdráttar í landbúnaði sem
hefur áhrif hér og vegna þess að
framkvæmdum við Blönduvirkjun
lýkur á næsta ári og þá þarf hér fleiri
atvinnutækifæri. Þegar við horfum á
þessi mál megum við hins vegar ekki
gleyma því að hlúa vel að því sem
hér er fyrir.
Það er stórt mál fyrir okkur aö far-
ið verði í gerð brimvarnargarðs við
höfnina, íþróttahúsiö þarf að taka í
notkun á allra næstu árum og áfram
mætti telja.
Staða bæjarsjóðs mætti vera betri
og við leggjum áherslu á að það þarf
að ná niöur skuldum. Hér hefur mik-
ið verið framkvæmt, slitlag lagt á
allar götur, unnið við gangstéttir og
áfram mætti telja.“
- Hvaða væntingar gerið þið H-lista-
menn ykkur um úrslit kosninganna?
„Ég er hræddur um að hér verði
allt óbreytt að loknum kosningum.
Við stefnum þó að því að ná hreinum
meirihluta en skipting atkvæða þarf
að vera hagstæð til að það takist,"
sagði Vilhjálmur Pálmason.
Vilhjálmur Pálmason skipar efsta
sæti á lista vinstrimanna og óháðra.
Félagshy ggj ufólk:
„Erum ekki í gjörgæslu
Guðmundur Theódórsson skipar
efsta sætið á iista félagshyggjufólks.
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það er rétt aö fjárhagsstaða bæjar-
ins er ekki góð og hún verður helsta
kosningamál hér. En bærinn er þó
ekki í gjörgæslu yfirvalda eins og
látið hefur verið í veðri vaka" segir
Guðmundur Theódórsson sem skip-
ar efsta sæti á lista félagshyggjufólks.
„Hér hefur mjög mikið verið fram-
kvæmt á kjörtímabilinu og þar af
leiðir að skuldir eru miklar eða um
100 milljónir ef fyrirtæki bæjarins
eru ekki tekin með.
Atvinnumálin verða einnig í
brenndidepli í þessari kosningabar-
áttu eins og alltaf er. Við sjáum þó
verkefni framundan eins og að ljúka
við byggingu íþróttamiðstöðvar og
vonandi verður farið í aö fullgera hér
brimvarnargarð strax á næsta ári".
Eruð þið K-listmenn bjartsýnir á úr-
slit kosninganna?
„Það þýðir ekkert annað en að vera
bjartsýnn. Við stefnum að því að
halda okkar tveimur mönnum í
stjórn bæjarins eins og síðast. Það
munaði að vísu litlu þá, en vonandi
tekst okkur að ná þessu markmiöi
okkar" sagði Guðmundur Theódórs-
son.
Sj álfstæðisflokkur:
Kominn tími til breytinga“
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það er auðvelt að svara því um hvað
verður fyrst og fremst kosið hér á
Blönduósi en það eru fjármál bæjar-
ins sem Hafa fallið í óheppilegan far-
veg, eins og alþjóð veit,“ segir Óskar
Húnfjörð, efsti maður á lista Sjálf-
stæðisflokks.
„Við horfum fram á að þriðjungur
af tekjum bæjarins fari í fjármagns-
kostnað og þessu þarf að breyta. At-
vinnumálin eru ofarlega á baugi hér,
m.a. vegna samdráttar í landbúnaði
sem hefur áhrif á þjónustugreinar
hér. Ég get nefnt sem dæmi að fram-
kvæmdir við brimvarnargarð geta
verið einn hluti í atvinnuuppbygg-
ingu en það er margt sem hægt er
að gera og eitt er að styðja við bakið
á þeirri atvinnustarfsemi sem hér er
fyrir.“
- Eru sjálfstæðismenn bjartsýnir á
úrslit kosninganna?
„Við teljum kominn tíma til breyt-
inga við stjórn bæjarins. Hér hefur
verið vinstri meirihluti í 12 ár og
hann á stóra sök á því hvernig
ástandið er hér á Blönduósi. Fólk
ætti að íhuga vel hvernig ástandið
er og hvort það vill breytingar, og
Sjálfstæðisflokkurinn er valkostur
fólksins í því sambandi,“ sagði Óskar
Húnfjörð.
Óskar Húnfjörð skipar efsta sætið á
lista Sjálfstæðisflokksins.
Stjómmál
KOSNINGAR 1990
Gylfi Kristjánsson
BLÖNDUÓS
H
Úrslitin 1986
Sjálfstæðisílokkur fékk 185 at-
kvæði og tvo menn kjörna í kosning-
unum 1986. Flokkurinn bauð ekki
fram 1982. H-listi, vinstri menn og
Óháðir, fékk 279 atkvæði og þrjá
menn. Hafði tvo áður. K-listi, Al-
þýðubandalag og Óháðir, fékk 143
atkvæði og tvo menn. Bauð ekki fram
1982.
Þessi voru kjörin í sveitastjórn
.1986:
Jón Sigurðsson (D), Sigríður Frið-
riksdóttir (D), Sigfríður Angantýs-
dóttir (H), Hilmar Kristjánsson (H),
Ásrún Ólafsdóttir (H), Guðmundur
Theódórsson (K) og Kristín Mogens-
en (K).
H-listi vinstri
manna og óháðra:
1. Vilhjálmur Pálmason
múrarameistari.
2. Sigrún Zophoniasdóttir
skrifstofumaður.
3. Pétur Arnar Pétursson
fuUtrúi.
4. Guðmundur Ingþórsson
verkstjóri.
5. Hilmar Krisfjánsson
bæjarfulltrúi.
6. Zophonías Zophoníasson
atvinnurekandi.
7. Ásrún Ólafsdóttir
bæjarfulltrúi.
8. Kári Smárason
framkvæmdasfjóri.
9. Sigríður Bjarkadóttir
skrifstofumaður.
D-listi Sjálfstæðisflokks:
1. Óskar Ilúnfjörð
framkvæmdastjóri.
2. Páll Elíasson sjómaður.
3. Einar Flygenring
fjármálastjóri.
4. Svanfríður Blöndal
skrifstofumaður.
5. Hjörleifur Júlíusson
framkvæmdastjóri.
6. Hermann Arason iðnnemi.
7. Sigurlaug Hermannsdóttir
bankamaður.
8. Guðrún Paulsdóttir
skrifstofumaður.
9. Guðmundur Guömundsson
verslunarmaður.
10. Ragnheiður Þorsteinsdóttir
húsmóöír.
11. Eggert ísberg
framkvæmdastjóri.
12. Albert Stefánsson sjúkraliði.
13. Ólafúr Þorsteinsson vélstjóri.
14. Jón Sigurðsson ráðunautur.
K-listi félagshyggjufólks:
1. Guömundur Theódórsson
mjólkurfræðingur.
2. Unnur Kristjánsdóttir
iðnráðgjafi.
3. Grétar Guðmundsson
trésmiður.
4. Stefán Berndsen deildarstj.
5. Hörður Ríkharðsson
æskulýðsfulltrúi.
6. Þórhildur Þorleifsdóttir
kennari.
7. Ásgeir Blöndal, skipstjóri
8. Baldur Reynisson trésmiður.
9. Ásta Rögnvaldsdóttir
bókavörður.
10. Sigríður Grímsdóttir
starfsstúlka.
11. Ragnhildur Húnbogadóttir
gjaldkeri.
12. Ragnar Guöjónsson nemi.
13. Vignir Einarsson kennari.
14. Kristín Mogensen kennari.