Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990.
7
Spurt í Sandgerði:
Hver verða úrslit
kosninganna?
Guðmundur Einarsson hafnarvörð-
ur: K-listi fær þrjá fulltrúa, B-listi tvo
og D-listi tvo.
Sveinn Gíslason skipasmiður: Ég er
ekkert farinn að hugsa út í það.
Björn Halldórsson skipasmiður: Ég
er ekki farinn að spá í það.
Ársæll Ármannsson vélsmiður: Ég
er hræddur um að K-listi fái meiri-
hluta en vildi aö D-listinn fengi hann.
Æ;-
Kristinn Lárusson verkamaður:
Kratar fá íjóra menn, sjálfstæðis-
menn tvo og framsókn einn.
Sigtryggur Pálsson verkamaður: Ég
á eftir aö kynna mér framboöin al-
mennilega.
Miðneshreppur:
Spenna eftir fækkun lista
Þrír listar bjóða fram í Miðnes-
hreppi. Það er B-listi Framsóknar-
flokks, D-listi Sjálfstæðisflokks og
K-listi óháðra borgara og Alþýðu-
flokks. Fækkað hefur um einn lista
frá því í kosningunum 1986 en þá
bauð H-listi frjálslyndra kjósenda
einnig fram og fékk einn fulltrúa
kjörinn. Þessi fækkun lista í Miðnes-
hreppi þykir bjóða upp á nokkra
spennu um úrslit kosninganna þar
sem ekki þykir víst hvert fylgi H-
listans fer. Á þessu kjörtímabili hef-
ur verið meirihlutasamstarf milli
B-lista og K-lista
Sandgerði er útvegsbær. Eftir erf-
iðleikatímabil í atvinnulífi Miðnes-
hrepps sjá menn fram á bjartari tíma
með aukinni atvinnu og meiri fram-
kvæmdum. Æ fleiri bátar sækja frá
Sandgerðishöfn og því haldið fram
að ekkert lát verði þar á.
Þá skiptir ekki minna máli að hafa
Flugstöð Leifs Eiríkssonar innan
landamerkjanna en tekjurnar af
henni hafa þótt skipta sköpum varð-
andi fjárhagsstöðu Miðneshrepps.
Mun hún vera í góöu lagi. í því sam-
bandi er haldið fram að framkvæmd-
ir, sem áður tók 6-8 ár að ljúka,
muni nú aðeins taka um 4 ár.
í Miðneshreppi búa um 1250
manns. Á kjörskrá eru 789,393 karlar
og 396 konur.
-hlh
Sigurjón Jónsson, B-lista:
Framkvæmdir við
höfn og grunnskóla
„Höfnin hér í Sandgerði verður
mjög ofarlega á blaði á næsta kjö-
rímabili. Þaö er búið að bjóða út
dýpkun innsiglingarinnar og sveita-
stjórnin er komin með umboð til að
ganga frá samningum við finnskt
fyrirtæki. Það er verkefni upp á 300
milljónir sem vara mun næstu þrjú
ár. Þá viljum við áframhaldandi upp-
byggingu grunnskólans þar sem þarf
stækkun upp á 1500-2000 fermetra.
Það fara tvo kjörtímabil í það verk.
Eitt af stærstu málunum er síðan
uppbygging dvalarheimilis fyrir
aldraða þar sem verða svokallaðar
hlutdeildaríbúðir með þjónustu-
kjörnum. Það þarf að keyra af hörku
í þær framkvæmdir, annað hvort í
samvinnu við Dvalarheimili aldr-
aðra á Suöurnesjum eða á vegum
hreppsins," sagði Sigurjón Jónsson
fiskiðnaðarmaður sem skipar efsta
sæti á B-lista framsóknarflokks og
óháðra.
„Umhverfismál eru í lamasessi í
Sandgerði og hafa verið það. Fjaran
er alger hörmung þar sem skólp
flæðir um allt. Við viíjum gera átak
til að laga þau mál en það er dæmi
upp á hundruö milljóna. Þaö verður
ekki gert nema hreppurinn, ríkið og
fyrirtæki staðarins taki sig saman.
Hins vegar erum viö langt komin í
að koma vatnsmálum í viðunandi
horf.
Við njótum góðs af flugstöðinni,
fjárhagsstaðan er góð og það er fram-
kvæmdahugur í mönnum. í ár verða
þannig 20 milljónum veitt til gatna-
geröar í Sandgerði. Atvinnumál eru
Sigurjón Jónsson skipar efsta sæti
á B-lista Framsóknarflokks og
óháðra.
í ágætislagi í Sandgerði þar sem at-
vinnuleysis verður varla vart.“
-hlh
Sigurður Bjarnason, D-lista:
Vantar fleiri atvinnutækifæri
Sigurður Bjarnason skipar efsta
sæti á D-lista Sjálfstæðisflokks.
„Það hefur tekist að rétta fjárhag
Miðneshrepps og koma honum í gott
horf. Hefur hreppsnefnd staðiö mjög
vel saman að málum með góðan
sveitarstjóra við stjórnvöhnn sem
við vonum að starfi hér áfram. Þar
sem tekið hefur verið á þessum mál-
um af mikilli festu hefur það komið
niður á verkum sem hefði þurft að
vinna á undanförnum árum. Við
leggjum hins vegar áherslu á áfram-
hald öruggrar fjármálastjórnar og
getum því væntanlega séð fram á
mikla uppbyggingu hér á næstu
árum,“ sagði Olafur Gunnlaugsson
húsasmiður sem skipar efsta sæti á
K-lista óháðra borgara og Alþýðu-
flokks.
„Það eru öll mál aöalmál en skóla-
mál og hafnarmál munu setja svip
sinn á næsta kjörtímabil. Stækkun
gunnskólans er stærsta verkefni
næsta kjörtímabils en búið er að
hanna hana. Við fáum 9. bekk heim
í haust en hann verður í bráða-
birgðahúsnæði til að byrja með.
Dýpkun innsiglingarinnar er nokk-
urn veginn komin í höfn þar sem
búið er að bjóða framkvæmdir út og
fá samþykkt ríkisvaldsins fyrir þeim.
Okkur vantar fjölbreyttari atvinnu-
tækifæri til Sandgerðis en fiskvinnsl-
an hefur átt í vandræðum þar sem
stórt fiskvinnslufyrirtæki hefur ver-
ið tekið til gjaldþrotaskipta. Við
munum reyna að auglýsa eftir at-
vinnuskapandi atvinnufyrirtækjum
í þetta ágæta sveitarfélag sem við
búum í,“ sagði Sigurður Bjamason
hafnarstjóri sem skipar efsta sæti á
D-lista Sjálfstæöisflokks.
„Af verkefnum er þegar búið að
ákveða nokkrar stórframkvæmdir.
Þar er dýpkun innisglingarinnar efst
á,blaði. Verið er að vinna að lokaá-
fanga í neysluvatnsmálunum og mal-
bikun nær allra malargatna hrepps-
ins er á dagskrá í sumar.
Síðan eru baráttumál eins og
áframhaldandi bygging félagslegra
íbúöa og almennt átak í húsnæðis-
málum. Verið er að vinna að útboði
að- stækkun grunnskólans og huga
að byggingu þjónustuíbúða fyrir
aldraða. Unnið er að skipulagi og til-
lögum um útivistarsvæöi og einnig
að skipulagi framtíðarþjónustuupp-
byggingu við hafnarsvæðið.
Hér skiptir uppbygging í sjávarút-
„í gatnagerð standa miklar fram-
kvæmdir fyrir dyrum á árinu. Þaö
þarf að gera átak í umhverfismálum,
laga umhverfi hjá fyrirtækjum og
einstaklingum. Þá þarf að leggja frá-
rennsli út í sjó en það er mjög stórt
verkefni.
Fjármál hreppsins eru í góðu lagi.
Tekjur af flugstöðinni hafa átt þátt í
aö laga flárhaginn. Við höfum haft
ágætissveitarsflóra til'að halda utan
um hlutina og viljum ráða hann
áfram.
Við viljum byggja íbúðir fyrir aldr-
aða innan sveitarfélagsins en að það
verði gert í samvinnu við Dvalar-
heimili aldraðra á Suðurnesjum, DS.
Það er framkvæmdahugur í okkur.
Þó lofum við ekki neinum ákveðnum
verkefnum heldur tökum þau í for-
gangsröö eftir því sem efni leyfa.“
-hlh
Ólafur Gunnlaugsson skipar efsta
sæti á K-lista óháöra borgara og
Alþýóuflokks.
vegi miklu máli og greinilegt að hér.
verður mikill uppgangur á næstu
árum. Vertíðin í vetur sýnir það svo
ekki verður um villst. Éf einhveijir
geta séð fram á bjarta tíma þá eru
þaöíbúarMiðneshrepps." -hlh
Ólafur Gunnlaugsson, K-lista:
Áframhald öruggrar
fjármálastjórnar
Stjónunál
Fjórir listar buðu fram í Miðnes-
hreppi í kosningunum 1986. B-listi
Framóknarflokks fékk 116 atkvæði
og einn mann kjörinn, Sjálfstæðis-
flokkur 159 atkvæði og tvo menn,
H-Usti frjálslyndra kjósenda 139 at-
kvæði og einn mann og K-listi Al-
þúðuflokks og óháðra borgara 260
atkvæöi og þrjá menn kjörna.
D-listi og K-listi héldu óbreyttum
fulltrúaflölda frá kosningunum 1982
en H-listi tapaði einum manni til B-
lista sem ekki bauð fram 1982.
Þessi voru kjörin í hreppsnefnd
1986:
Sigurjón Jónsson (B), Sigurður Jó-
hannsson (D), Sigurður Bjarnason
(D), Elsa Kristjánsdóttir (H), Ólafur
Gunnlaugsson (K), Grétar Már Jóns-
son (K) og Pétur Brynjarsson (K).
B-listi Framsóknarflokks
og óháðra
1. Sigurjón Jónsson
fiskiðnaðarmaöur.
2. Ester Grétarsd., húsmóðir.
3. ÓskarGuðjónssonverksflóri.
4. Þorbjörg Friöriksdóttir
deildarsflóri.
5. Gunnlaugur Þór Hauksson
jámsmíðameistari.
6. Kolbrún Marelsdóttir
þroskaþjálfi.
7. Haraldur Hinriksson
pípulagningamaður.
8. Siguröur Jóhannsson
útgerðarmaður.
9. Berglín Bergsd., húsmóðir.
10. Guðmundur Einarsson
hafnarstarfsmaður.
11. Stefania Jónsd. húsmóðir.
12. Ottó Þormar
fiskiðnaöarmaöur.
D-iisti Sjálfstæðisflokks.
1. Sigurður Bjarnason
hafharstjóri.
2. Sigurður Þ. Jóhannsson
matsmaður.
3. Reynir Sveinsson
rafverktaki.
4. Alma Jónsdóttir ritari.
5. Guðjón Ölafsson máiari.
6. Hólmfríður Skarphéðins-
dóttir, húsmóðir.
7. Margrét Högnadóttir
bankafulltrúi.
8. John E.K. Hill
lögreglufulltrúi.
9. Salóme Guðmundsdóttir
húsmóðir.
10. Sigurður Garðarsson
skipsflótl.
11. Þórður Ólafsson
íþróttakennari.
12. Jón Erlingsson forsflóri.
K-listi óháðra borgara og
Alþýðuflokks.
1. Olafur Gunnlaugsson
húsasmiöur.
2. Pétur Bryiflarsson kennari.
3. Óskar Gunnarsson verkstj.
4. Gunnar Guðbjörnsson
húsasmiöur.
5. Sigurbjörg Eiríksdóttir
húsmóðir.
6. Egill Ólafsson
slökkviliðsmaður.
7. Jóhanna María Bjömsdóttir
húsmóðir.
8. Jón Norðflörð
framkvæmdasflóri.
9. Sigrún Guðmundsdóttir
húsmóðir.
10. ína Dóra Hjálmarsdóttir
húsmóðir.
11. Þorvaldur Kristleifsson
hafnarvörður.
12. Kolbrún Leifsdóttir
bankamaöur.
KOSNINGAR 1990
Haukur L Haukuon og Slgurjón Egiluon
MIÐNESHREPPUR
Núverandi hreppsnefnd
Urslitin 1986