Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990. Spummgin Ertu ánægö(ur) meö árangur Stjórnar- innar í Eurovision? Hermann Bjarnason: Mjög ánægður. Þetta var framar öllum vonum. Daníel Daníelsson: Satt að segja fylgdist ég lítið með þessu. Halldóra Jónsdóttir: Mjög ánægð. Þau voru alveg frábær. Valdimar Sverrisson: Já, ég var al- sæll. Þetta var líka ágætt á Valgeir greyið. Hörn Harðardóttir:Já, voða ánægö. Þau passa líka svo vel saman. Gerður Guðjónsdóttir: Mjög svo. Þau stóðu sig mjög vel. Lesendur Allt samkvæmt Ragnarsfjárlögum - örfá orð til Hrafnhildar Jóhannsdóttur, formanns Félags farstöðvaeigenda Fyrrverandi ritari Félags far- stöðvaeigenda og að sinni FR-119, Ólafur Steinþórsson, skrifar: Fimmta apríl sl. setur þú nafn þitt undir grein í DV sem hvoru- tveggja í senn er brosleg og aumk- unarverð. Þú reynir að gera tor- tryggiiegar launagreiöslur til starfsmanna félagsins og kennir fyrrverandi stjómarmönnum um. Þetta vindhögg þitt er broslegt þeg- ar haft er í huga að allt árið 1989 voru greidd laun samkvæmt fjár- hagsáætlun sem deildarformenn samþykktu haustið '88 og samin var af Ragnari nokkrum Magnús- syni. Hér eftir nefnd Ragnarsfjár- lög. Ragnar þessi er, eins og flestir félagsmenn vita, hinn raunverulegi formaður félagsins þó hann lofi þér að bera titilinn. Ragnar ákvarðar árslaun um 1800 þúsund sem þýða 150 þúsund á mánuði. Skýringa á þessum launum skalt þú leita hjá „guðfóður" þeirra, sjálfum Ragnari Magnússyni, og vonandi hefur þú vit á að feðra afkvæmið rétt hér eftir. Félagsmenn ættu einnig að líta á lið nr. 19 í Ragnarsijárlögunum en þar á að fóðra fáeina „vini og vandamenn“ á tæpum 3 milljónum, aðallega deildina í Reykjavík en í sömu Ragnarsfjárlögum á ekki að veija einni einustu krónu í blað- aútgáfu til félagsmanna, sjá lið nr. 11. Þama sýnir deildamafían sitt rétta andlit. Grein þín er aö öðru leyti aumk- Gjal dal i í ir f J irh.gtór i “ Unnií af „inonefnd áropinss IVBB. 1.785.829.00 1. Laun oo 1 aonatonad ojtil d 59.590.00 2. Opinber oJöid 121.927.00 3. ftfboroonlr 1On/Verolunorb. 204.011.00 «. KootnoSur/okniíotofo 98.533.00 5. Rofm./Siti/oini o.p.h- 410.208.00 6. HúBaleiga 86.136.00 .7. AftUeypt pjónusta 524.858.00 B. Kostnaftur 1andsstjórnar 39.970.00 9. Kostnaöur árspings 1.128.560.00 10. Fél agatal 0.00 ■ 11. FJarskiptamál 0.00 1 12. Bam.tipti ao kynnino 230.076.00 | 13. KoatnaSur/féla059Ögn 66.462.00 ' 14. KoatnaSur/fJarBkipti 141.939.00 15. Kostn. annai 131.322.00 16. BUrifstofubún/teki 675.610.00 17. InnhEÍmtukOBtn. 39.600.00 1B. Uppbygg^ng og viöh. radió 2.792.991.00 i 19. H1utur deilda 316.580.00 L 20. Oinofararsjóöur 0.00 I 21. FJArfestino í ei9‘n húsnœSi 1.285.000.00 I 22. Halli fr* fyrra *ri 10.139.200.00 1 Eamtals 1 UnniS 10. sspt. 1988 af pingnefnd vegna fJ4rh.0B*et1unar• A SampykUtt f’’ f.h. nefndarinnars ^ Gjöld Félags farstöðvaeigenda 1988-89. lagnússon FR-#"23. unarvert neyðarkall um greiðslu árgjalda. Hvemig getur þú ætlast til að fólk greiði árgjald nú? Hvar er félagatalið? Hvar eru blöðin? Hvar em afsláttarkortin? Hvar eru deildaradíóin? Svo mætti lengi spyrja. Þú getur ekki falið eigin ódugnað, úrræðaleysi og sýndar- mennsku með dylgjum um við- skilnað fyrrverandi stjórnarmanna og skítkasti í alsaklausa starfs- menn sem aðeins þágu laun sam- kvæmt Ragnarsfjárlögum. Fyrir einu ári krafðist þú þess sjáif ásamt þremur öðrum deildat- indátum að fá að innheimta ár- gjöldin með eigin hendi. Er ekki tímabært að þú standir við stóru orðin og fáir þér væna gönguferð um bæinn? Ég er viss um að það verður þér virkflega heilsusamlegt í vorblíðunni. Árgjöldin bíða þín væntanlega á hveiju götuhomi. Við lestur greinar þinnar hlýtur sú spuming að vakna hvort engin takmörk séu fyrir því hvað þið ætlið að gera ykkur sjálf að miklu athlægi? Að lokum hvet ég þá fé- lagsmenn, sem enn hafa taugar til félagsins og er ekki sama hvað um það verður að lesa vandlega og hleypidómalaust yfirlýsingu fyrr- verandi stjómarmanna, sem birtist í DV 16. mars sl„ en þar er sann- leikann um félagið og stöðu þess aö finna. Að lokum mátt þú og þín- ir nótar, frú Hrafnhildur, vita þaö að hér er til nóg blek ef þú kýst að hafa það svo. Vonandi nást þeir Ólafur Sigurðsson hringdi: Allir hljóta að vera sammála um að fordæma voðaverkið sem framið var hér í borginni á einni bensínstöð- inni. Ég vil eindregið vona að nú verði ekki farið að upphefja einhvern grátkór kvenna eða annarra sem vilja taka vettlingatökum á þeim að- ilum sem þarna voru að verki. Rannsóknarlögreglan á þakkir skyldar fyrir að vinna ötullega að uppljóstrun málsins og hefur þegar orðið vel ágengt eftir því sem maöur heyrir í fréttum. Menn hafa verið settir í gæsluvarðhald, en þeir hafa kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Það er ógnvekjandi aö vita til þess ef viö þyrftum að bíða lengur í óvissu og búa við það ástand að slíkir morð- ingjar gangi lausir meðal okkar. Eg er þeirrar skoöunar aö alhr þessir misyndismenn sem orðaðir eru við eiturlyf hafi allir sama inn- rætið. Hvort sem þeir tilheyra neyt- endum, seljendum eða smyglurum. Það er engin ástæöa til að vera með neina vorkunnsemi gagnvart þess- um hópum fólks. Einhverjir munu tilbúnir að verja þessa hópa, hver meö sínum hætti. Segja kannski sem svo að ekki sé neytendum um að kenna, það séu seljendumir sem oti þessu að þeim og síðan koll af kolli. Ekki seljendur, heldur innflytjendur og ef ekki þeir, þá framleiöendur. En hver biöur mann um að verða neyt- andi í fyrsta sinn? Vonandi nást þessir glæpamenn sem hafa slegið mesta óhug á íslenskt samfélag um árabil. Vonandi verður tekið hart á þessum og svipuðum kónum og reynt að stemma stigu við eiturefnasölu og neyslu á allan hugs- anlegan hátt. Þar með talin peninga- verðlaun til þeirra sem geta upplýst um ósómann og aðstoðað við að þurrka landið upp af þessum ófögn- uði. Æstir og óðamála í Þjóðarsál Friðrik hringdi: Ég hlustaði á þáttinn Þjóðarsál í gærkvöldi (fimmtud. 3. maí). Þar var verið að ræða m.a. um kvóta- málin. Ef hægt var að kalla þetta umræður. Þeir sem hringja í þenn- an þátt eru flestir svo æstir og óða- mála að varla er hægt að festa hlustir við hvað sagt er. Stjómend- ur þáttarins mega hafa sig alla viö eigi þeir að geta hamið þessa „aska“. Ég minnist t.d. tveggja eða þriggja manna sem hringdu í þátt þennan um kvótamálin. Þeir ætluðu alveg að sturlast af æsingi. Maður sá þá fyrir sér, þrútna í framan, stand- andi á öndinni með símtólið í hend- inni og þeytandi orðunum frá sér. - Þetta er að verða alvarlegt mál með okkur íslendinga. Við emm, held ég algjörlega aö tapa áttum af æsingi yfir hveiju málinu á fætur öðra. Allt verður stórmál. Og svo þegar „stóm“ málin koma í alvöm, þá er allur vindur úr okkur og við ráöum ekki neitt við neitt. Þjóöarsálin er skemmtilegur þáttur, og þá meina ég „skemmti- legur“, en hann er ekki til þess að kryfja vandamálin. Síður en svo. Um þau vil ég lesa. Þess vegna hringi ég stundum til ykkar og svo bregður við að ég skrifa. En aðeins þegar mér er mikið niðri fyrir. Ég vil ekki eyöileggja áhugamálin líkt og „askarnir" gera oftar en ekki. Verður „græna greinin" til þess elns að seðja hungur íslenska fjárstofnsins - rétt eins og hingað til? Hvað gerir „græna greinin“? Kolbrún Jónsdóttir hringdi: Ég er einn þeirra aðila sem er al- gjörlega á móti því að við íslendingar séum að safna tugum mifljóna króna til að „fjárfesta" eins og það er kall- að, í uppgræðslu skóga. Hvað er það eiginlega sem kemur okkur til að efna til svona gjörsamlega tilgangs- lauss átaks? Varla annað en loftkast- alar og barnaleg bjartsýni. Og er ekki margt annað þarfara sem svona mætti safna til? Tökum sjúkrahús og spítala. Það vantar sjúkrarými fyrir aldraða og sjúka. Ur því hægt er aö safna svona saman peningum í algjörlega gagnslaust verkefni hvað er þá hægt að gera fyrir alvörumál? Við eigum ekki að vera aö streða við að koma náttúrunni í annað horf en hún er nú og hefur þróast í sl. aldir. Það sem maður og kind hafa megnaö að eyðileggja ásamt óblíðu veðurfari verður ekki unnt að færa í fyrrverandi horf. Það eru engar lík- ur á að hér verði það veðurfar á næstu áratugum að trjáplöntur sem gróðursettar verða, eigi kost á góðum skilyrðum til aö dafna og verða að því sem að er stefnt, víðfeðmu skóg- lendi. Það skóglendi verður a.m.k. ekki til annars en að seðja hungur íslenska fjárstofnsins rétt eins og hingað til. Við skulum ekki láta okkur dreyma um að viðhorf landsmanha til „gibba-gibb“ hafi breyst tiltakan- lega. Við erum enn að gæla við þá hugmynd að selja kindakjöt til þjóða sem hafa aðgang að margfalt ódýrara kindakjöti en við getum boðið. Látum af stuðningi í framtíðinni við grænu greinina á landsvisu og ræktum hvert okkar eigin garð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.