Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91J27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Miðstýrð mengun Opnun Austur-Evrópu hefur leitt í ljós, að mengun er þar mjög mikil, margfalt meiri en á Vesturlöndum. Þetta hefur komið sumum á óvart, því að þeir töldu, að miðstýrð þjóðfélög gætu fremur ráðið við mengun en þjóðfélög, þar sem einkarekstur leikur lausum hala. Þetta er eins og skólakerfið í Austur-Þýzkalandi, sem sumir töldu, að væri agaðra og betra en kerfið í Vestur- Þýzkalandi, af því að í skólamálum væri um að ræða samfélagslegt átak, er hentaði tiltölulega vel þjóðfélags- kerfi, sem miðstýrt er með harðri hendi að ofan. í ljós hefur hins vegar komið, að nám í Austur- Þýzkalandi hefur ekki verið eins skilvirkt og nám vest- an tjalds. Prófgráða að austan er til dæmis lítils virði í samanburði við hhðstæða prófgráðu að vestan, þrátt fyrir vestrænt agaleysi og truflandi áhrif freistinga. Víðáttumikil svæði í Austur-Evrópu hafa eyðilagzt af mengun. Stórfljót renna fram eins og skolpræsi með íjallháum haugum af froðu og lituð úrgangsefnum. Skógar eru að falla úr súru regni. Helmingur drykkjar- vatns er óhæfur til notkunar, að vestrænu mati. í iðnaðarhéruðum PóUands hafa rannsóknir á kon- um, sem ganga með barni, sýnt, að í vefjum þeirra hafa setzt að blý, kvikasilfur og önnur eiturefni, sem eru hættuleg ófæddum börnum, í miklu meiri mæli en talið væri verjandi í iðnaðarhéruðum Vesturlanda. Meðalaldur í Austur-Evrópu er mun lægri en í Vest- ur-Evrópu, bæði vegna mengunar og slælegs heilbrigðis- eftirlits. Raunar hefur meðalaldur víða farið lækkandi í Austur-Evrópu, meðal annars vegna mikils ungbarna- dauða. Og þetta eru lönd félagslegrar hugmyndafræði. Á íslandi hafa margir áhyggjur af mengun frá álver- um. í fjölmiðlum er fólk oft að lýsa áhyggjum af, að ekki verði tryggilega gengið frá mengunarvörnum í nýju álveri, sem fyrirhugað er að reisa. Fólk óttast, að þorsti ráðamanna í álver verði fyrirhyggju yfirsterkari. Það er einmitt þras af þessu tagi, sem hefur vantað í Austur-Evrópu. Þar hefur ekki verið neitt samtal milli yfirvalda og almennings, aðeins tilskipanir að ofan. Austantjalds var enginn, sem gegndi því hlutverki, sem frjálsir fjölmiðlar gegna með sóma á Vesturlöndum. Miðstjórnir í Austur-Evrópu einangruðust í turnum sínum. Þær vissu ekki um hræringar og skoðanir í þjóð- félaginu. Þær höfðu allt vald í sínum höndum, líka til að gera góða hluti, en vissu ekki, hverjir voru góðu hlut- irnir, af því að sambandið að neðan var ekkert. Á Vesturlöndum er valdi hins vegar dreift á marga staði. Ríkisvaldið eitt hefur ekki allt vald. Atvinnulífið hefur vald, stéttarfélögin hafa vald, fjölmiðlarnir hafa vald og hagsmunasamtökin hafa vald. Þessar mörgu valdamiðstöðvar halda hver annarri í skeQum. Til dæmis hafa fyrirtæki og samtök fyrirtækja á Vest- urlöndum vald til að þráast gegn opinberum aðgerðum, sem valda fyrirtækjum kostnaði í mengunarvörnum; vald, sem hliðstæð fyrirtæki og samtök hafa ekki í Aust- ur-Evrópu. Samt hefur Vesturlöndum tekizt betur til. Það er dreifing valdsins og jafnvægi milh margra handhafa valds, sem ræður úrslitum um, að lýðræði er áhrifameira þjóðskipulag en eins flokks miðræði. Há- marki nær jafnvægið í, að fólk getur í kosningum haft skipti á þeim stjórnmálaflokkum, sem eru við völd. Vegna þessa ráða ríki markaðsbúskapar og valddreif- ingar betur en miðstýrð ríki við samfélagsleg verkefni á sviði félagsmála, menntunar, heilbrigði og mengunar. Jónas Kristjánsson Eldur í ammoníakgufu á þaki ammoniakgeymis áburðarverk- smiðjunnar hefur valdið gífurlegu íjaðrafoki. Fyrstu fréttir bentu til að stór hluti íbúa Reykjavíkur heföi verið í lífshættu. Nánari athugun bendir til að lítil hætta hafi verið á ferðum. Eftir á að hyggja hlýtur að vera umhugsunarefni hvernig þessar fréttir urðu til. Hver ber ábyrgð á þessum fréttaflutningi? Viðbrögð fjölmiðla og sumra stjórnmála- manna eru mikið umhugsunarefni. Var raunveruleg hætta? Enn er eftir að svara þeirri spurníngu hver hættan var. Helstu sérfræðingar landsins í þessum efnum verða að taka sig til og skýra málið. Ég freistaði þess á borgarafundi í Grafarvogi að skýra mín viðbrögð en líklega við lítinn hljómgrunn. Lítum á eftirfarandi atriði: 1. Eldur kviknaði í ammoníak- gufu er leidd var út um rör á þaki geymisins. Stafaði hætta af því? Algengt er að brenna gas. Menn þekkja það frá olíuborholum, olíu- borpöllum. Af því stafar ekki hætta. Ammoníak er ekki eldfimt nema með blöndun við andrúms- loft í ákveðnum hlutföllum, 15-27% Mér er ógjörningur að sjá hættu af því þó að ammoníakgasið brynni. Eldur gat aldrei farið inn í tankinn vegna þess að ammoníakið þar er ekki eldfimt. Ef til vill er það besta leiðin aö brenna ammoník- gasið til þess að eyða því! Mér virð- ist þessi logi ekki hafa verið sterk- ari en það að það tók 2-3 sekúndur að slökkva hann. Frá Áburöarverksmiðjunni i Gufunesi. - „Þessa verksmiðju er ekki hægt að reisa annar staðar svo að hagkvæmt verði,“ segir í greininni. Hættulegir Qölmiölar - hættulegir valdamenn? Hættuleg áburð- arverksmiðja? 2. Málið snýst þá um þaö að vegna u-beygju á rörinu beinist log- inn aö tankinum. Tankurinn var því farinn að roðna. Verkfræðingar vita að tankur sem þessi heldur lengi styrk þótt hann roðni á bletti. Vegna þess hve loginn var tak- markaður var um aö ræða lítið svæði sem eldurinn lék um. Vegg- þykkt tanksins þarna er 2 cm. Allt bendir til að svona logi sé ekki bara klukkustundir heldur daga að brenna gat á tank með þessari veggþykkt. Sumir giska á að það taki vikur. Alla vega var engin að- steðjandi hætta á að tankurinn gæfi sig. 3. Hefði komið gat á tankinn hefði verið um að ræða tiltölulega lítið gat vegna þess hve nálægt loginn var stálinu. Loginn hefði ekki getað splundrað tanknum. Út um slíkt gat hefði streymt ammoníakgufa sem slökkt hefði eldinn og stigið að mestu upp. Sem sagt engin al- mannahætta á ferðum. Hræðsluviðbrögð - hræðsluáróður Það er rannsóknarefni hvernig þessi atburður gat valdið þessari múgæsingu. Ég verð að játa að það eina í þessu máli, sem vekur ótta hjá mér, eru viðbrögð sumra stjórnmálamanna. Slíka menn ótt- ast ég sem eru í valdastóli og bregð- ast við í tilfinningahita eða kosn- ingaskjálfta og valda hræðslu- bylgju meðal almennings. Það er ábyrgðarhluti að nota at- burð sem þennan til þess aö heimta burtu verksmiðju sem kostar 3000 millj. kr. aö núvirði og veitir 2-300 störf, ef allt er talið, og kaupir 150 Gwh af raforku á ári, svo að eitt- hvaö sé nefnt. Kóka-kóla-kynslóðin virðist ekki bera mikið skynbragð á verðmæti. Þessa verksmiðju er ekki unnt að reisa annars staðar svo að hag- kvæmt verði. Hún skuldar nú 6-700 KjáUarinn Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður millj. kr. og getur þá framleitt áburð á samkeppnisfæru verði. Ef fjármagnskostnaður eykst vegna 3000 millj. kr. fjárfestingar er hún engan veginn samkeppnis- fær. Hún er of lítil eining nema Reykvíkingar greiði einhverja milljarða með flutningunum. Það væri illa farið með fé Reykvíkinga. Þótt landbúnaður dragist saman þurfum við mikinn áburð við land- græðslu í framtíðinni. Rétt viðbrögð Veriö er að reisa nýjan, kældan tank, 100 millj. kr. Ijárfestingu, sem tryggir geymslu á ammoníakinu. Ammoníakiö mun koma kælt í skipum og óhapp á sundinu þýðir að ammoníak í vökvaformi mundi blandast sjó og sökkva og ekki valda almannahættu. Til þess að lægja öldur og leita af sér allan grun er samt rétt aö grandskoða málið. Því hef ég lagt fram á alþingi svohljóðandi tillögu: Alþingi samþykkir að fela ríkis- stjóminni, í kjölfar þess atviks er eldur kom upp á ammoníakgeymi Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi, að: 1. ráða viðurkennda sérfræðinga, erlenda ef þörf krefur, til þess að annast öryggisgreiningu á einstökum þáttum í starfsemi verksmiðjunnar og hættumat vegna hugsanlegra slysa eða óhappa er hent gætu; við örygg- isgreiningu og hættumat skal taka mið af íbúðabyggð á höfuð- borgarsvæðinu. 2. skipa nefnd sérfræðinga helstu stofnana á sviði öryggismála og almannavarna hérlendis til þess að fylgjast með og fylgja eftir þeirri vinnu sem tilgreind er í 1. tölulið. 3. leita samkomulags við borgar- yfirvöld í Reykjavík um að ríkis- stjórn og borgaryfirvöld fjalli sameiginlega um framtíð verk- smiðjunnar þegar öryggisgrein- ing og hættumat liggja fyrir. Guðmundur G. Þórarinsson „Mér er ógjörningur aö sjá hættu af því þótt ammoníakgasið brynni. Eldur gat aldrei farið inn í tankinn vegna þess að ammoníakið þar er ekki eld- fimt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.