Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990. 15 Höfum lífssýn kvenna að leiðarljósi í Kópavogi Þegar Kvennalistinn hafði til- kynnt framboð sitt til bæjarstjórn- arkosninganna í Kópavogi komu fram ýmsar spurningar. Þar á með- al hvað hefði valdið þessari ákvörð- un. Kvennahstinn varð upphaflega til vegna þess að konur voru ekki sáttar við áhrifaleysi sitt í stjórn- málum. Síðan eru liðin rúm 7 ár. Hlutur kvenna á opinberum vettvangi hef- ur aukist á þessum árum. Það er vissulega fagnaðarefni fyrir okkur Kvennalistakonur enda enginn vafi á að þar er um bein áhrif Kvennalistans að ræða. - En hvers vegna er Kvennalistinn þá að bjóða fram hér í Kópavogi? Hvers vegna ekki spyrjum við frekar. Hvers vegna ekki? Við spyrjum frekar, hvers vegna ekki að bjóða fram? í síðustu al- þingiskosningum bauð Kvennalist- inn fram í öllum kjördæmum, nú býður hann fram sér lista í 4 bæjar- félögum, þar af þremur stærstu bæjarfélögum landsins, og býður fram sameiginlegan hsta á nokkr- um öðrum stöðum. Þegar Kvennahstakonur hér í Kópavogi hittust skömmu eftir ára- mót kom í ljós mikhl áhugi á fram- boði f bænum og var greinilegt að angarnir höfðu teygt sig víða því hópurinn, sem hittist fyrst, stækk- aði ört. Þaö er augljóst mál að ýmsar þær ákvarðanir, sem teknar eru í bæjarstjórnum, hafa mikil KjaUarinn Guðbjörg Emilsdóttir sérkennari áhrif á líf fólks. Þó svo að við séum sammála um að ýmislegt gott hafi verið gert í Kópavogi á liðnum árum teljum við að hér eins og annars staðar, sem ákvarðanir eru teknar, hafi áhrifa- leysis kvenna gætt, reynsla þeirra og menning ekki notið sín sem stefnumótandi afl. Engin kona í efsta sæti Þegar þetta er skrifað eru komnir fram fjórir framboðslistar í Kópa- vogi auk Kvennalistans. Á engum þessara lista skipa konur efstasæt- ið. Hver er ástæðan? Gæti ástæðan verið sú að þeir fjórir flokkar, sem standa að umræddum listum, eru byggöir upp af körlum, að þar er unnið eftír leikreglum karla og út frá forsendum karla. Nú má enginn skilja orð mín svo að sjónarmið og reynsla karla eigi ekki rétt á sér, það eiga bara sjónar- mið og reynsla kvenna líka. Annað getur ekki talist eðhlegt, bæinn byggja jú bæði karlar og konur. Á því kjörtímabih, sem nú er að ljúka, sitja í bæjarstjórn ellefu bæjarfull- "trúar, þar af 3 konur. í nefndum og ráðum á vegum bæjarins sitja 92 karlar og 39 kon- ur. Ég efast ekki um að þessar kon- ur hafa lagt sig fram um að vekja athygli á sjónarmiðum kvenna, en auðvitað hafa störf þeirra verið bundin þeim flokkum sem þær eru fulltrúar fyrir. Sérframboð kvenna — frelsi og ábyrgð Getur sérframboð Kvennalistans haft einhver áhrif í Kópavogi? Við kvennalistakonur álítum bestu leiðina til að koma á jafnræði í stjórnun bæjarins að koma með sérframboð á vegum Kvennalist- ans. Þar eru virtar leikreglur og starfshættir kvenna. Með því að koma kvennahstakonum inn í bæj- arstjórn komum við kvennalista- konum inn í nefndir og ráð á vegum bæjarins og fáum þannig tækifæri til að láta rödd okkar heyrast. Kvennalistakonur leggja áherslu á frelsi og ábyrgð. Konur eiga að stórum hluta til aðra menningu en karlar, kvennamenmngu. Þær hafa að leiðarljósi annað gildismat og lita því gjarnan á málin frá öðru sjónarhorni. Það hlýtur að auka víðsýni og leiða af sér íjölbreyttari hugmyndir að lausnum þegar konur og karlar taka sameiginlega ákvarðanir um öll þau mál er koma til umfjöllunar og afgreiðslu hjá bæjaryfirvöldum. Konur eiga ekki og mega ekki sætta sig við áhrifaleysi. Reynsla þeirra og sjónarmiö verða að komast til skila, hvort heldur sem er í stjórnmálum eða á öðrum vettvangi. Áhrifm, sem kon- ur geta haft í kjörklefanum, eru mikil en duga skammt ef þeim er ekki fylgt eftir að afloknum kosn- ingum. Öll mál eru „kvennamál“ Það má heldur ekki gleymast að öll mál koma okkur konum við. Það eru engin afmörkuð „kvennamál“ eða „karlamál". Við kvennalista- konur erum ekki bara að vinna fyrir sjálfar okkur, viö vinnum fyr- ir alla, börn, konur og karla. Það sem við erum hins vegar ekki sátt- ar við er forgangsröðun mála eins og hún er nú og að lífssýn, skoðan- ir okkar og störf séu ekki virt til jafns á við lífssýn, skoðanir og störf karla. Miklar hræringar eru nú í stjórn- málum í allri Evrópu og einnig á íslandi. Trúlegt er að margir standi hálfráðvilltir og þurfi að hugsa málin upp á nýtt. Á tímabili leit út fyrir að í Kópavogi væri ekkert sérstakt að gerast og að allir væru sáttir við gömlu flokkana, en svo kom annað í ljós er konur fóru að tala saman. Öll viljum við aðbúnað bæjarbúa sem bestan og veg og vanda bæjar- ins sem mestan. Við viljum að vald- dreifmg, virkara lýðræði og lífssýn kvenna jafnt og lífssýn karla sé höfð að leiðarljósi. Það er einmitt á þeim forsendum sem Kvennahst- inn starfar. Við eigum ekki atkvæði fólksins, hver og einn gerir upp hug sinn, en Kvennalistinn er nú í fyrsta sinn valkostur í sögu Kópa- vogs. Guðbjörg Emilsdóttir „Þegar þetta er skrifað eru komnir fram fjórir framboðslistar 1 Kópavogi auk Kvennalistans. A engum þessara lista skipa konur efsta sætið. Hver er ástæðan?“ Eru ættirnar að eignast ísland? Það hefur ríkt upplausn og upp- stokkun í íslensku atvinnu- og fjár- málalífi á undanförnum árum. Það jafnvægi, sem ríkti um nokkurt skeið milli einkarekstrar, ríkis- rekstrar og samvinnurekstrar hef- ur stórlega raskast. Samvinnu- hreyfingin er í upplausn, ríkisaf- skipti á undanhaldi og fjöldi smárra sem stórra fyrirtækja í einkaeign verður gjaldþrota eða sameinast öðrum. í þessu ástandi er að koma æ betur í ljós að gömlu eignaættimar með ættarlauka í fararbroddi ætla sér mikinn hlut. Þar munar mest um hóp efnismanna á hægri væng sem myndaði Eimreiðarhópinn svokallaða fyrir tveimur áratug- um, þar sem fremstir fara borgar- stjórinn í Reykjavík og formaður Sjálfstæðisflokksins að ógleymd- um hugmyndafræöingnum, Hann- esi Hólmsteini Gissurarsyni. Kjöl- festan eru fyrirtæki eins og Eim- skip og Sjává/Almennar, Flugleið- ir, Skeljungur, SH og fleiri. Valdiðeinokað Það mættí ætla á tímum frjáls- hyggju og frelsishjals að nú væri upprunninn tími fijálsræðis og óímepptra athafna á öhum sviðum en það er nú öðru nær. Hlutafé safnast á fárra hendur, vald er ein- okað og öllu skiptir að „réttir“ aðil- ar séu í lykilhlutverkum. Sam- steypa banka og fyrirtækja er köll- uð hagræðing en þýðir í reynd mikla samþjöppun valds og fjár- magns. Tilurð íslandsbanka og baráttan um völdin á þeim bæ sýnir að áhrif Kjallarinn Reynir Ingibjartsson á framboðslista Nýs vettvangs í Reykjavik í bankaráðum ríkisbankanna eru ekki lengur lykihinn að fjármagn- inu og fyrirgreiðslunni. Yfirtaka Stöðvar 2 er annað dæmi þar sem ná á tökum á þessum sterka fjöl- miðli í þágu fjármagns og fámenn- isvalds. Hið lokaöa valdakerfi hjá Reykjavíkurborg, þar sem velvöld- um einstaklingum er raðað á lista af innvígöum úr Eimreiðarhópn- um, er eitt dæmið enn... Að Davíö Oddsson stýrir fundum hjá Eimskip en Friðrik Sophusson stýrði hliðstæðum fundum hjá Haf- skip segir allt sem segja þarf um þaö hvar valdiö og dýrðin er. Framtíðarlandið Það má ætla aö ný þyki einstakt tækifæri til að taka stóra stökkið inn í framtiðarland frjálshyggjunn- ar. Félagshyggjuflokkarnir sundr- aðir og smáir, verkalýðshreyfingin stöðnuð, SÍS og kaupfélögin á hausnum, ríkisstjórnin óvinsæl og landsbyggðin að breytast í ver- stöðvar og sumarlönd fyrir þá sem stunda veiðar, hesta og jeppa. Al- þingi íslendinga lágreist stofnun sem hægt er að hafa að háði og spotti og svo er ríkisverksmiðjan Áburðarverksmiðjan orðin að óvinsælasta og hættulegasta fyrir- tæki landsins. í skoðanakönnunum í Reykjavík mælast 14 fulltrúar af 15 hjá Sjálf- stæðisflokknum. Flestum stendur á sama um eitthvert raus um bamaheimili og öldrunarmál, hús- næði fyrir alla og manneskjulegra umhverfi. Virðing fyrir hinum sterku, voldugu, ríku og glæsilegu fer vaxandi og hinir veikari og smærrigetasjálfumsérumkennt. i Glæsilegur sigur í Reykjavík verður mikil hvatning tíl að halda áfram og ráða öllu við Austurvöll, ná undirtökum í bankakerfinu meö íslandsbanka hinum nýja, bæta sjónvarpsrekstri við yfirburða- stöðu í fjölmiðlun, leggja undir sig smásöluverslunina hringinn í kringum landið, ráða samgöngum tíl og frá landinu í loftí og á legi og síðast en ekki síst - að sameina öflugustu fyrirtækin í sjávarútvegi og fiskvinnslu með sameiningu SH, SIF og sjávarútvegsgeirans hjá SÍS sem þýðir einokun allra veiða, fisk- vinnslu og sölu afurða. Háreistar byggingar, glæstir salir Það er að sjálfsögðu við hæfi að byggja stórt og glæsilega til að hafa fyrir augum í framtíðarlandinu. Hvað skoða íslendingar á ferðalög- um erlendis? Eru það ekki aðallega glæstar hallir, kirkjur og hof? Yfir- formaðurinn í ættaveldinu gerist nú gamall og teiknar ekki lengur fyrir þau fyrirtæki sem hann leiðir. En eftir standa byggingar eins og hús íslenskra aðalverktaka við Höfðabakka, Hótel Saga og fleiri. En maður kemur í manns stað. Sonurinn, húsameistari ríkisins, heldur merkinu uppi og er flug- stöðvarbyggingin til vitnis um það. Engeyjarættin á líka sinn arki- tekt og i sameiningu mun hótel Eimskipafélagsins verða tíl á teikniborðum þeirra eða kannski ríkisins? Svo má ekki gleyma húsi hinna ávölu forma sem rís á Öskju- hlíð? Þar kemur Engeyjarættin við sögu með fulltingi borgarstjórans í Reykjavík. Já, það vantaði mikið ef það vant- aði hæfileikaríka arkitekta af góð- um ættum. Atkvæðisréttur til mála- mynda Bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingar eru framundan. Þar vegur Reykjavík þyngst. í þessari grein hefur verið dregin upp mynd sem mörgum finnst kannski ýkt eða óraunveruleg. Að baki liggi öfund og fordómar. í mínum huga eru hér hins vegar hlutir að gerast sem munu hafa mikil áhrif á líf okkar allra og stöðu þessa lands. Lýðræðið hefur gefið okkur atkvæðisrétt sem mörgum finnst léttvægur og breyti engu. Ég tel mig í hópi þeirra sem aðhyllast dreifingu valds og fjármagns og að einstaklingar taki afstöðu til um- hverfis síns. Reynt er að láta borgarstjórnar- kosningarnar í Reykjavík snúast um einn mann - Davíð Oddsson - sem þar á ofan er líklega á fórum úr borgarmálum í landsmálin. í reynd á að draga sem flesta að kjör- borðinu til að hjálpa hinum inn- vígðu tíl að ráða meiru og eignast meira. Láttu ekki draga þig hugs- unarlaust að kjörborðinu, kjósandi góður. Reynir Ingibjartsson „Reynt er að láta borgarstjórnarkosn- ingarnar í Reykjavik snúast um einn mann - Davíð Oddsson - sem þar á ofan er líklega á förum úr borgarmál- um í landsmálin.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.