Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1990, Qupperneq 27
ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1990.
27'
Lífsstfll
Líkkistur Kirkjugarða Reykjavíkur og annarra:
Um 4 5 % verðmunur
í Reykjavíkurborg eru nú starf-
andi þrjár útfararþjónustur, Útfarar-
þjónustan hf„ Líkkistuvinnustofa
Eyvindar Árnasonar og Útfarar-
þjónusta kirkjugarða Reykjavíkur-
prófastsdæmis. Lauslegur saman-
burður á þjónustu þessara fyrirtækja
sýnir að Kirkjugarðar Reykjavíkur
eru um 45% ódýrari en aðrir.
Kistan ein kostar hjá Kirkjugörð-
unum 19.800 krónur en með öllu sem
tilheyrir og VSK er kostnaðurinn
orðinn 29.892 krónur. Hjá Líkkistu-
vinnustofu Eyvindar Árnasonar er
kistan á 28.250 krónur en heildar-
kostnaður er 43.033. Sé litið út fyrir
höfuðborgina þá kostar kistan með
öllu og VSK 43.778 krónur hjá Fjalari
- engar niðurgreiðslur segir forstjóri Kirkjugarðanna
hf. á Húsavík.
Hérna er talsveröur munur á ferð-
inni og menn ekki á eitt sáttir um
hvað veldur. Keppinautar Kirkju-
garöanna telja að þar á bæ séu kist-
urnar stórkostlega niðurgreiddar, en
Ásbjörn Björnsson, forstjóri Útfarar-
þjónustu kirkjugarða Reykjavíkur-
prófastsdæmis, sagði að megin-
ástæðan fyrir verðmuninum væri
einfaldlega sú að Kirkjugarðarnir
væru langstærstir á þessu sviði.
Ásbjörn sagði að þar sem þeir
smíðuðu rúmlega 100 kistur á mán-
uði eða á milli 1200 og 1400 á ári
væri hægt að ná fullri hagræðingu.
Það væri af og frá að kisturnar væru
niðurgreiddar, þær væru aðeins
Neytendur
seldar á kostnaðarverði.
Hjá Fjalari á Húsavík fengust þær
upplýsingar að þeirra kistur væru
ekkert í líkingu við kistur Kirkju-
garðanna. Kisturnar væru viður í
gegn í lokinu, annars blandaður við-
ur og spónaplötur. Svipaöa sögu
hafði Davíð Ósvaldsson hjá Líkkistu-
vinnustofu Eyvindar Árnasonar að
segja. Hann sagði að kisturnar þeirra
væru mun meiri og vandaðri smíði
en hjá Kirkjugörðunum.
Ásbjörn kannaðist við að hjá Davíð
væru kisturnar þyngri og efnismeiri
og hann notaði aðrar vinnuaðferðir,
en hjá Kirkjugörðunum hefði yfir-
leitt gilt sú regla að allir væru jafnir
þegar þeir væru dánir. Hann sagöi
að þeir fengju að vísu um eina til
tvær beiðnir á ári um eikarkistur og
yrði orðið við þeim óskum en þá
væri verðið 55.000 krónur bara fyrir
kistuna, fyrir utan líkklæði og ann-
að. Það væri alltaf smekksatriði hvað
væri vandað eða fallegt, kistur
Kirkjugarðanna væru þó styrkleika-
prófaðar.
Rúnar Geirmundsson hjá Útfarar-
þjónustunni, sem starfaði í sjö ár hjá
Kirkjugörðunum, sagði að veltan í
kringum jarðarfarir væru gífurlega
liáar upphæðir, um 80 milljónir á
ári. Þar af færu um 8 milljónir til
presta og nokkrir tugir milljóna til
þeirra þriggja eða íjögurra blóma-
verslana sem Kirkjugarðarnir skipta
við.
Rúnar sagði að það væri alltaf
spurning hvað teldist kostnaður.
Hann taldi að kostnaður Kirkjugarð-
anna væri aðeins efni og vinna, en
ekki væri reiknað inn í verðið kostn-
aður við húsakynni, skrifstofuhald
og annað sem fylgdi. Það væri heldur
ekkert vafamál að gæðin milli þeirra
kista sem Kirkjugarðarnir byðú upp
á og annarra væru ekki sambærileg.
-GHK
Skortur á íslensk-
um sveppum
Vegna verðs á sveppum sem birt-
ist á neytendasíðunni sl. föstudag
hafði Pálmi Karlsson svepparækt-
andi samband við síðuna.
Pálmi sagði að nýlega hefði hann
kannað verð á sveppum í verslun-
um þar sem þeir væru til og væri
það yfirleitt á bilinu 960-1000 krón-
ur kg en hér væru á ferðinni inn-
fluttir sveppir. Sannleikurinn væri
einfaldlega sá að víða væru sveppir
ekki til vegna þess að verslanir
vildu ekki selja þessa dýru sveppi
því þær væru hræddar við að koma
illa út úr skoðanakönnunum.
Mikill skortur væri á íslenskum
sveppum því þeir framleiðendur
sem í desember hefðu verið með
um 75% markaðsins hefðu ekkert
getað ræktað frá áramótum er tek-
ið var fyrir notkun rotmassa við
svepparæktun. Nú er búið að leyfa
slíkt aftur og ætti ræktin að vera
komin aftur í fullan gang í júní-
mánuði.
Pálmi sagði að verð á íslenskum
sveppum hefði verið í desember um
399 krónur kg til verslana og ætti
það vera svipað í sumar.
-GHK
Skortur er á islenskum sveppum þessa dagana.
Nýjung á markaðinum:
Koffeínlaust kók
Þessa dagana er að koma í verslan-
ir nýjung frá Vífilfelli. Hér er á ferð-
inni koffeínlaust diet kók og þykir
það bragðast alveg eins og diet kók,
nema hvað það koffeínlausa ætti ekki
að halda fyrir manni vöku.
Diet kók kom fyrst á markaðinn
hér á landi fyrir fjórum árum og er
nú söluhæsti gosdrykkurinn á eftir
því sem kókistar myndu kalla hiö
eina sanna kók, Coca Cola.
Árið 1983 var koffeínlaust kók fyrst
markaðssett vestanhafs óg hefur
aukið markaðshlutdeild sína jafnt og
þétt. Sala á því koffeínlausa jókst um
tæp 26% á milli áranna 1988 og 1989
og er það nú níundi söluhæsti drykk-
urinn þar.
Koffeínlaust kók mun fyrst um
sinn verða selt í 0.33 1 dósum og 1,5
lítra umbúðum og verður boðið upp
á 25% kynningarafslátt á drykknum.
-GHK
Útfararstjóri Útfararþjónustunnar, Rúnar Geirmundsson, viö likbilinn sem er grár Cadillac.
Útfararþjónustan hf.:
Eikarkistur,
og blúndur
silki
Útfararþjónustan hf. er nýtt fyrir-
tæki sem sérhæfir sig í að létta að-
standendum látinna róðurinn varð-
andi tilhögun og framkvæmd jarðar-
farar. Að ósk fólks getur Útfarar-
þjónustan séð um nánast allt sem
tilheyrir slíku.
Boðið er upp á þrjár tegundir af
hollenskum viðarkistum og kostar
dýrasta kistan 100.000 krónur, en
hún er eik í gegn og að innan með
hvítu silki og blúndum. Sú kista sem
sjálfsagt verður mest keypt af er á
42.500 krónur. Sé miðað við að sú
kista sé keypt kostar jarðarfórin um
112.000 krónur. Innifalið í því verði
er þjónusta útfararstofnunar, prest-
ur, organisti og söngfólk. Þjónusta
útfararstofnunar felst í því að sækja
hinn látna, klæða hann og ganga frá
honum í kistuna og aka honum til
kirkju og í kirkjugarðinn. Verðið fyr-
ir slíka þjónustu er á bilinu 20.000 til
24.000. Sé þess óskað getur útfarar-
stofnunin einnig séð um blóma-
skreytingar og jafnvel séð um erfis-'
drykkjuna.
Líkbíll Útfararþjónustunnar verð-
ur að teljast nýbreytni hér á landi
þar sem hann er grár Cadillac en
ekki svartur Buick eins og tíðkast
hefur. Rúnar Geirmundsson útfarar-
stjóri sagði að ljós líkbíll væri viss
bylting hér á landi. Hann hefði að
vísu séð myndir af líkbíl Útfarar-
þjónustu Tryggva Árnasonar, sem
starfrækt var fram undir 1948, og
hann hefði verið hvítur.
„Við ætlum að reyna að bjóða upp
á persónulegri þjónustu, meiri þjón-
ustu útfararstjórans, ekki svomT
verksmiðjuvinnu eins og vill vera
hjá kirkjugörðunum meö þúsund
útfarir á ári,“ sagði Rúnar. „Ef fólk
óskar eftir því að við tökum þetta
allt að okkur þá gerum viö það. Við
viljum fyrst og fremst bjóða fólki upp
á góðar og fallegar kistur, hlýlegar
kistur, hlýlegt viðmót og reyna þann-
ig að milda sársaukann af ástvina-
missi.“ -GHK
Dýrasta kistan er á 100.000 krónur, en hún er eik í gegn og að innan með
hvitu silki og blúndum. DV-myndir BG